Morgunblaðið - 28.10.1941, Side 5
:f>riðjiidagiir 28. okt. 1941.
S
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiósla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánuði
innanlands, kr. 4,50 utanlands.
JÍ lausasölu: 25 aura eintakið,
30 aura meö Lesbók.
HASKOLINN OG NATTURUGRIPASAFNIÐ
Á flæðiskeri
Dað hefir stundum hent og
þótt hið ömurlegasta, að
börn og óvita hefir flætt á fjör-
um og skerjum. Aðfallið hefir
laumast að haki þeirra og fyr
en varði var sundið milli skers
og lands óvætt. Endalokunum þarf
ekki að lýsa.
Það er ekki ýkja fjarri sanni',
að söguna um barnið sem flæðir
imegi heimfæra upp á núverandi
forsætisráðherra. Hann hefir í viss
nm skilningi flætt, það er að skap
ast bil, sund milli hans og þeirra
manna, sem líta nokkurnveginn
raunhæft á viðfangsefni líðandi
stundar.
Og á hverju hefir forsætisráð-
’ herrann flætt og hvernig stendur
á því, að hann ekki hefir tekið
• eftir aðfallinu ?
Hermann Jónasson hefir flætt á
fljótræði sínu. Hann hefir flætt
á þeim handahófshætti, sem lýsir
sjer í lausnarbeiðni hans fyrir
1ríkisstjórnina og alvöruleysið í
viðleitni flokks hans til þess að
'komast að jákvæðri niðurstöðu í
lausn dýrtíðarmálanna. Gangur
'þess máls milli flokkanna verður
ekki raktur hjer að þessu sinni
frekar. Af því, sem þar hefir
gerst, er þáð fyrst og fremst
Ijóst, að Sjálfstæðisflokkurinn hef
ir gert það sem unt var til þess
að sameiginleg lausn næðist. Fram
sóknarmenn hafa hinsvegar barið
:í borðið og sett úrslitakosti.
Það er rjett, að Hermann Jón-
asson viti að Sjálfstæðisflokkur-
inn er ennþá engin hjáleiga frá
' Framsóknarhöfuðbolinu. Afstaða
hans gagnvart Sjálfstæðisflokkn-
'um er þess vegna alls ekki svipuð
; afstöðu leiguliðans til jarðareig-
: andans. Framsóknarflokkurinn get
ur vel látið sjer til hugar koma,
að hann hafi öðlast sama hús-
' bóndarjettinn til þess að setja
úrslitakosti, gagnvart Sjálfstæðis-
‘ flokknum og hann hefir oft áður
haft gagnvart, soeialistum, en það
er bara ekki hinn minsti fótur
fyrir raunveruleika þessa hugar-
' burðar. Framsóknarmenn standa
alveg á flæðiskeri í þeim vöku-
• draumum sínum.
Sjálfstæðismenn, öll þjóðin, verð
ur að átta sig á því, sem gerst
" hefir. Ilún verður að endurskoð'i
afstöðu sína til þeirra stjórnmála-
•manna, sem jafn greinilega hefir
flætt á fljótræði sínu og auglýs-
inga löngun og miverandi forsæt-
isráðherra. Þessi sannindi verða
að segjast. Þjóðin verður að
greina kjarnan frá hisminu,
ábyrga afstöðu frá loddaraleik og
' kosningabrellum. Ef að hún gerir
það er h.ætt við því að sumir, sem
hugðu sig „stóra“, verði Ijettvæg-
'• ir fundnir í oftrúnni á óskeikul-
leik sinn. En ef til vill tekst þeim
T líka að váða í !and meðan sun,dið
* er vætt.
I.
'M'ýlega barst fjelagsmönn-
um Náttúrufræðisf je-
lagsins skýrsla þess fyrir ar-
in 1939—40. Hún er um
hundrað síður að stærð,
vönduð að öllum frágangi og
stórfróðleg.
Skýrslan hefst á minningargrein
um nýlátinn formann fjelagsins,
hinn ágæta náttúrufræðing dr.
Bjarna Sæmundsson. Er grein
þessi eftir Magnús Björnsson. Þá
eru nokkur minningarorð um
merkan danskan grasafræðing,
próf. dr. L. KolderuinKosenvinge,
eftir Steindór Steindórsson frá
Hlöðum. Síðan er frásögn af fje-
laginu (fjelagsmönnum þess, fjár-
hag og fundarhöldum) og nátt-
úrugripasafninu. Skrifar núver-
andi formaður fjelagsins, dr. Þor-
kell Þorkelsson þessa grein. Stein-
dór Steindórsson og Pálmi Hann-
esson rita um Náttúrufræðisfje-
lagið fimtíu ára. En fjelagið átti
hálfrar aldar afmæli sumarið
1939. Síðasta greinin er eftir
Arna Friðriksson og nefnist: Brot
úr sögu Náttúrufræðisfjelagsins
annan aldarfjórðung þess 1915-—
1939, og er þetta lengsta greinin
í skýrslunni.
