Morgunblaðið - 10.03.1942, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.1942, Blaðsíða 8
jplorgtmMa&id Þriðjudagur 10. mars 1942L r 8 Skemtifund heldur K. R. í kvöld kl. 9 í Oddfellow- húsinu. Meðal ann- ara ágætra skemtiatriða er: Sr. Jón Thorarensen. upplestur. — Alfreð Anrdjesson, gamanvísur. Dans. Fundurinn er eingöngu íyrir K. R.-fjelaga. — Mætið stundvíslega. Boirð ékki tekin frá. Þeir fjelagsmenn, er sýna fjelagsskírteini fá ódýrari að- gang. Skíðanefndin sjer um fundinn. Stjóm K, R. Þeir meðlimir fjelagsins, sem tiðkað hafa handbolta í vetur, eru hjermeð b'eðnir að mæta Iijá íþróttalækninum Óskari Þórðarsyni, Austurstræti 16 'fhúsi Bæjarskrifstofunnar), í Ifcvöld kl. 7—9. Þær stúlkur sem iðkað hafa handbolta í vetur cru beðnar að mæta hjá íþrótta Eækninum á föstudaginn, milli j7 og 8. Vikingar! það er í kvöld 3 i. 10. sem æfingin byrjar. I. O. G. T. ST. VERÐANDI NR. 9. Fundur í kvöld kl. Sy2 e. h. 1. Inntaka nýliða. J2. Erindi: Sveinn Sæmundsson yfirlögregluþjónn. 3. Pjetur Zophóníasson: — Frjettir frá Vestmannaeyj- um. ST. SÓLEY NR. 242. heldur fund í kvöld kl. 8 stund- víslega í Góðtemplarahúsinu, riðri. Fundarefni: !l. Inntaka nýrra fjelaga. S. Kosning fulltrúa til þing- stúku Reykjavíkur. Að fundi loknum hefst af- mælisfagnaður stúkunnar með kaffidrykkju. Skemtiatriði: 1. Tvísöngur. 2. Upplestur. 3. SEinsöngur. 4. Dans frá kl. 11. Aðgöngumiðar fyrir Templ- lara og gesti þeirra í Góðtempl- iarahúsinu frá kl. 6y2 í kvöld. Skemtinefndin. TAPAST HEFTIR 'karlmannsúr í Austurbænum. íFinnandi geri aðvart í síma 3104 gegn fundarlaunum. DÖKKBRÚNT PENINGA- VESKI fapaðist á Breiðfirðingamótinu fe. þ. m. 1 veskinu voru um 140 krónur, auk brjefa, mynda o. íl. Skilist á Blómvallagötu 10, gegn fundarlaunum. <r%j> > f . cftit&ruæd-i, HERBERGI £vn> einhleypan reglusaman Tnann, óskast nú þegar eða fyrir |24. maí. Tilb. merkt „Trjesmið- Vr“, sendist blaðinu. UPPKVEIKJA fæst í búðum Halla Þórarins. SMURT BRAUÐ Afgreiði pantanir á smurðu brauði til kl. 9 á kvöldin, alla daga nema sunnudaga. Ekkert sent heim, Guðrún Eiríks, — Thorvaldsensstræti 6. FALLEG FERMINGARKJÓLAEFNI hvít undirsett, Sandcrépe og önnur falleg kjólaefni. Sumar- kjólaefni. Peysufataefni, fáein virofin svuntuefni, Gardínuefni, fleiri gerðir. Spegilflauel. Ull- arflauel, margir litir o. m. fl. Verslun Guðrúnar Þórðardótt- ur, Vesturgötu 28. NÝKOMID kápur og frakkar. Guðm. Guð- mundsson, Kirkjuhvoli. DÖMUBINDI Ócúlus, Austurstræti 7. bénftð fína er bæjarins besta bón. MEÐALAGLÖS OG FLÖSKUR leypt daglega. Sparið millilið- na og komið til okkar, þar sem þjer fáið hæst verð. Hringið í íma 1616. Við sækjum. Lauga- egs Apótek. HAFNFIRÐINGAR Samkomuvikan í K. F. U. M. 1 kvöld kl. 8y2 tala: Gunnar Sigurjónsson cand. theol og Ól- afur ólafsson kristniboði. HREINGERNINGAR Pantið í tíma. Guðni og Þrá- inn. Sími 5571. GUITAR óskast keyptur. Uppl. í síma 9284. SALTFISK þurkaðan og pressaðan, fáið þjer bestan hjá Harðfisksöl unni. Þverholt ±1. Sími 3448. ÞAÐ ER ÓDÝRARA að lita heima. — Litina selui Hjörtur Hjarturson, Bræðra- borgarstíg 1. Sími 4256. KAUPUM TIN háu verði. Breiðfjörðs Blikk- smiðja og Tinhúðun Laufásveg 4. Sími 3492. K. F. U. K. — A. D. Fundur í kvöld kl. 8y2. Síra Þorsteinn Briern talar. (Sungið verður úr Kirkjusálmabókinni) Alt kvenfólk velkomið. MYNDIR, sem teknar voru í för Hesta- mannaf jelagsins Fáks til Þing- valla í júní s.l. eru til sýnis hjá Hans Petersen, Bankastr. 