Morgunblaðið - 10.03.1942, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.03.1942, Blaðsíða 5
f»riðjudagur 10. mars 1942. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. • Prámkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: JÖn Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.). ; Auglýsingar: Árni Óla. . Rit«tjörn, auglýsingar og afgreiTSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánuSi innanlands, kr. 4,50 utanlands. \ f lausasölu: 25 aura eintakiö, 30 aura með Lesbók. Flóttinn frá málefnunum Umræður þær, sem nú standa yfir vegna bæjarstjórnar- ikosninganiia hjer í Reykjavík hafa itdki'ð á sig -sjerkennilega smynfl i biöðum andstæðinga íSjátfktæðisflokksins. Það sama kom fram í útvarpsumræðunum á •dögunum. Allir flokkarnir þrír Ihafa bið sameiginlega áhugamál, •að níða niður stjórn Sjálfstæðis- manna á bænum. Væri líklegt, að aðalefnið í ræðum þeirra og greinum væri þá þetta. ÍBn svo er ekki. Andstöðuflokk- ;ar þessir stagast sífelt á málum, -sem meirihluti bæjarstjórnarinnar flefir engin áhrif á, svo sem ýms- mm 'þeim, er nú liggja fyrir Al- iþingi. Bn þegar þeir tala um bæjar- -ímálin, þá grafa þeir upp ummæli • dáinna manna, úr gömhim þing- tíðinduin, til þess að benda á, að Iþessir látnu'heiðursmerra hafi ver- íð an'dstæðingar vinstriflokkanna í málefnum Reykjavíkurbæjar. Sumir 'þessara þingmanna, sem Títóðumenn vinstri flokkanna höfðu á milli tanna sjer í útvarpinu, hafa aldrei verið í bæjarstjórn Reykjavíkur, og engin afskifti ;kaft h'jer af bæjarmálefnum. ★ Þessi flótti vinstriflokkanna frá j málefnálegum grundvelli sýnir Ijóslega, hve erfiðlega gengur fyr ir þessum mönnum að koma fram rökfastri gagnrýni á stjórn Reykjavíkurbæjar. Jafnframt er hún sæmilega skýr mynd af drengskap þeirra í málflutningi. fslenskir kjósendur hafa alveg sjerstakan viðbjóð á því, eins og . allir vita, þegar f jarverandi mönn um og öviðkomandi er blandað í opinberar deilur. Bn þá þykir lengst gengið, jiegar ummæli lát- inna heiðursmanna eru grafin í app í kosningaáróðursskyni. / + Maðurinn frá Isafirði hafði um það mörg orð, að Reykjavíkur- j tiær ætti of lítið af lóðum þeim, sem bærinn stendur á. Rjett eins og hann hjeldi, að núverandi foæjarstjórn hefði lagt kapp á að selja lóðir, eða þeir menn, sem hafa haft þar úrslitavakl síðustu árin. Veit hann sennilega ekki, eða þykist ekki vita, að áratug- nm saman hefir bæjarstjórn lagt kapp á, að bærinn eignaðist bygg- ingarlóðirnar, enda hefir nýbygð í bænum nú um langt skeið svo til ■ einvörðungu farið fram á lóðum foæjarins. Er þetta tekið sem dæmi um það, hvernig andstæðingar Reykjavikur eru ráðalausir í gagn rýni slnni, er jieir halda því ' fram, að meirihluti bæjarstjórnar 1 hafi alt aðrar stefnur og aðferðir, - en bæjarstjóna hefir fylgt um ] langt, skeið. B t. Framkoma anðstöðuflokk- anna í bæjarmálum Undirbúningur bæjar- stjórnarkosninga þeirra, sem nú fara í hönd, hjer í bænum, er mjög með öðrum hætti en venja hefir verið til að undanförnu. Svo lengi sem jeg man eftir, hafa stjórnmálaflokkarnir staðið jafnt að vígi í kosningabarátt- unni, að öðru en.