Morgunblaðið - 12.10.1941, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.10.1941, Blaðsíða 7
Sunnudagur 12. okt. 1941. M0R6UNBLAÐIB 7 70 ára: Frú Sigriður Þorláks- dóttir frá Áifsnesi Idag á sjötugsafmæli SigríSur Þorláksdóttir húsfrú frá Álfs- nesi á Kjalarnesi. Hún er fædd í Varmadal á Kjalarnesi 12. okt. 1871, dóttir valinkunnra hjóna, þeirra Þorláks Jónssonar bónda í Varmadal og konu hans, Geirlaugar Gunnars- dóttur. 5. okt. 1895 giftist hún Kristjáni Þorkelssyni, síðar hrepp- stjóri Kjalnesinga, hinum ágæt- asta manni, sem um langt árabil yar jarðnesk forsjá sveitar sinnar óg forvígismaður í öllum fram- faramálum hennar. Hm aldamótin reistu þau hjónin bú í Álfsnesi og bjuggu þar í aldarfjórðung og eftir það 7 ár í Víðinesi', næsta Kæ við. Báðar þessar jarðir bygðu þau upp og sátu svo, að þær munu um langan tíma bera merki far- sæls samstarfs þeirra hjóna, fram- takssemi, elju og atorku. Þeim varð 15 barna auðið og lifa nú 7 dætur og 7 svnir, sannkallað mannval. Kristjáns hreppstjóra nauf aðéihs stutt við eftir áð þau hjónin höfðu brugðið búi og voru flutt til Reykjavíkur, en hann varð bráðkvaddur 10. jan. 1934 og hefir Sigríður eftir það dval- ið ýmist í Revkjavík eða á heim- ili sonar óg tengdadóttur í Álfs- nesi. Og það er á allra vitorði, að þar efra unir hún sjer best. Hún fest- ir ólíkt betur yndi í friðsælli kyrða sveitarinnar en í ýái og þysi borgarlífsins. Enda er hún rjettnefnd dóttir íslenskrar mold- ar, sem af hug og sál ann gró- andi túnum og grösugum högum þar sem búsmalinn dreifir sjer um græna bala. f slíku umhverfi hefir hún þá líká unnið sitt frá- bæra æfistarf, sem dugmikil og iðjusöm húsmóðir, umkringd af fjölmennum hóp barna. Og það er víst, að ágætri móður gefur ekki, en segja mætti mjer hinsvegar víst, að ágætari móður gefur ekki, síður standa í þakkarskuld við börnin, en þau við hana, því að svo er Srgríður skapi farin, að hún metur lífsgleðina öllum and- legum verðrnsétum meir, en hefir vísast hvergi mætt henni í ríkari mæli eða unaðslegri mynd en í margra ára samvistum við börniu sín. Á aðdáanlegan hátt hefir henni tekist að verða hvorttveggja í senn, móðir og vinur barnai sinna, f jelaginn í æskugleði þeirra á öllum tímum. Og það er eflaust af þessum' ástæðum, sein Sigríður 1 er raunverulega áyalt jgfn ung, hvað sem tölu æfiáránna líður, og hefir alt til þessa dags megnað að varðveita ljetta lund sína og bjartsýná lífsgleði. Hún er allra kvenna glöðust á „góðra vina fundum“ og aldrei hljedræg, þeg ar tekið er lagið eða stiginn dans. En allir, sem þekkja Sigríði frá Álfsnesi, virða hana og þvkir vænt um hana og það að verðleikum. í dag lifir hún enn eina af mörg- um gleði og ánægjustundum sín um í hóp barna sinna uppi í Álfs- nesi og fjölmennur vinahópur hennar, bæði í sveitinni og utan hennar, samgleðjast henni og árna henni allrar farsældar í fram tíðinni og óska henni margra og gleðilegra ólifaðra æfiára. Hálfdan Helgason. tiiiiiiiiiliiilsiilliiiliilliiiiiiiiiillllliiiMiiiiiiiiiiiiiiiuiiinililiiim | 3000 kr. ( s Ungur og reglusamur maður = I 24 ára, óskar eftir þrjú þús- | = und krónum að láni í 2 man- g s uði, gegn tryggingu í iðn- || ^ rekstri. Þagmælsku lieit.ið. — g s Ijjett og hreinleg vinna í boði = M fyrir 1—2 stúlkur. Ef þjer = H viljið sinna þessu, þá sendið jfjj 1 nafn yðar í lokuðu umslagi = Í. til afgr. Morgunblaðsins fyrir s 1 föstudag 17. ]). m., merkt: § „Traust“. illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllliuilllllli Sjötugur í dag: Olgeir Júlíusson Akureyri Akureyri í gær. 70 ara er a ,n0l'8'un (sunnud.) * ^ Olgeir Júlíusson, Hríseyj- argötu 