Morgunblaðið - 12.04.1942, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.04.1942, Qupperneq 2
M O K G U NBLMil Ð Simnudajíur 12. apríl ÍM2. Seip rektor send urtil Þýskalands Anösíaðan gegn Þjöð- verjum I hernumdu löndunum Þjóðverjar mæta nú stöðugt harðnandi mótspyrnu al- mennings í hernumdu löndun- úm í Evrópu, þrátt fyrir harðn- andi hegningar og eftirlit ÞjóS- verjá. Eftirfarandi fregnir bár- ust í gær frá hernumdu löndun- um: NOREíiUR: Seip, rektor Osló- ' ^Skólá, hefir nú verið ' sendur í fangabúðir í Þýska- landi. — Hann hefir verið í fangelhi í Nóregi í sjö mán- uði. Þar af var hann einn mánuð í myrkvastofu. Fleiri Norðmenn, er ekki hafa vilj- að fara að vilja Þjóðverja, * hafa verið sendir, til Þýska- ?1 iáhds í fangábuðir. HOLLANÐ: Þýsku yfirvöldin í Hóllandí hefa gefið út aug- lýsingu til almennings í Hol- landi,: þar sem sagt er, að gripið verði til japánskra að- ferða, éf Holl’endingar hætti 1' ekki að vinna geg-rt Þjöðverj- ,um. PÓI.LAND: Daplega eru Pól- verjar teknir af lífi fyrir litl- ar sakir. Himler Gestapo-for- ingi, hefir látið setja erki- biskupinn af Vilna frá emb- ætti. í hans stáð kom lithau- iskur preláti, sem hefir verið leppur Þjóðverja síðan 1939. Þessi lepp-biskup var særður hættulega á gotu í gær. TJEKKÓSLÓVAKÍA: — Þrír Tjékkar voru teknir af lífi í Prag í gær. Þeim var gefið að sök, áð þelr hefðu stofnað til vandræða í hergagnaverk- smiðju, með það fyrir augum að draga úr hergagnafram- leiðslunni. 4 jspfinskum skipum stkt: :r3 Flotamálaráðuneytið í Was- hington tflkynti í gær- kvöldi, að amerískir kafbátar hefðu sökt fjórum japönskum skipum og laskað önnur þrjú. Skipin, sem sökt var, voru: tundurspillir, stórt flutninga- skip, kafbátaspillir, verslun- arskip. Skipin sem voru löskuð: beitiskip, eitt stórt flútninga- skip og eitt verslunarskip (sennilega sökt), Ekki er getið um það í til- kynningunni, hvar skipin voru, er þeim var sökt. Reuter. Innrás bandamanna í Evrópu í sumar Marshall og Hopkins í London að ræða innrásarfyrirætlanir New York, laugardag. FRJETTIR, sem borist hafa síðustu daga frá London og Washington hafa vakið umtal og blaðaskrif um, að hlutverk Harry Hopkins, fulltrúa Roosevelts og George Marshalls yfirforingja her- foringjaráðs Bandaríkjahers, sem nú dvelja í London, sje að ræða fyrirætlanir Breta hvað snertir innrás á megin- land Evrópu þegar á sumri komanda. Frjettaritari stórblaðsins „New York Times“ í Was- hington skrifar um hugsanlega þátttöku Bandaríkjamanna í slíkri sókn: „Ályfetanir, sem sum blöð og almenningur hafa dreg- ið í þessu máli, bæði hjer og í Bretlandi um að Banda- ríkjamenn ætli að senda herlið til innrásar í Evrópu, hefir ekki hlötið neina staðfestingu hjer í höfuð- staðnuxri.“ Blaðamáðurinn endar grein sína með þeirri ályktnn, að lík- légt megi teljast að Bretar færu meðal annars fram á mikla flotastöð frá Bahdaríkjunum áður en þeir gengju inn á að gera tilráun til innrásar á meginlandið. FRUMKYÆÐIÐ EKKI LENGUR ÞJÓÐVERJA. Hernaðarsjerfræðingur Reuters frjettastofunnar í London segir: „í fyrsta sinn síðan stríðið hófst er útlit fyrir, að þýska her- stjórnin sje neydd til að geta sjer til hverjar fyrirætlanir banda- menn sjeu. Yfir Þjóðverjum vofir nú sú hætta, að þeir geti ekki lengur átt frumkvæðið að hernaðaraðgerðum. Koma þeirrá Hopkins og Marshalls til London og viðræður þeirra við starfsbræður þeirra hjer, munu sennilega vekja umtal og heilabrot, sem líkja má við, er þeir Hitler og Mussolini voru að þinga í Brennerskarði forðum. Ef ekki kemur eitthvað sjerstaklega slæmt fyrir á næst- unni, þá verða bandamenn hernaðarlega sterkari en Þjóðverjar og bandamenn þeirra. Það er ekkert líklegra en að bandamenn hafi aðstöðu til að eigá frumkvæðjð að næstu hernaðaraðgerðum, engu síður en öxulríkin. UM TVENT AÐ VEUA. Það verður ekki annað sjeð en að Rauði herinn hafi síðast- iiðna viku hrifsað tii sín frumkvæðið á Briansk og Kharkovvíg- stöðvunum. Hinn vaxandi herstyrkur bandamanna í Vestur-Evrópu mun neyða öxulríkin til að gera annað tveggja: að styrkja varnir sínar í Vestur-Evrópu. En það verður ekki gert nema með því, að draga burtu varalið, sem