Morgunblaðið - 07.12.1941, Side 2

Morgunblaðið - 07.12.1941, Side 2
2 MORGUNBLAÐID Sunnudagur 7. des. 1941. „Harðir bardagar“ í Libyu Lundúnafregnir berma að Bretar sæki á LJ erstjórnir allra hernaðaraðil- *--* anna skýrðu frá hörðum eða harðnandi bardög-um í Libyu í gær. Þýska herstjórnin skýrði frá því, að harðir bardagar væru byrj aðir aftur í Libyu. ítalska herstjórnin skýrði frá því,' að bardagar væru byrjaðir aftur. hjá Bir el Gobi, fvrir suð- austan Tobritk. I tilkynningu lvairoherstjórnar- innar var skýrt frá því .,að bresku hersveitirnar hjeldu áfram að þjarmá að óvijiáhersveitunum fvr ir suðaustan Tobruk og í landa- mærahjeruðmium“. 1 London var skýrt frá því í gærkvöldi, að fótgöngulið og stór skotalið tælcju ]>átt í hardögun- um, en svo virtist seni brynreiðar hefðu lítt komíð víð siigu fram til þessa. Var sjcýrt frá því „að svo virtist, st*m það værn Bretar, sem satktii á“. 'Þjóðverjar og ítalir hafa -enga tilrann gert til að ráðast vestur á hóginn út úr þríhyrningnum fyrir austan Tobruk, og hefði þeim e. t. v. tekist það, ef ]ieir Itefðu reynt ]>að (segir í fregninni). En svo virðist, sem ]>eir sjeu staðráðnir í ;tð berjast, þar sem þeir eru. Kairoherstjórnin skýrir frá því, að bresku hersveitirnar hafi náð á sitt vald aftur öllu því svæði, sem þær imistu hjá E1 t)uda í þriðju atlögu f'jóðverja á finttudaginn. Er það tekið fram, að það hafi verið hermenn frá Norður-Englandi, sem náðu þessu svæði aftur í næturárás. Þjóðverjar hafa í fregnum sínum undanfarið lagt höfuðáherslu á að það hafi verið hermenn frá Ástralíu, Nýja-Sjáiandi og Suður-Afríku, sem borið hafa hita og þunga bardaganna 5 Libyu fram til þesga. Það mun hafa verið af þessu tilefni, sem breska út- varpið ítrekaði það í gær, að í Li- byu berðust með Bretum jafnmargir menn frá Englandi, eins og frá öllum samveldislöndum Breta samanlagt. Auk viðureignarinnar í gær hjá E1 Duda skýrði Kairoherstjómin frá smáskærum víða á vígstöðvunum, þar sem Bretar tóku fanga og hergögn, Breski flugherinn hefir haffc sig mjög í frammi, segir herstjómin, og skotið niður 22 þýskar og ítalskar flugvjelar, þ. á. m. 17 þýskar steypi- flugvjelar. En sjálfir mistu Bretar 6 flugvjelar. Herstjómin tilkynnir, að búið sje að flytja langt að baki vígstöðvanna 3 þúsund ítalska fanga og 2 þúsund þýska. Nær vígstöðvunum eru 1 þús. Þjóðverjar og 1500 ítalir, sem ekki <er búið að flytja ennþá. Samtals hafa Bretar þannig tekið 7,500 fanga. En auk þess er vitað um /anga, sem ekki ,er búið að kasta tölu á, á vígstöðvunum, eða á leiðinni það- an. Þjóðverjar tilkyntu 1. des. að 9 þúsund breskir fangar hefðu verið teknir. Rússar sagðir hafa hafið gagnsókn hjá Kalinin Þjóðverjar ráðast að baki Tula Bardagar við Taganrog PÝSKA HERSTJÓRNIN tilkynti um bardagana á austurvígstöðvunum í gær, að „Rússum hefði á mörgum stöðum verið hrundið ú? stöðvum þeirra, og að gagnárás Rússa á Donets-svæðinu hefði hjaðnað niður“. Rússneska herstjórnin tilkynti í nótt, að barist hefði v.erið á allri víglínunni í gær, og að þrjár þýskar flugvjel- ar hefðu verið skotnar niður hjá Moskva. Þetta voru einu opinberu fregnirnar af bardögununt í Búss- landi í gær. En samkvæmt frjettastofufregnum, bygðum á frjettapistlum l ússneskra frjettaritara, sem eru á vígstöðvunum, geisa enn -gífurlega ítarðir bardagar, einkum á Moskvavígsti»ðvumun og ennfremur á snð- urvígstöðvunum. ROSTOV-VÍGSTÖÐVARNAR. Litlar fregnir