Morgunblaðið - 12.10.1941, Síða 2

Morgunblaðið - 12.10.1941, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ Suimudagur 12. okt. 1941- Þjóðverjar nálgast Moskva Charles Portal, yfirmaður breska flughersins. Bretar hefja aft ur loftárásir á Þýskaland ftir langt hlje hófu breskar flugvjelar aftur í fyrrinótt loftárásir á Þýskaland. Veður- skilyrði hafa verið slæm undan- farið, og voru ekki orðin góð í fyrrinótt, þegar yfir 200 bresk- ar orustu- og sprengjuflugvjel- ar gerðu árás á Köln, Ruhr- hjeraðið, Holland, Belgíu og Frakkland. Tíu breskra flugvjela er saknað. 1 birtu í gær, gerðu breskar flugvjelar loftárás á herstöðv- ar í N.-Frakklandi, þ. á. m. gerðu Spitfireflugvjelar vopn- aðar fallbyssum, árásir úr 20 m. hæð á Cherbourg.Skvgni var sama og ekkert og urðu flug- v.ielarnar þessvegna að fljúga svona lágt. Ekki varð vart neinna óvina- flugvjela yfir Cherbourg, og aliar bresku flugvjelarnar komu heim aftur heilu og höldnu. Ægilegar næturorustur á inni- króaða svæðinu við Briansk Þýska herstjórnin tilkynn- ir úrslit orustunnar við Asovshaf Þýskar flugvjelar gerðu snarpa árás á Hull í fyrrinótt (að því er fregnir frá Berlín herma). I ÞJÓÐVERJAR segjast hefja 17. viku styrjaldar- innar á austurvígstöðvunum að Rússum raun- verulega sigruðum. Þýski herinn færist stöð- ugt nær Moskva, en það er ekki að fulluljóst, hversu ná- lægt borginni hann er kominn. í Moskva var viðurkent í gær, að ekki hafi tekist að stöðva sókn Þjóðverja vestan og sunnan við borgina, enda eru Þjóðverjar sagðir tefla fram ofurefli liðs. Þýski herinn, sem sækir að borginni að vestan, var í gær sagður kominn % leiðarinnar frá Vyazma og átti ekki nema 80 km. ófarna. í London var skýrt frá því í gærkvöldi að samtímis þessari sókn að vestan, sækti annar þýskur her að borginni að suðvestan, frá Rostavl og virtust herirnir eiga að mætast einhversstaðar fyrir vestan Moskva. Að sunnan voru Þjóðverjkr sagðir aðeins um 200 km. frá borginni. Tilkytnu Þjóðverjar í gær, að þeir hefðu tekið stóra borg á þessum vígstöðvum, og er talið, að átt geti vérið við borgina Tula, mikilvæga hernaðarborg. Sjeu Þjóðverjar komnir til Tula, þá hafa þeir sótt fram á bessum vígstöðvum 400 km. á 10 dögum. Samtímis geisar ein ægilegasta og mannskæðasta innikróunarorusta, sem sögur fara af hjá Briansk. Þýska |ajg herstjórnin tilkynti í gær, að hringurinn við Vyazma og Briansk þrengdist stöðugt og að tala fanga og magn her- í gagna, sem tekin hefðu verið, fari stöðugt vaxandi. Þýska frjettastofan segir, að Rússar geri æðisgengnar til- raunir til þess að brjótast út úr hringnum hjá Briansk, og geri útrásartilraunir sínar aðallega að nóttunni. Eru Rússar sagðir gera áhlaup sín fylktu liði, en lenda í skothríð þýskif fallbysn- anna og stráfalla „tugum þúsunda saman“. Loftárásir á Færeyjar rjár loftárásir voru gerðar * á skip í höfninni í Færeyj- um, eða „hernaðarlega mikil- væga staði“ á eyjunum í síðustu viku, samkvæmt tilkynningu þýsku herstjórnarinnar. I tilkynningu herstjórnarinn- ar í gær segir, að þýsk flugvjel