Morgunblaðið - 18.12.1941, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.1941, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐID Fimtudagur 18. des. 1941. Yfirforingi Kyrrahalsilotans setturáaf Kimmel aðmíráll, yfirmaður ameríska Kyrrahafsflotans, hefir verið sviftur starfi sínu (að því er fregn frá Washington hermir). Fyr í gær hafði borist fregn um, að nefndin, sem Roosevelt skipaði til þess að rannsaka árás- ina á Pearl Harbour, hefði rætt þá um daginn við forsetann. Husband Kimmei hafði haft yf- irstjóim als Bandaríkjaflotans og einnig Kyrrahafsflotans frá því í febrúar síðastliðnum. Yfirmaður Kyrrahafsflotans hef- ir verið skipaður í hans stað Chester V. Nimiz aðmíráll. Þar til Nirniz ltemur til Hawai, hefir að- stoðarmanni Kimmels verið falin vfirstjórn flotans. Nimiz liefir starfað í ameríska flotamálaráðuneytinu. Breyting kefir einnig verið gerð á yfirstjórn flughersins á Hawai. Loks hefir verið gerð breyting á yfirstjórn hersins á Itawai. Þjóðverjar sagðir þjarma að Frðkkum og Spðnverjum ¥ fregn frá Madrid er skýrt ^ frá því, að Franco hers- höfðingi hafi í gær rætt við Ser- rano Suner utanríkismálaráðh. og síðan hafi Suner átt samtal við sendiherra ^reta, Sir Sam- uel Hoáre. Stjórnmálaritstjórar í Lon- aon Jíta svó á, að , Þjóðverjat sjeu ehn á ný byrjaðir að leggja fast að Spánverjum og Frökk- um, og þeir vil.fi nú fá leyfi hjá Frökkum til þess að flytja liðs- auka yfir Tunis,. til vígstöðv- anpa í Liþyu, og ti.1 þess, ef illa fer, að fá griðland þar fyrir herí .sína, ef þeir verða hraktir út úr Tripojis. —IJ Stjórniúálafrjettaritari Reuters segfí1,1 að þetta sje þeim ekki nóg, heldiif re.vni þeir að nota árásina á fraifSfc'á; 'skípið1 !$t. Ðenisy sem sökt var í MiS jaiíðarháfi' fyrir rjettri viku, til þess að: fá Frakka til að senda flota sinn, á þaf ;útí!;t ;því tráusti, að þegar fiotinn -jer :á apnað borð lagður úr höfn, jþá. muni^gjgrast; atþurðir, sem hafa muni í för með sjer að algerlega slitni upp úr milli Breta og Frakka. Eins er Þjóðverjum ekki nóg að fá leyfi' Spánverja til að flytja herlið yfir Spón tif ' Ýórður-Afríku (segir frjettaiiit^ripn), bdldur vilja þeir fá Spány^rjai/jtil að; fylkja liði með sjer og hjþlpa ajer jmeð þeinni þátttöku í h j eru ð myuni í, r,? iir-Afríku. Hong Kong verst, neitar öðru tilboði um uppgjöf Manatjóo i lottðrásum Manntjón af völdum loft- árása í Breflandseyjum í nóvember nam: 89 mönnum, sem biðu bana og 155, sem særðust. Japanar sækja oííii tií Borneo tilkynningá Singapore her- stjórnarinnar í gærmorg- un, var það staðfest að Japan- ar hefðu sett lið á land á tveim stöðum í ríkinu Sarawak á Borneo, hjá Miri og 40 km. íunnar, hjá Lepong. 1 tilkynningu herstjórnarinn- ar segir, að breska herliðið hafi áður hörfað burtu frá þessum stöðum og eyðilagt olíuvinslu tæki sem voru í Miri. Er í Miri mesta olíuvinslustöðin í Sara- wak. Japanska herliðið virðist hafa verið sett á land með aðstoð herskiþa, og hollenska her- stjórnin tilkynnír að hollenskar flugvjelar hafi sökt japönskum tundurspilli, er Japanar voru að setja lið á land í Borneo. Engar fregnir hafa borist um bardhg^. í Sarawak. Oifan f Sarawak í/ú,; ------ "Cy.V jDy.prgim