bárust frá suðurvígstöðvunum í gær, en í fregn fvá Moskva í gærkvöldi var þó skýrt frá því, að rússneskt herlið hefðt brotist fram á Taganrogskagapn, og króað inni allmikið lið að baki sjer. En frá vígstöðvunum fyrir norðan Taganrog bárust ekki aðrar fregnir, en að Rússar væru að reyna að brjótast yfir fijót nokkurt par, og Itefðu sumstaðar komið sjer fyrir, fyrir vestan fljótið. Leopold Belgiukonungur kvsmlst aftur NEW YORK í gær —: Útvarps- stöðin „Transradio Broadcasting System“ birtir þá fregn, að Leo- pold Belgakonungur hafi kvænst aftur. Hann hefir kvænst ótiginbor- inni stúlku, að því er upplýst er i hirðisbrjéfi, setn erki- biskupinn í Belgíu, van Roey, birti í dag. Stúlkan heitir Mary Libia Baels, dóttir fyrverandi landsstjóra í Austur-Flandern. Faðir hennar var einnig ttm skeið landbúnaðar- ráðherra Belga. Hirðishrjefið verður lesið í öll- iini kirkjum í Belgíu á morgun. sunnudag. Hjónavígslan fór fram nýléga í Brússel. Leopold var áður kvæntur Ást- ríði prinsessu, frændkonu Gústavs Svíakonungs, en misti hana í bíl- slysi, er þatt lijónin voru á ferð í Sviss árið 1935. Hatm átti tvö börn við Ástríði. Það er tilkvnt í hirðisbrjefinu. að börn, sem Leopold kanu að eiga við síðari konu sinni, sjeu ekki rjettborin til ríkis. Leopold er fertugúr uð aldri. TaugastrfðiO við Kyrrahaf magnast O amkvæmt fregn frá Ldndon túlka amerískir stjómmála- menn svar Japana til Roosevelts, sem tilraun af þeirra hálfu til þess að fá frest. Japönsk blöð balda stöðugt uppi vígreifum skrifunt í garð Bandaríkjanna, og láta sjerstak- lega í Ijós gremju yfir því, að svar þeirra skyldi hafa verið birt, í Washington. Saka þau Roose- velt nm óhreinskilni í samningum og segja að hann vilji stríð. Samtímis heldur viðbúnaður Breta og Ástralíumanna og einn- ig Bandaríkjamanna, í vestanverðu Kyrrahafi, áfram. í gær voru sýn- ingar í kvikmyndahúsum skyndi- lega stöðvaðar í Singapore, og til- kynning birt um, að öll leyfi í breska hernum og flotanum hefðu verið numin úr gildi. Samtímis voru götuauglýsingar birtar,' og eftirlitsmenn fóru um göturnar til þess að þera hermiinnum og sjóliðum ])essi boð. FRAMH. Á SJÖUISTDU BÍÐT3 Á Moskvavígstöðvunum halda bardagar áfram norðan, vestan og sunnan við höfuðborgina. Fyrir sunnan borgina hefir. Þjóðverjum tekist að rjúfa þjóðveginn milli Tula og Moskva Einnig fyrir vestan borgina geisa harðir bardagar (segir í Lundúnafregnum) og segjast Þjóð verjar nú ltafa Mozhaisk á sínu valdi. Fyrir norðvestan borgina er barist. milli Klin og Dmitri. um €0 km. frá Moskva. GAGNSÓKN RÚSSA. En alhrtikiu norðar hjá Kal- inin, hafi Rússar hafið gagnárás og í Reutersfregn frá Kuibys- hev .er talað um þessa árás sem upphafið að gagnsókn af hálfu Rússa. I fregninni segir að Rússar hafi náð herstöðvum Þjóðverja á sitt vald þrátt fyrir harða stórskota- hríð. Moskvaútvarpið lýsti þessum bar- dögum á þá leið í fyrradag, að sovjet hersveit hafi ráðist á ís yfir Volga- fijótið á möVgum stöðum og tekið tvær mikilvægar herstöðvar á vestur- bakka fljótsins. í Samtímis sóttu aðrar hersveitir fram fyrir norðvestan Kalinin og brutust í gegnum varnarlínu Þjóðverja þar eftir ll/2 klst. bardaga og náðu. þorpi, sem kallað er K. á sitt vald. í suðaustur frá Kalinin fengu 86. og 162, fótgönguliðsherfylki Þjóð- verja harða útreið (segir Reuter) og tóku Rússar þar þorp, kallað U. Á föstudagskvöld höfðu Rússar (segir Reuter) brotist í gegnum her- Iintl