því, að málstað- ur þeirra liefir verið í mesta máta ólíkur. Sjálfstæðismenn hafa liaft svo mililu betri málstað fram að bera, að af hefir borið, enda hefir kjörfylgi þeirra vaxið við hverjar kosningar. Þetta liefir engum ■ getað dulist, og þetta vita and- stæðingar Sjálfstæðismanna fylli- lega. Þeim var því alveg Ijóst, að þeir yrðu að grípa t.il einhverra örþrifaráða, ef þeim átti að auðn- ast að hindra enn vaxandi fylgi bæjarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík. Sjeu allar aðstæður athugað- ar, þá er þetta ekki óeðlileg nið- urstaða. Andstæðingum Sjálfstæðismanna í hæjarstjórn er vitanlegt, að þeir hafa ekki barist fyrir nokkru meiriháttar framfaramáli bæjar- ins í fullri alvöru. Heldur þvert á móti. Þeir hafa verið óþarfur Þrándur í Götu stærstu framfara- málanna, sem á dagskrá hafa ver- ið. Voru það ekki andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem á Al- þingi töfðu Sogsvirkunina ? Voru það ekki andstæðingar Sjálfstæð- ismanna, sem vildu ekki einu sinni leggja hitaveitunni svo mikið liðs- yrði að greiða atkvæði með því að tryggja henni nauðsynleg vatns rjettindi? Voru það ekki andstæð- ingar Sjálfstæðismanna, sem hindr uðu það í 18 mánuði, að levfi feng ist fyrir nanðsynlegum bor til að auka heita vatnið, svo að auðið yrði að koma þessu þýðingarmesta framfara- og menningarmáli bæj- armanna,* sem fyrst í framkvæmd ? Sósíalistar hafa. að vísu haldið því fram í útvarpsumræðunum, að þeir hafi hvað eftir annað rekið á eftir framkvæmdum hitaveit- unnar. Þess er þá væntanlega vænst, að menn sjeu búnir að gleyma þeim velvilja, sem hún átti að mæta úr þeirri átt í upp- hafi. Hitt kann að vera, að þeir hafi sjeð þann kost vænstan að draga nokkuð úr opinherri and- stöðu sinni gegn því máli, þegar þeim var orðið það ljóst, að allur meginþorri bæjarmanna átti ekki annað heitara áhugamál. Bf vera kynni, að menn væru búnir að glevma gangi þessa máls í byrjun, er rjett að minna á það, að 1933 ákváðu Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn að tryggja sjer jarð- hitarjettindi á Reykjum og Revkjahvoli, með það fyrir augum að hita bæinn upp með #jarðhita þaðan, svo framarlega sem hann revndist nægilegur til þess. Var þá gerður samningur við eigendur hitarjettindanna á þeim grund- velli, að bærinn greiddi 15 þúsund kr. fyrir rjett til borana og ann- Eftir Guðmund Ásbjörnsson ara rannsókna á liitasvæðinu og þess utan sjerstakar bætur fyrir jarðspjiill og skemdir á mann- virkjum, eftir mati, ef ekki yrði úr frekari framkvæmdum. Kæmist bærinn hinsvegar að þeirri niður- stöðu, að lokinni rannsókn, að kaupa hitarjettindin að fullu og ölln, skyldi hann greiða eige'ndum rjettindanna 150 þúsund krónur fyrir þau, í eitt skifti fyrir öll. Þegar svo þessi ágæti samning- ur var lagður fyrir bæjarstjórn, til endanlegrar afgreiðslu, 6. júlí 1933, greiddu allir andstæðingar Sjálfstæðismanna, sóm á fundin- um voru, atkvæði gegn kaupun- nm, að viðhöfðu nafnakalli, svo þar er ekkert um að deila. Kaup- in voru því samþykt af Sjálfstæð- ismönnum einum, með átta atkvæð um. Fleiri Sjálfstæðismenn áttu þá ekki sæti í bæjarstjórn Reykja víkur. Jeg fæ ekki betur sjeð, en að þessi atkvæðagreiðsla taki af