Morgunblaðið - 07.02.1942, Blaðsíða 1
Vinnustöðvunin 1942.
7 tbl
VikuDiað: ísafold.
Laugardaginn 7. febrúar 1942.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Fjda^sdóniiif úfskurðflr:
RafvirkjafjelagiO skaöa-
bótaskylt
fyrir úlöglegt verkfall.
Síðastliðinn fimtudag var kv.eð
inn upp dómur í Fjelagsdómi,
sem getur haft hinar alvarleg-
ustu afleiðingar fyrir þau iðn-
fjelög, sem enn eru í verkfalli,
þrátt fyrir skýlaust bann í gerð-
ardómslögunum.
Fjelagsdómur slær því sem
sje föstu, að því er snertir eitt
iðnfj.elaganna, Rafvirkjaf jelag
Reykjavíkur, að aflýsing verk-
fallsins 10. f. m. firri fjelagiö
e k k i skaðabótaskyldu, „þar
sem upplýst er, að enginn svein-
anna hefir mætt til vinnu . . . . “
og ennfremur hafi stjórn fje-
lagsins eftir aflýsingu verkfalls
ins „með öllu látið hjá Iíða að
hvetja meðlimi fjelags síns til
að fara aftur til vinnu sinnar,
og auk þess, að því er upplýst
má telja, leitast við að fá raf-
virkjana til að hætta vinnu*,
eins og segir í forsendum dóm.- •
ins.
Mál þetta var höfðað fyrir
Fjelagsdómi, vegna ágreinings,
er reis út af því, hvenær útrunn
inn væri samningur rafvirkja
0g meistara, sem undirritaður
var hjá sáttasemjara 22. janúar
1941, og sagt að gilda ætti „til
eins árs í senn“.
Rafvirkjafjelagið sagði hins-
vegar samningnum upp frá 1.
janúar, og hóf verkfall frá þeim
degi. Meistarafjelagið höfðaði
svo mál fyrir Fjelagsdómi og
krafðist þess, að staðfest yrði
með dómi, að v.erkfallið væri ó-
löglegt; ennfremur skaðabóta
og málskostnaðar. ^ I
Fjelagsdómur leit svo á, að
samningurinn frá 22. januar f.
á. gilti til 22. jan. þ. á., og væn
því verkfall rafvirkja fra 1. til|
22. jan. ólöglegt. Væri því raf-
virkjafjelagið skaðabótaskylt
og einnig fyrir verkfallstimann
frá 10. til 22. janúar, en þenn
10. jan. „aflýsti" stjórn raf-
virkjafjelagsins verkfallinu, en
þrátt fyrir það kom enginn
sveinanna til vinnu, og stendur
svo enn.
Uppbót skaðabótanna verður
ákveðin í sjerstöku máli. Fje-
lagsdómur kvað sig ekki dóm-
bæran um skaðabótaskylduna
eftir 22. jan., þ. e. eftir eldn
samningurinn var útrunninn;
þar ksemu refsi- og skaðabóta-
ákvæði gerðardómslaganna til
greina. Fjelagsdómur dæmdi
rafvirkjafjelagið til að greiða
300 kr. í málskostnað.
Dóm þenna kváðu upp þeir
Hákon Guðmundsscn, Gunnlaug
ur E. Briem, Kristján Kristjáns
son og Jón Ásbjörnsson. Einn
dómendanna, Sigurjón Á. Ólafs-
son gerði ágreining, taldi eldri
samninginn útrunninn frá ára-
mótum, og aðgerðir rafvirkja
því löglegar.
Til lulltrúa Sjálfstæð-
isfjelaganna.
Fulltrúum Sjálfstæðisfjelag
anna í Rvík er boðið til kaffi-
drykkju í Oddfellowhúsinu á
morgun (sunnudag), kl. 3 e. h.
Umræður fara fram yfir borð-
um.
Stjórnin.