hafi í birtu í fyrradaag sökt 2 kaupskipum og laskað tvö önn- ur í höfn í Færeyjum. Herir Þjóðverjar London í gær. fregnum frá Svíþjóð segir, að Þjóðverjar hafi yfir 200 herfylki (divisions) eða yfir 4 miljónir manna á vígstöðvunum í Rússlandi, og næstum alt þetta lið er notað í sókninni. Auk þess hafa þeir yfir að ráða 20 rúm- enskum, 10—15 ítölskum, sex úngverskum og 3 slóvönskum herfylkjum, og eru þetta sam- 1,800,000 menn. Þýska herstjórnar- tilkynningin „Tortíming innikrúuðu herjanna miðar óðum áiram“ : Innrásarvarúðar- ráðstöfun Fyrsti einkabankinn í Rússlandi síðan 1917 New York í gær. Ajóðverjar eru þegar byrj- aðir að undirbúa hagnýt- ingu hjeraðanna í Rússlandi, er þeir hafa lagt undir sig. Fyrsti einkanbankinn í Rúss- landi síðasta aldarfjórðunginn, eða frá því að bolsjevikkar brut- ust til valda, verður opnaður í Minsk á mánudaginn. Er það útbú frá þýska Dresdener-bank- anum. Bankinn á að sjá hinum giýju iðnaðarmiðstöðvum fyrir fjármagni. Einn af fulltrúum þýsku stjórnarinnar sagði í gær að ekki myndi skorta vinnuafl, ,,við höfum þrjár miljónir stríðs fanga, sem við getum notað með litlum tilkostnaði, eða því, sem svarar til lífsviðurværís þeirra“. í Moska er engin dul á það!' dregin, hve ískyggilegar horf- dreka og 672 fallbyssur (segir urnar eru. En „Rauða stjarnan“,! tilkynningunni). blað rússnesku herstjórnarinn-1 I orustunni norðan við Asovs- ar segir, að Rússar berjist eins (haf tók þátt her von Manstedts og berserkir og í skeyti frá hershöfðingja, rúmenskur her og Moskva segir, að um göturnar brynreiðaher von Kleists hershöfð- þar megi sjá látlausan straum ingja. hermanna og skriðdreka á leið til vígstöðvanna, en hernaðar- flugvjelarnar sveima yfir og stefna í vesturátt. SIGUR í UKAINU. Þýska herstjórnin tilkyuti með aukatilkynningu í gær, að gjöreyð- ingarorustunni fyrir norðan Asovs- haf væri lokið, og þar með ,væri endir bundinn á alt skipulegt við- nám Rússa á suðurvígstöðvunum. í aukatilkynningu herstjórnar- innar segir, að í orustunni fyrir norðan Asovshaf hafi meginhluti 9. og 18. hers Rússa verið sigrað- ur. Mikið manntjón varð í liði Rússa og auk þess voru teknir 64.325 fangar. Ennfremur voru teknir eða eyðilagðir 126 skrið- drekar, 519 fallbyssur og ótal önn- ur hergögn. Þar með hafa þýskar, rúmensk- ar, ítalskar, ungverskar og slóvak- iskar herdeildir úr herjum von Rundstedts hershöfðingja tekið frá því 26. sept. 106.365 fanga. og auk þess tekið eða eyðilagt 212 skrið- LONDON í gær —: Bannað hefir verið að vera á róðarbát- i;m á hafinu umhverfis Bret- landseyjar eftir 1. nóvember, nema með sjerstöku leyfi ! breska flotamálaráðuneytisins. AÐRAR VIG- STÖÐVAR. Nokkur hluti af her Budennys verst þó enn hjá Kharkov, hinni miklu iðnaðarmiðstöð í Norðaustur Ukrainu. Engar fregnir hafa bor- ist frá Þjóðverjum frá þessum víg- stöðvum síðan þýska herstjórnin birti tilkynningu um töku Poltava í fyrri viku. í fregn frá London í gærkvöldi' var sagt að Þjóðverjum miðaði hægt áfram hjá Poltava. Einnig virðist Þjóðverjum ekk- ert hafa orðið ágengt í sókn þeirra suður á Krímskaga. Ekkert vopnahlje Lausafregnir, sem birtar voru í gær um að Þjóðverjar hefðu boðið Rússum vopnahlje, voru af- dráttarlaust bornar til baka í Ber- lín í gærkvöldi. Fulltrúi Þýsku stjórnarinnar sagði að ekkert vopnahlje kæmi til greina, fvr en her bolsjevikka væri gersigraður. 