Morgunblaðið - 12.04.1942, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.04.1942, Blaðsíða 3
iU RU U N BLAÐIÐ Sunnudagur 12. apríl 1942. Frá leikskólanum í Tjarnarborg. Þörfin kallar á vaxandi starfsemi Sumargjafar Frá aðalfundi fjelagsins i dag A ÐALFUNDUR Bamavínafjelagsins Sumargjöf verður haldinn í Kaupþingssalnum kl. 2 í clag. Þar verður rætt um starfsemi fjelagsins á liðnu ári og framtíðarfyrirætlanir. t gær átti blaðið tal við ísak Jónsson kennara og spurði hann hvað markverðast væri að segja um starfið síðasta ár. - Hann komst að orði á þessa ieið: 8 Vígsla flokksbeimilis Sjálfslæðismanna i Hafnarfirði F JÖLMENNI mikið var samankomið við vígslu hms nýja flokksheimilis Sjálfstæðismanna í Ilafnarfirði í gæi'kvöldi. Þetta er í fyrsta skifti, sem fjéiág okkar hefir starfað óslit- ið alt árið. Markar þetta tíma- mót í æfi fjelagsins. Höfum við nú fengið mun betrí starfsgrund völl en áður, síðan við fengum hið nýja hús Tjamarborg. En reynslan hefir sýnt, að þörfin fyrir fjelagið og starf- semi þess fer vaxandi með ári hverju. Hún kallar á ný verk- efni til úrlausnar. Sem stendur höfum við tvö barnaheimili, í Tjarnarborg og Vesturborg. En starfsemin er fjérskift. 1 Tjarnarborg eru 3 deild- ir, vöggustofa, dagheimili og leikskóli. Vöggustofan er ný starfsgrein. Hún er á efri hæð Tjarnai borgar. Þar er rúm fyr- ir 16 ungbörn. En eftirspurnin eftir plássi þar er mikið meiri. í vöggustofuna eru teknir hvítvoðungar. Yngstir hafa þeir komið bálfsmánaðar gámlir, beint frá fæðingardeild Lands- spítalans. Þar geta börnin verið til tveggja ára aldurs. Á neðri hæð hussins er og dagheimíli fyrir 3-7 ára börn, er þar fá fæði og eru þar frá kl. 9—6. En auk þess er þarna leik skóli fyrir börn. Eru þau þar 2 —3 klst. á dag. í Vesturborg er svo vistheim- ili fyrir böm 3—10 ára. En tak- ið eftir. Þarna er autt aldurs- bil. Okkur vantar nýja starfs- deild. þar sem börn geta verið sem eru 2—3 ára, sem eru of stálpuð til þess að vera í vöggu- stofu, en of ung til þess að vera á vistheimili með sjer eldjrí bÖrnum. Þau þurfa að vera út af fyrir si.g. En auk þess þjt'fti að vera í bænum dagheim'Ii fyrilr hvít- voðunga, einskonar vöggustofa, þar sem mæður gætu komið ung börnum sínum til gæslu og um- onnunar. meðan þær sinna sín- um daglegu störfum. Jeg vona, að þessar nýju starfsdeildir komist á fót, segir ísak. Vinsældjr Sumargjafar fara vaxandi. Skilningur manna á þörfinni fyrir þenna fjelags- skap hefir aldrei verið meiri en nú. Fjelagsmönnum hefir fjölg- að á árinu um 111. Alls eru fje- lagsmenn nú 666. Kostnaður við reksturinn er nú orðinn allmikilL Brúttóút- gjöld fjelagsins urðu síðastlið- Ið ár alls um 94 þús. kr. Við- hald og umbætur fasteágna námu um 17 þús. krónum, þar með talin húsgögn og áhöld í Tjarnarborg. Af kostnaði heim- 1 ilanna jgreiddu aðstandendur Sfeáfeþingill Eggert Giffer skákmeistari Islands Síðasta umferðín í Skákþingi íslendinga var tefld í gær- kvöldi, og iórn leikar þannig: { meist.araflokki; Eggert íGilfer og Óli Valdiinarsscn jafntefli. Jó- hann Snorrason >g Sturla Pjeturs- son .jafntefli. Pjetur Guðmunds- j son og Jóhann L. Jóhannesson jafntefli. Margeir Stemgrímsson vann Guðmund Bergsson og Krist- ján Sylveríussen vann Sigurð Gissuraraon. TJrsLt í meistaraflokki urðu því þau, að Eggert Gilfer vann nú skákmeistaratign íslands í 9. skifti. Hlaut