FORMAÐUR
NIÐURJÖFNUNAR-
NEFNDAR
Formaður Niðurjöfnunarnefnd
ar verður nú kosinp af bæjar-
stjórn, samkvæmt nýútgefnum
bráðabirgðalögum. Eru þessi lög
samhljóða frumvarpi, er fyrver
andi fjelagsmálaráðherra flutti
á síðasta Alþingi, en var ekki
útrætt.
f kaupstöðunum utan Reykja-
víkur eru bæjarstjórar sjálf-
kjörnir formenn niðurjöfnunar-
nefndar og nefndarmennirnir
því allir kosnir af bæjarstjórn-
inni. Hjer hefir skattstjóri, skip-
aður af ríkisstjórninni, verið for
maður niðurjöfnunarnefndar og
bæjarstjórn því aðeins kosið 4
nefndarmenn. Nú er þetta ó-
samræmi lagfært.
Stefnubreyting í dýrtíðarmálunum
Verðlækkun nauðsynja í
fyrsta sinn frá stríðsbyrjun
Aðeins með sameiginlegu
átaki allra stjetta má
stöðva dýrtíðina.
Frönskunámskeið
Alliance Francaise í Háskóla
íslands tímabilið febrúar til
apríl hefjast í næstu viku, og
er þess óskað, að væntanlegir
þátttakendur komi til viðtals
í Háskólann laugardaginn 7.
febr. kl. 6 síðdegis.
Alt frá byrjun stríðsins og
fram til þessa tíma, hafa stjóm-
arvöld landsins horft upp á það,
án þess nokkuð að aðhafast, að
dýrtíðin færi vaxandi jafnt og
þjett. Verðlagsvísitala hvers ein
asta mánaðar sýndi nýja verð-
hækkun á brýnustu nauðsynj-
um almennings. Stundum voru
stökkin stór, stundum minni. En
altaf var stefnan sama: Verð-
lagið steig upp.
I kjölfar þessa kom svo vísi-
tala kauplagsnefndar.sem sýndi
sömu þróun. Kaupgjaldið hækk
aði jafnt og þjett, í hlutfalli við
hina vaxandi dýrtíð. ’Þannig
hjelt þetta áfram mánuð eftir
mánuð og ár eftir ár.
Allir voru sammála um, að
þessi braut á dýrtíðarmálunum
væri hið mesta feigðarflan. Ein-
hverntíma fjelli skriðan til baka
og ef ekkert væri að gert til
varnar, myndi skriðan verða svo
stór, að hún myndi öllu granda.
Af þessum ástæðum sætti rík-
isstjómin þungum ámælum fyr-
ir aðgerðarleysið í dýrtíðarmál-
unum. Stjórnin var sjer þess með
vitandi, að hún átti ámælið skil-
ið. Við hvert tækifæri lofaði
hún bót og betrun. En hún gat
ekki komið sjer saman um leið-
irnar.
Um það leyti er aukaþingið
kom saman í haust, var ágrein-
ingurinn innan stjórnarinnar
svo mikill, að stjórnin baðst
lausnar. Þá skeður það, að tveir
flokkarnir, er studdu stjórnina,
Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu
flokkurinn, verða sammála um
að reyna hina frjálsu leið í dýr-
tíðarmálunum.
Hugsun þeirra var þessi: Til
þess að stöðva dýrtíðina verður
að hafa öflugan hemil á hinu
síhækkandi verðlagi nauðsynja.
Takist að stöðva verðlagið,
stöðvast kaupgjaldið af sjálfu
sjer, því að það fylgir verðlag-
inu og hækkar ekki nema verð-
lagið hafi hækkað áður.
En öll áætlunin fyrir hinni
frjálsu leið bygðist á því, að
grunnkaup hækkaði ekki, og
hjetu báðir flokkarnir að stuðla
að því eftir mætti, að sporna
gegn því.
Og það er rjett í þessu sam-
bandi að minna á það, að þegar
dregið var í efa á aukaþinginu,
að takast myndi að sporna við
hækkun grunnkaups, brast for-
seti Alþýðuflokksins, Stefán
Jóh. Stefánsson reiður við og
kvaðst vita, hvað hann væri að
segja, því að hann hefði sjer-
staklega kynt sjer þessa hlið
málsins að því er snertir þau
stjettarfjelög, er væru innan A1
þýðusambandsins.
Við vitum hverjar voru efnd-
irnar á þessu, og hvernig fram
koma forseta Alþýðuflokksins
var, er á reyndi. Sú saga öll er
ein samfeld svikakeðja, og sann
ar það eitt, að þar var lítill mað-
ur í mikilli ábyrgðarstöðu.
