Morgunblaðið - 27.03.1942, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.03.1942, Blaðsíða 3
& Fostudagur 27. inars 1942. MORGUNBLAÐiÐ Störf Verslunarráðsins tara vaxandi - hagur batnandi Frá aðalfundi í gær / 1 1 u • ■ ™ Rætt um viðskiftasamn' inginn og fjelagsmál A ðalfundur verslunarráðs íslands var haldinn í gær. Var hann mjög fjöl- sóttur. I fundarbyrju’n rnintist Haligrímur Benediktsson formaður Verslunarráðsins á þá fjelaga, sem dáið hafa á síðastliðnu ári. SíSan flutti hanri ræðu um nokkur mál, sem nú eru efst á baugi meðai 'vej-sl- uuarstjettarinnar. Var ræða haos á, þessa lei?S: Fjárlagaumræð- urnar á Alþingi AFKOMA RÍKISSJÓÐS árið sem leið var einkar hagstæð. Tekjurnar urðu 49.5 milj. krónur og gjöldin 31.8 milj. kr. Tekjuafgangur því 17.7 mflj. kr. og er það langhæsti tekjuafgangur, sem nokk- urntíma hefir náðst. Þetta voru aðalniðurstöðurnar í ræðu f jármálaráðherra -fakobs Miiilers á Alþingi í gær, er hann flntti fjárlagaræðu sína. Br ræða fjármálaráðherrans í heild birt í aukablaði Mbl. ! dag. ',feað hefir verið venja við setn<- rrigii aðalfuivdar Verslúnárráðs ís- tands, að formaður mintist á noklc ur þeirra mála, sem efst eru á báugi í það og það skifti, og Skýrði afstöðu stjettarinnar til þeirra eftir því sem hægt hefir verið. Mun jeg einuig nú halda ! þeirri venju. Á aðalfundi 1941 rakti jeg í stómm dráttum þær stórfeldu hreytiugar, sem orðið höfðu á ut- anHkisverslun ókkar, frá því að ófriðnrmn hranst, út, haustið 1939, og drap á verkefni þau, sem versl- unarstjettin hafði þurft við að stríða, vegna þessarar röskunar. Benti jeg á, að það hefði engan veginn verið auðvelt fyrir stjett- ian að inna þetta hlutverk af hendi þegar fiess er gætt, sem við Tyrir ófriðimi áttum viðskifti við, að rúmum tveím þriðju hlutum utanríkisverslunar okkar. væri nú að öllu lokiS. Á árinú 1941 og síðan má segja að enn hafi haldið áfram að skap- . ast ný viðhorf j þesspm málum, sem aftur leiddu af sjer ný verk- efni fyrir verslunarstjettina. Þessi breyttu viðhorf áttu öðru fremur rót sína að rekja til endurskoð- unar á þreskJslenska samningnum og til samnings þess, er gerður var á árinu við stjórn Bandaríkj- anna. Samningagerðir þessar hljóta, að því er hest verður sjeð, að valda enu meiri breytingum á við- skiftum okkar við útlönd, en þeg- ar eru fram komnar. Verslunar- stjettin mun í ríkari mæli en áð- ur verða að flytja viðskifti sín vestur um haf. Er þess að væntu að stjettinni takist þetta giftu- samlega og hingað til hefir mátt segja að tekist hafi. En í sambandi við þetta má! finst mjer að jeg verði að gera að umræðuefni eitt atriði, sem mikla þýðingu hefir, og mikið er nú rætt um innan stjettarinnar, og á jeg þar við framkvæmd samningsins við Bandaríkin og raöguleika okkar til viðkifta við Vesturálfu. Við komu sendinefndarinnar frá Bandaríkjunum og síðar var því lýst yfir af hálfu þess opinbera, að skilyrði væru sköpuð fyrir greiðum viðskiftum við Ameríku. FRAMH. Á FJÓRÐU SÍÐU. Sondmél K. K. Ægir setur nýtt met íboðsundi Sundmót K. R. í Sundhollinni í gærkvöldi tókst með ágæt um og var húsið þjettskipað á- horfendum. Boðsundssveit Ægis setti nýtt ísl. met í 4x50 bringu- sundi. Tími sveitarinnar var 2 mín. 27,7 sek. Gamla metið var 2:28,3. Næst varð sveit K. R. á 2:28,2 og Ármann 2:28,3. — Kepnin var mjög skemtileg og hörð, eins og sjest á tímanum. Orslit í öðrum sundum urðu þessi: 100 m. frjáls aðferð karlar: 1. Stefán Jónsson (Á) á 1 mín. 5,6 sek., 2. Rafn Sigurfinnsson (KR) og 3. Edvard Færseht. 