hann 7 vinninga. Óli Váldimarsson fjekk 6%> Jóhann Snorrason 6, Kristján SylveríuSí son 6, Sturla Pjetursson 5%, Mar- geir Steingrímsson 4, Jóhann L. Jóhannesson 33/2. Pjetur Gúð- muridsson 3, Sigurður Gissurarson 2 og Guðmundur Bergsson iVá- Verðlaunum verður úthlutað í Fjelagsheimili verslunarmauna kl. 2 í dag. Framhaldsaðalfundur fríkirkju- safnaðarins í Reykjavík er í'fíí- 1 kirkjunni í dag kl. 14. Bryggjan áÆgis- garði fullgerð 1. maí Framlenging á kola* bakkanum Umlanfarna mánuði hefir ver- ið unnið að því að gerá bryggjupláss austan á Ægisgarði. IJm 100 metrar af því bólvirki eru nú fullgeroir, og verið að vinna við næstu 25 metra, en síðasti kaflinn á að vera fullgerður seinan í vor. Þá verður þarna nýtt bólvirki 145 metra að lengd. Eykst lijer talsvert bryggju pláss hafnarinnar. Næstu daga verður byrjað á bólvirldnu, sem á að koma í fram- lenging af kolabakkanum. Þar kemur 70 metra bólvirki, er verð- ur fullgert í sumar. Miklum föfum hefir það vald- ið fyrir togara á þessari vertíð, hve þröngt, hefir verið í höfninni. En þess er vænst,, að ameríska herstjórnin stuðli að því, að pláss- leysi í höfnínni tefji ekki fisk- veiðar framvegis. Varlegra að birgja sig aí kartöfiom Annars geta þær farlö forgörönni Kartöflutippsk era var í fvrra- haust með mesta móti, sem kuunugt er. Hún var svo mikil, að talið var víst að hún meira en nægði neysluþö.rf landsmanna. Þessvegna var talsvert selt af kartöflum til setuliðsins. Enn eiga bændur víða um land óseldar kartöflur frá í fyrra- haust. En ekki er gerlegt að vita ineð neinni vissu, hve miklu birgð- iv þessar nema. Þó má telja víst, að þær sjeu nægilegar til neyslu handa þjóðinni fram að næstu uppskeru. Eu bændur, sem kartöflur eiga nú, geta ekki verið vissir um, að þeir fái markað fyrir þenna jarð- argróða sinn til manneldis. Eitt- hvað kann að verða afgangs um- fram það, sem þarf til matar. Og ef bændur fara að óttast um, að brenna inni með kartöflur frá í fyrra, er hætt við að þeir grípi til þess fyrir vorið að nota þær til skepnufóðurs. Því væri æskilegt, að verslanir og þeir aðrir, sem enn þurfa að kaupa nokkuð verulegt af kart- öflum í vor og sumar, dragi ekki lengi að tryggja sjer þessi kaup. Því illa væri farið, ef kartöflur yrðu notaðar í vor handa skepn- um og af því stafa,ði svo kartöflu- skortur til manneldis, er fram á sumarið kemur. Breska setuliðið tilkynnir. Her- æfingar fara fram þriðjudaginn 14. og miðvikudaginn 15. þessa mánaðar á svæðinu Miðdalsheiði norður að Grímmannsfelli. Við æf- ingar þessar verða notaðar ýms- ar tegundir af skotvopnum. Veg- inum frá Geithálsi til Þingvalla verður lokað á méoan á æfingun- sténdur. 2,500,000 fslensKar kíúnur greiddar her- mönnum hjer ð einum mánuöi Amerískir hermenn í setulið- inu hjer, fá laun sín greidd í íslenskum krónum, eða þann hluta launanna, sem þeir óska að taka út hjer. í marsmánuði var hermönnunum greiddar kr. 2,500,000 í íslenskum pening- um. Frá þessu er sagt í blaði ame- xúska setuliðsins ,,The White Falcon“, sem út kom í gær. Þar er sagt, að þetta sje hæsta upp- hæð, sern greidd hafi verið í laun til hermannanna hjer á einum mánuði. Hjer koma ekki öll kurl til grafar hvað snertir launa- greiðslur til setuliðsmanna. — Upphæðin er mikið hærri, sem greidd er til setuliðsins. Hjer er aðeins um að ræða það, sem þeir fá borgað í íslenskum