Svik Alþýðuflokksins við hina
frjálsu leið urðu þess valdandi,
að Sjálfstæðisflokkurinn reyndi
að ná samvinnu við Framsókn-
arflokkinn í dýrtíðarmálunum.
Það tókst þannig, að meginþræð
inum í hinni frjálsu leið er hald-
ið, en nú með aðstoð löggjafar,
sem ætlunin var að komast hjá.
*
Og nú hefir það skeð, í fyrst*
sinn síðan stríðið hófst, að vart
verður stefnubreytingar í dýrtíð
armálunum.
1 stað síhækkandi verðlags á
nauðsynjum undanfarna mán-
uði og ár, hefir nú — í fyrsta
sinn — orðið vart viðleitni í þá
átt, að stöðva verðlagið, og
nokkuð betur þó — verðið hefir
verið lækkað á kornvöru, kaffi,
sykri, fóðurvörum, kjöti o. fl.
Það er að vísu svo, að þessar
verðlagsbreytigar koma all-, - -
harkalega niður á einni stjett '^efir undanfarið látið
manna hjer í Reykjavík, það er
matvörukaupmönnum, því að í
búðum þeirra hefir nú um all-
langt skéið vart sjest aðrar vör-
ur en þær, sem háðar eru verð-
lagseftirliti. Af þessu leiðir það,
að þessar verðbreytingar rýra
svo tekjur þessara manna, að
þeirra hlutur er nú orðinn lak-
ari en flestra annara stjétta hjer
í bænum. Ætlunin var þó ekki,
að fara þannig að, enda ætti
að vera auðvelt að lagfæra þetta
misrjetti. Þarf ekki annað en að
sjá til þess, að rýmt verði til
með innflutning annara vara til
þessara verslana, og leyfa þeim
ríflegri hagnað fyrir sölu á ó-
nauðsynlegri vöru, sem ríkið
hefir á boðstólum. Er það 1 alla
staði hagfelt þjóðfjelagslega
lega kostnaðinn við rekstur versl
ananna, en ekki nauðsynjavar-
an. Þótt verðlagsbreytingarnar
á nauðsynjavörunni bitni í svip-
inn all-harkalega á matvöru-
kaupmönnum, munu þeir áreið-
anlega skilja þá þjóðarnauðsyn,
sem hjer er gerð, enda má og
vænta þess, að ríkisvaldið sýni
þeim fulla sanngirni á móti á
öðrum sviðum.
*
Baráttan gegn dýrtíðinni verð
ur langvarandi og hörð. Hún
krefst mikilli fórna allra stjetta
og einstaklinga. Auðvitað eiga
þeir að fórna mestu, sem mest
hafa grætt á stríðinu. Að þessu
verður og stefnt, og það eru
þeir, sem krafðir verða f járfram
lags, sumpart til beinna ráðstaf-
ana gegn dýrtíðinni og sumpart
í varasjóð, sem geymdur verður
þar til eftir stríðið, þegar hrunið
kemur.
Þeir stjórnmálaflokkar, sem
nú skerast úr leik og berjast
gegn þeirri viðleitni, sem hafin
er til stöðvunar á dýrtíðarflóð-
inu, eru gersneyddir allri á-
byrgðartilfinningu og eiga eng-
an tilverurjett. Vitað var, að
kommúnista skorti slíka ábyrgð
artilfinningu. Hún hafði aldrei
fyrirfundist þar. En framkoma
Alþýðuflokksins er mönnum
vonbrigði, vegna þess, að hann
í veðri
vaka, að hann vildi starfa með
hinum lýðræðisflokkunum í bar-
áttunni gegn dýrtíðinni. Nú hef-
ir hann hins vegar snúið við og
kastað sjer í fang kommúnista.
Flokkurinn bar á sjer dauða-
merkið. Þetta verður hans bani.
ALÞINGI
HVATT SAMAN
16. FEBRÚAR
Á ríkisráðsfundi, sem hald-
inn var að Bessastöðum á mið-
vikudaginn, var gefið út opið
brjef, sem kallar saman Alþingi
mánudaginn 16. febrúar.
Fundurinn á miðvikudaginn
var sá fyrsti, sem ríkisráðið hef-
sjeð, að slíkar yörur beri aðal-ir haldið að Bessastöðum.