Miri ef í norðausturhoruá Sarawak-ríkisins (50 þús. fer- milur) og þar eru helstu olíulindir ríkisins. Árlegm; oliuútffutningur. frá Sarawak (aðallega frá Miri) hefir numið undanfarín 10 ár ca. 500 —800 þúsund smálestum. Sarawak er óháð ríki, en hefir stað- ið undii- vérfi'd ’Bréta samkv. samn- ingi, sem gerður var árið 1888. í—En næstum hálfri öld áður háfbi bréskúf maður Sir James Broöke hlótið fursta titil. yfir Sarawak, og síðan hafa niðj-í ar hans ráðið þar ríkjum. fbúar í Sarawak eru ca. 450 þús., höfuðborg Kuching. Meðal helstu út- flutningsvara - ríkisins eru, gúmmí og olía. • Það var ekki fyr en árið 1909, að fyrst var farið að hagnýta olíulind- irnar i Miri. Olían seytlaði upp úr jörð- unni, og- höfðu íbúar landsins notað i:ana, en frá því árið 1909 hefir breskt f.jelag Jmnið olíuna. Sarawak er ekki nema' lítill hluti af Borneo, sem er tæpar 300 þús. fer- mílur að stærð. Tveir þriðju'hlutpt eyjarinnar teljast til hollensku Austur Indlandseyjanna, en þriðjungur er ýmist hluti Bretaveldis (Norður- Borneo) eða hlítir vernd þeirra (Sara walc og Brunei). Japanar nálgast Pen- ang, mestu siglinga- borgina á Malakka YFIRHERSHÖFÐINGI BRETA í Hong Kong hefir að nýju neitað að gefast upp fyrir Japön- um. 1 neitun sinni til japanska hershöfðingj- ans á Hong Kong vígstöðvunum Ijet hann svo um mælt, að hann myndi ekki taka á móti fleiri skilaboðum frá honum. Moyne lávarður, nýlendumálaráðherra Breta, hefir sent breska yfirhershöfðingjanum kveðju, þar sem hann skorar á hann: „Verjist!“ í fregn frá London var skýrt frá því, að bresk hermálanefnd væri nú að ræða við kínversku herstjórnina um sameiginlegar hernaðaraðgerðir gegn Japönum. í Reutersfregn segir, að Kínverjar haldi áfram smáskæru- hernaði við járnbrautarlinuna frá Kanton til Kowloon (við Hong Kong), en þeim hefir þó enn ekkí tekist að dreifa kröftum Jap- ana frá Hong Kong. Ekkert bendir til þess, að sú fullyrðing Japana, að þeir hafi ráðist yfir á Hong Kong-eyjuna, hafi við rök að styðjast. —r í fregn frá Tschungking í gærkVöldi var skýrt frá því, að Bretar hefðu strangan vörð um eyna, og væru viðbúnir, ef Japanar gerðu atlögu. Breska herstjórnin í Hong- Kong tilkypti í gærmórgun, að nóttin hefði verið róleg, að öðru leyti en því, að nokkur fall- býssúskothríð hafði byrjað um dögun. Síðar barst fregn frá Tokio (höfð eftir Domei-frjettastof- unni, birt af Reuter), úm að stórskotalið Japana hefði í gær morguh byrjað skothríð á öll virkin í Hong Kong og að klukkustundu síðar hafi jap- anskar flugvjelar byrjað loft- árásir á eyna; hófu þær sig til flugs undir eins og eyjan var liulin reyk, af völdum fallbyssu kúlnanna. Fyr í gær hafði verið skýrt frá því í London, að Bretar hefðu hörfað með lið sitt frá Kowloon, og að um- sátrið um Hong Kong væri nú hafið. Mikiíl meiriMuti íbúánna í Ilong Kong eru Kínverjar. (I Hong ásamt Kowioon, sem tilheyrir ný- iéndunni, en sem Japanar hafa nú lekið. bjó árið 1938 rúmlega mil.f- óti mauna, þar af vom afteins 23 þúsundir, seni ekki voru Kínverj- ar.) Japanar hafá reynt að fá hiná kínversku íbúa nýlendunnar til að gera uppreisn gegn Bretnm, en að því er virðist, með litlum árangri. Breska sendisveitin í