11. Olgeir fluttist hingað til bæjar- ins barn að aldri, með foreldrum sínum, Júlíusi Kristjárissyni og konu hans Maríu Flóventsdóttur, er áttu lengst af heima að Barði hjer 1 bæ. Olgeir lærði ungur bakaraiðn, og stundaði það starf tim mörg ár. Á síðari árum var hann um nokkurt skeið hafnarvörður fyrir Akureyrarkaupstað, en síðan liann lj'et af því starfi hefir hann haft á hendi nokkur aðstoðarstörf skrifstofum bæjarins. Hann er viðkynningargóður mað ur í umgengni. vinsæll og glað lyndur í skapi. Framsóknarmenn skemta FEAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. JÓNAS: „En Hermann Jónasson reynir hjer að fara milliveg', sem því iniSur er ó£ær“. HERMANN: „Við viljum að ísland slíti tengslum á grundvelli sáttmálans í síðasta lagi eftir áramótin 1943, eða fyr, ef stríðinu lýkur fyrir þann tíma“. JÓNAS: „Mjer finst alveg sjerstak- lega mikil ástæða til þess að dást að kjarki þeirra manna og dirfsku, sem tclja málum landsins best borgiS með því, að þjóðin iiggi eins og illa gerður og óráðstafaðm’ hlutur, þar til hinir voldugu herrar jstóru landanna byrja að skifta veröldinni á ný“. HERMANN: „Ágreiningur um mark- ndð í sjálfstæðismálinu getur því ekki verið fyrir hendi, nema til sjeu ein- hverjir faldir „svikarar við frelsiö“. — Það þarf sannast að -segja nokkra „dirfsku“ til að. bera slíkt á samþings- menn sína og samborgara, sem að fund- arsamþyktunum (er Jónas hafði vitn- að til) jstanda. En það virðist þó vera ætlun Jónasar .TónssonaÞh Þegar þeir Jónas og Hermann höfðu kyrjað þenna tvísöng í nokkrum Tíma-blöðum, kom lands fundur Framsóknarmauna saman hjer í bænum. Hann gerði „álvkt- un“ í sjálfstæðismálinu, sem hall- aðist á sveif með Hermanni'. Þetta nægði flokknum, því að nú var sunginn einsöngur og púað undir. ★ Skemtiþátturinn í sambandi við kjötverðið liófst á f jór-rödduðum söng, Fyrsta rödd (tenor) var sungin af fulltrúum bænda á frindi í ágúst mánuði; þeir kröfðust kr. 3.75 fyr- ir kjötkílóið. Önnur rödd (2. tenor) var sung- in af Jóni Árnasyni; hanri krafð- ist kr. 3.25. Þriðja rödd (1. bassi) var sung- in af Páli Zophóníassvni. Þar var verðið kr. 2.90. Fjórða rödd (2. bassi), sungin af ráðherrum Framsóknarflokks- íns; þeir voru með kr. 2.80. " Svo var haldin ráðstefna um þetta mál og þar var kjötverðið ákveðið kr. 3.20. Eftir það var kyrjaður einsöng ur og púað undir. ★ l áfengismálinu hófst skemti- þátturinn með þrí-söng. Forsöngvari var Guðbrandur Magnússon. Hann taldi .ekkert vit í að loka vínbúðunum og dró fram mörg rök fyrir sínu máli. Svo heyrðist rödd Evsteins: Sjálfsagt að loka. Loks kom rödd Ilermanns: Álít persónulega að rjett sje að hafa áfengisverslunina opna; en þar sem Alþingi á að koma saman, te) jeg rjett að það skeri úr. 'Tnn á milli þessara þriggja höf- nð-radda heyrðust milliraddir, en þær voru hjáróma. Þessar raddir komu frá kjósendum, sem voru að revna að mynda sjer sjálfstæða'1 skoðun á þessu máli. Þessir menn fóru að líta á hag ríkissjóðs; þeim kom og til hugar brugg og smygl. Þeir sáu og mikið áfengisflóð hjá setuliðinu og mintust um leið öng- þveitisins í siðferðismálunum. Nær undantekningarlaust voru þessar raddir á móti lokun. Svo var haldinn fundur með þingmönnum Framsóknar og flokksstjórn. Þar var samþykt, að áfengisverslunin skyldi vera lokuð. Eftir það var kyrjaður einsöng- iu' og púað undir. ★ Tilgangurinn með því að vera að rifja þessi mál upp er engan veg- inn sá, að vera á neinn hátt að amast við því, að ráðamenn Fram- sóknarflokksins reyni að mynda sjer sjálfstæða skoðun . á þeim málum, sem á dagskrá eru. Er því síður en svo nokkuð við það að athuga, að