Morgunblaðið - 10.03.1942, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1942, Blaðsíða 2
M 0 K G U N B I, A Ð I Ð Þriðjudagur 10. mars 1942. Japanar tilkynna töku Java og Rangoon Bretar viðurkenna að þeir hafi hörfað frá Rangoon Áórmosa VoU&nofi 'M,xrí \Manana. >Guam 1 %Í$s7anDS *°J?l Carotine I? sxa f fiS^jMindanso ' |\&1ALAXA •' ’Pelew[s > / EAST UÍDIES -v- MHaliuahera §&*. ^Ar rfcV/ r__K.ku\ ea^' \ChristmaM ^Pjrp-Jpíá -, - • /í^íDéWnn! , , CORAi Innrás Japana á Nýa Gulneu Ameðan bardagar geisuðu enn á Java, hófu Japanar land- göngu með her manns á enn einni stórey í suðvestanverðu Kyrra- hafi, í Nýju Guineu. Nýja Guinea er að hálfu leyti undir vfirráðum Astralíumanna (eystri helmingurinn) og að hálfn leyti undir yfirráðum Hollendinga Hún er tiltölulega strjálbýl. I ástralska hlutanum, sem er um 230 þús. ferkm. (ásamt aðliggj- andi eyjuin) búa um hálf miljón manna. En lega eyjarinnar, beint í norður frá Ástralíu, gefur henni mikið heraðarlegt gildi fyrir Jap- ana ef þeir íetla að reyna innrás í Ástralíu. | Ástralskar flugvjelar hafa gert árás á ihnrásarflota Japana við Nýju Guineu. Yfírflotaíoringi Banda- rfkjanna „á bðíun- um við Evrópu" Stark aðmíráll, einn nafntog- aðasti flotaforingi Bandaríkj- anna, sem gegnt hefir mikilvægu embætti í flotastjórn Bandaríkja- manna (chief of naval operati- ons), hefir verið tilnefndur yfir- maður Bandaríkjaflotans ,,á höf- unum við Evrópu“. Iving aðmíráll, yfirflotaforingi Bandaríkjaflotans, mun ti) viðbót- ar taka að sjer störf þau, sem Stark hefir haft á hendi í Was- hington. (Reuter). Árás á japönsk herskip Amerískir kafbátar hafa, aS því er flotamálaráðuneytið í Washington tilkynti í gaer, sökt japönskum tundurspilli og japönsku olíuflutningaskipi og auk jþess hæft með tundurskeyti japanskt flugvjelamóðurskip og þrjú japönsk beitiskip. „Of lílið og’ of sein(“ ANNAR af tveimur stórsigrum, sem Japanar til- kyntu í gær, hefir verið staðfestur í London. í stuttri tilkynningu, sem gefin var út í New Dehli, stjórnaraðsetri Breta í Indlandi í gær, var skýrt frá því, að Bandamenn hefðu flutt heri sína burtu frá Ran- goon á laugardaginn. Japanar tilkyntu í gær, að herir þeirra hefðu lagt undir sig Rangoon á sunnudagsmorgunn. Hin sigurtilkvnníng Japana. um uppgjöf Bandamanna á Jáva, hefir ekki verið staðfest í London, en hinsvegar er þess ekki dnlist þar. að viðnámið á Java sje á þrotum. -Japanska herstjórnin birti í gær aukatilkynningu, þar sem frá því er skýrt, að eftir að Japánar höfðu tekið Bandung og Sourabaya, hefðu 93, þús. manna höllenskur her og 5 þús. manna ástralskur her á Java gefist upp skilyrðislaust kl. 8 í gærmorgun (eftir ísl. tíma). Skömmu áður en Japanar birtu þessa tilkynningu sína hafði það frjest, að aðstoðarlandstjóri Hol- lendinga á Java. van Mook, væri koininn til Ástralíu, og voru 14 stjórnarnefndarmenn úr nýlendii- stjórn Hollendinga í för með hon- tun. Þeir komu til Ástralíu með ílug- vjei í gatrmorgun. Við komu sína til Ástralíu upplýsti van Mook, að Japanar hefðu tekið Bandung og Sourabaya. En hann sagði að HoUendingar veittu enn viðnám á dreifðum stöðum á Java. Sjálfur landsstjóri Hollendinga á Java varð eftir á eynni. van Mook sagði, að því væri ekki að leyna, að nokkurrar gremju gætti sumsstaðar á Java, þótt menn gerðu sjer Ijósa erfið- leikana. Menn hefðu gert sjer meiri vonir um hjálp Bandamanna og áströlsku herménnirnir, sem b.örðust við hlið Hollendinga, hefðu sýnt mikið hugrekki. En það væri gamla sagan, að hjálp- in „hefði verið of lítil og komið of seint“. Hermálaritari Reuters benti á það í gær, að hvað sem hæft væri í þeirri frásögn Japana. að Hollendingar hefðu gefist upp skilyrðislaust. þá væri þó eitt víst. að t.ala hollensku hermann- anna, sem sagðir væru hafa gefist upp, væri vissulega ýkt. Hann segir, að HoIIendingar hafi aldrei haft á Java nema þrjú herfylki (divisionir), eða inmm við sextíu þúsund manns. Nfar loftárásir Breta á Frakkland ,Sorgardagur' í Frakklandi von Papen fer að gefa skýrslu ZÚRICH í gær: — Franz von Papen, sendiherra ÞjóS- verja í Tyrklandi, er væntan- legur til Berlínar í þessari viku, að því er Berlínarfrjettaritari svissneska blaðsins „Die Tat“, skýrir frá. Almennur sorgardagur var í Frakklandi, bæði hernumd- um og óhernumdum hluta þess, í fyrradag, er útför mannanna, sem fórust í loftárás Breta á Renault- verksmiðjurnar við París, fór fram. Yar Hkunum komið fyrir á víðhafnarbörum á einu aðaltorg- inu í Paris, og Parísarbúar gengu þar fram hjá. Minningarguðsþjóinistur fóru fram í París og í Yiehy, og í Vichy voru Petain og Darlan við- staddir minningarathöfn. En Bretar líta á engan hátt svo á, að þeir hafi framið ofbeldi gagnvart Frökkum. Þenna sama dag fóru breskar flugvjelar í ann- an árásarleiðangur til Parísar- hjeraðsins og vörpuðu sprengjum á bifreiðaverksmiðju um 25 km. f.yrir norðvestan París. Árásin var gerð um miðjan dag í glaða sólskini. Enn árásir á Frakkland Breskar flugvjelar fóru aft- ur til árása á verksmiðjur í N.