Þjóðverja á nokkrum stöðum mwðfram Þjóðveginum til Leningrad. von Papen sagður áhyggjufullur y Á rjettaritari Reuters i Ankara sim- A ar að von Papen, sendiherra Þjóðverja í Tyrklandi, hafi undan- farið virst vera mæddur mjög. Hann fekk engar fregnir af syni sínum á Moskvavígstöðvum um nokkurra daga skeið. En nú er hann sagður hafa fengið þrjef, en svo virðist, sem það hafi ekki fært honum neinar gleði- írjettir, því nú er hann þungbrýnni en nokkru sinni áðwr. Frjettaritarinn skýrir frá því, að fróðir menn í Ankara segi, að þýska herstjómin beri meiri kvíðboga fyrir horfunum á Moskvavígstöðvunum holdur en hjá Rostov. Þjóðverjar virð- ast lita svo á, að von Kleist hafi ekki undirbúið sókn sína til Rostov nógu vel, og þessvegna sje ekkert undar- legt, þótt hann hafí hörfað undan þegar Rússar gerðu gagnárás. Það sje auðvelt að rjetta við hlut þýska hers- ins þar. En sóknin til Moskva hefir á hinn bóginn ekki hepnast, þrátt fyrir ná- kvæman undirbúning, og það veldur Þjóðverjum áhyggjum. Frjettaritarinn skýrir frá \ miklum örðugleikum Þjóðverja á Moskvavíg- stöðvunum, óvenju margir menn láti lífið, vegna þess, hve lítill kostur sjúkrahúsa er þarna, ennfremur tor- veldi kuldarnir skríðdreka og bryn- reiða viðgerðir. Hann segir að þýska herstjómin •hafi í æ ríkara mæli orðið að kalla hermenn sína úr hernumdu löndr.nun} til að fylla í skörðin við Moskva. Styr|öld Fínna og Breta Ryti segir „við erum ekki langt frá markinu4* O TYRJÖLD hófst milli Breta ^ annarsvegar og Finna, Rúm- ena og Ungverja hinsvegar kl. eina mínútu yfir 12 í nótt. Það var opinberlega tilkynt í London fyr í gær, að amerísku setidiherrartýr t Helsingfors, Bu- karest og Budapest myndu þá uro daginn afhenda þar stríðsyfirlýs- ingu Breta. f Englandi er stríðsyfirlýsing- unni á hendur Rúmenum og tlng- verjum lítíll gaumur gefinn. En þeim mun tíðræddara verður mönnum um stríðsyfirlýsinguna á hendur Finnum. Opinberlega eru Finnar bornir þungum sökum, fyrir að heyja stríð gegn Rússum, sem nú eru bandamenn Breta. Eru Finnar sak- aðir um að bafa gefið sig á Vald Þjóðverjum, og þeir sagðir hafa tilkynt, „að markmið þeirra sje að „frelsa“ Anstur-Karelíu, sem aldrei hafi verið hluti af Finn- Iandi“. Finnar voru eina þjóðin af þeim, sem fengu úrslitakosti Breta 1. des., sem svöruðu þeim. Barst svarið í fyrrakvöld og Brétár segja að það hafi verið algerlega ófitllnægjandi. í finskum blöðum er aftur á móti deilt á Breta fýrir -að skilja ekki afstöðu Finna, og á þáð héút, að Bretar taki ekkert tillit til hinna ítrekuðu árása Rússa á Finna. Finnar berjist fyrir Hfi sínu. | Ryti, forseti Finna, flutti rseðu á fullvéldishátíð Finná í gær, en þá voru liðin 24 ár frá því að þeir heimtu frelsi sitt frá Rússum. Rvti sagði, að Finnar herðust til þess að skapa sjer hernaðar- legt öryggi, „og til allrar ham- ingjtt er ekki langt þangað til að við náum þessu marki“. Ryti tilkynti einnig innlitnun í Finnland allra þeirra landsvæða, sem FinUar höfðu látið af hendi við Rússa og sem þeir hafa nú tekið aftur. VERKFÖLL í U. S. A. ý verkföll eru boðuð t Bandaríkjunum. 75 þús. verkamenu í skipasmíðastöðvum og hergagnaverksmiðjum hafa bcfð að verkfall á þriðjudaginn, vegna ágreinings við verklýðsíjelag sitt (American Federation of Labour) vegna þess að það vill ekki gefa þeim heintild til að starfa sem sjerstiik deild innan fjelagsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.