Alþýðublaðið - 11.06.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.06.1920, Blaðsíða 1
1920 Föstudaginn 11. júní 130. tölubl. Fiskbreiðsla Frá því í dag gefst fullorðnum ©g unglingum, eldri en ii ára, kostur á stöðugri vinnu við fiskbreiðslu, þegar hægt er að breiða. Verða þeir, er kunna að gefa kost á sér sóttir og fluttir á bifreiðum, sem hafa fastan áfangastað kvölds og morguns kl. 6^/a á Bergstaða- stræti 25 og Laugaveg 42. Fiskistöðin Defensor. Irknl simskeyii. Khöfn 10. júní. Spafandinnm frestað. Símað frá París, að Spafundin- am hafi. verið frestað til 5. júlí. Fj ármálaráðsteína. Símað frá París, að fjármála- ráðstefna sé ákveðin 16, jú!í í Brússel. Fjallar hún um gengis- málið og skiftingu lífsnauðsynja og óunna efna til iðnaðar. Pýzkaland biðnr nm frest. Þýzkaland hefir farið fram á 10 daga frest til að undirskrifa Slés- víkursamningana. Nitti segir af sér. Nittistjórnin (í Ítalíu) hefir aftur sagt af sér vegna hækkunár á brauðverði. Frá Pýzkalandi. Símað frá Berlín, að þingið verði livatt saman 24. júlí. Engin stjórn skipuð enn. Skipafélagið „Hamburg Ame- aíkulínan" hefir tekið að sér áætl- imarferðir fyrir ameríska skipa- eigendnr í 20 ár. reynt I borg á Irlandi. í bæ einum á írlandi, er Water- ford heitir, var allsherjarverkfall fyrir skömmu, og var bænum, meðan á því stóð, stjórnað af verkamannaráðsstjóru. í verkamannaflokknum þar í borginni eru um 5 þús. verkamenn, sem allir eru í verkamannafélögum, og tók miðstjórn flokksins að sér að skipa verkamannaráðsstjórnina. iláðstjórnin kom síðan á „rauðum her“, er skyldi starfa sem lögreglu- liðið, og var foringi hersins skip- aður af ráðinu. Verkamannastjórninni fór mjög vel úr hendi stjórn borgarinnar og reyndist lögreglulið þeirra hið bezta. Borgurstjóri borgarinnar varð fyrstur til að viðurkenna stjórn þeirra og afhenti þeim ráð- hús borgarinnar, án nokkurrar fyrirstöðu. Síðar, er verkfallinu var lokið og stjórnin hætt að starfa, hældi hann verkámöanum mjög fyrir hina ágætu stjórn þeirra og kvaðst vona að eigi yrði langt að bíða þar til, er þeir tækju við stjórn- inni fyrir fult og alt, svo þeir mættu á ný sýna kraft sinn og hæfíleika til að stjórna. (Eftir Ðaily Herald). Mandsdeilan. ' (Niðurl.) Meðferð fanganna hefir verið grimdarleg, og er Bretum borin illa sagan. Sinn Fein eru ofsóttir og varpað í fangelsi án nokkurs tilefnis. Einkum hefir landstjórinn Sir John French hershöfðingi, gengið vel fram í því, að hneppa menn í dyflissur. Sumstaðar er föngunum misþyrmt á viðurstyggi- legasta hátt. Þeir eru barðir og sveltir í fangelsunum án þess, að tekið sé í taumana. Eins og nærri má geta, hefir þetta mælst afarilla fyrir hjá and- stæðingum Lloyd George. Dag- léga eru haldnir mótmælafundir í Englandi og Irlandi, en þar lendir venjulega í upphlaupum og morð- um. Margir írar hafa verið myrtif á laun, eins og borgarstjórinn f Cork, sem taldist til Sinn Fein. Hann var drepinn á heimili sínu af enskura lögregluþjónum. Lítið er gert til að handsama hina ensku óaldarseggi, enda eru írar hvergi óhultir um líf sitt í sínu eigin landi. Stundum er brotist inn í hús þeirra og öllu rænt þar og ruplað, og menn myrtir. Hér er því um að ræða fylsta stjóra- leysi, og má Lloyd George sér sjáifum um kenna. Sá, sem bezt og drengilegast hefir tekið málstað íra, er enski Alþýðuflokkurinn. r. maí síðastl. voru hátíðahöld mikil í Englandi, eins og annarsstaðar úti í heimi. Gengu þá 3 milj. manna í skrúð- göngu í London og sungu jafnað- armannasöngva. Þeir báru þar fram kröfur sínar, og héldu marg- ir beztu menn Breta þar ræður, t. d. R. Macdonald, G. Lansbury, E. D. Morel, Tom Mann o. fl. í skrúðgöngunni tóku þátt fulltrúar frá ölium undirokuðum þjóðum með fána sína, auk Rauða ýán- ans, alþjóðafána jafnaðarmanna, sem var í fararbroddi.v Einkum var þar margt íra. Þessar þjóðir vita, að jafnaðarmenn muni þeir einu, er vilja koma á fullu rétt- læti í þjöðernismálunum, og leit- uðu því aðstoðar þeirra. Ein af kröfunum var sú, að öllum írum, sem sátu í fangelsi fyrir pólitisk \.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.