Morgunblaðið - 16.04.1942, Page 3
Fimtudagur 16. apríl 1942.
mtKfaiNBUOit)
3
66 f jelagar Bandalags ísl. listamanna
senda Alþingi skorinort ávarp
Ut af vítaverðu fram-
ferði Mentamálaráðs
AVARP það til Alþingis, frá Bandalagi ísl. lista-
manna, er hjer birtist, var sent Alþingi í
gær. ■ .
Forsaga málsins er í fám orðum þessi:
í fyrra sendu 14 myndlistamenn ávarp til þingsins,
þar sem gagnrýnd var starfsemi Mentamálaráðs, einkum
kaup þess á listaverkum. Þá hafði stjórn myndlistadeildar
Bandalagsins tal af mentamálanefnd neðri deildar og bar
fram þá ósk, að nefndin beitti sjer fyrir því, að lögunum
um Mentamálaráð yrði breytt. Það m. a. trygt að í Menta-
málaráði ætti sæti einn maður er hefði sjerþekkingu á
myndlist, er annaðist kaup á listaverkum fyrir ríkið.
Mentamálanefndin taldi torvelt að gangast fyrir lagabreyt-
ingu að því sinni, en skrifaði Mentamálaráði brjef, þar sem hún
lagði til, að Mentamálaráð tæki sjer ráðunaut í þessum efnum.
Síðan var þögn um þetta mál, og ekkert -í því gert þangað til
forinaður Mentamálaráðs, Jónas Jónsson, hóf blaðaskrif um málið,
þar sem hann telur kröfur listainanna um að maður með sjerþekk-
ingu á myndlist komi til greina við myndaval, sje ofsókn á hendur
Mentamálaráði.
Var þá sýnt, að taka þurfti þetta mál upp að nýju. Var
fundur haldinn í Bandalagi ísi. listamanna og ákveðið að stjórn
Bandalagsins tæki það upp og aliar deildir þess tækju þátt í þessu
máli. Er hjer málið tekið upp að nýju af öllum deildum Banda-
lagsins, með ávarpi því til Alþingis, sem hjer fer á eftir:
„Frá því Mentamálaráð var sett
á laggir, hafa ytri kjör íslenskra
lista verið allmikið komin undir
ráðsmensku þess, og þó einkum
hin síðustu ár, er Alþingi hefir
falið því nær öll afskifti ríkis-
valds af listastarfsemi í landinu
og stuðningi við hana.
Það er því engin furða, þótt
Bandalag íslenskra listmanna
telji sig starfsháttu Mentamála-
ráðs nokkuru skifta og hafi reynt
að fylgjast með þeim eftir föng-
um, en samvinna við ráðið um
þetta hefir reynst heldur erfið.
Vjer undirritaðir fjelagar í
Bandalaginu viljum nvi nefna fá-
ein atriði í þessum starfsháitum,
sem vjer teljum þess verð, að hið
háa Alþingi gefi þeim gaum.
Á síðastliðnu ári skoruðu ís-
lenskir myndlistamenn á Alþipgi,
í samræmi við fyrri tilmæli í svip-
aða átt, að hlutast væri til um,
að Mentamáiaráð tæki sjer ráðu-
naut, sem sjerstakt skynbragð
bæri á myndlist. Þessu var vel
tekið og slíkri áskorun frá
mentamálanefnd n.d. beint til
ráðsins. Þá áskorun hefir ráðið
virt alveg að vettugi. Einu áhrif
hennar urðu þau, að á árinu 1941
var engin mynd keypt af neinum
myndlistamanni. Það er samt ber-
sýnilegt, hversu brýn þörf ráðinu
er á leiðbeiningu einhvers smekk-
víss manns í þessu efni, og hefir
formaður ráðsins lýst því átak-
anlega í nýútkominni blaðagrein.
Hann játar þar, að ráðið hafi
glæpst á að kaupa myndir eftir
þrjá nafngreinda málara, en verk
„þessara náunga“ sjeu „flest —
geymd í dimmum kjallara, þar
sem þau angra ekki fegurðartil-
finningu sæmilega mentaðra
manna“(Tíminn, 26. mars 1942).
