Morgunblaðið - 27.03.1942, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.03.1942, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 27. mars 1942. Vegna jarðarfarar dr. theol. Jéns Helgasonar verða skrifstofur vorar og verslanir 1 o k a II a r frá kl. 12-3.30 i dag Fjelag íslenskra stórKaupmanna Fjelag matvorukaupmanna Fjetag vefnaðarvðrukaupmanna Fjelag skókaupmanna Fjelag búsáhaldakaupmanna Fjelag kjotverslana Vegna jarðarfarar dr. theol. Jéns flelgasonar verður skrifstofa vor og verksmltijtt lokuð fró kl. 12 i dag H.f. Raftækjaverksmiðjan Hafnarflrðfl Vegna jarðarfarar verða skrlfstofur rikis- fjehirðis og ríkiubók- halds lokaOar frá há- degi i dag FYRIRLIGG JANDI: Þvof(a§ódi Eggert Kristjánsson & Co. h.f. Aðvörun til útlendinga Samkvæmt fyrirmælum frá 16. okt. 1637 um fram- kvæmd eftirlits með útlendingum, eru allir útlendingar, sem dvelja hjer á landi, alvarlega ámintir um að 'tilkynna viðkomandi lögreglustjóra eða sýslumanni bústaðaskifti, cr þeir flytja úr einu lögsagnarumdæmi í annað, svo og bústaðaskifti innan lögsagnarumdæmis. Þeir sem brjóta gegn þessu verða látnir sæta ábyrgð samkvæmt lögum. Reykjavík 26. mars 1942 Útlendingaeftirlitið. MORGUNBLAÐIÐ Störf Verslunarráðsins fKAHB AF ÞRIÐJO 8H>t iGjaldeyrishlið þessara mála var sögð trygð og möguleíkar til að fá keyptar vörur í Bandaríkjun- um sömuleiðis. Þetta voru talin mikil og góð tíðindi, því að svo að segja samtímis þeim höfðu ýms ir innflytjendur aðstöðu til að sannreyna það, að viðskifti við Bretland urðu sífelt erfiðari, en þaðan keyptum við á síðastliðnu ári kringum 70% af verðmæti þeirra vara, sem voru fluttar til landsins. Innflytjendur hafa orðið fyrir vonbrigðum í þessum efnum. Yon- ir manna um greið viðskifti við Bandaríkin hafa ennþá ekki ræst. Um nokkurra vikna skeið má segja að miklir erfiðleikar hafi ríkt í þessum málum ,því að veit- ing gjaldeyris og innflutningsleyfa fyrir vörum, sem, dollaragreiðsla þarf fyrir, hefir að mestu leyti verið stöðvuð. Þetta er mjög alvarlegt atriði, ekki aðeins fyrir innflytjendur, heldur og einnig fyrir þjóðina í heild. Um bað verður varla deilt, að mikil og brýn nauðsyn er -á því að gerðar verði ráðstafanir hið allra fyrsta, um að tryggja inn- ílutning nauðsynja til landsins frá Ameríku. Með þeim horfum, sem nú eru, má ekki aðeins búast við verð- hækkun á ýmsum þeim nauðsynja vörum, sem flytjast þurfa til landsins, heldur getur beinlínis orðið hætta á því, að þessar vör- ur verði ófáanlégar þegar frá líð- ur, og hernaðarátökin harðna. Við höfum áður komist í líka aðstöðu. Þegar stríðið hraust út og síðar var innflutningur ýmsra vara frá Bretlandi allmjög tak- markaður og var þá ekki gjald- eyrisskorti um að kenna, að minsta kosti ekki árið 1940. Það er nú alment viðurkent, að þjóðinni hefði reynst það allmjög hagkvæm ara ef meira frjálsræði hefði þá ríkt í þessum málum. Mikill gjald- eyrir hefði sparast og tekist. hefði að birgja landið upp af vörum, sem ííðan hafa í sumum tilfellum verið erfiðleikar á að fá til lands- ins. Þessi saga má ekki endurtaka sig, hvað Ameríku snertir nú. Að vísu er sú skýring gefin á þeirri tregðu, sem nú ríkir í leyfisveit- ingum á vörum frá Ameríku, að gjaldeyrir sje ekki fyrir hendi í bili. Þetta virðist ekki fullgild á- stæða. Ef yfirlýsingar þær, sem getið er um hjer að framan að gefnar hafi verið við heimkomu seúdinefndarinnar frá Bandaríkj- nunm, um góðar horfur í gjald- eyrismálunum hafa verið rjettar, virðist einsætt, að áherslu beri að leggja á að ráða bót á þessu augnabliksástandi, með t. d. bráða birgðalántöku. Ef aðstaða okkar í þessum málum hefir hinsvegar brevst til hins lakara eftir heim- komu sendinefndarinnar, er það augljóst mál, að innflytjendur og aðrir þeir, sem hlut eiga að máli, þurfa að fá fulla vitueskju um þessi mál, eins og viðhorfið er nú. .Teg geri ráð fyrir að jeg mæli fyrir munn allrar verslunarstjett- arinnar, er jeg segi, að það sje ( : j brýn nauðsyn á því, að ríkis- ; stjórnin láti mál þetta til sín taka hið allra bráðasta, l)ví frekari j j dráttnr á því að tryggja aðdrætti j nauðsynja til landsins er stór- j hættulegur landi og lýð. ]■ Af hálfu stjórnar V. í. verður gefin skýrsla um starfsemi