Morgunblaðið - 28.10.1941, Page 8

Morgunblaðið - 28.10.1941, Page 8
Þriðjudagur 28. okt. 1941, 8 GAMLA BÍÓ Abratiam Lincoln. (Abe Lincoln in Illinois) Amerísk stórmynd, gerð ’eftir leikriti ROBERT SHERWOODS Aðalhlutverkið leikur Raymond Massey. Sýnd kl. 7 og 9. Áframhaldssýning kl. 3'/2—6'/2. Bulldog Drummond. FJALLAMENN, deild í Ferðafjel. íslands, halda skemtifund í Oddfellowhúsinu í lcvöld (þriðjudag) kl. 9. Sýnd \erður kvikmynd af Mount Ev- erest leiðangrinum 1933. Dans- að til kl. 1. Aðgöngumiðar í bókaversl. Sigf. Eymundssonar cg Isafoldar. CORRIE MAY EFTIR GWEN BRISTOW Skáldsaga frá Stíðurríkjam Ameríku I. O. G. T. RAMTÍÐIN 173 Fundur í kvöld kl. 8V2- í stóra sal G.T.-hússins. Aukalög. Kosning embættismanna. Ilaustfagoaður 1. Ávarp æt. 2. Einsöngur: Pjetur Jónsson óperusöngvari. 3. Gamanleikur (í mikrofón). f4. Dans. Skuldlausir fjelagar stúkunnar liafa ókeypis aðgang. Aðgöngu- miðar afhentir í G.T.-húsinu kl. 3—7 í dag. Aðeins fyrir Templ- ara og gesti þeirra. ST. VERÐANDI NR. 9. Fundur í kvöld kl. 81/t í loftsal iG-T.-hússins. |1. Inntaka. |2. Rætt um haustfagnað, og fleiri nefndarskýrslur. j3. Kosning embættismanna. UNGUR MAÐliK Jreglusamur, með Samvinnu- iskólaprófi og minna bílprófi, óskar eftir atvinnu við verslun ■eða skrifstofustörf. Meðmæli ef jóskast. Tilboð merkt: „Verslun- jarstarf“, sendist blaðinu. OTTO B. ARNAR útvarpsvirkjameistari. Hafnarstræti 19. — Sími 2799. 84. dagur — Þú ert góð, kristin kona, sagði hún. — Þú kemst í himna- ríki, þegar þú deyrð. — Jeg bið til guðs um það á hverjum degi, góða mín, svaraði Liza. — Og jeg skal biðja fyrir þjer, meðan jeg lifi, sagði Corrie May og lagði höfuðið í kjöltu hennar. — Lofaðu mjer að vera hjerna hjá ykkur, sagði hún í bænarróm. Jeg skal ekki vera til óþæginda. Jeg get byrjað að vinna strax og jeg hefi hvílt mig svolítið. Það er ekkert að mjer, og jeg er fús til þess að vinna, hjálpa til að hirða bómullina og gæta barnanna, þeg- ar þú ert úti á akrinum. Mig lang- ar innilega til þess að vera hjerna. * ★ Liza tók andlit Corrie May á milli stóru, svörtu handanna og horfði undrandi á hana. — Er þjer alvara að vilja vera hjá okkur, vina mín? Þú ert hvít og eignast hvítt barn. — Þú ert betri kristin mann- eskja en nokkur hvít kona sem jeg hefi þekt, hvíslaði Corrie May. — Ef barnið mitt verður eins góð manneskja og þú, mun jeg krjúpa á knje og þakka guði fyrir í auðmýkt. Lofaðu mjer að vera hjerna hjá ykkur! — Legstu nú út af og reyndu að sofna, sagði Liza vingjarnlega. ★ Corrie May vaknaði ekki- fyr en næsta morgun. Hún teygði sig ánægjulega og kendi sjer einskis meins. Hún var enn í öllum föt- unum, en einhver hafði tekið af henni skóna, meðan híin svaf. Þeg- ar hún sneri sjer á hliðina sá hún tvö negrabörn, sem lágu sof- andi á dýnu við hlið hennar. Og nú heyrði hún þunglamalegt fóta- tak. Það var Liza, sem var 4 leiðinni til hennár, í bláköflótt- um náttkjól. — Hvernig líður þjer, góða mín ? spurði hún. — Ágætlega! svaraði Corrie May og fór að færa sig í skóna, sem stóðu hjá dýnunni. — Nú skal jeg hjálpa þjer með morg- unverðinn. — Fyrst og fremst verð jeg víst að sjá um morgunverð hjerna,, svaraði Liza hlæjandi og lagði yngsta barnið á brjóstið. — Það er mesta furða, hve svona lítill angi getur drukkið. — Hvar get jeg fundið áhöld- in? spurði Corrie Mav. — Það er