ráðamenn flokksins greini mjög á í skoðunum í ýms um mikilsvarðandi málum. En það má kallast furðumikil dirfska hjá blaði þessara manna, að það skuli leyfa sjer að deila á Sjálfstæðismenn fyrir það, að þeir hafi sjálfstæða skoðun á málun- um. Sjálfstæðisflokkurinn hefir skoð anafrelsi og athafnafrelsi á sinni stefnuskrá. Honum getur því aldr- ei komið til hugar, að leggja nokk urt band eða haft á skoðanafrelsi manna. Ilandjárnin þekkjast ekki í flokki Sjálfstæðismanna. Bitt er raunasaga Framsóknar- manna, að þeir eru að burðast við að hafa sjálfstæða skoðun á mál- unum til að byrja með. En þegar svo ráðamenn flokksins koma sam an, er jafnan fyrsta verkefnið það, að leggja á handjárnin -— svifta menn skoðanafrelsinu. Allír sjá, að þetta er ékki í anda lýðræðisins. Hjer er að verki vald- boð, sem er skilgetið afkvæmi ein- ræðis og harðstjórnar. Dagbók PRESTAFJELAGS- FUNDURINN. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. stungu síra Magnúsar Björnsson- ar fyrv. prófasts, kosinn í stað dr. theol. Magnúsar Jónssonar, er baðst undan endurkosningu. Að lokum las formaður fje- lagsins, prófessor Ásmundur Guð- mundsson upp kaflann Jóh. 15, I—16 og bað bænar. En síðan gengu margir prestanna til altar- is í Háskólakapellunni. Fundinn sátu um 40 prestar og^ var það haft fyrir satt, að þó margur væri skilningurinn, vildu þeir allir vera af einu-m anda. ÍX] Helgafell 594110147-VI-2. I.O.O.F. 3 = 12310138 = 8‘/2 I Næturlæknir er í nótt Eyþór Gunnarsson, Laugaveg 98. — Sími 2111. Aðra nótt Gísli Pálsson, Laugaveg 15. Sínri 2474. Helgidagslæknir er Ól. Þ. Þor- steinsson, Eiríksgötu 19. Sími 2255. Næturvörður er í Reykjavíkrir Apóteki og Lvfjabúðinni Iðunni. Síra Jón' Auðuns messar í frí- kirkjunni í Revkjavík í dag kl. 51/2. Landakot. Söngmessa kl. 10. Bænahald og prjedikun kl. 6 síðd. Jóhanna Guðmundsdóttir, Trað- arkotssundi 3 á 71 árs afmæli á morgun. ,, Fertugsafmæli. Guðjón Þórðar- son skósmiður er fertugur í dag. Hjónaband. í gær voru gefiri saman í hjónaband af Síra Friðrik Hallgrímssyni Ólöf Ragnheiður Guðjónsdóttir og Ketill Björnsson, bæði til heimilis á Hólmavík. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína. ungfrú Halldóra Guðlaugsdóttir, Þrastagötu 3 og j Guðm. Valur Sigurðsson, Hverfis- götu 75. Óperettan Nitouche verður sýnd kl. 2.30 í dag en ekki í kvöld. Saía aðgöngumiða hefst kl. 1. Utvarpið í dag: 11.00 Messa, í Dómkirkjunni. Setn , írig almenns kirkjufundar (Prje dikun. sjera Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur. — FyT}r altafi Bjarni Jónsson vígslubiskup og Friðrik J. Rafnar vígslubiskup). 14.00 Setning almenns kirkjufund ar. Ræða: Gísli Sveinsson sýslu- maður, form. kirkjufundarnefnd ar. —- Sálmasöngur (Dómki'rkju kórinn. Stj.: Páll ísólfsson). — 19.30 Hljómplötur: Frönsk svíta og sónata fyrir flautu og píanó eftir Baeh. 20.30 Upplestur: ,,Kleópatra“ eft- ir Walter Görlitz (Knútur Arn- grímsson kennari). 21.00 Einleikur á píanó (ungfrú Helga Laxness): Tónverk eftir Bach: a) Partita í c-moíl. b) Fantasia í c-moll ( > 21.25 Hljómplötur: Rapsódía eftir Rachmaninoff, Paganini. um stef, eftir Dótturdóttir mín, SVALA VALDIMARSDÓTTIR, sem andaðist 7. þ. m„ verður jarðsungin frá dómkirkjunni miðvikudaginn 15. þ. m., kl. 2 e. h. Jarðar verður í gamla kirkjugarðinum. Gróa Jónasdóttir, Skólavörðustíg 35. Maðurinn minn I»ORGRtMUR SVEINSSON skipstjóri . andaðist í gær. . María Jónsdóttir. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda vináttu við andlát og jarðarför SIGRÍÐAR EIRÍKSDÓTTUR frá Eskifirði. Aðstandendur. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.