Morgunblaðið - 27.03.1942, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.03.1942, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Dr. Jón Dr. Jón Helgason við skrifborðið. *2 FRAMH. AF FIMTU SÉÐU. Má nærri geta, að undirtektim- ar urðu serið mismunandi. Dr. -;ón gaf uin þessay mundir út tímarit: Verði |jós!, og flutti nann nú h|nar nýju skoðanir hjer og varði þær gegn árásum. Bókagerð sína hóf hann með því, að gefá út kenslubækur föður síns: Siðfræði, Kirkju- sögu og Prjedikunarfræði, en brátt fór hann að vinna að sín- am eigin bókum. Vann hann að þýðingu Nýja testamentisins, en áþið 1904 kom út eftjr hann all- njikil kehslubók: Sögulegur uppruni Nýja testamientisins. Er þar beitt hihni sögulegu gagn- rýni, en mjög varlega, og langt frá því að hann fýlgi þeim þýsku viísindamönnum, sem lengstfóru i því að hafna ritvissu eða deila á; erfikenningar um Nýja testa- nientisritin. Af öðrum kenslubókum skrif- aði hann, eins og áður er að vikið Trúfræði, hvað eftir ann- að, en hún var aldrei prentuð. Síðar ritaði hann og gaf út í sjerstakri bók útdrátt úr kafla trúfræði sinnar, er hann nefndi: Grundvöllurinn er Kristur, trú- málahugleiðingajr frá nýguð- fræðilegu sjónarmiði. En sj’erstaklega sneri hann sjer rtú að kirkjusögu. Gaf hann jjt smám saman Alraenna kristni sögu í 4 bindum og Kristnisögu íslands í 2 bindum, en auk þess komu út eftir hann Kristnisaga lálands á dönsku: Islands Kirke. Stutt ágrip af kristni- sögu Islands kom og út eftir hpnn á sænsku: Islands Kyrka. ★ HUGUR dr. Jóns tók nú, eftir að hann var orðinn biskup, að hneigjast mcira að sögu al- ment einsog vonlegt var, er hann var laus við kenslustarfið. Yar það sjerstaklega mannfræði tiðari alda á íslan&i, sem hann gaf sig að, svo og saga Reykja- rfíkur. Var hann svo fróður um hana, að vafal. hefir þar enginn verið honum fremri, hvort held- i<r var um byggingarsögu bæj- arins eða það fólk, sem þar hef- ir búið. Komu út mörg rit eftir hann um sögu bæjarins, t. d. Þegar Reykjavík var 14 vetra vSafn til sögu íslands), Reykja- vík í reifum (Þættir úr sögu Reykjavíkur), Reykjavík í myndun , Annálar Reykjavíkur Þeir, sem settu svip á bæinn 0: s, frv, Þá tóku að koma út eftir hann miklar æfisögur ís'lenskra merkismanna íslensku kirkj- unnar á síðari öldum: Meistari Ilalfdán, Jón prófastur Hall- dórsson, Hannes biskup Finns- son, Tómas Sæmundsson. Jókst bókagerð hans stórum eftir að l. ann ljet af biskupsembætti 1939, og losnaði við hin tíma- freku embættisstcrf. Mannfræði áhugi hans kom m. a. fram í því, að hann gaf út Stúdentatal frá Reykjavíkur lærða skóia 1847—1896 og Xandidatatal frá prestaskólan- um 1847—1897. Enn gaf hann út : íslendingar í Danmörku. Þótt hjer sje aðeins lauslega á þetta drepið, og vel geti verið að einhverri bók sje sleppt, því að jeg nefni þær eins og þær toma í hugann án frekari rann- sóknar, ma af þessu sjá, að hjer er um óvenjumikil ritstörf að ræða. Auk þess gaf hann út tím- aritið Verði ljós í 9 ár, og skrif- aði fjölda ritgerða í tímarit hjer lend og erlend. Þá gaf hann út prjedikanir eftir föður sinn, Heiga lektor Hálfdánarson, Brjef Tómasar Sæmundssonar og ýmislegt fleira. ★ FTIR heimkomu sína frá Kaupmannahöfn 1894 tók dr. Jón prestsvígslu, og messaði í dómkirkjunni annan hvern sunnudag í 13 ár án nokkurar safnaðarmyndunar eða endur- gjalds.Hann var mjög sköruleg- ur prestur, bæði fyrir altari, því að hann var raddmaður góður og vel söngvinn, og í prjedikun- arstól. Hafði hann ágæta kirkju sókn, og Ijetti þetta mikið starf hins eina prests, sem þá var í Reykjavík. Hefir löngu síðar komið út eftir hann postilla, er hann nefndi: Kristur vort líf. Vandaði hann mjög prjedikanir sínar og hjelt fast í ákveðna ,.byggingu“ ræðunnar, inngang, umræðuefni og skiftingu, helst þrískiftingu. Voru prjedikanir hans því mjög skýrar og áheyri- iegar og þegar við bættist sköru legur flutningar, var ekki furða þó að hann hlyti miklar vinsæld- ir sem prjedikari. Dr. Jón var ágætlega máli íarinn einnig utan kirkju, en þess gætti helst á preststefnum og öðrum kirkjufundum, því að við öðrum málum gaf hann sig ekki. IÐ 1917 var dr. Jón skip- aður biskup yfir íslandi. Tilkynning frá kolaverslunum Vegnafarðarfarar Gannars Ginarssonar w|elfræ5flngs verða undirrilaÖar kola- verslanir lokaðar á morg- un, laugardag 28. þ. n>. allan