krón- um, en margir láta herinn ann- ast fyrir sig peningasendingar heim til ættingja og vanda- manna. Það er heldur ekki víst, að amerískir hermenn eyði öllu þessu fje hjer á landi því marg- ir skifta íslenskum krónum aft- ux í dollara, sem þeir 'senda heim í póstávísunum. einnig gegnum herinn. „The White Falcon“ birtir all langa grein um þessar launa- greiðslur og segir ítarlega frá mönnum þeim, sem myndir eru af á íslenskum peningaseðlum, Jóni Sigurðssyni forseta og Jóni Eiríkssyni. Er getið æviatriða þessara manna 'í greininni og starfi þeirra fyrir íslands og Is- lendinga. Á sama hátt er skýrt hversvegna myndir eru af Gull- fossi, fjárhóp og Vestmanna- eyjahöfn á peningaseðlunum. Greininni lýkur með þessum orðum: „Þannig getur hermaðurinn sjeð á launum sínum myndir, er tákna aðalframleiðslu lands- manna, mestu menn þjóðarinn- ar, sem eiga beinan þátt í nú- verandi íslenskri menningu, og hin andstæðu náttúruöfl, sem skapa ísland. . . . Ameríski hermaðurinn mun kunna að meta það, sem á bak við þessar tá3cnmyndir hins fyrsta ameríska lýðveldis ligg- ur“. Blóðgjafasveit skáta í Reykja- vík heldur aðalfund sinn annað kvöld kl. 9 í Vonarstræti 4. Þór- arinn Guðnason læknir mun flytja þar erindi um blóðgjafir. Þá fara fram aðalfundarstörf og að lokum sameiginleg kaffidrykkja. Bjarni Snæbjörnsson alþm. setti samkomuna og gerði grein fyrir hús-málinu. Ilúsið kostaði 40 þús.. en breyt- ingar á því kostuðn 30 þús. Rjeði Júlíus Nýborg skipasmiður breyt- ingum innan hiiss og er þar öllu einkar haganlega fyrir koxnið. Bj. Snæbj. lýsti .eiimig flokks starfseminni og hvað starfið- yrði ijettara með húsinu. Þakkaði hanu öllum, er unnið höfðu að fram- gangi þessa nytjamáls. Næstur t.alaði Jakob Möller fjár málaráðherra. Hann þakkaði' Hafnfirðingum f. h. miðstjói’nar Sjálfstæðisflokksiiis fvrir framtak þeirra og dngnað. Sagði hann, að ef Sjálfstæðismenn í Reykjavík væru eins framtakssamir og Hafn- firðingar, ættu þeir að reisa hús fyrir 700 þús. kr. Frú Rannveig Vigfúsdóttir for- maðnr „Vorboðans“,, fjelags Sjálf- stæðiskvenna í Hafnarfirði flutti kveðju frá „Vorboðanum“ og af- henti húsinu að gjöf vandað píanó. Gísli Jónsson varaformaður Varðarfjelagsins í Rvík flutti kveðju og árnaðaróskir og af- henti húsinu 500 kr gjöf frá Verði. Bjarni Snæbjörnsson þakkaði gjafirnar. Margir fleiri töluðu. Meðal þeirra voru Ragnar Jónsson úr stjórn Heimdallar, frú Guðrún Pjetursdóttir úr stjórn Hvatar, er fluttu kveðjur t'rá þessum fjelög- um. Ennfremur töluðu Stefán Jónsson framkvaimdastjóri í Hf„ Jóhann G. Möller alþm., Júlíus Nýborg skipasmiður, Enok Helga- son, Gísli Jónsson, er mintist sjó- manna. Vígsluathöfnin stóð fram á nótt. Var mikið sungið og svo> dansað fram eftir nóttu. Sumardvalanefnd. Belðnir komaar fyrlr 650 bfirn Sumardvalarnefnd bafa borist- all-margar nýjar beiðnir um aðstoð við að koma börnum til dvalar í sveit næsta sumar. Samkvæmt upplýsingum, er Gísli Jónasson yfirkennari ljet Morgunblaðinu í tje í gærkvöldi, hafa nefndinni, síðan skrifstofan var opnuð í Miðbæjarskólanxun, borist beiðnir fyrir 160 einstök börn og 60 börn í fylgd með mæðr um, sem eru 28. — En áður hafði nefndinni borist beiðnir fyrir um. 430 hörn. Skrifstofan tekur á móti beiðn- um til 19. þ. m„ svo biíast má við, að enn bætist stór hópur við. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.