Morgunblaðið - 07.02.1942, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
JftorgmtMaöii
MORGUNBLAÐIÐ
Meðan vinnustöðvun prentara
sténdur yfir, verður reynt að
láta Morgunblaðið koma út
þrisvar í viku, 2—4 síður hvert
sinn..
Áskriftargjaldi, sem innheimt
verður að loknum febrúarmán.,
verður hagað eftir því, hvernig
tekst með útgáfuna þennan
mánuð
ÁFLÓTTA
Alþýðublaðið, undirtylla
kommúnista og málgagn dýr-
tíðarbandalagsins,virðistnú vera
farið að sjá, að baráttan fyrir
aukinni dýrtíð í landinu verður
aldrei lengi vinsæl meðal al-
mennings. 1 gær er blaðið að
hverfa frá þessu báráttuvígi
sínu, og spinnur upp nýjan lyga
vef um að Sjálfstæðisflokkur-
inn hafi gert samning við Fram-
sókn um að hreyfa ekki kjör-
dæmamálinu. Allur þessi vefur
blaðsins er tilhæfulaus þvætt-
ingur, sem sýnir ekki annað en
það, að þeir, sem Alþýðublaðið
rita, halda að þeir í skjóli sjer-
rjettinda sinna til prentfrelsis
geti logið lesendur fulla, og tal-
ið þeim trú um alt það, er þeir
í vesaldómi sínum telja sjer
hentugt í bili.
GERÐARDÓMS-
LÖGIN
Þau eru sett, eins og allir vita,
til þess að draga úr hækkun
dýrtíðarinnar. Þetta er sameig-
inlegt hagsmunamál allrar
þjóðarinnar. Að hafa hemil á
hækkun vöruverðs, og láta ekki
kauphækkunarskrúfuna halda
áfram. Því kauphækkun í land-
inu kemur engum að gagni, en
verður hverjum einasta manni
og þjóðfjelaginu í heild til bölv-
unar. Pólitískir spákaupmenn í
dýrtíðarbandalagi Alþýðufl. og
kommúnista halda því fram í
baráttu sinni fyrir aukinni dýr-
tíð og í rökþrotum sínum, að
stöðva hefði átt verðhrun pen-
inganna fyr. En þeim mun leng-
ur sem það hefir dregist, þeim
mun nauðsynlegra að hefjast
handa.
SKJALDARGLÍMA
ÁRMANNS
Fleiri þátttakendur voru í
Skjaldarglímu Ármanns en
nokkru sinni fyr. Voru þeir 20,
frá 9 íþróttafjelögum. Venju-
lega hafa þátttakendur undan-
farin ár verið 8—12. Glíman
stóð í röskar 3' klukkustundir
og var yfirleitt góð. Áhorfendur
mjög hrifnir.Fjöldi glímumenna
og áhorfenda sýnir, að áhugi
fyrir glímunni fer vaxandi. —
Skjöldinn vann Kristmundur
Sigurðsson. — En fegurðar-
glímuverðlaunin, silfurbikar
frá I. S. í., vann glímu-
kappi íslands, Kjartan B. Guð-
jónsson. Fer vel á því, að Ís-
landsmeistarinn hljóti þau verð-
laun. Þetta var fyrsta íþrótta-
sýning, sem haldin er til heiðurs
hinu þrítuga íþróttasambandi Is
lands. Fleiri fara á eftir.
JÁRNSMIÐIRNIR . .
Járnsmiðirnir gengu frá samn
ingum við vjelsmiðjurnar á há-
degi á miðvikudag, og byrjuðu
vinnu. 10—20 skip biðu eftir
viðgerð. Eru kommúnistar ákaf-
lega gramir yfir því, að ekki
tókst með vinnustöðvun þessari
að stöðva fleiri skip við fisk-
veiðar og flutninga, og kveður
við sama tón í hljóðpípu þeirra
í Alþýðublaðinu. Því fyrir þess-
um mönnum vakir, kommúnist-
unum, og þeim sem standa að
Alþýðublaðinu.eitt og hið sama:
Að gera þjóðfjelaginu pem
mesta bölvun.
KOSNINGIN
I DAGSBRÚN
Andstæðingar Sjálfstæðisfl.
eru að reyna að breiða út þá
skoðun, að stjórnarkosningin í
Dagsbrún sje flokkslegur ósig-
ur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. —
Það sem þar gerðist var í stuttu
máli, að Hjeðinn Valdimarsson
gerði ráð fyrir, að hans fyrri
fylgismenn myndu kjósa hann
éem formann fjelagsins, eins og
í fyrra, er listi Sjálfstæðismanna
cg hans fjekk 838 atkv. Nú
fóru um 120 af fýlgismönnum
hans yfir í samfylking Alþýðu-
flokksins. Það er alt og sumt.
Og hafa Sjálfstæðismenn yfir
engu að kvarta.