200 m. bringusund. 1. Sig- urður Jónsscjn (KR) á 2 mín. 59,9 sek., 2. Magnús Kristjáns- son (Á) og 3. Sigurjón Guðjóns- son (Á). 100 m. frjáls aðferð drengja, innan 16 ára, vann Arj Guð- mundsson (Æ), 2. varð Einar Sigurvinnsson KR, og 3. Geir Þörðarson, KR. 50 m. baksund, karlar: 1. Guðm. Þórarinsson (Á) á 39,6 sek., 2. Pjetur Jónsson (KR) á 40,2 og 3L Rafn Sigurvinfcson (KR) á 41,4 sek. 100 m. bringusund kvenna: 1. Sigríður IJónsdóttir (KR) á 1 mín 43.1 sek. 2. Unnur ÁgústS- dóttir (KR) á 1:44 og 3. Magda Schram (KR> á 1:51,1. 100 m. bringusund drengja innan 16 ára, vann Haraldur Haraldsson (Æ) á 1 mín. 40,5 sek. Jafnir urðu þeir Guðmund- ur Kristjánsson og Magnús Thorvaldsson, báðir úr KR. Sjerstakl. vakti listsundsýning kvenna fögnuð áhorfenda. — Var sundlaugin upplýst á mjög haganlegan' hátt. Á Jón Ingi Guðmundsson sundkennari KR mestu þakkir skyldar fyrir mik- ið og gott starf. Hefir hann bæði sýnt dugnað og kunnáttu við þjálfun og kenslu. Ræðu fjármálaráðherrans var útvarpað, svo sem þingsköp inæla fvrir. Aðrir flókkar háfa og rjett tíl að flytja stuttar ræður við þetta tækifæri Vjg notuðu þeir sjer þetta. Skúli Guðmundsson talaði fyrir Framsoknárflokkiuu, Emil Jönsson fyrir Alþýðuflokkinn, Þorstehin Briem fyrir Bænda- flókkinn og Brynjolfur Bjarnason fyrír koinmúnista. Iiæða Skúla var einstæð. Hann fór að minnast á gagnrýnina, sem fjármálastjóm Framsóknarflokks- ins hafði sætt undanfarin valda- ár flokksins. Til þess svo að af- sanna, áð gagnrýnin hafi verið rjettmæt, t.ók Skúli sig til og gerði samanburð . á f járlögum og ríkisreíkningi 1938, þegar Frapi- sókn hafðí stjórn fjármálanna, og svo fjárlagafrumvarplnn nú og afkomu s.l. árs, samkvæmt yfir- liti f jármálaráðherrans. Þessi .sam- anburðnr sýndí að vonnm alt aðr- ar og miklu hærri tölur nú en 1938. Af þessu dró svo Skúli þá ályktun, að fjármálastjórn Fram- sóknarflokksin/3 hefði haldið marg falt sparlegar á en núverandi fjármálaráðherra(!) Ekki mintist Skúli á það einu orði, að stríðið og hin sí-vaxandi dýrtíð í landinu hefði hjer nein áhrif haft. Ekkí mintist Skúli heldur á það, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði öll þessi ár verið í minnihluta bæði í ríkisstjóm <rg á Alþingi. Jakob Möller sagði í svarræðu sinni, að fyrst Skúli væri að kalla eftir lýsingu á fjármálastjórn Framsóknar, væri sjálfsagt að láta honum bana í tje. En fjár- málastjóm Framsóknarflokksins hefði í stuttu máli veríð sú, að ríkisskuldimar hefðu hrúgast upp jafnt og þjett, jafnvel í bestu góðærum, sem komið hefðu á frið- artímum. Og 1938 var svo komið, að Framsóknarstjórnin sendi legáta sína land úr landi, til þess að reyna að herja út ný lán, en þeir fengu allsstaðar afsvar! Þannig var fjármálastjórn Framsóknarf lokksins. Emil Jónsson hafði lítinn boð- skap að færa. Hann vítti stjóm- ina fyrir það, að hafa ekki fram- kvæmt, dýrtíðarlögin frá þinginu í fyrra. En þingmaðurinn gleymdi að geta þess, að þegar loks að því kom. að ríkisstjórnin tók dýr- tíðarmálin föstum tökum, þá flúði ráðherra Alþýðuflokksins "af hólmi. Hann skarst úr leik. En einmitt vegna aðgerðá ríkisstjórn- arinnar í þessum máluni, hefir nú sá árangur náðst, að'vísitalan hef- ir haldist óhreytt þrjá fyrstu mán uði þessa árs. Emil hefði vissiú lega átt að beina aðfinslum sín- um í