Morgunblaðið - 22.02.1942, Síða 6

Morgunblaðið - 22.02.1942, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Suitnudagrur 22. febr. 1942. ÚR DAGLEGA LÍFINU ins í dýrtíöarmðlinu Ræða dr. Salazár F. F. F, á Filippseyjum ^Ákaflega kemur það sjer illa fyrir urglinga þá, sem bera Morgunblaðið tji kaupenda, —■ fyrir afgreiðsluna og íyrir kaupendurna sjálfa, hve víða vaptar biaðagætt. eða ílát fyrir blöð ig brjef við inngang að íbúðum e.anna hjer í bænum. Fólk fer mis- jafnlega snemma á stjá á morgnana, er blaðinu er dreift út í hvert hverfi bœjarins, eftir þeirri röð, sem ungl- ingamir koma að húsunum. Þegar þeir, sem með blöðin koma, hafa ekki önnur ráð, en vefja blaðið aaman, og smeygja þvi bak við hurð- arhúna, eða þessh. Þá kemur það oft fyrir, að blöðin fjúka sje hvassviðri og húsdyrnar áveðra, eða þau renn- blotna í rigningum. Það kann lika að vera stöki* sinnum, að vegfarendur taki slík blöð, traustataki, sem þann- ig eru óhirt á gangvegi þeirra. Ekki mega kaupendur blaðsins skoða þessa ábendingu þannig, að vanskil á blaðinu eða seinkun á út- burði þess við og við, sje þessari vöntun á umbúnaði að kenna. Því þar kpma líka til greina vandkvæði á því, sem verið hafa langa hríð, að prent- un á upplagi blaðsins sje lokið nægi- lega sneinma, til þess að blaðið sje komið til allra kaupenda i bænum um fótaferðatíma. Og enn hafa vand- kvæði orðið á heimsending blaðsins tii kaupenda, vegna þess hve erfitt hefir verið í allan vetur, að fá ungl- inga til að bera blaðið út. En þegar ofan á þetta bætist svo það, að óvíst er á sumum stöðum, að blaðið Uomiát altaf í hendur kaupendum, þó það sje borið að húsdyrum þeirra, þá bætir það ekki úr skák. ★ „Ung kona“ skrifar blaðinu eftir- farandi spurningar viðvíkjandi kíg- hóatanum. Blaðið tekur með þökkum við svörum frá læknunum: Um daginn las jeg í Morgunblað- inu að kíghóstinn væri nú óðum að breiðast út hjer í bænum og einnig það, að hann væri mjög hættulegur litlum börnum og sjálfsagt væri að verja þau fyrir honum eftir megni. Mig langar nú til, fyrir mína hönd og annara, sem eiga ung börn, að biðja blaðið að leita sjer upplýsinga hjá einhverjum góðum Jækni um það, hvemig best sje að verja þau, og vil jeg hjer koma með nokkurar spurn- ingar, sem mjer liggja þyngst á hjarta i þpssu sambandi: X. Hvað getur heilbrigð manneskja borið kíghóstabakteríuna Ianga leið og hvernig ber hún hana? 2. Er óhætt að láta eklra fólk um-' gangst börnin, sem á að verja? 3. Er ekki hættulegt fyrir foreldra ; eða fólk, sem þarf að umgangst börn-1 in að koma í hús þar sem kíghósti getur verið? 4. Hvað gerigur fólk lengi með kíg- hóstá áður en hann kemur í Ijós? 5. Er hættulegt að fara með böm- in út í vagni ? geta þau smitast á göt- unni þó enginn komi niður að vagn- inum. 6. Er gagnslaust að láta sprauta mjög ung börn? (nokkurra vikna). Eða með öðrum orðum: Hvernig er best að verja ungbörn fyrir kig- hcstanum? ★ Svör við spurningunum í gær: X. Edith Cawel) var bresk hjúkrun-j arkona er Þjóðverjar skutu sem njósn-! ara 1915. 2. Vesuvíus er eina eldfjallið á | I meginlandi Evrópu, sem gosið hefir síðan sögur hófust. 