ætlað var til vorsóknarinnar á austurvígstöðvunum, eða að hætta á að verja vesturiandamærin með tiltölulega veikum her. Cripps fer von svikinn heim frá Indlandi Gerði alt, sem var i mannlegu valdi að gera“ IR STAFFORI) CRIPPS heldur heimleiðis til Englands í dag —■ vonsvikinn. Tillöguin hans var hafnað í Indlandi, en þó er talið að ferða- lag hans hafi ekki verið með öllu árangurslaust, þar sem hann hafi lagt grundvöll að samkomulagi um Indlands- málin í framtíðinni, Churchill forsætisráðherra sendi Sir Stafford Cripps éftirfarandi skeyti í gær: ^ „Þjer hafið gert alt, sem var á mannlegu valdi áð gera. Seigla yðar og langlundargeð sýnir, að það vár einlægur viljí Breta að ná samkomulagi: Þrátt Fyrir að yður varð ekki að von- um yðar. hafið þjer lagt fram yðar stóra skerf til sameiginlegra áhugamála og grundvöllurinn hefir verið lágður »f framtíðár- þróun hinna indversku þjóða“/ RÆÐA CRIPPS. Sir Stafford hjelt ræðu í útvarp til Indverja í gærdag. — í ræðu sinpi harmaði hann það mjög, hvernig þessum málum hefði lyktað og sagði, að sem einlægum vini Indlands. tæki það sig sárt, að Indverjar skyldu hafa látið þetta tækifæri, til að fá fyll- komið sjálfstæði fyrir Indland óhötað. Japanar mistu 5000 manns við Tnungoo (Frá einkafrjettaritara Reuters í Burma). Japanar náðu ekki borginnj Toungoo á sitt vald fyr en þeir höfðu mist 5000 hermenn. Kínverjum og Japönum lenti ekki saman í Burma, fyr en þ. 19. mars. Það var við Pyu-ána, fyrir sunnan Toungoo. Þarna hrundu Kínverjar sex stórárás- um Japana. Loks tókst Japönum að um- kringja kínverska herinn í Toungoo á þrjá vegu og hófu stórsókn. En Kínverjab hófu ekki skothríð fyr en Japanar vöru komnir rjett að borginni og þá strádrápu þeir japnösku hermennina í hrönnum. Kínverjar fengu fyrirskipun um að hörfa frá borginni þann 28. mars, en Japanar voru þá evo örmagna og höfðu beðið svo mikið manntjón, að þeir fóru ekki inn í borgina Toungoo fyr en næsta dag. Sir Stafford ræddi síðan hin- lar ólíku skoðanir, sem ríktu meðal iiidverskra stjórjnmála- manna. Einhvern veginn og einhvern tíma, sagði ræðumaður, kemúr að því að indverska þjóðm sam- leinast um málefni sín og hags- munamál. Það væri sörglegt, að leiðtog- ar Indverja skyldu ekki geta komið sjer saman, nú er óvin- urinn Væri við hlið Indlands. Menn. gætu verið ósammála um margt, en eitt hlytu allir að vera sammála um, að frelsi .sínu næðu Indvérjar ekki undir hand leiðslu Japána. Japanar lofuðu að visu gulli og grænum skóg- um, ef Indland vildi gefast upp fyrir þeim, en dæmin frá Kína síndu best, hvað biði Indverja, ef Japanar næðu á þeim tök- um. Bretar og Bandaríkjamenn myndu leggja sig alla fram til að hjálpa IndverjUm til að verja land sitt. Sir Stafford ræddi um það, hversvegna Bretar hefðu ekki getað gengið að öllum kröfum Indverja nú þegar.Krafist hefði verið breytinga á stjórnar- skránni nú þegar. Slíkt væri með öllu ómögulegt, eins og sakir stæðu vegna ófriðarins. Það, að fá indversku flokk- upum algera stjórn landsins, án íhlutunar varakonungsins, eða bresku stjórnarinnar, myndi ekki þýða annað en að ríkis- stjórn tæki við stjórn landsins, §em ekki væri ábyrg gagnvart neinurr. nema sjálfri sjer. SanflH kölluð einræðisstjórn. Hlutur minnihlutaflokkanna —- 90 mil- jón manna -— væri fyrir borð borinn, en breska stjórniri hefði einmitt gefið ákveðin loforð um að vernda rjett þessara minní- hluta. flokka. Cn'pps flutti úr éinkabústað smum í gær og til hallar vara- 3>onungsins, þar sem hann dvel- ur, þar til hann fer frá Ind- landi í dag. Allsherjarnefnd Kongress- flokksins var á fundi x Nýju Delhi í gær.Var það einn lengsti fundur, sem nefndin hefir nokkru sinni haldið. Ákveðið var á fundinum að kalla saman fulltrúanefnd Kongressflokks- ins til fundar í Allahabad dag- ariá 29. ok 30. apríl n.k. Alls herjarnefndin kemur þar sam- an til fundar þann 28. þ. m. Gandhft svarar „Spyrjið forseta Kongress- f!okksins“, var svar Gandhis, er blaðamaður frá Reuter frjetta- stofunni spurði hann um álit hans í dag. Gandhi mun ekki sitja full- trúafundjnn á Allahabad um mánaðamótin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.