FJEKK ALÞÝDU-
FLOKKURINN 11
ATKVÆÐI?
r
Þegar Alþýðublaðið talar um
,,ósigur“ Sjálfstæðismanna í
Dagsbrúnarkosningunum, ættu
ritstjórarnir að muna hvernig
atkvæðin fjellu þar fyrir tveim
árum, í janúar 1940. Þá gengu
Sjálfstæðismenn til kosninga
þar með Alþýðuflokksmönnum,
og fjekk sameiginlegur listi
þeirra 729 atkv. Nú reynast
Sjálfstæðismenn að vera 719 í
f jelaginu, því að fylgismenn
Hjeðins kusu listann ekki. —
Þessi kosning hefir því sýnt, að
annaðhvort hafi Alþýðuflokkur
inn ekki verið nema sárfáir í
Dagsbrún í janúar 1940, elleg-
ar Sjálfstæ.ismönnum hefir
fjölgað í fjelaginu tvö undanfar
in ár. Alþýðublaðið getur gert
áætlun um það, hve fáliðaður
hann hafi verið þar fyrir tveim
árum — eða hve fylgi Sjálfstæð
ismanna hefir aukist síðan.
HÚSMÆÐRASKÓLI
REYKJAVlKUR
tekur til starfa í næstu viku.
Viðgerðin á húsnæði skólans,
Sólvallagötu 12, hefir tafist, m.
a. vegna vinnustöðvunar raf-
virkja. 1 skólanum er heimavist
fyrir 24 námsmeyjar. En 16 nem
endur verða auk þess í dagskól-
anum, er ganga þangað frá
heimilum úti í bæ. Auk þess
verða þar kvöldnámskeið með
20 nemendum. Svo alls njóta 60
stúlkur þar kenslu. Kenslan
verður sem kunnugt er aðallega
verkleg.
María Markan í New York
Eftirfarandi gre.in um Maríu
Markan óperusöngkonu, sem
birtist í stórblaðinu „The New
York Times“ er skrifuð til þess
að hnekkja ódrengilegum árás-
um, sem söngkonan hefir orðið
fyrir. Höfundur greinarinnar er
Ross Parmenter.
„María Markan, íslenska óp-
erusöngkonan, sem kemur fram
í fyrsta skifti á Metropolitan-
óperunni á þessu leiktímabili,
er í leiðu skapi vegna þess að
fjölritað frjettabrjef, sem nefn-
ist, „The Hour“ (Stundin) hef-
ir borið á hana, að hún sje njósn
ari fyrir nasista. Hún segir þetta
hina mestu fjarstæðu. Þetta staf
ar alt saman af því, að árið
1934 leyfði hún, að tekin væri
af henni ljósmynd í íslenskum
þjóðbúningi. Það var kurteis,
þýskur náttúrufræðingur, sem
var að skrifa bók um ísland, er
tók myndina.
Þetta var á þeim tímum, ,er
engan grunaði, að úlfurinn væri
í sauðargæru, og ungfrú Mark-
an leyfði að myndin væri tek-
in, án þess að hika. Hún sá
þennan mann aldrei framar, en
nafn hennar hefir samt verið
notað í sambandi við hann
vegna þess að hann notaði mynd
ina í bók sína. Hinn ókunni mað
ur var Paul Burckhardt, full-
trúi í utanríkismáladeild Storm
sveitanna, og sem sagt er um að
hafi skipulagt leynilegar út-
varpsstöðvar á íslandi og Græn
landi og hafi látið þriðja ríkinu
í tje verðmætar hernaðarlegar
upplýsingar um þessi tvö ey-
lönd.
Ungfrú Markan bar á móti
ásökuninni um að hún væri
njósnari í blaðaviðtali í fyrri
viku. Síðar kom í ljós, að þetta
lá henni þungt á hjarta. Þenn-
an sama morgun hafði hún lof-
að, að vera á þremur stöðum.
En vegna þess að hún þurfti að
vera á æfingu og tala við blaða-
menn, varð hún að svíkja tvö
af loforðunum. Henni var bent
á, að hún væri ekki sjerlega
slungin í verslunarháttum. —
Þegar hjer var komið, var henni
farin að renna reiðin, og hún
svaraði brosandi: „J.eg myndi
varla teljast góður njósnari“.
NÁMSFERÐALÖG
Og rjett er það. Hún gæti ekki
verið góður njósnari. Hún er
einörð, glaðlynd kona, með
hjartað á rjettum stað. Hún
hefir ekki einu sinni skap í sjer
Grein sem ber af henni ásökun um að
hún sé njósnari nazista.
til að leyna aldri sínum vilj-
andi: Hún segir í glensi, að
fólk haldi, að hún sje 26 ára,
og bætir síðan við, í tón, sem
gefur til kynna, að hún dragi
frá eitt eða tvö ár, að hún hafi
verið 16 ára, er hún fór í fyrsta
sinn frá íslandi, árið 1929.