búið áð kveikja upp í eldavjeljnni, sagði Liza, — og kaffikannan stendur á hillunni fyrir ofan vjelina. Corrie May hafði ekki haft tíma til þess að krjúpa strax á knje og biðja. En þegar hún hafði sett ketilinn yfir, stóð hún um stund kyr í sömu sporum, tók hónclnnum fyrir augun og hvísl- aði: — Jeg þakka þjer, góði guð! Jeg þakka þjer! ★ Bómullarakrar Freds voru blóm- legir. Jörðin, sem hann hafði keypt, hafði verið tekin upp í skatta, og hann 'hafði' fengið hana með afborgun. Þetta var lítill jarðarskiki, sagði hann við Corrie May. Þau komust af með eitt múldýr. Liza og hann höfðu bæði verið akurþrælar á plantekru rjett hjá Vicksburg, svo að það var hægur vandi fyrir þau að þrífast þarna. Þau höfðu flutt sig niður með fljótinu þegar Yankeehermenn irnir komu og fóru með báli og brandi um lijeraðið. Nú leið þeim ágætlega með börnin sín sjö. Fjög- ur þeirra voru þegar orðin svo stór, að þau gátu farið að vinna og hjálpa til við heimilisstörfin. Corrie May hjálpaði þeim eins vel og hún gat. Hún kunni reynd- ar ekki mikið til verks úti á akr- inum, en hún gat gætt bús og barna. Þau Fred og Liza sögðu bæði, að hún ynni vel fyrir mat sínum. Og þau voru góð við hana og komu ekki með neinar óþarfa spurningar. Corrie May þóttist sjá það, að hún hefði alla æfi dæmt negrana rangt. Hún fann að þeir gátu verið mestu gæða manneskj- ur. ★ Daginn, sem Corrie May átt: barnið, fór Liza ekki til vinnu sinnar úti á akri', heldur var hún heima og tók á móti barninu. Corrie May var mjög hrærð, þeg- ar Liza rjetti henni barnið, í hreinu, hvítu laki, og hvíslaði: — Ó, hve þú ert góð, Liza. Jeg skal altaf biðja fyrir þjer! — Nú ertu búin að eignast stór- an og myndarlegan dreng, sagði Liza brosandi, — svo að þú verð- ur líklega að biðja fyrir honum. Corrie May lokaði augunum og fór að biðja í lágum hljóðum: — Guð gefi, að litli drengur- inn minn verði góður maður. Góði guð, láttu hann verða eins góðan og Fred og Lizu! Og síðan bætti hún við: -—• Láttu hann komast vel áfram í heiminum, svo að fóllc meti hann og virði. Þegar Corrie May hafði sofið og hvílt sig, fór Liza að ympra á því við hana, að hún þyrfti að gefa drengnum nafn. Börnin voru komin heim af akrinum og heimtuðu kaffi í heiðursskyni við barnið. En hvað átti að kalla drenginn ? Corrie May þrýsti honum að brjósti sjer. — Hann heitir Fred, sagði' hún hiklaust. Liza tók andann á lofti af undr un. — Ætlar þú að láta hann heita í höfuðið á manninum mín- um?! — Ójá, sagði Corrie May á- kveðin. — Hann heitir Fred Upjolin! Liza ljómaði af gleði og hló dátt. Hún klappaði á öxl manns- ins síns og sagði: — Það er naumast að þú kemst til virð- inga! Að hvít kona skuli láta barnið sitt heita í höfuðið á þjer! Fred hló líka ánægjulega og þótti sjer mikill lieiður sýndur. Hann gekk til Corrie May og færði henni fleytifullan bolla af 1 kaffi, sem átti að styrkja hana. Corrie May vildi ekki vera Lizu og Fred til byrði lengur en hún nauðsynlega þurfti, svo að hún flutti til bæjarins strax og hún treysti sjer til þess. Henni tókst að fá herbergi til leigu niður við skipakvíarnar, hjá fjölskyldu, sem þurfti leigunnar með og vildi til vinna að hlusta á ungbarnagrát. Á bak við húsið var sólríkur garður, þar sem hægt var að hengja þvott til þerris. Og Corrie May tók Fred litla á handlegginn og geklt á milli fólks í efnaðri hverfunum og bauðst til þess að þvo þvott fyrir það. 0 !