öll tvímæli. Er nú hægt að ætlast til þess, að þeir menn ,sem unnið hafa svó markvíst gegn stærstu hagsmuna- málum Reykjavíkur, geti vonast eftir stuðningi kjósendanna, þegar að kjörborðinu kemur, svo fram- arlega sem kosið verður með hags- muni þessa hæjarf jelags fyrir aug- um? Jeg býst ekki við að nokkur heilvita maður vænti þess. Andstæðingum Sjálfstæðismanna var alt þettaj Ijóst. Þeir vissu að engin von var til kjörfylgis fyrir þá, ef velja átti milli framkomu Sjálfstæðismamia og þeirra í hæj- armálum Reykjavíkur. Þeir hafa því gert alt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að leiða athygli kjósendanna frá bæjarmálunum og reynt af fremsta megni að beina hugum þeirra að öðrum málum. Þeir hafa gengið svo langt, að þeir hafa. stofnað til verkfalla, að því er virðist, með það eitt fyrir augum að geta á þann hátt hindr- að útkomu þeirra blaða, er Sjálf- stæðismenn ráða yfir. Jeg býst ekki við að nolckur heilvita maður efist um hvaða ást.æður lágu lijer til grundvallar. Ef þessir menn höfðu engu að leyna og töldu sig hafa jafn góðan málstað og Sjálf- stæðismenn, hvers vegná þorðu þeir þá ekki að ganga til kosn- inga á jöfnum og drengilegum vettvangi? Hvers vegna þurfti að ræða málin einhliða? Það er látið í veðri vaka, að vinnustöðvunin stæði í samhandi við lög um gerðardóm í vinnu- deilum. Enginn, sem til þekkir, trúir ]iessu. Rauðliðar vita jafn vel og aðrir, að hrýna nauðsyn her til að stöðva dýrtíðina, ef ]iess er nokkur kostur. Þeim er það engu síður ljóst eu öðrum, að haldi dýrtíðin áfram að yaxa, eins og hún hefir vaxið alt frá stríðs- byrjun, hlýtur það að valda hruni um það er lýkur. Hruni, sem fyrst og fremst lendir á verkamönnum og öðrum launþegum. Þeim hluta þjóðarinnar, sem erfiðast á með að mæta atvinnuleysi og afleiðingum þess. Það er reynt af fremsta megni’ að blanda þessum vinnudeilum og lögunum um gerðardóm sáman við bæjarstjórnarkosningarnar sem nú standa fyrir dyrnm. Sýnir það ineðal annars, hvað andstæðingar okkar eru fátækir að ádeiluefni, að þeir skuli ekki hafa annað veigameira fram að bera í kosn- ingabaráttunni, ekki’ síst þegar þess er gætt, að bæjarstjórnin tekur engan þátt í vinnudeilum og hlandar sjer yfirleitt ekki í þau mál. Gamall málsháttur segir -. Það er smátt, sem kattartungan finnur ekki. Hver myndi nú trúa því, að andstæðingar okkar freistuðu þess að nota það til árása, að Sjálf- stæðismönnum hefir auðnast að vinna það á, að framvegis ræður meirihluti hæjarstjórnar hvernig meirihluti niðurjöfnunarnefndar verður skipaðnr, sem til þessa hefir verið skipaðnr af minnihlut- anum, en er nú, í fyrsta skifti í mörg ár, skipaður meirihluta Sjálfstæðismamia. Vonandi hafa andstæðingar okkar það sjer til afsökunar, að Reykvíkingar verði aldrei svo langt leiddir, að þeir feli rauðliðum meðferð bæjarmál- anna, og þess vegna komi þeir aldrei framar til að ráða meiri’ liluta niðurjöfnunarnefndar. En langt er það sótt hjá andstæðing- um okkar, að sakfella Sjálfstæðis- menn fyrir það, að þeim hefir nú lánast að vinna rjettindi til handa bænum, sem hærinn átti heimt- ingu á fyrir löngu, en v'oru hindr- uð af rauðliðum. Það er ekki nýtt