dýrtíðarmálunum til fyrv. ráðherra Alþýðuflokksins. Þorsteinn Briem talaði mikið um hina fölsku kanpgetu í land- inu og miutist I því sambandi á þá leið, sem Bjarni Snæbjörnsson benti á í fyrra, að koma á skyldu- sparnaði. Var ræða Þ. Briem á- deilulaus og margt í henni, sem ástæða er til að gefinn sje gaum- ur. Ekki er ástæða til að fara mörg um orðum um ræðu Brynjólfs Bjarnasonar. Hann sagði, að þeir kommúnistar væru. ekki í vafa um, hvernig ætti að stjórna á þess um tímnm. En hann var þess og fnllviss, að þingið myndi ekki að- hyllast forystu kommúnista. Eina vonin væri, að þjóðin fengist til þess að fallast á, að fela komm- únistum að halda uitt stjórnar- völinn. En sennilega verður einn- ig bið á því. r Loftvarnamerki gefið hjer í bæn- um í gær TT ættumerki um að loftárásar 4 -» mætti vænta var gefið hjer í bænum skömmu fyrir hádegi í gærdag. Ekki kom þó til árásar, nje heldnr varð vart neinna ó- kunnngra flngvjela yfir bænnm. Eftir því sem Morgunblaðið hefir frjett mun hafa sjest til flugvjelar, sem ekki var bunnugt hverrar þjóðar var, alllangt frá Reykjavík. En hvað upi þessa flugvjel varð, er ekki vitað. Mjög er viðbrugðið hve hjálp arsveitir allar brugðu fljótt og vel við, þannig að hver maður var kominn á sinn stað skömmu eftir að loftvarnamerki var gefið. Almenningur, sem var á götum úti, leitaði einnig fljótt í byrgi og sást varla maður á götunum á meðan hættan vofði yfir, nema þeir menn, sem vorn að gegna skyldustörfum sínum. Reykvfkingurtek inn fastur fyrir að dreifa nnzista merkjum Oryggi*T»áladeild ' breska setuliðsins tók í fyrra- kvöld fastan pilt hjer í bænum og gerði hjá honum húsrann- sókn. Var pilturinn í haldi í fyrrinótt hjá Bfretum. í gær- morgun afhentu Bretar hann sakadómara og var pilturinn síðan látinn laus í gærdag. Setuliðið hjelt því fram, að pilturinn hefði dreift einhverj- um pappírslöppum með nasista merkjum í opinberu samkomu- húsi hjer í bænum. Var gerð húsrannsókn heima hjá piltin- um í fyrrakvöld og höfðu Bret- ar á burt með sjer mjög vandað útvarpstæki og tvö myndaal- búm. Útvarpstækinu var skilað aftur í gær, en öryggismála- deildin hefir enn ekki skilað aftur myndaalbúmúhum. Eru þar meðal annars myhdir af hóp göngum þjóðernissinnaflokks- ins hjer á árunum. Pilturinn mun hafa gefið þær skýringar á pappírshlöðunum með nasistamerkjunum, að hann hefði fengið þau með mó- delflugvjelahlutUm. Fulltrúi sakadómara tók skýrslu af piltlnum í gærdag og síðan var hann látinn laus. SfálfsfæðlsmenD ! Munið Varðar- fundinn i dag A ðalfundur Varðarfjelagsins verður haldinn í Kaup- þingssalnum í kvöld og hefst hann kl. 8V2 stundvíslega. Auk aðalfundarstarfa flýtur formaður fjelagsins, Árni Jóns- son frá Múla stutt erindi um kosningarnar og kjördæmamáliði. Verða síðan frjálsar umræður um þau mál. V Ekki þarf að efa, að Sjálfstæð- ismenn munu fjölmenna á fund- inn. Falsaði vtxil með nafni hálíbróður síns ÍVT aður nokkur var dæmdur í sex mánaða fangelsi í gær, skilorðsbundið, fyrir víxilfals. Einnig missir hann kosningar- rjett og kjörgengi. Hann hafði falsað nafn hálf bróður síns á 650 króna víxil og bróðir hans kært hann, er hann varð falsins áskynja. Handknattleiksmótið. í gær- kvöldi fóru leikar þannig: Valur- Haukar 2. fl. 11:9. ÍR-Fram 1. fl. 23:20. ÍR-KR 2. fl. 31:17. — í. kvöld keppa KR-Valur 2. fl., FH- Víkingur 2. fl. og KR-FH 1. fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.