3. Hálsinn er ýmist nefndur Drag- háls eða Geldingadragi. X Harðarsögu og Hólmverja er frá þvá sagt er Hörður Grímkelsson og menn hans rændu sauðum I Skorra- dal af Indriða. Er þeir komu á hálsinn milli Skorradals og Svínadals „þá gerði snæfall mikit og gerningaveður mót þeim, þá mæddust forustusauðir, er þeir komu undir fjallið, og vildu þeir Geir þá láta eftir sauðina, en Hörður kvað það lítilmannlegt, þó að nokkur snæskafa væri eður lítið mugguveður í móti. Hörður tók þá forustusauðina, sinni hendi hvorn og dró svo upp fjallið. Varð það slóð núkih Þeir ráku þar í annað fje. Því heitir þar Geldingadragi siðan. 4. Mönnum kólnar í vatni sem er 15 gráður fyrr en í 15. gr. lofthita af því vatn er betri hitaleiðari en loft. 5. Sjörnurnar í belti Orions heita Fjósakonurnar (sennilega af því að fólk miðaði tímann við afstöðu þess- rra auðþektu stjai-na á vetrarkvöld- um t. d. hve nær fara skyldi til fjós- verka á kvöldin). SPURNINGAR: 1. Hvort er stærra a<S flatarmáli ís- land eða Borneo? 2. Hvað eru kallaðir „lausnarsteinr r.r“? 3. Hver vann fyrstu Islandsglím- una? 4. í hvaða stórborg í Evrópu eru rngir strætisvagnar eSa bílar? 5. Hvað er klórnatríum? Bridge-kepnin PEAMH. AP ÞRIÐJU SÍÐU Fyrir að vinna 500 eða meir í einn spili 6 stig. Fyrir að vinna 25H—490 í einu spili 5 stig. Fyrir að vinna 50-—240 í einu spili 4 stig. Fyrir að vinna 0—40 í einu spili 3 stig. Fyrir að tapa 0—40 í einu spili íý stig. Fyrir að tapa 50—240 í einu spili 2 stig. Fyrir að tapa 250—490 í einu spili 1 stig. Fyrir að tapa 500 eða meir í einu spili 0 stig. TTrslit í fyrstu umferðinni urðu þessi: 1. fj. Einars B. Guðmundssonar 76 stig (+500). 2. fl. Gunnars Viðars 73 stig (+550). 3. fl. Pjet- urs Halldórssonar 73 stig (+20). 4. fl. Lárusar Fjeldsted 71 stig (—20). 5. fl. Harðar Þórðarsonar 71 stig (—550). 6. fl. Lúðvíks Bjarnasonar 68 stig (—500). Töhir þær, sem birtar voru að kepninni lokinni og hafa komið í blöðunum, um viðureign flokka Lárusar Fjeldsteds og Pjeturs Halldórssonar, voru ekki rjettar (vegna rangrar skýrslu), og leið- rjettast þær hjer með. Næsta um- ferð fer fram í Ingólfskaffi annað kvöld kl. 8%. Margt manna var að horfa á spilamenskuna og skemtu þeir sjer bið besta. Vilji menn fá aðstoð, hringið í síma 2339, á kosningarskrifstofu flokksins í Varðarhúsinu. Munið að listi flokksins er D-listi. AUCM/ÝSINUA^ eiga að jafnaði a?5 vera komnar fvrir kl. 7 kvöldinu áöur en blaðiS kem- ur út. Ekkl eru teknar auglýsingar þar sem afgrreiðslunni er ætlað vísa á auglýsanda. Tilboö og- umsóknir eigra auglýs- endur að sækja sjálfir. Blaftið veitir nldrel neinar upplýs- ingar um augJýsendur, sem vilja fá skrifleg svör viö auglýsingum sínum. PRAMH AF ÞRIÐJU SÍÐU hafa verið með í Öllmh þessurn þvingunarráðstöfunnm. ★ Hversvegna er verið að þessu? Er það bara af eintómri illgirni valdhafanna, þings og stjórnar, að verið er að öllu þessu bramli? Nei, þannig er þetta ekki. Allar þessar ráðstafanir eru gerðar í því skyni, að hafa hemil á dýr- tíðinni, svo að peningamir verði ekki einskisvirði að lokum. ÞaS er m. ö. o. verið að koma í veg fyrir, að hið sama endurtaki sig og var hjer í ársbyrjun 1939, þeg- ar Alþýðuflokkurinn, með Stefán Jóhann í fararbroddi, rjeðist í gengislækkunina, til þess að „reyna að bægja böli atvinnuleys- isins frá dyrum verkalýðsins“. Það er fáránlegur barnaskapur að láta sjer detta