Morgunblaðið - 07.12.1941, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 07.12.1941, Qupperneq 7
Sunnudagur 7. des. 1941. MORGUNBLAÐIÐ Þýsku víkinga- skipi sökt Breska beitiskipið „Dorset- shire“ hefir sökt þýsku vík- ingaskipi í Atlantshafi, að því er breska flotamálaráðuneytið til- kynti í gær. Flugvjel frá Dorsetshire sá fyrst til víkingaskipsins. Lágu þá 5 bátar við hliðar skipsins. En strax og þess varð vart á skipinu, að sjest hafði til þess, losaði það bátana frá og reyndi að komast tmdan. En Dorsetshire elti það uppi og skaut það í kaf. Engum var bjargað af þýska skipinu, vegna þess að „Dorset- shire“ hjelt strax burtu, vegna gruns um það, að kafbátar vteru í grendinni. Er skýrt frá því í til- kynningu flotamálaráðuneytisins, að í bátunum, sem skipið sigldi frá, hafi verið bensíndunkar og vistir. „Dorsetshire“ er 10 þús. smá- lestir, smíðað árið 1929. Jóhann Erlendsson söðlasmídtír látínn Jóhann Erlendsson söðlasmiður, Stykkishólmi, andaðist að heimili sínu þann 5. þ. m., efti>* langvarandi' vanheilsu. 40 ára er á morgun, 8. þ. m., frú Jóna Guðlaug Jóhannsdóttir, til heimilis Suðurgötu 55, Hafnar- firði. „Norræn |ól“ er glæsilagasta jólabókin, GREINAR: Sveinn Björnsson ríkisstjóri, sendiherrar Norðurlanda, Sig- urður Nordal, sr. Sigurbj. Einarsson, Stefán Jóh. Stef- ánsson o. fl. KVÆÐI: Davíð Stefánsson, Tómas Guðmundsson, Nordahl Grieg o. fl. SÖGUR: Selma Lagerlöf, Kristm. Guð- mundsson, Fridthof Nansen o. fl. TEIKNIN GAR: Greta Björnsson, Jóli. Briem og Jón Engilberts. MYNDIR: Fagrar myndir frá öllum Norðurlöndum, myndir af helstu atburðum ársins og höfundum greinanna. Nokkrir snjöllustu rithöfund- ar, skáld og listamenn lauds* ins hafa þannig gert bók þessa skemtilega og verðmæta. „NORRÆN JÓL“ er vinsæl jólagjöf. „NORRÆN JÓL“ á hvert heimili um jólin. Sendið vinum ykkar út um land „Norræn jól“ í jólagjöf. NiðursuOuveíksmiOja á Akranesi tl araldur Böðvarsson & Co. á * * Akranesi hafa látið byggja Niðursuðuverksmiðju með vjelum og öllum útbúnaði af nýjustu gerð, ásamt reykhúsi til að reykja í síld og fisk. Vjelarnar eru að ihestu ieyti sjálfvirkar og ganga fyrir raf- orku, en niðursuðuvörurnar eru soðnar við gufu og afkældar með nýrri aðferð. Verksmiðjustjóri eí* Pjetur Jóhannsson. Firmað hefir látið skrásetja vörumerkið „Hekla“ fyrir niðursuðuvörur sínar og eru fiskabollur frá verksmiðjunni þeg- ar komnar í flestar verslanir lands ins, en á næstunni er von á fleiri tegundum, t. d. reyktum síldar- flökum (Kippers), fiskbúðingum o. fl. Firmað Eggert Kristjánsson & Co. hefir söluumboð til káupmanna og kaupfjelaga um land alt. Á Akranesi eru hin bestu skil- yrði fyrir þenna rekstur, glænýr fiskurinn og síldin tir sjónum og nýmjólkin á staðnum og úr nær- sveitum í bollurnar. Við flökun, reykingu og niður- suðu á síld, þarf um 70 manns til vinnu og afkasta vjelarnar þá 20—30 þúsund dósum á dag. En af fiskabollum getur verksmiðjan húið til 7500 heildósir á dag og í þær fara m. a. 5000 lítrar af ný- mjólk. Þessi starfsemi getur hjálpað bændunum í nágrenni Akraness all verulega, með sölu mjólkur- innar og það vill svo lieppilega til, að þegar mest er af mjólk- inni, þá