Morgunblaðið - 07.12.1941, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.12.1941, Blaðsíða 5
Sunnudagur 7. des. 1941 6 plorgtmblaðid Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltetjðrar: Jðn Kjartansson, Valtýr Stefánsson (á.byrgrBar*».). Auglýsingar: Árni Óla. Rltstjðrn, auglýsingar og afgreltSala: Austurstræti 8. — Slml 1600. Áskriftargjald: kr. 4,00 & mánuCl innanlands, kr. 4,50 utanlandl. 1 lausasölu: 25 aura eintaklB, 30 aura meB Lesbðk. Skammdegið DAGINN styttir nú ó'ðum. Vald myrkursins, hinnar dimmu skammdegisnætur verður æ meira. Skammdegið hefir haft marg- vísleg áhrif á líf íslensku þjóð- arinnar. Það hefir orkað á lífs- baráttu hennar, gert hana hrjúf- ari og erfiðari. Barátta sjómanns- ins er aldrei áhættusamari en þá og á leiðinni milli bæjar og beit- arhúsa á bóndinn oft erfið spor um torrataða slóð. En jafnhliða því að skammdeg- ið hefir þannig skapað þjóðinni örðugleika, hefir það þroskað með benni varúðarkend. Það hefir kent henni að búast um til þess að mæta vályndum veðrum, hríðar- byljum og máttugum sjóum. Og það hefir jafnframt stælt krafta hennar og áræði. íslenska þjóðin mætir skamm- deginu nú, köldu og ógnandi, eins og áður. Dapurleiki þess fær e. t. v. betur en noklrað annað knúið þjóðina til skilnings á þeim hætt- um, sem bíða hennar í hverju spori. Þungbærir atburðir, sorgar- fregnir frá þeirri baráttu, sem sjó- menn vorir heyja á hafinu, þjappa þjóðinni saman og kenna ’henni að meta dugandi starf þeirra, sem mest leggja í sölurn- ar. Aldrei verður oss ljósara en þegar vjer sjáum á bak sjómönn- um vorum, hvers virði hver ein- staklingur er fámennu þjóðfjelagi. Vjer finnum þá gleggst, að manns- lífið er dýrmætasta eignin. Eng- inn sjóður er svo gildur, að hann sje verðmætari en líf og starfs- þrek hraustra drengja. En það er lítið lið í harmtölum. Skammdegið glúpnar ekki fyrir þeim. En samhugur þjóðarinnar •og samheldni á stund hættunnar ljettir göngu hennar gegn um ■skammdegið móti nýjum og lengri •degi. Líf íslensku þjóðarinnar hef- :ir oft borið svip skammdegisins, ‘dökkir skýjaflókar verið á lofti'. En það hefir jafnan rofað til, Ikomið skin eftir skúr. íslenska þjóðin mun „ganga tii ■góðs götuna fram eftir veg“, trú . minningu þeirra sona sinna, sem j börðust hiklausri baráttu til þraut > ar í ógnum skammdegisins. Alt j hennar starf í nútíð byggist á trú hennar á framtíðina. Leið samtíð- j arinnar er að vísu villugjörn og margir villast og verða úti. En ^ sú þjóð, sem gegn um skammdegis; aldir ævi sinnar hefir í senn þrosk j að með sjer varúðarkend og eflst; að atgerfi og áræði hlýtur að halda götuslóðanum og ná takmarki sínu með ókalið hjarta, þótt harðfenni miskunnarleysisins hafi víða lagt yfir hann í bili. Þeir sem fórust með FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU asamt útgerðarfjelagi skipsins fyrir leitinni. „Ægir“ fór út og hefir leitað síðan. Einnig var leitað til bresku herstjórnarinn- ar og hún beðin að senda flug- vjelar að leita. Brást herstjórn- in vel við þeirri málaleitan og sendi strax og veður leyfði flug- vjelar af stað til að leita. Sein- ast í gærmorgun fór flugfloti í leitina. En leitin bar engan ár- angur. REKALD. BJÖRGUNARHRINGUR FRÁ „SVIÐA“ Slysavarnafjelagið fekk einn- íg menn til þess að fara með ströndinni beggja megin Breiða fjarðar. Þeir, sem fóru að sunn- anverðu, á ströndina norðan Snæfellsness, urðu einskis varir. Aftur á móti fundu þeir, er fóru á ströndina að