í). i/rux — En hvað þjer lítið yndislega út, fröken! — Það mynduð þjer segja, þó að þjer meintuð það ekki. — Já, og þjer munduð einnig álíta það, þó að jeg segði það ekki. ★ — Jeg álít mig vera velment- aðan mann. En þó jeg ætti að vinna mjer það til lífs, þá get jeg ekki komið því fyrir mig, hvort nafnið 4 höfuðborg Austur- ríkis er borið fram Bukarest eða Budapest. ★ Kvöld eitt sátu nokkrir viiiir Mark Twain á veitingastofu í New York. Alt í einu mundi einn þeirra eftir því, áð það var afmælis- dagur skáldsins og hópurinn, sem þarna var samankoininn, ákvað að senda honum brjef í því tilefni. Enginn þeirra vissi hvar á jör.ð- inni hann var niðurkominn um þær mundir, svo að utanáskriftin varð þannig: Mark Twain, Guð má vita hvar. Fáum vikum seinna fengu þessir menn brjef frá Ítalíu og í því voru aðeins 3 orð: Hann vissi það. í leynilögreglustofu, sem aðal- lega starfar að því að leita uppi fólk, sem hverfur, skýrði frá því fyrir nokkru, að 70.000 eigin- konur hefðu leitað til þeirra út af hvarfi eiginmannanna, en hins- vegar aðeins 15 menn út af konum sínum. ★ Rússi nokkur var að sýna Am- eríkumanni verksmiðju, sem fram- leiddi' -skilti. — Við framleiðum um 500 skilti á viku, sagði Rúss- inn hrevkinn, en ef þörf krefur, getum við framleitt alt að 2000 á viku. — Eiumitt það, sagði Ameríku- maðurinn, en segir mjer eitt, hvað stendur á skiltunum? — Lyftan er ekki' í gangi, var svarið. ★ Minsta manneskja, sem nokkurn tíma hefir verið sýnd opinberlega í heiminum, var mexikanskur dvergur, Senorita Lwaia Zavata, sem var uppi um 1880. Þessi litla kona var framúrskarandi vel vax in, þegar hún var 12 ára gömul, en vigtaði ekki nema 2 kg. og 665 gr. NÝJA BÍÖ Læknlfinn velur sfer konn. (The Doctor takes a ‘Wife). Amerísk skemtimynd. Aðalhlutverkin leika: Loretta Young og Ray Milland. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Lækkað verð kl. 5. lA&iyi ttáap i í r HOSGÖGNIN YÐÁR mundu gljáa ennþá betur, eft. þjer notuðuð eingöngu Rekord. húsgagnagljáa. VENUS-RÆSTIDUFT Nauðsynlegt á hverju heimílir, drjúgt — fljótvirkt — ódýrt. SVART KÁPUEFNI til sölu. Verð kr. 70,00. Einnigi 3 lampa Philips útvarpstæki.. Uppl. á Hringbraut 196. bónið fína er bæjarins; besta bón. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Sparið millilið- ína og komið til okkar, þar sem( þjer fáið hæst verð. Hringið í aíma 1616. Við sækjum. Lauga- vegs Apótek. SALTFISK þurkaðan og pressaðan, fáið> þjer bestan hjá Harðfisksöl- unni. Þverholt xl. Sími 3448. ÞAÐ ER ÓDÝRARA að lita heima. — Litina selur Hjörtur Hjartjrson, Bræðra- borgarstíg 1. Sími 4256. Höfum fengið NAGLABURSTA og Fatabursta, Stálull. Sápu— búðin, Laugaveg 36. Sími 3131^ 3afui2-furuU£ KARLMANNSHANSKI hefir fundist í Skerjafirði fyr— ir nokkru. Vitjist til Morgun- blaðsins. SÁ, SEM FANN ÚRIÐ í bílnum frá Steindóri, gjöri svo vel og skila því á stöðina. AUGL'ÝSING AI| eiga a?5 jafnáði að vera lcomnar fyrir kl. 7 kvöldinu áður eu blaöiS kem- ur út. Ekki eru teknar auglýsingar þar sem afgreiSsIunni er ætlað aS vísa á auglýsanda. TilboS og umsðknir eiga auglýs- endur aS sækja sjálfir. BlaSiS veitir aldrei neinar upplýs- ingar um auglýsendur, sem vilja fá skrifleg svör viS auglýsingum slnum. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.