eru best skilyrðin fyrir þessa framleiðslu, þá er ýsan feitust og best og mest af henni. Þessi starfsemi er aðalíega bygð upp með útlenda markaðinn fyrir augum, en að sjálfsögðu verður líka selt á innlenda markaðnum eftir þörfum. von Ribbentrop á ferðalagi Deilumálin á Balkan- skaga Ribbentrop, utanríkismálaráðherra Þjóðverja er lagður af stað í heimsókn til Budapest, Bukarest og Sofia, með tillögur sem jafna eiga „ágreininginn“ milli Balkanríkjanna, að því er Berlínarfrjettaritari sviss- neska blaðsins „Journal de Geneve“ skýrir frá. Frjettaritarinn segir, að búlgarska stjórnin hafi skýrt stjóminni í Ber- lín frá því, að það hafi brugðist að sambúð Tyrkja og Búlgara breyttist, eins og vænst hafði verið við undir- skrift tyrknesk-búlgarska vináttusátt- málans. Ennfremur vilja Búlgarar fá samkomulaginu við Rúrnena um Do- brudja breytt sjer í hag. En mesta vandamálið er þó deila Ungverja og Rúmena um Transylvan- iu, en um hana segir frjettaritarinn ,,að engin fullnægjandi laúsn hafi fundist". Áheit á Neskirkju; 100 kr. frá hjónum á Seltjarnarnesi og 15 kr. frá N. N. á Seltjarnarnesi. Kærar þakkir. Jón Thorarensen. „Undir smásjá“ ameríska stór- veldisins Grunur i amerfskum blöðum Með síðustu skipsferð bárust hingað amerísk blöð, sem skýra frá ýmsu hjer á íslandi, en þó aðallega frá síðustu ferð „Goðafoss“ til Ameríku. Hjer fer á eftir stutt yfirlit yfir það, sem blöðin segja frá fs- landi: New York „Sun“ birtir stórar mynd- ir á forsíðu af „Goðafossi“, „er velt- ist mikið undir þunga djúpsprengj- anna". Fyrirsögn blaðsins er „Rit- skoðun hersins á fslandi gagnrýnd fyrir að vera of ströng, við komu íerðamannanna hingað“. Skýrir blaðið frá því, að frjettarit- ari ameríska ritsins ,Life‘ kvarti undan ritskoðun, amerísku hernaðaryfirvald- anna hjer, og segi að hún miði ekki svo mjög að því, að vernda hemaðar- legar upplýsingar, heldur að koma í veg fyrir, að sendar verði „frjettir, sem gætu orðið matur fyrir einangr- unarsinna“. Hann nefnir sem dæmi, er bannað var að senda fregn um það, að breskur læknir, á „Kearny“ hefði tylt niður höfuðleðrinu á einum sjó- liðanum á skipinu, með önglum, þar sem ekki voru við hendina nauðsyn- leg lækningatæki önnur. „New York Herald Tribune" birt- ir nokkrar greinar undir fyrir- sögnum, e’ins og t. d.: „Bandarikja- hermenn á íslandi byrja bardagaæf- ingar. Skríðdrekar ná hemaðarlega| mikilvægri hæð á sitt vald, sigrast á flugvallarvörnum með aðstoð fót- gönguliðs". — „Bandaríkjamenn á íslandi sjá fram á leiðinlegan vet- ur. Lítið skipsrúm fyrir leiki og bæk- ur“. — „Talið líklegt að ísland slíti tengslurri við Danmörku. Búist við, að kunungsveldið „að nafninu til“, verði lýðveldi eftir stríðið". Eitt blaðið, „Sunday News“, birtir gréih eftir Evu Sigurðardótt- ur, og er íiún birt undir fyrirsögninni „Ameríkúmennimir eru laglegri, á- kveðnari, að dómi íslenskra stúlkna". Greinin hefst þannig: „Mörgum ís- lenskum stúlkum, *sem eru vinstúlkur mínar, þykir gaman að fara að skemta sjer með amerískum hermönnum". Ungfrúin skýrir frá því, að íslensku stúlkumar hafi komist að þeirri nið- urstöðu, að hermennimir sjeu ekki allir eins og HoLlywoodleikarar, nje