stofn- unarinnar á liðnu ári. Jeg vænti þess, að fundarmenn sjái á þeirri skýrslu, að stjórn V. í. hefir gert sjer far um að standa á verði fyr- ir stjettina . um þau mál, sem snerta afkomu hennar og hags- muni. — Stjórn ráðsins tekur því með þökkum, ef einstakir fundar- menn óska að koma hjer á fram- færi athugasemdum varðandi ein- stök mál, er stjórnin hefir haft afskifti af, eða vilja vekja at- hygli á málum eða verkefnum, sem úrlausnar bíða. Að svo mæltu býð jeg alla fund armenn velkomna, um leið og jeg segi þennan fund settan. Þá var kosinn fundarstjóri Egg- ert Kristjánsson stórkaupmaður og fundarritari Helgi Bergs. Því næst gerði Oddur (luðjóns- son skrifstofustjóri grein fyrir störfum stjórnar Verslunarráðsins og þeim málum, sem stjórn þess hefir haft afskifti af á árinu. En þau voru alls 158 að tölu. Rakti hann þau mál, er mestu varða fyr- ir verslunarstjettina. Því næst var fundarhlje. Að því loknu flutti Pjetur Bene- diktsson sendiherra ræðu um við^ skifti okkar við Bretland, og horf- urnar í þeim málum. Komu fram ýmsar fyrirspurnir til hans frá fundarmönnum, er hann leysti greiðlega. úr. Var Pjetri mjög ve) tekið á fundinum, ernla var öll framkoma hans hin skörulegasta. Þá flutti Björn Olafsson stór- kaupmaður ræðu um viðskifta- samning okkar við Bandaríkin, og framkvæmd á þeim samningi eins og hún hefir verið. Sjerstaklega drap hann á þær auglýsingar, sem viðskiftanefndin hefir gefið út síðustu daga í sam- bandi við kaup á ýmsum málmum og gúmmívörum, Þá lýsti hann erfiðleikum þeim, sem komið hafa í ljós í sambandi við framkvæmd samningsins. Taldi hann erfiðleikana stafa af því, að útflutningur afurðanna, sem við fáum dollargreiðslu fyr- ir, hefir verið tregur fram til þessa. Gerði hann sjer vonir um, að bráðlega myndi úr þessu ræt- ast. Björn Olafsson lagði áherslu á, að innflytjendur gerðu sitt til að fá innflutning frá Ameríku án að- stoðar viðskiftanefndarinnar. En ef vörurnar • fengjust ekki án aðstoðar nefndarinnar, . J>á skyldu kaupmenn leita aðstoðar þangað. Reikningar V erslunarráðsins voru síðan bornir upp og sam- þýktir. Hefir fjárhagur þess aldr- ei verið eins góður og nú. Var samþykt ;ið leggja 30 þús. kr. í húsbyggingursjóð, m. a. í tilefm af því, að í ár er 25 ára starfs- afmæli Vershmarráðsins. Þá fór fram stjórnarkosning. Þeir áttu að ganga úr stjórninni Ilaraldur Arnason, Jóhann Olafs- son og Magniis Kjaran. Voru þeír allir endurkosnir. Varamenn í stjórn voru þessir kosnir: Eggert Kristjánsson, Ragnar Blöndal og Sigurliði Kristjánsson. 206 greiða- atkvæði við stjórnarkosninguna. Ymsir fundarmenn vöktu máls á nokkrum atriðum í starfsemi Verslunarráðsins, er voru rædd, og þökkuðu stjórn þess fyrir ve! unniu störf á árinu. Melstaðskirkja Heiðrnðu gömlu sveitungar, eldri og yngri, sem fluttir eru til Reykjavíkur til lengrr dvalar. .Teg leyfi mjer að vekja athyglí ykkar á því, að nú er tækifæri ti! að rjetta sveitungum hjer heima hjálparhönd. Þann 15. janúar s. I. vildi það leiðinlega óhapp til, að blessuð gamla kirkjan okkar að Melstað fauk í því mikla ofviðri, sem þá gekk. Jeg þykist vita að ykkur er þetta ekki með öllu sárs aukalaust, því mörg ykkar áttu þangað kirkjusókn gg mörg ýkk- ar þar fermd. Nú er verið að hefjast handa um byggingu annarar kirkju. En til þess þarf mikið fje, en sveitin fámenn og því miður ekki vel stæð eftir herferð mæðiveikinnar á fjárstofninn undanfarin ár. Vildi jeg nú vinsamlegast mæ!- ast til þess við ykkur alla Mið- firðinga, sem eruð fluttir ti! Reykjavíkur, að þið hver og einrt látið eitthvað af mörkum til hinn- ar fyrirhuguðu kirkjubvggingar að Melstað. Alf verður þegið með bestu þökkum, lítið sem stórt. Þrátt fyrir að hjer sjeu aðei'ns j ávarpaðir Miðfirðingar, er vitan- lega tekið með þökkum framlög- um frá þeim, sem vilja styðja kirkjubygginguna með peninga- gjöfum, eða öðru því, sem að gagni má koma. Miðfirðingtur. ★ Gjöfum til kirkjubyggingar að Melstað veitir hr. Stefán Stefáns- son í Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar móttöku. Lokað allan daginn laugardaginn 28. þ. m. vegna jarðarfarar Snyrtlstofan Pftrola Verslunin Medftca, Vesturgötu 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.