Tschiing- king. höfuðborg Kína, skýrði frá því í gær, að fulltrúar kínversku stjórnariimar í Hong- Kong hefðu átt. mikimi þátt í því að halda Jtar uppi góðri reglu. Á MÁLAKKA- SKAGA. Á Malakka-skaga er Penang, I mikilvægasta siglingaborgin á FEAMH. Á SJÖTTU SIÐU.1 Hrayflng á Rúss- um iAustur-Asfu i Tschungking í gær. iklar rússneskar heræf- ingár standa nú yfir í Austur-Asíu, að því er útvarpið í Tschungking skýrir frá. Her- menn með öllum stríðsútbún- aði taka þátt í æfingunum. Útvarpið í Tschúngking kvaðst hafa fregnina eftir rússneskri útvárpsstöð. 1 Tschungking og Mánila, þar sem fregnin hefir einnig verið birt, er litið svo á, að tíð- indi þessi sjéu hin mikilvæg- ustu. — (Reuter) Roosevelt fsr . aukið vald ¥71 ulltrúadeild Bandaríkjaþings hefir samþykt að veita Roose velt ankið vald, á meðan á stríð- inu stendur, svipað því valdi, sein Wilson var veitt í síðasta stríði. Hann hefir vald til þess að endufskiþúléggjá ffámkvæmda- valdi, hanh hefir úmráð vfir 7 þús. miljón dollurum, og liann má setja á fitskoðnn á sendingum til útlanda. OrOaspil á jóiaborðið! Þjóðverjar „stytte vlglln- una“ I Rússlendi Itilkynningu þýsku herstjórn- arinnar í gær var sagt um bardagana í Rússlandi: ,,I austri er á ýmsum hlutum vígstöðvanna verið að fram- kvæma breytinguna úr sóknar- styrjöld í lcyrstöðuhernað, sem haldið verður uppl yfir vetrar- mánuðina, og fara því fram nauðsynlegar umbætur á víg- línunni og stytting hennar, sam- kvæmt áætlun“. Fulltrúi þýsku stjórnarinnar. sagði við blaðamenn í Berlín í gær, að bréytingin í kyrstöðú- hérnað hlyti að hafa í för með sjer, að herinn hyrfi af stöðum sem óhentugír væru til kyrstöðu hernaðar, til annara staða, sem heppilegri væru. Einnig væri nauðsýnlegt að stytta víglínuna til þess að hægt yrði að draga sem mest af hernum burtu og hafa hann sem varalið. I London var látin í ljós Sú skoðun í gær, að Þjóðverjair væru ekki einráðir um það, livort háður yrði kyrstöðuhern- aður í vetur og að Rússar virt- nst staðráðnir í að heyja held- ur hreyfingarstríð. V I London er vitnað í Moskva- frjettir um undanhald Þjóð-. verja ,frá .Kalinin, til sönnunar ,, því, að Þjóðverjar hafi ekki alls staðar hörfað samkvæmt áætl- un. Moskyaútvarpið skýrir, frá því,. að viðbúnaður þýska hers- ins í Kalinin b.enti til þess, að hann hafi verið að búa sig und- , ir að hafa þar vetursetu. M. a. er herinn sagður hafa verið byrjaður að reisa þar öflug varnarvirki, en sókn Rússa hafi verið ,svo áköf, að komið Þjóð- verjum svo á óvart, að þeir haíi ekki fengið rönd við reist, og Orðið að hörfa undan á skipu- lagslau.sum flótta. Rússneska herstjórnin tilk. ’nýja sigra á Tulavígstöðvunum í nótt. 1 tilkynningunni segir; Þ. 17. desember börðust her- jrokkar við óvinina á öllum vígstöðvunum. Víða á vestur, Kalinin og suðvestur vígstöðv- unum háðu herir okkar harða bardaga við óvinina, hjeldu á- fram að sækja l'ram og tóku marga þjettbýla staði, þ. á. m. borgina Aleksin (í suðvestur frá Cerpukov) og Schekino (í suður frá Tula“). Fregnir frá Moskva í nótt hermdnu að Þjóðverjar hefðu hörfað með her sinn frá Moz- haiskvígstöðvunum fyrir vestan Moskva.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.