Eftir Geir Gígja
ii.
Við lestur ritgerðanna um sögu
fjelagsins, fæst skýr mynd af þró-
un þess á undanförnum áratugum.
Fjelagið hefir í fátækt sinni smám
sainan eignast stórt og dýrmætt
safn, fyrir aðstoð margra manna
bæði innan fjelagsins og utan. En
safnið á ekkert „þak yfir höfuð-
ið“. Húsnæðisleysi hefir staðið því
fyrir þrifum að minsta kosti í tvo
síðustu áratugi. Ilúsnæðisvand-
ræðin eru langstærsta vandamál
Náttúrufræðisf.jelagsins, og hafa
lengi verið það. Enda kemur það
greinilega fram í fyrnefndum rit-
gerðum um safnið og fjelagið.
Dr. Þorkell Þorkelsson segir í
grein sinni um safnið:
„En rýmkun á híisnæði' þess —•
þ. e. safnsins, — hvað sem öðru
líður, er svo bráðnauðsynleg, að
óumflýjanlegt er að auka það á
næstu árum“.
í ritgerð sinni, Náttúrufræðis-
fjelagið finvtíu ára, segja þeir
Steindór Steindórsson og Pálmi
Hannesson meðal annars, þar sem
þeir ræða um húsnæðismál fje-
lagsins:
„Nú er safninu og fjelaginu of
þröngur stakkur skorinn. Það fær
eigi lengur vaxið eðlilegum vexti,
og þeir gripir, sem safnið á, fá
ekki notið sín vegna þrengsla, og
fræðimenn eiga þar enn ekkert eða
Ktið athvarf til starfa“.
Þar sem Árni Friðriksson skrif-
ar brot úr sögu Náttúrufræðis-
fjelagsins, getur hann um húsnæð-
isvandamál þess, en auk þess kem-
ur hann með athyglisverðar til-
lögur til úrbóta, sem eiga erindi
til fleiri en meðlima Náttúrufræð-
isfjelagsins. Árna Friðrikssyni far
ast meðal annars orð á þessa leið:
„Langerfiðasta viðfangsefnið, sero
bíður Náttúrufræðisfjelagsins, er
að koma upp húsi handa safninu.
Á þessu húsi hefir í raun og veru
staðið yfir 20 ár, og hefir það
mjög stemt stigu fyrir framförum
safnsins“. Og enn fremur segir
hann; „Það er ekki tímabært að
ræða það, hvernig húsi fyrir Nátt-
úrugripasáfnið ætti að vera hag-
að í einstökum atriðum. En það
yrði að skiftast í þrent, dýra-
fræði-, grasáfræði- og jarðfræði-
deild. Væri mjög ákjósanlegt, að
safnið yrði bygt á slíkum stað,
að í kringum það gæti verið nokk
uð stór garður, þar sem rækta
mætti flestar tegundir íslenskra
plantna, og þar að auki eitthvað
af algengustu og skrautlegustu
plöntum nágrannalandanna. Og
þar sem hitinn er jafn ódýr, og
hann verður vonandi hjer í
Reykjavík þegar fram líða stund-
ir, ætti að vera innan handar að
hafa eitt lítið gróðurhús, þar sem
rækta mætti eitthvað af hitabelt-
isjurtum, t. d. pálma, en hvort-
tveggja ætti þetta að vera hin
mesta prýði fyrir bæinn, sem e£
til vill vildi leggja eitthvað til
garðyrkjustarfanna, og um leið
glæsilegur rammi utan um jurta-
safnið, sem þegar ríkissöfnin hafo,
verið sameinuð jurtum náttúru-
gripasafnsins, er orðið dýrmætí
mjög og mikið að vöxtum. Garð-
inn í kringum safnið mætti enn
fremur búa svo út, að hann sýndi
ýmsar stærri bergtegundir og ef
til vill ýmsa drætti úr jarðfræði
landsins.
Auk þeirrar þrískiftingar, sem
áður er nefnd, þarf safnið að vera
þrískift á annan hátt: Það þarf
að vera sýningarsafn fyrir almenn
ing, það þarf að hafa ríflega
geymslu (magazin) fyrir alt það
úr safninu, sem ekki er til sýnis,
og í því þurfa að vera vinnuher-
bergi fyrir þá vísindamenn, sem
vinna við það.