norðanverðu ýmislegt rekald nálægt Saurbæ á Rauðasandi. Þeir fundu lýsis- föt, árar, siglu af björgunarbát, segl í poka (úr björgunarbát), flak af björgunarbát, en ekk- ert merki var á bátnum. — Þá fundu þeir björgunarhring jnerktan „Sviði“- G. K. 7. Sennilega er alt þetta rekald frá „Sviða“ og björgunarbátur- inn einnig, þótt ómerktur sje. — Það er stöðugt verið að mála bátana og er því sennilegt, að láðst hafi að mála nafn skips- ins og einkennisstafi á bátinn. Á fimtudag var „Súðin“ á ferðinni með Skorinni; sást þá þar á reki talsvert af dekk- plönkum úr fiskstíum frá tog- ara. LÍK REKIÐ I gærkvöldi barst Slysavarna- f jelaginu skeyti og segir í því, að eitt lík hafi fundist rekið ná- lægt Sjöundá á Rauðasandi. Ekkert var nánar getið um þetta. Engin lýsing var af lík- inu og ekki getið hvort það hafi verið í björgunarbelti. Um það verður ekki sagt á þessu stigi hvort líkið er af skipsmanni af „Sviða“, en mikl- ar líkur eru til að svo sje. Vilhjálmur Árnason skipstj. bjóst við, að það væri 30 mílna leið frá þeim stað, er ætla má að „Sviði“ hafi farist og til Rauðasands. En vel getur verið, að líkið hafi rekið þessa leið, ef það hefiír haft björgunarbelti eða verið fast við eitthvað (t. d. bát), sem flaut. Hitt taldi Vilhjálmur mjög ósennilegt, að menn hefðu getað athafnað sig i björgunarbát í þeim sjógangi, sem þarna var. Leitinni á Rauðasandi verður haldið áfram. Einnig verður leitað í eyjum á Breiðafirði og yfir höfuð allsstaðar, þar sem ætla mætti að einhverjar menj- ar fyndust frá skipinu. 14 ekkjur — 46 böm Á „Sviða“ voru 25 menn, 12 Reykíkingar, 11 Hafnfirðingar, •n Sviða 44 r • Togarinn ,,Sviði“. einn af Akranesi og einn úr Mýrdal. Þessir menn fórust með skip- inu: Úr Reykjavík: Guðjón Guðmundsson ,skip- stjóri, Bárugötu 35. F. 27. sept. 1894. Kvæntur og átti 3 börn, 17. 15 og 9 ára. Þorbergur Friðriksson, I. stýrimaður, Bræðraborgarstíg 52. F. 10. des. 1899. Kvæntur og átti 4 börn, 8, 7, 5 og 2 ára. Guðmundur Pálsson, I. vjel- stjóri. Lindargötu 36. — F. 7. júní 1910. Kvæntur, átti 1 barn og stjúpbarn. Gunnar Klemensson, II. stýri- maður. Bergstaðastræti 6. F. 28. jan. 1916. Kvæntur, átti 1 barn. Erlendur Hallgrímsson loft- skeytamaður. Laugaveg 83. — F. 18. nóv. 1911. Kvæntur. Barnlaus. Guðmundur Halldórsson, há- seti. Grettisgötu 57 A. F. 17. júlí 1904. Kvæntur; átti 4 börn, 10, 7, 5 og eins árs. Jón Gunnar Björnsson, há- seti. Tjarnargötu 47. F. 21. mars 1924. Ókvæntur. Júlíus Ágúst Hallgrímsson, kyndari. Freyjugötu 27. F. 31. júlí 1900. Ókvæntur. bjó með aldraðri móður sinni og fötluð- um bróður. Lárus Þ. Gíslason, kyndari. Óðinsgötu 17 A. F. 2. okt. 1909. Ókvæntur, en átti unnustu og tvö börn; ætluðu að gifta sig um jólin. Bjarni Ingvarsson, háseti. Öldugötu 4. F. 11. okt. 1923. Ókvæntur; elsta barn (af 5) Ingvars Ágústs skipstjóra á „Braga“, sem fórst við Fleet- wood í fyrravetur. Bjarni Einarsson, háseti. — Bergþórugötu 57. F. 5.júlí 1915. Ókvæntur, en sá fyrir aldraðri móður sinnii. ■Gvímnndur Þórhallsson, há- seti. Karlagötu 15. F. 20. júní 1922; ókvæntur. Úr Hafnarfirði: Sigurður Gísli Sigurðsson, bátsmaður, Hörðuvöllum 2. F. 13. ágúst 1900. Kvæntur og átti 5 börn; þar af 3 uppkomin. Guðmundur Júlíusson, mat- sveinn. Selvogsgötu 5. F. 24. sept. 1892. — Kvæntur, átti 5 börn, þar af 2 uppkomin. Bjarni Ellert ísleifsson, há- seti, Selvogsgötu 12. F. 10. okt. 1913. Kvæntur, eitt barn. Egill Guðmundsson, háseti, Vörðustíg 9. F. 24. júní 