við hæjar- stjórnarkosningar hjer í Reykja- vík, að andstæðingar okkar svíf- ast einskis í baráttu sinni um vöklin hjer í bænum. Þeir sem minnugir eru, munu ekki hafa gleymt álvgum þeim, sem hornar hafa verið á fyrverandi horgar- stjóra okkar, hvern af öðrum. Þær áttu að duga til að vinna Reykja- vík undan stjórn Sjálfstæðis- manna, en það liefir hrngðist til þessa. Nú er verið að reyna að leiða athygli kjósendanna frá baájar- málunum, ef vera mætti, að'það gleymdist hverjum Reykjavík á meira að þakka, Sjálfstæðismönn- inn eða rauðliðum. Andstæðingum okkar Sjálfstæð- ismanna er það ljóst, að þeir geta ekki snúið Sjálfstæðismönnum til fylgis við sig. Svo vel þekkja þeir hyggindi þeirra og skapfestu. Þess vegna hafa þeir breytt um aðferð. Nú átti að vega aftan að Sjálf- stæðismönnum með einhliða blaða- kosti og.á þann hátt freista þess, ef unt væri, að fá Sjálfstæðis- menn til að sitja heima. Taka ekki virkan þátt í kosningunum. Það kann vel að vera að rógur sá, sem blöð andstæðingann.» fluttu, á meðan enginn kostur var til andsvara, hafi dregið úr á- huga einstakra Sjálfstæðismanna, en erfitt á jeg með að trúa því, að sá Sjálfstæðismaður finnist, sem hefir ekki, nú þegar, sjeð, að tilgangnr andstæðinga okkar var sá einn að leyna ljótum lífs- ferli þeirra í bæjarmálum. Það væri líkast Sjálfstæðis- mönnum að svara þessari eindæma framkomu rauðliða með því að fylkja sjer á kjörstað 15. þ. m., með meiri áhuga og atorkn ea nokkru sinni áður og kjósa D-list- ann. ---------------✓ Setuliðið og Stúdenta- garðurinn --T GarSsstjórn hefir beðið MbL fyrir eftirfarandi: t af yfirlýsingu bresku her- stjórnarinnar í Morgunblað- inu sunnudaginn 8. mars, þar sen» hún virðist vilja gefa í skyn, að- hún hafi Stúdentagarðinn á leiga með frjálsum samningum við Garðsstjórn, vill Garðsstjórn taka eftirfarandi fram: Breska setuliðið tekur Garð hernámi 27. maí 1940, og er því þá lofað af þess hálfu, að það muni verða á hrott fyrir 1. okt. þess árs. Jafnframt fóru Bretar fram á, að Garðstj. viðurkendí, að Garður væri „löglega hertek- inn“. Þessu neitaði Garðsstjóm og mótmælti jafnframt hernám- inu. Þegar að því kom, að Bretar ættu að fara af Garði, tilkyntn þeir, að þeir sæju sjer ekld fært að rýma húsið að sinni. Reyndu þeir að hefja samningaumleitan- ir, en þegar þeir gátu ekki feng- ið gerða neina samninga við Garðsstj., fór málið í ísl.-bresku samninganefndina. Þegar samningsnppkast það, sem hjer um ræðir, harst Garðs- stjórn frá samnin ganef ndinni, fylgdu því þær upplýsingar, að Garður yrði .hernuminn áfram, hvort sem Garðsstjórn skrifað* nndir það eða. ekki, en ef hún skrifaði ekki nndir, fengi hún engar bætur. Það var að vísu freistandi að skrifa ekki undir, en G'arðsstjórn taldi sig ekki get» það vegna hagsmnna stúdenta. f samningi þessum er m. a. það ákvæði, að breska herstjórnin getur sagt honum upp með eins mánaðar fyrirvara, en af Garðs- stjórnar hálfu er hann alls ekki uppsegjanlegur. — Má öllum vera ljóst, hve frjálsir slíkir samning- ar eru, og vekur það furðu Garðs- stjórnar, að breska herstjórniio- skuli gefa slíkt í skyn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.