Morgunblaðið - 11.02.1942, Síða 1
Japanskt herlið streymir
inn á Singaporeyju
Bardagar harðnandi
á Luzoneyju
„N(_rmaridie“
eyðilagt
í eldi
PYÍ var haldið fram í Tokio í gærkvöldi, að harð-
ir bardagar væru byrjaðir við innri varnar-
garð Singapore.
Frá því að Japönum tókst að koma fyrstu herdeildun-
um á land í Singapore-eyju aðfaranótt mánudags hafa
þeir bætt aðstoðu sína og í London var í gær skýrt at-
hugasemdalaust frá þeirri fregn Japana, að þeir hefðu lag-
fært granitgarðinn, sem tengir eyna við Malakkaskagann
og að herlið streymdi inn á eyna eftir þessum garði.
Frá því er einnig skýrt í Tokio, að Japanar hafi náð á sitt vald
einum af fjórum til fimm flugvöllum á eynni.
Eyjan er um 20 km. á breidd og um 40 km. á lengd. Japanar
segjast vera komnir 6—8 km. inn á eyna, og vera um 16 km. frá sjálfri
Singapore-borginni.
Fulltrúi japönsku herstjórnar-
innar í Tokio sagði í gær, að eyj-
an myndi þá og þegar falla öll í
hendur Japana.
Á Batanskaganum á Luzon-eyju
á Filippseyjum herða Japanar at-
lögur sínar, samkvæmt tilkynn-
ingu hermálaráðuneytisins í Was-
hington í gærkvöldi. Japanar tefla
þar nú fram 5 herfylkjum. En til-
raun sem þeir gerðu í gær til að
setja lið á land á skagann af sjó,
mistókst.
Einnig í hollensku Austur-Ind-
landseyjum heldur sókn Japana
áfram, og nálgast þeir nú Java,
mikilvægustu eyjuna, að austan,
með því að þeir eru að leggja und-
ir sig Celebes. Standa harðir bar-
dagar yfir um höfuðborg þessarar
eyjar.
Roosevelt forseti vjek í gær að
hernaðaraðferð handamanna og
sagði að fyrsta markmiðið væri að
hindra að óvinirnir ynnu nokkra
úrslitasigra og að eyða kröftum
þeirra, en á meðan söfnuðu banda-
menn kröftum til að mala óvinina
á s.ínum tíma.
I fyrrakvöld voru undirrit-
*■ aðir samningar milli Hins
íslenska prentarafjelags og
Fjelags ísl. prentsmiðjueig-
enda og er því vinna að hef j-
ast á ný í prentsmiðjunum.
Morgunblaðið er í dag að-
eins 4 síður, en framvegis
væntir blaðið þess, að það
komi út reglulega og í venju-
legri stærð.
Úthlutun ellilauna
og örorkubóta
Nylega. hefir verið lokið við
úthlutun ellilauna og örorku
bóta í öðrum flokki. Ellilaunin
voru samkvæmt þeirri úthlutun
veitt 527 umsækjendum samtals
kr. 602,586. En örorkubótum út-
hlutað til 329 umsækjenda, sam-
tals kr. 365,122.
Framfærslunefnd tók það fram
í fundargerð sinni, að styrk-
ur til einstakra umsækjenda hafi
jafnan verið hækkaður samkv.
dýrtíðaruppbótinni, nema þar sem
sjerstök ástæða hefir þótt til að
lækka þá, eða þá hækkuð meira
en vísitölunni nam.
Ennfremur segir í fundargerð-
inni:
„Fjárhagsástæður aðstandenda
nokkurra umsækjenda höfðu batn
að til mjög mikilla rnuna,, og varð
ekki hjá því komist að taka eðli-
legt tillit til þess, ef samræmí
átti að verða í úthlutuninni. —
Nefndin var þeirrar skoðunar, að
lækkun þessi væri stundum var-
hugaverð, einkum þegar fram-
færandi og framfærður bjuggu
ekki í sama heimili, því að ekki
væri trygt, að framfærandi rækti
alltaf framfærsluskyldur sínar.
Sú leið var því farin, þegar svo
stóð á, að framfærður og fram-
færandi bjuggu ekki á sama heim
ili, að umsækjanda var greiddur
til bráðabirgða sá styrkur, sem
hann fjekk í desember s. 1., uns
vissa væri fengin fyrir því, að
framfærandi rækti framfærslu-
skyidur sínar svo viðunandi væri.
Eldur kviknaði í fyrradag
út frá logsuðutæki í 83 þús.
smálesta hafskipinu „Nor-
mandie“, þar sem það lá í
höfn í New York. Eldurinn
læsti sig um skipið og síð-
ar hvolfdi því í ísilagða
höfnina, og varð af því brak
mikið.