heldur sjeu þeir kúrekar eða bófar. „Áður en Ameríkumennimir komu, fóru stúlkurnar að skemta sjer með breskum liðsforingjum og hermönn- uhi. En nú líst þeim betur á Amér- íkumennina“. Loks birtir „Life“, hið kunna mynda biað 5 myndasiður frá íslandi. Mynd- irnar eru allar frá herbúðum Banda- ríkjamanna hjer og sýna mikla aur- bleytu, heita hveri, og auk þess enu myndir frá Reykjavíkurhöfn. í grein sem fylgir myndunum segir m. a.: „ís- land, trjálausa, jökla og eldfjallaland- ið, * myndi verða örðugur biti fyrir Adolf Hitler. Landið rís í miðju At- lantshafi, 580 mílur frá Noregi, 470 mílur frá Skotlandi, og er ónæmt fyr- ir árásum, af hálfu svipað þvi eins margra hraðfleygra, en úthaldslítilla árásarflugvjela, eins og nazistar sendu til Kríteyjar. Orustuflugvjelar gætu komist til íslands, en án þess að fá nýjar bensínbirgðir, gætu þær aldrei lcomist aftur yfir hafið. Og bresk og amerísk herskip geta gert ísland ósigr- andi í árás af sjó“. jbagbók □ Edda 59411297 — 1. I.O.O. F. 3 = 1231288 = E.T. 1. Morgunblaðið er 12 síður í dag — tvö tölublöð. Næturlæknir er í nótt Úlfar Þórðarson, Sólvallagötu 18. Sími 4411. Aðra nótt Ilalldór Stefáns- son, Ránargötu 12. Sími 2234. Helgidagslæknir er María HalJ- grímsdóttir, ’Grundarstíg 17. Sími 4384. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. „Gyllir“. Menn voru í gær farn- ir að óttast um togarann „Gyllir“, vegna þess að ekkert hafði heyrst til hans eftir vonda veðrið nú í vikunni. En Mbl. hafði í gær- kvöldi sannar fregnir af því, að ekkert hafði orðið að hjá „Gylli“; loftskeytatækin voru hinsvegar biluð og var það ástæðan til þess, að ekki heyrðist frá skipinu. Pimtugur er í dag Sigurgísli Guðnason kaupm., Tjarnargötu 38. Sigurgísli er vinsæll maður og vel látinn af þeim, sem hann þekkja, og þeir eru margir hjer í bæ. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband á ísafirði ung- frú Margrjet Jónsdóttir frá ísa- firði og Bjarni Kr. Björnsson frá Viðey. Heimili ungu hjónanna er á Túngötu 36 A, Reykjavík. Hjúskapur. í dag verða gefiii saman í hjónahand ungfrú Auður Axelsdóttir frá Ási í Keldnhverfi og Björn E. Kristjánsson búfræð- ingur frá Hjöllum í Ogursveit yestra. Síra Jón Auðuns gefur brúðhjónin saman. Heimili ungu hjónanna verður á Laúgaveg 76. Hjúskapur. S.l. laugardag vorn gefin saman í hjónaband af síra Jóhannesi Gunnarssyni, Lilja Þór- arinsdóttir, starfsstúlka á Vita- málaskrifstofunni og Halldór Matthíasson (prests í Gríinsey Eggertssonar), starfsmaður sama staðar. Heimili ungn hjónanna er á TJnnarstíg 8. y Hjónaefni. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína Kristjana Jóns- dóttir, Laugaveg 82 og Jaek William Bilson skipamiðlari, Lond on. Trúlofun. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína ungfrú Alda Ágiistsdóttir, Klapparstíg 13 og Rolf Holth i norska flughernum. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað /trúlofun sína Berta Valdi- marsdóttir og Jón Pjétursson bíl- stjóri. — Ennfremur Solveig Sig- urðardóttir og óskar Þórarinsson, Hlíð, Vestmannaeyjnm. Tilkynning frá breska setulið- inu; Skotæfingar fara fram á Sandskeiði og fyrir norðan - það dagana 8. til 13. þ. m. ^Taugastríðið PRAMH. AF ANNARI BÍÐU í fregn frá AVashington segir að her Bandaríkjanna í Manila á Fil- ippseyjnm hafi lokið öllum við- búnaði; yfirmaður ameríska hers- ins í austlægustu löndunum, Mac Arthur hershöfðingi kemur til Manila í dag og verða þá teknar ákvarðanir nm hvort skólum skuli lokað, og „hættusvæðum“ lokað. I Thailandi voru í gær látin ganga í gildi herlög, og hefir rík- isstjórinn þar tekið í þjónustu sína öll ökutæki, bannað verkföJl o. fl. 7 Skúli Halldórsson heíir saniið og gefið út 7 sönglög við kvæði eft- ir Jón Thoroddsen. Bjarni Bjarna son læknir syngur þessi nýju sönglög í útvarpið í kvöld. > Tvær nýjar úrvalsbækur, 8agan af Tuma litla eftir Mark Twáin og The Frenohman’s Creek eftir Dapline du Maurier, hinn kunna, höfund Rebekku, eru væntanleg- ar á bókamarkaðinn innan skams. Blindravinafjelagi íslands voru nýlega færðar kr. 25.00, að g0Öf frá Ó. S., til blindraheimilis þess, sem fjelagið liefir í hyggju að stofnsetja. Stjórn fjelagsins hiður blaðið að færa gefandanum alúðar þakkir og einnig öllirfn. • ‘pliin mörgu, sem með góðvild og hjálp- semi hlynna að starfsemi Blindra- vinafjelags íslands. Gjafir til húsmæðraskóla Rvík- ur; Lakk og málningarverksmiðj- an Harpa li.f. 1000 kr. Málarinn (vörur)" 500 kr. Jes Zimsen járn- vörudeild vörur 200 kr. Kærar þakkir. Vigdís Steingrímsdóttir. 5. hefti 14. árgangs Tímarits Iðnaðarmanna. er fyrir nokkm komið út. Er efni þess þetta m. a.: Sjötta Iðnþing fslendinga, Iðn mál á Alþingi, Mál rædd á Iðn- þinginu, Minningarorð um Guð- mund Eiríksson húsasmiðameÍBt- ara o. fl. Tímaritið er hið vand- aðasta að öllum frágangi. Er það gefið út af Landsambandi Iðn- aðarmanna en Sveinbjörn Jónsson byggingameistari er ritst.jóri þess. Útvarpið í dag: 10.00 Morguntónleikar . (plötur) : Sónata í As-dúr og kviútett í g- moll eftir Mozart. 11.00 Messa í DómkirkjuUni (sjera Friðrik Hallgrímsson). 12.15—13.00 Hádegisútvarp, 14.00 Mozart-tónleikar Tónlistar- * f jelagsins í Gamla Bíó; 150 ára dánarminning (ITljómsveit Reykjavíkur; stjórn.; dr. Utv bantschitsch. Einl.; Björn Ólafs son). >> 15.30—16.30 Miðdegistónleikar A (plötur): Álfa-, dverga- nornalög. Á 18.30 Barnatími. (Neniendnr kcnn •araskólans). Y 19.25 Hljómplötur: Etudes. Op. eftir Chopin. y. 20.00 Frjettir. 20.20 Einsöngur (Bjarnj Bjarna^- son læknir); Lög eftir SkúUÍ ITalldórsson við ljóð eftir Jón Thoroddsen: a) Smalastúlkan. b) Kossaleit. c) Fjöllin blá. d^ Barmahlíð. ,e) Sortna þú, ský. f) Stúlkan mín. g) Drvkkjm- . kí: 0 visa. /> 20.45 Erindi; Nýjar- listastefnar Jóliann Briem list*hálari).yý / 21.10 Hljómplötur-. fslensk lög, leikin á hljóðfæri. 21.20 Upplestur : „Rauða kýrín", smásaga eftir Theódóru Thor- oddsen (Kristján, Gnnnarsson kennari). 21.30 Hljómplötur: Lúðra-konseirt eftir Mozart, 21.50 Frjettir. Útvarpið á raorgun: 19.25 HljómplötiirSkemtilag e|t ir Stravinsky. 20.00 Frjettir. ^ 20.30 Um daginn og veginn (Magnús Jónsson prófessor). V 20.50 Hljómplötur: Ljett lög. 20.55 Þættir úr Heimskringlu, Y (H. Hjv.). 21.20 Útvarpshljóihsveitin: Amer ísk þjóðlög. Einsöngnr (Gunnav Pálsson), 21.50 Frjettir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.