1907. Kvæntur, átti 2 börn. Gísli Ámundason, háseti, Nönnustíg 1. F. 14. nóv. 1889. Átti stjúpbarn. Gunnar Ingibergur Hjörleifs- son, háseti. Selvogygötu 5. F. 7. ágúst 1892. Kvæntur og átti 6 börn, þar af 3 uppkomin. Haraltlur Þórða.'son, háseti, Selvogsgötu 8. F. 11. mars 1897. Kvæntur, átti 6 börn, þar af 3 uppkomin. Lýður Magnússon, háseti. Öldugötu 19. F. 24. maí 1898. Kvæntur, eitt barn. Sigurgeir Sigurðsson, háseti. F. 18. júní 1896, bróðir Gísla bátsmanns. Kvæntur, tvö börn, annað uppkomið. Jón Gústafsson Norden- skjöld, háseti. F. 9. sept. 1916. Átti unnustu; barnlaus. Gottskálk Jónsson, háseti. Ókvæntur, en átti eitt barn. Utan aí landi: Örnólfur Eiriksson. háseti frá Felli í Mýrdal. 26 ára. Ókvænt ur. Baldur Á. Jónsson, háseti, frá Akranesi. F. 28. des. 1914. - Ókvæntur, en var fyrirvinna móður sinnar. ★ Togarinn „Sviði“ er eign h.: Sviða í Hafnarfirði. Nýir eij endur keyptu öll hlutabrjef fj( lagsins í haust og komst þ skipið á þeirra hendur. Fran kvæmdastj. er Kristján Berg; son fyrv. forseti Fiskifjelags Íí lands. — ,,Sviði“ var 328 ton brúttó. Bygður í Skotlándi 191 „Upp úr djúpi dauða" Eftir slra Jón ______ Auðuns _____________ f margra hiísum hefir verið * harmur síðustu dagana, með- an beðið var fregna af b.v. ,,Sviða“, en á honum voru tuttugu og fimm vaskir menn og flestir þeirra f jölskyldufeður. Þær fregnir eru nú fluttar af leitarmönnum, að dapurleg vissa hlýtur að koma í stað veikrar vonar. Mikla sorg og mikið hugrekki hafa þeir sjeð, sem vitjað hafa sorgarhúsanna. Konur og mæður sitja hljóðar og berjast við harm. sinn. Þær fela honum nú sorg síná, sem þær hafa áður leitað til marga svefnlausa óveðursnótt, j þegar þær óttuðust það, sem þá varð afstýrt en nú er fram komið. Hugir almennings leita þeirra, með djúpri saniúð, en liugir sjálfra þeirra leita fyrst og fremst til ástvinanna, sem ekki komu heim. Hvert fóru þeir? Engiu ; spurning vaknar oftar í hug þeirra nú. I köldum bárum hvílir aðeins audvana hjúpur. Iljeðan af skiftir það engu máli, }>ótt. sú hvíla sje köld. Öllu máli skiftir hitt, að sú sterka hönd, sem leiðir oss öll, i lífi og hel, leiddi sálir sjómann- anna út úr öldurótinu og inn í þann lieim, þar sem þeir áttu all- ir vinum að mæta og þar sem vel- ferð þeirra er trygg. Fyrir sjónum vorum var dimt yfir báTum Breiðafjarðar óveðurs- dagana síðustu, en þegar það myrkur var svartast, ljómaði sjó- mönnunum ljós hinnar nýju fæð- ingar, og í því Ijósi eiga þeir aft- ur að finnast, sem nú eru sviftir samvistum um stund. v „Trú þú; — upp úr djúpi dauða drottins renmir fagrahvel!“ Vjer vitum, að því megum vjer treysta — það sje liarmabót þeirra kvenna, barna og annara, sem nú drúpa höfði í sorg eftir svipleg og mikil tíðindi. Guð blessi íslenska sjómenn, lífs og liðna! Guð blessi konur þeirra, börn og alla aðra. vini! Jón Auðuns. Samtíðin, desemberheftið, er komin út og flytur m. a. þetta efni: Sköpum skáldum vorum lífs- skílyrði, eftir ritstjórann. Að- komufólk (saga) eftir sama höf- und. Sjónarmið ungs Reykvíkings 1941 (viðtal við Jón Guðbjarts- son). Merkir samtíðarmenn (með myndum). Hvað veitir bókment- im lífsgildi? (svör 14 þjóðkunnra höfunda við þeirri spurningu). Kynni mín af skygnri konu eítir Guðm. Friðjónsson. Að leiðarlok- um (kvæði) eftir Jón halta. Draumur landsins eftir síra Sigur- björn Einarsson. Stórmerk nýung í glergerð. Fjöldi smærri greina og skrítlná er í heftinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.