Bandaríkjastjórn lagði
löghald á skipið, sem var
eign Frakka, í desember síð-
astliðnum og var verið að
búa það út sem flugvjela-
móðurskip.
Það er tekið fram í New
York-fregnum, að álitið sje,
að hjer sje ekki um hermd-
arverk að ræða.
Skæð veiki í kúm veldur
bændum stórtjóni
Veikin hefir breiðst óðfluga
út í nágrenni bæjarins
Skæð kúaveiki hefir gengið
undanfarið hjá bændum hjer
í nágrenninu og hefir veikin einn
ig borist til nálægra sveita. Eng-
in skepna hefir drepist úr veiki
þessari, en nyt fellur mjög mik-
ið úr kúnum á meðan þær eru
veikar og hafa bændur því orð-
ið fyrir tilfinnanlegu tjóni.
Ekki verður mönnum neitt að
sök, þó að þeir neyti mjólkur úr
kúm, sjúkum, þó að mjólkin sje
ósoðin.
Ásgeir Einarsson dýralæknir
skýrði Morgunblaðinu svo frá um
veiki þessa:
Fyrst varð vart við veiki þessa
í kúm í fjósi einu í Skerjafirði
þann 15. janúar. Ekki er vitað
um orsök veikinnar, þar sem eng-
inn samgangur gripa var í fjós
þetta. Hefir síðar komið í ljós,
að veikin berst með mönnum og
hefir breiðst óðfluga út.
Er því nauðsynlegt, að menn,
sem ganga um f jós, þar sem sýkt-
ar skepnur eru, fari ekki í önn-
vi r fjós, þar sem sýkin hefir enn
ekki komið.
Ásgeir Einarsson sagði, að veik
in lýsti sjer í kúnum sem venju-
legt kvef. Nasarensli, hóstakjölt
ur. Skepnan fær hitasótt í 2—3
daga. Síðan mikinn niðurgang og
nvtm minkar niður í svo að segja
ekkert í vikutíma eða svo. Naut-
gripirnir eru veikir í viku til tíu
daga og venjulega gengur veikin
alt upp í tvær vikur í hverju
fjósi.
Kýr sýkjast undantekningar-
laust allar, ef sýkin kemur í fjós-
ið. Þó er eitt dæmi um gamla kú
á búi hjer nálægt bænum, sem
ekki tók veikina, þó að allar aðr-
ar kýr í fjósinu veiktust. Þessi’
eina kýr er frá Korpúlfsstöðum'
en sama veikin gekk þar fyrir
nokkrum árum og er því talið víst
að þessi gamla kýr sje ónæm fyr
ir veikinni, þar sem hún hefir
haft hana áður.
Ekki hefir enn tekist að ein-
angra bakteríuna, sem veldur þess
um sjúkdóm 1 kúnum, en unnið
er að rannsókn veikinnar á Rann-
sóknarstofu Háskólans.
Bæjarsiminn
er of hlaðinn
- segir Bjarni Forberg
bæjarsímastjóri
Bjami Forberg bæjarsíma-
stjóri hefir skýrt svo frá,
að nú væru hjá honum um 750
pantanir frá mönnum, sem vildu
fá síma hjer í bænum. Ómögulegt
að vita hvenær eða hvar verður
hægt að fá viðbót við tæki sjálf-
virku stöðvarinnar.
Svo mikil er símanotkunin, seg
ir hann, að oft horfir til vand-
ræða. Vjelar sjálfvirkustöðvar-
innar eru, sem kunnugt er þann-
ig að þær geta afgreitt ákveðinn
fjölda upphringinga í einu, sem
til fellur innan hverra 500 númera
í talsímanúmerastöðinni. En þeg
ar fleiri taka upp símann í einu,
þá afgreiðir stöðin ekki þá, sem
umfram eru, fyrri en svo marg-
ir, sem eru á tali, hafa lagt nið-
ur heyrnartól, að símafjöldinn
sem notaður er, komist niður fyr
ir hámarkið. Þess vegna er það,
að menn verða oft, á þeim tíma
dags, sem síminn er mest notaður,
að bíða stundarkorn eftir því, að
sónninn komi frá stöðinni.
Mjög íþyngir það afgreiðslu
sjálfvirkustöðvarinnar, segir bæj
arsímastjórinn ennfremur, hve
börn og unglingar hjer í bæ hafa
lagt það í vana sinn, að nota sím-
ann mikið. Telur hann, að upp-
hringafjöldi í hverju símatæki
bæjarsímans sje meiri en sögur
fari af annars staðar, og kennir
það m. a. því, hve æska Reykja-
víkur notar símann mikið.
Skaftfellingamót verður haldið
að Ilótel Borg 25. þ. m.