Af þessari fáorðu lýsingu býst
jeg við að ekki verði komist hjá
að draga þær ályktanir, að bygg-
ing yfir safnið myndi kosta all-
verulegt fje. Hefi jeg þó enn ekki
nefnt einn hlut, sem æskilegt væri
að hafa í sambandi við dýrasafn-
ið, en það er sjó- og vatnsbúr
(aquarium), þar sem hægt væri að
sýna algengustu íslenska fiska og
ef til vill önnur vatna- og sjávar-
dýr lifandi. En hitt er þó alvar-
legra, að rekstur náttúrugripa-
safns sem þessa myndi verða all-
dýr. Ef náttúrufræðisfjelaginu
bærist aukið afl með vaxandi með-
limafjölda, og ef það nyti styrks
góðra borgara, mætti sennilega
safna talsverðu af fje með frjáls-
um samskotum og á ýmsan annan
hátt. Vænlegast til framdráttar
þessu máli hygg jeg þó að yrði,
ef hægt væri, að fjelagið fengi
háskólann til þess að byggja hús
handa samninu, enda nyti þá há-
skólinn framlengingar á rjettind-
um til happdrættisins, sem þessu
næmi. Það verður ekki annað sagt,
en að háskólinn standi vel að vígi
til þess að sjá náttúrugripasafninu
borgið, þar sem hann hefir ágætt
landrými fyrir garð þann, sem
! jeg nefndi, og færi jafnvel best a
Fornilnmenn Rreta
i Auslurlöndum
því, að háskólagarðurinn allur
yrði notaður á þennan hátt, og
mættu þá allir vel við una.
Það er mála sannast, að ókleift
er að koma upp kensludeild í
náttúruvísindum við háskólann,
jafnvel þótt eigi sje um annað að
ræða en undirbúning undir fulln-
aðarnám erlendis, nema hægt sje
að styðjast við sem fullkomnast
náttúrugripasafn. Yrði nú náttúru
gripasaf nið tengt háskólanum,
myndi honum sparast mikill kostn-
aður, og tilgangslaus tvíverknað-
ur, sem við höfum ekki efni á að
standa straum af, myndi hverfa úr
sögunni.
Jeg kem þá að hinu atriðinu,
kostnaðinum við rekstur safnsins.
Við háskólann er nú þegar starf-
andi deild, sem fæst við náttúru-
fræðileg viðfangsefni, þar sem er
atvinnudeildin, enda þótt hún sja
enn í brimgarðinum á milli há-
skólans annars vegar og Alþingis
hins vegar. Það fer ekki hjá því,
að í búnaðardeild og fiskideild
þessarar stofnunar verði hæfustu
náttúrufræðingar þessa lands í
framtíðinni, ef alt skeikar að
sköpuðu. Þangað, mun því háskól-
inn sækja kenslukrafta handa
náttúrufræðinemendum, og í
tengslum við þessar deildir yrði
því safnið að vera, enda yrðu þær
líklegastar til þess að auka það
og efla á komandi árum með nátt-
úrugripum bæði úr sjó og af landi.
Gætu þá forstjórar fiskideildar og
búnaðardeildar haft umsjón með
grasa- og dýrasafninu, og ættu
þeir þá ekki að þurfa sjerstðk
vimraherbergi safnsins vegna.
Enginn jarðfræðingur starfar nú
í atvinnudeildinni, en ekki get jeg
sjeð, að komist verði hjá því, að
landið hafi slíkum manni á að
skipa, og ætti hann þá að hafa
umsjón með steinasafninu. Einn
þessara þriggja manna ætti svo
að vera forstjóri safnsins til skift-
is við hina.
Á þennan hátt ætti náttúru-
gripasafnið að geta orðið bæði til
gagns og gleði fyrir þjóðina, og
enginn ofjarl fjárgetu hennar“.
t
III.
Myndin er af tveimur áhrifamestu stjórnmálamönnum Breta í land-
varnaráði hinna vestlægari austurlanda, Lyttleton lávarði (til hægri)
og Miles Lampson, sendiherra Breta í Kairo (til hægri).
Það er vel farið að þessi tillaga,
sem jeg hygg að sje sú merkasta,
sem fram hefir komið í sambandi
við húsnæðismál náttúrugripa-
safnsins, hefir einmitt komið fram
innan stjórnar 1 Náttúrufræðisfje-
lagsins. Og jeg efas^ ekki um, að
stjórnin er einhuga um að hrinda
húsnæðismálinu í framkvæmd svo
fljótt, sem x^nt er og á þann hátt,
sem hagkvæmast er fyrir safnið
og Náttúrufræðisfjelagið í heild.
Yerður þessi tillaga því væntan-
lega tekin til rækilegrar athugun-
ar innan fjelagsins hið fyrsta.
En hvernig horfir þetta mál við
frá háskólans hálfu? Um það hef-
ir ekkert heyrst ennþá. En ekki
þætti mjer ósennilegt, að tillagan
væri öllum fagnaðarefni, sem
vinna að velferð hans.
Geir Gígja.