Hún stundaði nám hjá Ellu
Schmuecker í Berlín og eitt af
úppáhaldslögum hennar varð
„Song of the Sea“, eftir ítalskt
tónskáld, Pietro Cimora. Þegar
það varð kunnugt, að hún væri
að koma heim til íslands næsta
sumar, voru undirbúnir hljóm-
leikar fyrir hana í höfuðborg-
inni Reykjavík. *
Síðan fór hún aftur til Þýska-
lands.
I HAMBORG.
Hún lauk nokkrum prófverk-
efnum næsta vor, og eftir að
hafa dvalið enn eitt sumar
heima, kom hún fram í fyrsta
skifti opinb.erlega, sem Leon-
ora í „II Trovatore“ á Schiller-
leikhúsinu í Hamborg. — Á
því leiktímabili söng hún einn-
ig hlutverk Agathe í „Der Frei
schuetz“ og í lítt kunnum óper-
um og óperettum. Næsta leik-
tímabil var hún ráðin við Stadt
Theater í Zittau, hjá Dresden,
og þar söng hún hlutverk San-
tuzza í „Cavalleria", hlutverk
næturdrotningarinnar í „Töfra-
flautunni“ og hlutverk greif-
innunnar í „Figaro“ — öll hlut-
verkin söng hún á þýsku.
En brátt fór henni að verða
órótt í Þýskalandi. Hún feldi
sig ekki við ýmislegt, er hún
varð áskynja og hún varð vör
við andúð gegn sjer vegna þess,
að hún hafði ekki samúð með
nasistum. Hún vildi ekki gera
bindandi samning við sjerstök
óperuleikhús, og er henni var
boðin staða við Konunglega
leikhúsið í Kaupmannahöfn,
leikárið 1938—1939, tók hún
því fegins hendi, hamingjusöm
yfir að komast burt frú Þýska-
landi. Síðan, eftir stutta heim-
sókn til fjölskyldu sinnar á ís-
landi, settist hún að í Kaup-
mannahöfn. Konungur sæmdi
hana riddarakrossi Fálkaorðunn
ar og hún lærði hlutverk greif-
innunnar á ný, í þetta skifti á
dönsku.
Fritz Buch heyrði hana syngja
og rjeð hana til að syngja hlut-
verk greifinnur á Glyndeboume
söngleikunum í Englandi, þar
af leiðandi lærði hún hlutverk-
ið í þriðja sinn, á ítölsku. Að
söngleikunum loknum fór hún
með enskri vinkonu sinni til
Þýskalands, til að kynna hana
íyrir fyrverandi kennara sínum,
frú Schumecker. En breski ræð-
ismaðurinn ráðlagði þeim að
fara úr landi hið bráðasta. Þær
komust yfir landamærin og í ör-
ugga höfn, viku áður en ófrið-
urinn braust út.
Ófriðarerfiðleikar.
1 nóvembermánuði (1940)
fór ungfrú Markan til Danmerk
ur, en bresku yfirvöldin lögðu
hald á nótur hennar, er hún
yfirgaf England, og tilkyntu að
fyrst yrði að ritskoða þær. Ferða
lag, sem venjulega tekur sólar-
hring, stóð yfir í fjóra sólar-
hringa á myrkvuðu skipi, sem
var sökt á sömu slóðum sex vik-
um síðar. Þegar ungfrú Markan
var komin til Kaupmannahafn-
ar, varð hún að bíða þar eftir
nótunum sínum. Þær komu að
lokum og hún gat tekið tilboði
frá Ástralíu. Hún fór til Osló
til að komast á skip. Það var
stöðugt verið að fresta brottför
skipsins, og áður en skipið var
komið í höfn í Sidn.ey, höfðu
Þjóðverjar hertekið Danmörku
og Noreg.
★
Síðan þessi grein var skrifuð,
hefir borist fregn um að María
Markan sje gift. Maður hennar
er Gebrge östlund, einn af for-
stjórum Edisons-fjelagsins Hann
er sonúr Davíðs Östlunds frá
Seyðisfirði, sem margir Islend-
ingar munu kannast við.
Frjettaritari Morgunblaðsins
í New York skýrir svo frá, að
María Markan muni syngja að
minsta kosti 1 þremur óperum
á Metrópolitan-óperunni í janú-
ar og febrúar. Hafa þegár bor-
ist fregnir um að fyrsta söng-
kvöld hennar hafi verið henni
mikill sigur.
Nú fer MARIA STUART að koma
SIGLINGAR
milli Bretlands og Islands halda áfram.
eins og aö undanförnu. Höfum 3—i
ekip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
Culliford & Clark Lid.
Sparið peninga
Leiðin liggur í Söluskálann,
Klapparstíg 11. Þar eru ódýru
húsgögnin, svo sem: Póleruð
hjónarúm með fjaðramadressu,
tveir djúpir stólar og sófi, borð,
sængurfataskápur, ottóman og
dívanar, skrifborðsstóll, sjer-
staklega vönduð fiðla o. m. m.
fl. Sími 5605.
Kolaofnar
búðardiskur, hurð og karmur
til sölu í Þorsteinsbúð, Grundar-
stíg 12.