Morgunblaðið - 07.02.1942, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.1942, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Það Jónas Guðmundsson og Jón Blöndal vildu lögfestingu og takmarkaða dýrtíðaruppdót var stefna Alþýðuflokksins en „hugrekkið” brást Jakob Möller, fjármálaráð- herra, benti á það í útvarps- ræðu sinni um dýrtíðarmálin, að margar aðrar þjóðir legðu nú svo hart að sjer, til þess að forðast óeðlilega verðbólgu, að m.a. hjeldu þær fast við þá reglu að greiða ekki fulla dýrtíðar- uppbót á laun. Benti hann þá jafnframt á, að Jón Blöndal, hagfræðingur, hefði haldið þeirri skoðun fram í Alþýðublaðinu haustið 1940, í greinum, er hann ritaði þar um dýrtíðarmálin, að það fyrir- komulag, að greiða fulla dýr- tíðaruppbót á laun, væri stórum varhugavert og örfaði verðhækk unar kapphlaupið, sem væri öll- um til bölvunar. Jón Blöndal reyndi að mót- mæla þessu, það var svo afar- óþægilegt að hafa haldið slíku fram, eftir að Alþýðuflokkurinn tók þá afstöðu núna fyrir kosn- ingarnar, að berjast með dýr- tíðinni. En Jakob Möller sannaði þá sitt mál með tilvitnunum í grein ar Jóns Blöndals, svo að síðan hafa engir getað um vilst. Meðal annars benti J. M. á þessa kafla úr greinum Jóns Blöndals: ,,Jeg vil halda því fram, að engin stjett. geti til lengdar grætt á því verðhækkunarkapp- hlaupi, sem hjer hefir verið háö undanfarið. Máske getur sá gróði enst fram yfir næstu kosn- ingar, en óvíst, að það verði mikið lengur. Haldi verðhækkunarskrúfan áfram, leiðir hún óhjákvæmi- lega til þess.að framleiðslukostn aðurinn hækkar, atvinnuvegirn- ir hætta á ný að bera sig, þeir sem nú græða, fara að tapa og hrunið blasir við fyr en menn kann að óra fyrir nú. Jeg hefi reynt að ræða þetta mál alment, frá sjónarmiði allr- ar þjóðarinnar. Hinir raunveru- legu hagsmunir allra stjetta þjóðarinnar eru þeir, að vöxtur dýrtíðarinnar sje stöðvaður, áð- ur en verðgildk peninganna er að engu orðið, og þess vegna má tala um þjóðarhagsmuni í þessu sambandi'. Alþýðublaðið 29. okt. 1940. Ennfremur þetta: -----„En vissulega er verka- mönnum og öðrum launaþegum engin gleði af kauphækkunum, sem til eru orðnar vegna þess, að verðgildi peninganna hefir minkað, og sem geta leitt til þess, að það minki enn á ný, í það óendanlega, ef sömu stefnu verður fylgt áfram“. — (Ath. að þegar Jón Blöndal skrifar þetta, var aðeins greidd mjög takmörkuð dýrtíðarupp- bót. Aðeins þrír fjórðu verðlags- hækkunar á laun innan við 300 kr., tveir þriðju verðlagshækk- unar á laun milli 300 og 400 kr. og helmingur verðlagshækkun- ar á laun milli 400 og 650 kr.). En Jón Blöndal reri ekki einn á báti. Annar höfuðleiðtogi Al- þýðuflokksins, Jónas Guðmunds son, ritaði um líkt leiti greinar um dýrtíðarmálin í Alþýðubiao ið. — Hann byrjar grein sina „Baráttan gegn dýrtíðinni“ á þessum orð,um: „Þegar gengi krónunnar var lækkað 1 apríl 1939, var mikið um það rætt, að reisa þyrfti skorður við þeirri dýrtíð, sem gengisbreytingin hlyti að valda. Þetta var þá gert, og gert það myndarlega, að svo að segja al- veg tókst að halda dýrtíðinni í skefjum fram á árið 1940. En illu heilli var horfið af þeirri braut, er gengislögunum var breytt á því ári“. Hvað var nú það, sem var gert „svona myndarlega“ i gengislögunum, að það hjelt dýrtíðinni „svo að segja alveg í skefjum“. Það var m. a. tvent: 1. Lögfesting á kaupgjaldi í landinu! 2. Aðeins heimilað að greiða mjög takmarkaða verðlags- uppbót á allra lægstu laun, — innan við 300 kr. mánaðartekjur, og þó ekki fyrr en dýrtíð hefði vaxið um 5% á hverjum þrem mánuðum, og þá aðeins helming þess, sem hækkun- in nam og aðeins % dýr- tíðar, er hún var komin yfir 10% ! Jónas Guðmundsson komst einnig svo að orði: „Ráðamenn þjóðarinnar geta ekki lengur komist hjá því, að taka ákvörðun um það, hvora leiðina skuli fara, að sleppa öll- um hömlum við dýrtíðina, eða hvort setja skuli skynsamlegar og framkvæmanlegar skorður við óeðlilegri verðhækkun á brýnustu nauðsynjum almenn- ings“. Nú ber þess að gæta, að þeg- ar J. G. skrifar þetta, eru höml ur gengislaganna á kaupinu, lögfestingin, enn í gildi. Hann sjer tvær leiðir: 1. Að sleppa öllum hömlum við dýrtíðina. 