40 prestar sátu aðalfund Presta- fjelagslns AÐALFUNDUR Prestafjelags- ins hófst á ný í gærmorgun með því að biskup landsins flutti morgunbænir. Síðan var lokið umræðum um aukaverk presta. Þá var tekið fyrir frv. til laga um veiting prestakalla, sem fje- lagsstjórnin hafði samið. En ekki fjekk það endanlega afgréiðslu. Næsta mál á dagskrá var frv. til laga um kirkjuþing, er pró- fessor dr. *theol. Magpús Jónssou flutti á síðasta þingi. Mælti fund- urinn með því, að það yrði að lög- um með nokkrum breytingum, og kaus þá síra Sveinbjörn Högna- son og síra Þorstein Briem til þess ásamt fjelagsstjórninni að veita þvr ítarlegri undirbúning. Stjórn fjelagsins var endurkos- in að öðru leyti en því, að síra Jakob Jónsson var samkv. uppá- FRAMH. Á SJÖUNDU SlÐU Þýska herstjómm tilkynnir: ¥ norður frá Asovshafi er ger- *- eyðing óvinaherjanná, sem þjappað hefir verið saman á mjög þröngu svæði, að verða lokið. Lík yfirhershöfðingja 18. hers Rússa, hefir fundist í valn- um. Tortíming óvinaherjanna ú svæðunum hjá Briansk og Vy- azma, miðar einnig óðum áfram. Örvinglaðar tilraunir óvinanna til að brjótast út úr hringnum komu fyrir ekki, vegna árása Þjóðverja. Tala stríðsfanganna og magn her- gagnanna, sem tekið hefir ver- íð, fer stöðugt vaxandi. Við Leningrad mishepnuðust allar útrásartilraunir Rússa, tinnig í gær. í, þriggja daga bardögum voru 28 skriðdrekar af stærstu gerð eyðilagðir á vígstöðvum að eins eins herfylkis. Sprengjuflugvjelar vörpuðu í gær sprengjum á, mikilvægar stöðvar í Moskva og Leningrad. Aorar loftárásir voru gerðar á járnbrautarlínur. 1 árás í birtu, sem géfð var. á höfn í Færeyjum, sökti þýsk sprengjuflugvjel í gær tveim kaupskipum samtals meir en 2500 smál. Tvö önnur skip voru alvarlega löskuð. I gærkvöldi vörpuðu sprengju flugvjelar sprengjum á mikil- væga höfn á austurströnd Bret- lands, og einnig á hafnir í suð- vestur Englandi. j í Norður-Afríku gerðu þýsk.ar sprengjuflugvjelar árás á breska fiugvöllinn í Abu-Smeith, að- faranótt föstudags. Önnur árás \ar gerð á olíumiðstöð Breta 1 Haifa í Palestínu. í loftbardög- um í Norður-Afríku skutu þýsk- ar flugvjelar niður 3 breskar ílugvjelar, án nokkurs eigin tjóns. Breskar flugvjelar vörpuðu í nótt tundur- og eldsprengjum a nokkrum stöðum í norðvestur og vestur-Þýskalandi. Nokkrir borgarar fórust eða særðust. Á nokkrum stöðum voru íbúðar- hús eyðilögð eða löskuð. Þýsk- ar loftvarnabyssur skutu niður 6 árásarflugvjelanna. Rússar nota bý- flugnabú að vopni ^merískir blaðamenn símuðu ■“irá Berlín í gær, að þar væri ekýrt frá því, að Rússar væru farnir að nota býflugnabú, sem vopn á miðvígstöðvunum. Þeir slöngva býflugnabúunum gegn áhlaupasveitunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.