-Frakklandi í gær. Að þessu sinni var árásin gerð á verk- smiðju hjá Bethune, um 100 km á land upp frá Calais. Fregnir frá suðausturströnd Englands í gærkvöldi hermdu, að þaðan sæist loftvarnaskot- hríð handan við sundið, á Erm- íi.rsundsströnd Frakklands. Yfirhershöfflingi Japana á Filipps- eyjum fremur kviðrlstu ac Arthur. hershöfðingi, * skýrði frá því í herstjórn- artilkynningú sinni á sunnudag- inn, að hann væri að athuga, hvað hæft væri í orðrómi, sem væri á allra vörum í Filippseyjum um það, að Homma, hershöfðingi, yf- irmaður japanska innrásarhersins á eyjnnum, hefði framið sjálfs- morð, með kviðristu (harakiri), að japönskum sið. } Somkvæint sögusognum á Homma að liafa framið kviðristu vegna þess að lionum hefir ekki 1 ekist að framkvæma áætlun sína um undirokun Filippseyja. Hanu er sagður háfa framið sjálfsmorð- ið í sama berbergi og Mae Ártbur notaði sem aðalskrifstofu í Manila. Atburður þessi á að hafa gerst fyrir 10 dögum og þtem dögum seinna á bálför hans að hafa farið fram með hernaðarlegri við- höfn. Síðan var flogið með ösku hans til Tokio. Mac Artliur segir að hann hafi ekki getað fengið fregn þessa staðfesta ennþá, en að hann sje að rannsaka málið. Sigurvegarinn frá Singapore kominn til Fiiippseyja tilkynningu frá herstöðvum • Mac Arthurs í gærkvöldi segir, að nýr japanskur hers- höfðingi hafi tekið við yfirstjórn japanska hersins á Filippseyj- um, Yamashita hershöfðingi, er stjórnaði sókn Japana suður Malakkaskaga og sigraði Breta í Singapore. Mac Arthur segir, að Yamas- hita hafi sest að í San Fern- ando, borg einni á ströndinni skamt fyrir norðan Bataan- skagann. Japanar bera tíl baka TOKIO í gær: — Það var opin- berlega borið til baka hjer í dag, að Homma hershöfðingi hefði framið sjálfsmorð. Harðlr bardagar I Suður- Rússlandi Mikið flugvjelatjón I tilkynningu þýsku herstjórn- *• arinnar í gær var getið um „harðar varnarorustur“ á suð- urvígstöðvunum í Rússlandi. Þýska frjettastofan skýrði frá því í gærkvöldi, að Rússar væru nú byrjaðar áhlaup á stóru svæði fyrir sunnan Kharkov, við Stalino og Taganrog. Jafn- framt halda árásirnar fyrir norðaustan Kharkov áfram. — Samkvæmt, tilkyningu þýsku herstjórnarinnar voru 68 rúss- neskar flugvjelar skotnar niður dagana 7. og 8. mars. Tilkynning rússnesku her- stjómarinnar í nótt var á þessa leið: „Þann 9. mars sigruðust her- menn okkar á viðnámi óvin- anna, sóttu fram og tóku nokkra bygða staði. Þann 7. mars voru 36 þýskar flugvjelar eyðilagðar, en ekki 29 eins og áður hafði verið skýrt frá. Þann 8. mars voru 38 þýskar flugvjelar skotnar niður í loft- bardögum eða eyðilagðar á jörðunni. Við mistum 10 flug- vjelar. Þann 9. mars voru 4 þýskar flugvjelar skotnar niður í grend við Moskva“. t viðbótíirtilkynningu slcýrir herstjórnin frá því, að Þjóðverj- ar hafi fyrstu vikuna í mars rnist 358 flugvjelar. — Á aaraa tíma segjast Rússar hafa mist 65 flugvjelar. Bardagar halda áfram I Burma Dótt Bretar hafi hörfað með lið sitt frá Rangoon, þá boðar það ekki að orustunum * Burma sje lokið. Bretar munu halda áfram að verjast í Norður Burma, eða um 80 km. í norður frá Rangoon. Bardagar halda áfram hjá Pegu, að því er hermt var í London í gærkvöldi. Undanhaldið frá Rangoon hefir þó í för með sjer, að her- flutningar t.il Kínverja um Burmabrautina stöðvast. Það má einnig búast við því, að Jap- anar noti höfnina þar sem bæki- stöð fyrir flota sinn og fari það- an víkingaferðir gegn skipaflot- um Breta í Indlandshafi. Áður en Bretar fóru frá Ran- goon, eyðilögðu þeir alt, sem hugsanlegt var að Japönum mætti að gagni koma þar. Þykk- ur reykjarmökkur liggur enn yfir borginni. Talið er að breska herstjórn- in taki sjer fyrst um sinn að- setur í Mandalay, eða Lashio, norðarlega í Burma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.