Morgunblaðið - 17.03.1942, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 17.03.1942, Qupperneq 7
Þriðjudagur 17. mars 1942. M ORGUNBLAÐIÐ 1 Sextugur igiirður Þorsteinsson bókhald- ari varð sextugnr þ. 7. jan- úar síðastliðinn, en vegna stöðv- unar á útgáfu blaða um stund hefir orðið að bíða að minnast þes^a ágæta samborgara okkar. Goodtemplarar kunna vel að meta starfsemi góðra meðlima sinna, hvar í fremstu röð Siguro- ur er, enda gegnir hann nú og hefir gert um langt skeið, einu af virðingar- og þýðingarmestu störfum Reglunnar í Reykjavík, sem er formenska Þingstúku Reykjavíkur, samband allra Good- templarastúkna í Reykjavík. Goodtemplarar hjeldu Sigurði, konu hans og öðru fjlöskyldufólki veglegt samsæti, þar sem honum voru færðar gjafir, sem vott þakklátssemi fyrir vel unnin störf og ljúfmannlega framkomu í allri umgengni og samstarfi í stúku sinni, st. Prón nr. 227, og Þing- stúku Reykjavíkur. Margir af bestu mönnum Regl- unnar ljetu í ljósi viðurkenningu og virðingu fyrir vel unnin störf' og óskir um langt og farsælt líf nfmælisbarninu til handa. Til þess að skilja betur skap- festu manna og áreiðanlegheit í hvívetna, verður helst fyrir að at- huga liverrar ættar menn eru og kygg' jeg, að ættfróðir menn gætu gefið margar og merkilegar upp- ilýsingar þar um. Þessvegna er ekki að undra þó að margt sje vel um Sigúrð,í því efni, því að hann er framúrskar- andi vel ættaður, sem kunnugt •er. Þessvegna er hann hið góða for- dæirþð fyrir hina ungu, en það _er aðaltilgangur starfsemi Good- templarareglunnar. Og mesta gleði Sigurðar er áreiðanlega sú, að hafa beint mönnum og að halda því áfram meðan líf endist, inn á braut bindindis með því að ger- ast meðlimir Reglunnar. Biginkona Sigurðar, frú Ama- lía Sigurðardóttir, dóttir þjóð- kunnugs heiðursmanns og ein hverrar helstu máttarstoðar Regl- unnar .á sínum tíma, er sjálf iGood templar um langt árabil, hefir veitt manni sínum ómetanlegan fityrk og stuðning í starfi hans fyrir Regluna. þ. J. S. Vegabrjefin. Tæplega 19,000 manns hafa nú sótt vegabrjef sín on vegabrjef eru afgreidd til fólks •sem býr við götur með upphafs- stafnum A—S. Það er mjög nauð- synlegt að fólk sæki vegabrjef sín ■sem allra fyrst. Þegar hefir borið á því, að menn, sem ekki hafa haft vegabrjef, hafa orðið fyrir úþægindum, t. d. í viðskiftum síll- um við setnliðin. StrlO við apa Vegagerðarmenn, sem vinna við Sikagassamveginn á landa- mærum Indlands og Kína, en veg- ur þessi á að koma í stað Burma- brautarinnar, hafa lent í styrjöld við apa. Pregn um þetta hefir borist til aðalskrifstofu Kínahjálpaiúnnar í New York. frá hinni opinberu kínversku kvikmyndastofnun. Kvikmyndastofnun þessi hfefir ver ið að láta taka myndir í evði- hjeruðum nálægt landamærum Ind lands og kvikmyndamennirnir skýra frá því að þúsundir apa hafi nýlega gert harðar árásir á hina mensku ,,innrásarmenn“ í land þeirra. Aparnir ljetu steina rigna yfir