í hug, að „stríðs- gróðinn" geti bjargað þjóðinni þegar hrunið skellur yfir að hild- arleiknum loknum. Og þó að öll- um þessum imyndaða „stríðs- gróða“ væri „jafnað niður“ strax í dag og þannig haldið áfram stríðið út, en öllum hömlum gegn vexti dýrtíðarinnar jafnframt kipt úr vegi, myndi íslenska þjóðin verða fátækari en nokkru sinni áðúr. Og hún væri enn ver stödd. Hún hefði um aldur og æfi glat- að fjárhagslegu sjálfstæði sínu og í kjölfarið færi hið pólitiska sjálf- stæði. ★ Það er aumur stjórnmálamaður, sem ekki sjer, að hið eina sem g-etur bjargað þjóðinni nú og í framtíðinni, er, að takast megi að stöðva dýrtlðarflóðið og skapa skilyrði fyrir lífvænlegan atvinnu rekstur í landinu, að stríðinu loknu. En þeir stjórnmálamenn, sem sjá þetta, en vilja ekki eða þora ekki að taka afleiðingunum, þeir eru svikarar við þjóð sína og eiga engan tilverurjett. Ekkert er auðveldara fyrir stjórnmálamennina á þessnm tím- um en það, að gerast hoðberar einnar stjettar, gera háar kröfur fyrir hennar hönd, en hirða ekk- ert um hvernig farið er með aðrar stjettir. Þetta hlutskifti hef ir Stefán Jóha.nn valið sjer nú. En hann aðgætir ekki það, þessi værukæri sjálfselskari, sem þykist vera málsvari launastjettanna, að sii stefna, sem hann hefir tekið nú, boðar atvinnuleysi og eymd hjá þessum stjettum. Þar er ekki verið að bæja böli atvinnuleysisins frá dyrum verka- lýðsins, beldur er verið að opna dyrnar upp á gátt, svo að eymdin geti bafið innreið sína á heimili verkalýðsins, strax að stríðinu loknu. ★ Sjálfstæðisflokkurinn hefir trygí íslenskum launastjettum meiri rjettarbót en nokkur önnur þjóð. Hann hefir trygt launastjettunum fulla dýrtíðaruppbót. Og nú vinnur flokkurinn að því að hækka verðgildi peninganna, sem launþegar fá handa á milli. En Alþýðuflokkurinn vill gera þá verðlausa. rSAMH. Ar ANNARI BlÐD henti stjórn okkar Bretum og Hollendingum mótmæli“. Salazar rifjaði síðan upp at- burðina, sem gerðust í desem- ber síðastliðnum (er Bretar og Hollendingar sendu her til port. Tunis) og sagði: „Breska stjórn ib bar ekki ein alla ábyrgð á þessum atburðum, en tók á sig fulla ábyrgð. Það er ekki nema sanngjarnt að látin sje í ljós frá þessum sama stað viðurkenning á sanngirni bresku stjórnarinn- ar er hún fjelst á það, að við \orum í fullum rjetti okkar, er \ið lögðum fram mótmæli „Mjer var mik,ið kappsmál að hermenn okkar kæmust sem fyrst til Timor, til þess að fá ieyst úr þessu máli svo að ekki lifði eftir skuggi af gremju eða reiði milli Portúgala og Breta“. Salazíar vjek síðan að orð- sendingu þeirri, sem sendiherra Japana í Lissabon afhénti þann 19, febrúar, þar sem gerð var grein fyrir afstöðu Japana, „en þótt orðsending þessi hafi verið skrifuð á rjettan hátt, þá dreg- ur það á engan hátt úr alvöru ástandsins“, sagði Salazar. „Rjettarslærðing af heridi eins, afsakár ekki að annar traðk- aði á hinum sömu rjettindum“ (undirtektir). „Portúgalar gera það því með fullum rjetti og þeim ber skýlda tií þess, að leggja fram mótmæli í Tokio við þessari rjettindaskerðingu“. „Japanska stjórnin vissi það íullvel að innan fárra daga myndi málið hafa verið jafnað og portugalskir hermenn myndu hafa verið komnir til Timor, til þess að vernda hlutleysi eyjar- innar. Japanska