4. SKEMTIFJELAGAR Þrír ungir piltar óska að kynnast stúlkum á aldrinum 16 —22 ára. Upplýsingar ásamt mynd sendist afgreiðslu blaðs- ins fyrir 14. þ. m. merkt: „Skemtifjelagar". ÞEGAR HÆTTAN STEÐJAR AÐ 23. dagur — Hlustaðu nú á, Kitten. Jeg ætla ekki að biðja þig að taka saman við Clive aftur. Það væri ekki rjett að gera það. En reyndu að hugsa þjer lífið án mín meðan þú ert hjer. — Jeg get það ekki, sagði hún og sneri sjer að honum. En við verðum vinir eftir sem áður, er það ekki? — Ef þú æskir þess. Við getum auðvitað hitst eins og góðir vinir. —- Jæja, sagði hún lágt og þurk aði tárin. Úr því að það getur ekki orðið öðruvísi, þá vil jeg heldur að við verðum vinir fram- vegis en missa þig fyrir fult og alt, bætti hún við og reyndi að brosa. — Við förum aftur á morgun, sagði Alek við þjón sinn, er hann kom heim. 13. kapítuli. Snemma næsta morgun fór Alek til þess að kveðja Margie. Hún virtist mjög undrandi, er húu sá hann. — Jeg ætla einungis að kveðja þig. Jeg fer aftur til London í dag. — Strax í dag! Jeg hjelt að ... — Mjer þykir það leitt, en það verður ekki hjá því komist. — Mjer þykir það líka leitt. Hann leit hvast á hana. — Er það nú svo í raun og veru, eða segirðu þetta bara af venjulegri' kurteisi ? — Því trúirðu mjer ekki, AI- ek? Hversvegna skyldi mjer ekki þyka það leitt? — Jeg ætla að reyna að koma aftur hingað. Það er erfiðleikum bundið, vegna þess að jeg er mjög önnuin kafinn. Hann fyltist gremju gagnvart sjálfum sjer fyr- ir að Ijúga að henni. Hana grunaði að hann væri' að Ijúga, og einnig að hann ætlaði ekki að koma aftur. Hún var særð og reið. Ekki hafði hún beðið hann að koma, svo það var ástæðulaust fyrir. hann að Ijúga. Henni varð ósjálfrátt litið á miðana að dans- leiknum. Hún liafði samt sem áð- ur hlakkað til að fara með hon- um á þennan dansleik. Hann sá á hvað hún var að horfa. VIÐEYJARBÚIÐ vantar mann til landbúnaðar- síarfa. Uppl. í Tóbakshúsinu, Austurstræti 17. SNÍÐ OG MÁTA dömu- og telpukjóla. — Hól, Kaplaskjólsveg. PÚÐAR SETTIR UPP og stoppað (filera,ð) í gardínur. Suðurgötu 15 III. Sími 2346. HREINGERNINGAR Jón og Guðni. Sími 4967. AUGHÝSINGAÍ^ elga at) JafnaSi aS vera komnar fyrlr kl. 7 kvöldinu áöur en blaöiö kem- ur tlt.. Ekkl eru teknar auglýsingar þar sem afgrelBslunni er ætlaB sa á auglýsanda. Tilboð og umsökr.lr Uga augiýs- endur atS sækja sjálflr. BlatiltJ veitir aldret neinar upplýs- ingar um auglýsendur, sem vijja fá skrifieg svðr vitS auglýsingum slnum. Eflir Maysic Greig — Mjer þykir mjög leitt með dansleikinn. Jeg ætla samt sem áður að reyna að koma, svo að við getum farið þangað. Hann gekk til hennar og lagði hendina á öxl hennar. — En jeg hefði gaman af að fara með þjer. Jeg mun reyna að koma. — Jeg býst samt ekki við þjer. Hann langaði mest. af öllu til þess að taka hana í faðm sinn og segja að hann myndi auðvitað koma, úr því að hún ætlaði með honum. — Jeg verð víst að fara núna. Vertu sæl, Margie. ★ Nokkrum dögum seinna fór Mavis til þess að hitta Clive. Hún hafði talað við Alek skömmu áðnr en hann fór til Sturton og hann hafði sagt henni alt um Margie og Clive í sambandi við skilnað- inn. Hún ásetti sjer nú að tala við Clive um þetta. Clive kom sjálfur til dyra, en kannaðist augsýnilega