daginn. H.f. Kol & Salf H.f. Kolasalan Kolaveralun Sigurðar Ólafssonar Kolaverslun Ólafs Ólafssonar Kolaverslun Guðna Einarssonar & Elnars biskup Kom nú hinn lærði kennari í þetta margþætta og vandasama umsjónar og stjórnarstarf og ljek mörgum forvitni á, hvernig honum myndi falla það. og hve rnikið yrði þar úr honum á því sviði. Hann hafði ekki einu sinni verið prestur í embætti og máfti því vænta, að hann yrði úti á þekju í þessum málum. Gekk hann og út í það með nokkrum kvíða og ugg um það, hvernig honum tækist þetta nýja starf. En hann gekk að því með sömu atorku og öðru. að setja sig inn í hin mörgu málefni biskupsskrifstofunnar, og leið ekki á löngú þar til hann var orðinn svo fróður um þau mál öll, að fábært þótti. Hafa þeir menn sagt mjer, sem með hon- um störfuðu í stjómarráðinu, að þek^ing hans á öllum þessutn margvíslegu málum, dómgreind hans um þau og allur embættis- xekatur hafi verið svo með ágæt um, að ekki hafi annað þurft en fela honum alla meðferð þeirra mála. Mun honum og hafa fallið það best að fá þar að ^ ráða. Hann hóf þegar yfirreiðir um landið með hinum mesta dugn- aði og lapk því á fárra ára fresti , enda taldi hann biskupi alveg nauðsynlegt að kynnast öllu af eigin sjón og reynd. Fór þá saman á yfirreiðum hans, skörungskapur í stjórn allri og einurð, og prjedikunarhæfiléik- ar hans og andleg leiðsögn. Hann gerði og það, sem enginn annar biskup hefir leikið eftir honum, að hann teiknaði mynd- ir af öllum kirkjum landsíns, og er það merkilegt safn og ein- rtætt. Á yfirreiðum sínum safnaði ; hann, auk fróðleiks um allan j hag kirkjunnar, því sem hann taldi ekki minna virði, en það | voru vinsældir allra presta og leikmanna, því að hann var j hverjum manni eðlilegri og al- þýðlegri í viðmóti. Hinar árlegu prestastefnur urðu á biskupsárum dr. Jóns að merkilegum kirkjufundum, enda tíðast fjölsóttar. Var hann þar, einkum á síðari árum, eins og konungur í ríki sínu. D R. JÓN var hinn alúðleg- asti maður í viðkynningu, Föstudagur 27. mars 1942.. skemmtilegur qg ræðinn, fastur ú sinni skoðun og ekki myrkur í máli. Sameinaði hann á besta, hát.t höfðiiigsskap og alþýðlegt viðmót, Hann var fjöl- hæfur að gáfum og afar víð- iesinn, söngvinn og smekkmað- ur á allar listir. Hann var drátt- listarmaður góður og málari, og hefði vafalaust getað orðið góður í þeirri grein ef hann nefði gefið sig að því. Hann fór margar ferðir til út- landa j biskupstíð sinni, einkum til Norðurlanda, sat þar biskupa þing og aðra fundi, hjelt fyrir- lestra og prjedikaði í höfuð- kirkjum- Hóf hann veg íslensku idrkjunnar hvar sem hann kom, því, að hvarvetna þótti hann hinn mesti skörungur í fram- komu jafnfíjamt ágætum lær-- dómi og gáfum. Hann var heið- prsdoktor bæði KaupmanjJahá- skóla og Háskóla íslands, auk margra annara heiðursmerkja og titla, er hann hlaut að mak- legleikum. Heimili hans var frábært að gestrisni, og var frú hans hon- Tim þar samhent sem mest. mátti vera, heimilisrækin og átsúðleg húsmóðir. Mátti segja um hana f.ins mann hennar, að henni fjell aldrei verk úr hendi. Þau njón áttu 5 börn, 3 dætur og % syni, er öll íifa, og mátti segja a5 hinn aldraði biskup lifði in- dælt æfikvöld í hóp ástvina og við sífelt starf til síðustu stund- ar, Það voru ekki margir dag- ar frá því er penninn fjell úr hendi hans og til þess er hann var hjeðan farinn. Var það sem annað honum mikil Guðs gjöf. því að erfitt hefði honum fallið að þurfa að vera lengi iðjulaus. Hann likist um margt aía sín um, Tómasi Sæmundssyni, bæði í útliti og eðlisfari. Og honum má fylgja úr garði með sömu ósk, sem Jónas ljet fylgja Tóm- asi: Fljúgðu á vængjum morgun- roðans meira að starfa Guðs um geim. Síðasta bók dr. Jóns biskups bar heitið: Þeir^ sem settu svip á bæinn. Mörgum Reykvíkingum mun þykja sjónarsviptir að því, er þessi höfðingi í hóp höfuðstað- arbúanna er ekki lengur í vor- um hóp. Hann unni Reykjavík heitt og var um langt skeið einn þeirra manna, er í þess orðs besta skilningi settu svip á bæinn. Sölubúð og vinnustofa okkar verOa lokaðar kl. 12-4 á morgnn vegna (arðarfarar Poul Ammendrup, klæðskerí Lan^aveg 58 HANGIKJÖT: Verslanir eru ámintar uni að kaupa hangikföt lil laáfíílariiinair í dag og á morgun §amband íslenskra samvinníiífelaga. Simar: 4241, 2078 og 1080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.