höfuð verkamannanna og gerðu árásir á matvælabirgðir þeirra. Frá því í desember hefir verið hægt að halda vinnunni áfram með því að vopnaðir verðir hafa verndað verkamennina nqtt og dag. Á einum stað lagðist vinna niður í meir en viku, á meðan verið var að hrekja apana, burtu úr nokkrum trjám. (Reuter). Athngasemd Hr. ritstjóri. O ökum mjög villandi frásagm ^ ar í ,,Alþýðublaðinu“ í dag, um vörukaup þau, er jeg hefi haft með höndum fyrir ýmsa umbjóðendur hjer heima, leyfi jeg mjer að biðja yður að birta eftirfarandi: Vörur þær, er keyptar hafa verið, eru að mestu leyti full- komnar nauðsynjavörur, svo sem: búsáhöld, glervörur, vefn- aðarvörur, verkfæri, ritföng o. s. frv. Kaup á allskonar smá- vörum hafa verið hverfandi, eða a.lls ekki yfir 2—3% af heildarkaupunum. Keypt hefir verið eingöngu hjá gömlum og þektum verslunarhúsum, að mestu af gömlum birgðum, og verið þaraf leiðandi 15—30% lægra en það er nú á heims- markaðinum. Algert útflutn- ingsbann er nú ennfremur kom- ið á margar þær vörutegundir, er .jeg keypti, og þær því ófáan- legar frá Englandi um ófyiir- sjáanlegan tíma. Þá mætti einn- ig taka fram, að flestar hinar keyptu vörur heyra undir á- kvæði verðlagsnefndar og þar rueð trygt, að hið hagkvæma innkaupsverð komi íslenskur.i neytendum til góða. — Frekari hækkanir á vöruverði eru fyrir- sjáanlegar, og virðist augljóst, að hagstætt er að gera nauð- synleg vörukaup áður en frek- ari verðhækkanir koma til fram kvæmda. Allir hugsandi menn ættu heldur að reyna að ljetta undir :neð innflytjendum þeim, sem reyna að stemma stigu fyrir verðbólgunni með hagkvæmum vörukaupum á rjettum tíma, heldur að auka þá erfiðleika er við nú þegar eigum við að stríða. Það atriði verður e.t.v. nauðsyn- legt að ræða nánar síðar. Með þökk fvrir birtinguna. Reykjavík 13'. mars 1942. Ingólfur GuSmundsson. Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu Fhá frjettaritara vorum á Akureyri. ýslufimdur Eyjaf jarðarsýslu hófst á Akureyri 5. mars og lauk 16. s. m., laust fyrir hádegi. Meðal annars gerðist þetta á fúnd inum: ■ . 1) Sýslunefnd skoraði á sauð- f.jársjúkdómanefnd ríkisins, að setja upp á næsta vori varnar- girðingu í Eyjafirði gegn mæði- veikinni, svo veikin berist ekki út um sveitirnar milli Eyjafjarð- ar og Hjeraðsvatna. 2) Til sýslnvega í sýslunni voru veittar kr. 56.900. 3) Sýslunefndin mælti með því, að vegurinn yfir Oxnadalsheiði yrði fullgerður á næsta sumri. 4) Samþykt var að veita til nýs sjúkrahúss á Akureyri kr. 10.000. 