2. Að halda gildandi lögfest- ingu á kaupi og reisa verð- lagsskorður. Það leynir sjer ekki, hvora leiðina J. G. vill fara. Sömu tvær leiðir blöstu við mönnum um áramótin. Þá kaus Alþýðuflokkurinn rjett fyrir kosningarnar, að sleppa öllum hömlum við dýr- tíðinni! En hverju spáði Jónas Guð- mundsson í Alþýðublaðinu haustið 1940 um það, hvernig fara myndi, ef öllu væri slept lausu. Hann segir: „Er þá alveg komið sama ástandið og var hjer í síðasta stríði, og þegar stríðinu loks lýkur og alt fer aftur að lækka, verður kaupgjaldið, húsaleigan og verð á innlendum nauðsynja- vörum í algerðu ósamræmi við afurðaverð það á erlendum markaði, sem þá fæst, kyrptaða og ný kreppa steðjar að atvinnu lífinu, og sama sagan, sem við höfum þekt síðustu 10 árin; end- urtekur sig!“ Það er ekki verið að skafa af því! Og hvað segir J. G. um fram- kvæmd málanna? „En framkvæmd þessara mála þarf að vera sterk og örugg, og engin undanbrögð mætti leyfa neinum. Þjóðinni er skylt að bera sameiginlega byrðarn- .ar, og sá, sem ætlar þar undan að svíkjast, ætti að gjalda þess grimmilega” Hvaða gjald skyldi Jónas Guðmundsson telja aumingja flokknum sínum hæfiiegt nú? En svo kemur lokaviðurkenn- ingin í niðurlagi greinarinnar: „Það skal viðurkent, að það þarf nokkurt hugrekki til þess- ara framkvæmda, en hjer er um hag allrar heildarinnar að ræða, og því ætti ekki að hika við að stíga sporið. Það hafa áreiðanlega oft ver- ið sett bráðabirgðalög hjer á landi af ekki brýnni nauðsyn en hjer er nefnd, og af minna tilefni“ ! Menn taki vel eftir, að þetta er 'alt úr Alþýðublaðinu ! Og það eru ekki aðeins per- sónulegar hugleiðingar Jónas- ar Guðmundssonar og Jóns Blön dal. Greinar þær, sem hjer hefir verið vitnað í, voru síðar gefn- ar út í sjerprentun af Alþýðu- flokknum. I formála þess pjesa segir Stefán Jóh. Stefánssort, form. Alþýðuflokksins: „Alþýðuflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn í landinu, er tekið hefir úkveðna og ein- dregna afstöðu til þessara vandamála, og hafa þau af því tilefni verið rædd ítarlega í Al- þýðublaðinu“. Aumingja Stefán! Hvað hann má hrylla við að lesa þetta nú! En þetta var stefna Alþýðu- flokksins, áður en að kosning- um dró! En þá brast hann hugrekkið til að framkvæma hana! Nú horfir þjóðin á þetta póli- tíska rekald og flótta Alþýðu- flokksins frá málefnunum. Stúlka óskast við afgreiðslu. Tilboð merkt „Hátt kaup“ sendist blað inu. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞÁ HVER? Tilkvnning frá Viðskftflamálaráðuneylinn I viðskiftasamningum þeim, sem gerðir hafa verið milli Islands og Bandaríkjanna, er áskilið, að kaup á þeim vörum, sem hjer eru taldar, fari fram sameiginlega fyrir milligöngu ríkisstjórn- arinnar: HAMPUR GUMMIVÖRUR JÁRN O G STÁL AÐRIR MÁLMAR ' Er því hjer með skorað á innflytjendur að senda viðskiftanefndinni, Austurstræti 7, pant- anir sínar af vörum þessum fyrir næstu 12 mán- uði, ásamt umboði til að annast kaup á þeim. Pöntunum skulu fylgja innflutningsleyfi. Ennfremur fylgi pöntunum skýrsla um hve miklar birgðir viðkomandi á fyrirliggjandi af þessum vörum, hve mikið hann hefir þegar pant- að af þeim, og gerir ráð fyrir að fá afgreitt eftir venjulegum viðskiftaleiðum. Viðskiftamálaráðuneytið, 4. febr. 1942. Nokkrar sfúlkur vantar í iðnfyrirtæki. Upplýsingar á skrifstofu Fjelags íslenskra iðnrekenda, Skólastræti 3. — Sími 5730. 1 síðasta sinn! Kvðldsöngnr f Landakotskirkju Sunnudag 8. febrúar kl.5 Verk eftir Beethoven, Bach og Haendel. (Aukin söngskrá) Einsöngvarar, blandaður kór og hljómsveit, undir stjórn dr. Urbantschitsch. Aðgöngumiðar hjá Eymundsen, Sigríði Helga dóttur og í Hljóðfærahúsinu. Kirkjan er hituð! .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.