stjórnin gat jafnvel ekki fært sjer til máls- bóta eins og Bretar gerðu, að þeim bæri skylda til þess, sam- kvæmt gildandi samningum, að lijálpa okkur“. Salazar sagði ,að hann myndi reyna að leysa þetta mál með þolinmæði í anda portúgalskrar siðvenju. (Reuter)'. REYKJJAVÍKURBRIEF FRAMH. AF FIMTU SlÐU méirihlutann, sem honum hafði altaf borið —- og l.jet Framsókn nú eftir annað minnihluta- sætið í nefndinni, en taldi hitt miðnr rjettlátt, að hafa þar fjóra menn af' fimm. Alþýðuflokkurinn, sem með vel- þóknun hefir undanfarin ár traðk að á allri sanngirni og rjettlæti í þessu máli, og sem með dólgslegri frekju hefir nötað þær aðferðir í Alþýðusámbaiidinu t. d. að svifta alla aðra en Alþýðuflokksmenn kjörgerigi og kosningarrjetti, á éðliiega erfitt með að skilja, að Sjálfstæðismenn skuli hjer hafa fylgt sem í öðrum málurn, rjett- sýni og sanngirni. En þá aðferð nota Sjálfstæðismenn í öllum mál- Um, alveg án tillits til þess; hvort Alþýðublaðsritarar reka upp fleiri eða færri spangól. Mac Arthur hershöfðingi hefir sent hermálaráðu- neytinu í ^Vashington skýrslu um framkomu Filippseyinga í þeim hjeruðum, sem Japanar hafa lagt undir sig. Segir í skýrslunni, að Filippseyingar láti ekki kúgast þrátt fyrir harð neskju Japana. Það sje sama hverrar stjettar menn sjeu, allir sjeu vissir um lokasigurinn yfir Japönum Margir svikarar hafa horfið á leyndardómsfullan hátt. F. F. F. Leynifjelag eitt, sem gengur undir nafninu „F. F. F.“ (Fight- ers for freedom" hefir verið stofnað meðal filipinskra föð- uriandsvina. Dag nokkurn var japanska herstjórnin vör við, að búið var að breyta auglýsingu til almenn ings frá henni. í auglýsingu þessari stóð m. a. ,,að andstaða. gegn Japönum varðaði dauða- refsingu" og tilkynt var, að fyr- ir hvern Japana sem ljeti lífið yrðu 10 Filippseyirjg^r skotn- ir“. Breytingin, sem gerð var á auglýsingunni var á þá leið, að þar stóð: „Fyrir hvern Filippseying. sem drepinn er, verða 10 jap- anskir hennenn drepnir". (Reuter), Bardagarnir í Austur-Asíu FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. ar árás á japönsk skip hjá Pal- embang á Sumatra og hæfðu þrjú þeirra. Loks var eitt japanskt 'skip hæft hjá Timor. Engar éilkynningar hafa borisit frá bandamönnum um bardagana á landi, hvorki á Timor nje á Bali. Japanar tilkynna aftur á móti, að þeir hafi náð öruggri fótfestu á Bali og hafi sett vjela hergögn á land þar. Hafa þeir náð á sitt vald flugvelli á vest- urströnd eyjarinnar við sundið, sem greinir hana frá Java. Á Timor segja Japanar að sóknin gangi samkvæmt áætlun. Japanskar flugvjelar hafa und- anfarna daga og nætur haldið uppi stórfeldum loftáþásum á flugvelli bæði á austur og vest- úrströnd Java. En engar fregn- ír hafa. borist ennþá um að þeir hafi reynt að setja her á land á Java. BURMA. Frá vígstöðvunum í suðurhluta Burma hafa engar opinberar fregn ir borist síðasta sólarhringinn. Er þetta talið get.a hent, til þess, að Bretar hafi neyðst til að hörfa úr Bilinvarnarstöðvunum og koma sjer fyrir í nýrri varnarlínu hand an við Sittangfljótið. Laridsstjórinn í Burma, Sir Reg inald Dorman Smith, sagði í blaða viðtarli í gær, að Rangoon kynni að verða önnur Malta eða önriur Tobruk. ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.