5) Til vatnamála veitt kr. 2.300, 6) Til heilbrigðismála kr. 12.000 7) Til búnaðarmála kr. 3.500. Laugardaginn 14. mars hjelt sýslunefndin sýslumanni og. frú hans samsæti Ræður hjeldu sýslu- nefndarmennirnir Eiður Guð- mundsson fyrir minni fósturjarð- arinnar, Einar G. Jónasson fyrir sýslumannsfrú, Solveigu Eggerz, og Þórarinn Kr. Eldjárn fyrir sýslnmanni, Sig. Eggerz. Davíð Jónsson flutti kvæði sýslumanni, er síðan var sungið í samsætinu. Sýslumaður og frú hans þökkuðu. Stóð samsætið langt fram á nótt og var í alla staði hið ánægjuleg- asta. 1942 — ekkl1943 Casey, sendiherra Ástraþu- manna í Washington, sagði í gær, að tími væri nú til þess kominn, að Bandaríkjaþjóðirnar byrjuðu sókn á hendur óvinunum, til þess að verja Ástralíu. Við höfum ekki efni á því að miða aðgerðir okkar við árið 1943, heldur verðnp við að miða þær við árið 1942, ságði hann. ðMiaaoaoeo* xMtooMoooea Ðagbók • mooooooooo oooooooeeoM □ Edda 59423177 — 1. I.O.O.F. = O.b. l.P. = 1233178V4 Næturlæknir er i nótt Jóhannes Björnsson, Sólvallagotn 2. Sími 5989. 85 ára er í dag frú Kristín Þor- láksdóttir frá Seljatungu, nú til Heimilis á Klapparstíg 25 hjer í bænnm.. Árni Jóhannsson, aðalgjaldkeri Kaupfjelags Eyfirðinga, og forset.i báejarstjórnar Akureyrarkaupstað- ar, varð 60 ára í gær. Brejrtingar á atkvæðaseðlum. Nokkrar breytingar voru gerðar á atkvæðaseSlum i’ið kosningarnar á sunnudag, aðallega tilfærslur á mönnum, breyting á röð. Ekki er búið að telja, eða reikna út at- kvæðatölu hvers fyrir sig, en breytingar á atkvæðaseðlum voru ]>essar: Hjá A-lista 37, B-lista 70, C-lista 22 og D-lista 495. AUCLÝSING er eulls fsrildi. ; % I i % Öllum þeim, sem heiðruðu mig með gjöfum, skeytum og annari vinsemd á fimtugs afmæli mínu, 15. þ. m., þakka jeg innilega. Sjerstaklega þakka jeg húsbónda mípum, hr. Tómasi Tómassyni, útgerðarmanni, fyrir hans höfðinglégu gjöf. Sig. Jónsson, Hverfisgötu 98 A. 5* T .................. Kvenkápnr Höfum fengið smekklegt úrval af kápum. ^HiiiiiiiniiiiiiuiiiiiiiiiiiiiDiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuumuuiuiuiininnnaBBmi | Tilboð óskast fi veitingahúsið HveiagerQi | til reksturs næsta sumar, tímabilið maí—september. Rjettur er áskilinn til að taka hverju tilboðinu | sem er, eða hafna öllum. Oddviti Ölfushrepps, Hveragerði. ■■uuiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiniuiuiiuiiiiiiinHiiuaH Fiskvinna 1 , \ • •„ 4 • 2 karlmenn vanir flökun og nokkrar stúlkur geta fengið atvinnu strax hjer í Reykjavík. Mikil eftirvinna. Stúlkur geta fengið frítt húsnæði og aðgang að eldhúsi á vinnustað. Upplýsingar gefur Óskar Halldónson Ingólfsstræti 21. Sími 2298. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI ÞÁ HVER7 / « '-;í t l Móðir okkar, l frú ÞÓRUNN SCH. THORSTEINSSON, andaðist að heimili sínu, Þingholtsstræti 27, aðfaranótt mánu- dags þ. 16. mars. Börnin. Konan mín, GUÐRÚN FRIÐRIKSDÖTTIR, Leifsgötu 13, andaðist í spítala aðfaranótt 16. þ. m. Jón Hjartarson. Jarðarför dóttur minnar elskulegrar og systur okkar, VALGERÐAR ÓLAFSDÓTTUR, fer fram miðvikudaginn 18. mars kl. 3,30 frá dómkirkjunni Valgerður H. Briem og börn. Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðar- för bróður míns, ÞORSTEINS GUNN ARSSONAR, f. v. lögregluþjóns. Fyrir mína hönd og annara aðstandenda. Tómas Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.