ekki við hana. — Þjer munið sjálfsagt ekki eftir mjer. Jeg er vinkona Mar- giq. Við hittumst einu sinni, þeg- ar jeg dvaldi hjá lienni eitt sum- ar. — Já, það er rjett, tautaði liann. IGerið svo vel og kornið þjer inn. Hann vísaði henni inn í dag- stofuna. Þar var kalt og óvist- legt, því að eldnrinn í arninum hafði sloknað. Mavis leit í kring um sig. — Jeg kem til þess að tala við j’ður um mál, sem í raun og veru ekki kemur mjer við, nefnilega um Margie og þetta skilnaðarmál, sem á að þendla hana við. Er ekki hægt að gera neitt í því máli? Clive hló stuttlega. — Jeg veit ekki hvað jeg get gert í þessu máli. Jeg hefi beðið Kitten að hætta við þetta mál. — Yður hefir líklega aldreí dottið í hug að veita henni skilm- að á venjulegan hátt. — Ojú, mjer hefir dottið það í hug, og öllum öðrum sömuleiðis. En jeg geri það ekki. Jeg gel henni aldrei skilnað. Jeg ætla mjer að ná Kitten aftur og mjer er- sama hvernig jeg fer að því. Mavis gaut til hans augunum;. Hún hafði það mikla kænsku til að > bera, að hún vissi að það var til- gangslaust að sárbiðja hanu eða. ógna houir i. Hún ákvað því að> fara aðra leið. — Þjer virðist þekkja kvenfólk: afar lítið, herra Roland, sagði húm — Hvað meinið þjer? spurði liann hálf móðgaður. -— Jeg hefi aðeins hitt konuna: yðar einu sinni eða tvisvar, en. jeg held að jeg gæti sagt yður nokkurn veginn, hvernig þjer eig- ið að fara að. —Jeg ætti nú eiginlega best að> vita það sjálfur. Þegar á alt er litið var hún þó konan mín, svar- aði hann hálf fyrirlitlega. — Uss, knnnáttan er ekki und— ir því komin. Þjer haldið, að þjer getið fengið hana til þess að hætta við þetta. mál með þrjósku eða með því að segja henni hvað> þetta sje illa gert gagnvart Mar- gie, þá er það algerlega rangt. — Hvernig vilduð þjer þá fara. að ? spurði hann hvatlega, Framh. D-listinn er listi S j álf stæðisf lokksins AUGLÝSING er jrulls ísrildi. Ekkja nokkur fór einu sinni á. miðilsfund og talaði maður henn- ar gegnnm miðilinn. — Elsku Jón, ertu nú hamingju- samur? spurði konan áköf. — Já, jeg er ákaflega hamingju samur, var sagt. ' — Ertu hamingjusamari en þú varst hjer á jörðinni með mjer? — Já, jeg er hamingjusamari núna. — 0, segðu mjer Jón hvernig er í himnaríki? — Himnaríki! var nú hrópað með fyrirlitningu. Jeg er alls ekki í himnaríki! ★ María litla: Jeg er viss um að þú hefir ekki skemt þjer í af- mælisveislunni í gær. Villi litli: Af hverju heldur þú það? i María litla. Nú, af hverju ertu þá ekki með ma.gapínu í dag? ★ — Þú sagðir mjer áðan að 01- sen hefði siglt til útlanda vegna heilsubrests. Hvað gekk að hon- um? — Hann ofþreytti sig, er liann. var að safna aurnm til þess að:. fara þessa ferð. ★ Pokadýrin að tala samanr —• Heyrðu, Annabella, hvar er strákurinn ? — Guð komi til! Vasaþjófar hafa aftur verið hjer á ferð. ★ — Jeg sje að þjer eruð ekki lengur pipar sveinn, fyrst það ero engin göt á sokkiinum yðar. — Já, að stoppa sokka var nú eitt af því fyrsta, sem hún kendi mjer. ★ Hann: Þegar við giftiunst skul- nm við fylgjast að gegnum þykt og þunt. Hún: Jeg sting upp á því, að þú fylgb’ mjer í gegnum þykt og jeg fylgi þjer í gegnum þunt. ★ — Hvað meinarðu með því að skrökva svona upp á mig? — Vertu ekki vond út af því. E£ jeg hefði ætlað að særa þig. þá hefði jeg sagt sannleikann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.