Ilreinskilnislegar er ekki hægt að
játa vanmátt ráðsins til þess að
velja myndir handa listasafni ís-
lenska ríkisins, ekki síst, þegar
þess er gætt, að fyrir einum hálf-
um mánuði hafði Mentamálaráð
enn ratað í þá ógæfu að falást
eftir myndum til kaups af Öllum
þessum þremur náungum. Vjer
vonum, að hið háa Alþingi gangi
nú fastar eftir því, að ráðinu verði
fenginn öruggur leiðbeinandi, sem
afstýrt geti slíkum slysum fram-
vegis.
Þá vill Bandalagið vekja athygli
hins háa Alþingis á því, kð sjálf-
ur formaður ráðsins, sem ætla
má, að megi sín þar ekki minna
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU
Bannað að veiða og
leggjast við akkeri
út at Seyðisfirði
LT ernaðaryfirvöldin hafa far-
ið fram á, að bannaðar
verði allar veiðar og akkerisleg-
ur skipa fyrir mynni Seyðis-
fjarðar og Loðmundarfjarðar.
Hefir ríkisstjórnin birt aug-
lýsingu um þetta í síðasta Lög-
birtingarblaði.
Bannsvæðið nær frá Dala-
tanga í línu á skerið við Álfta-
nes og siðan alllangt inn á fjörð
inn fyrir mynni Loðmundar-
fjarðar og Seyðisfjarðar.
Flugslysið:
Von um III
þriggla tiinna
særðu
■—--- ----- ----- ----------- - —— - - —*
Samtal við Guðm. Guðjónsson kaupmann:
Matvörur sem gey mast
best þurfa að vera
á boðstólum
Breskft liðsfor-
ftngftnn lálftnn
VON er nú talin til þess að
þrír hinna f jögra manna sem
slösuðust, er flugvjelin „SmyrilT*
hrapaði í fyrradag, haldi lífi, en
sá fjórði, breski liðsforinginn,
andaðist í gærmorgun.
Sigurður Jónsson flugmaður og
Rosendahl eru úr hættu, að talið
er, eli Axel Kristjánsson er enn
hættulega veikúr, en mikil vön um
að lífi hans verði bjargað.
Meiðsli Axels eru niikií. Hann
Skortur á geymslurúmi torveld-
ar dreifing mataibirgða
Formaður Fjelags matvörukaupmanna, Guð-
mundur Guðjónsson, hefir skýrt blaðinu frá,
að bæjarbúar eigi erfitt með að fylgja þeim
leiðbeiningum eða tilmælum stjórnarvaldanna, að taka út
kornvörur á núgildandi matvælaseðla.
í samtali, er blaðið átti við hann í gær, komst hann ni. a.
þannig að orði:
1 endalok síðasta skömtunartímabils, bar allmikið á því, að
fólk keypti meira en venjulega af kornmat, vegna þess, að það
átti þá óeydda seðla frá því tímabili. Hafði ekki þurft að taka
út allan sinn skamt, en vildi nota seðlana meðan þeir voru gjald-
gengir.
fótbrotnaði, handleggsbrotnaði og
einnig er talin hætta á að höfuð-
kúpan hafi brotnað. Auk fjekk
hann taugaáfall. Líðan hans var
verst í fyrrakvöld og var hann
þá alveg talinn af um tíma. Þá
var honum gefið blóð og lífi hans
bjargað með því. f gærmorgun
var líðan Axels mikið betri og
virtist fara batnandi er leið á
daginn. í gærkveldi var svo kom-
ið, að mikil von var talin tii
þess, að hann lifði. Axel hefir
yerið rænlaus síðan slysið varð.
Sigúrðui* Jónsson er mikið
meiddur, þó hann sje talinn úr
lífshættu. Hann kjálkabrotnaði og
sennilega ef hann rifbeinsbrotinn
og mjaðmabrotinn og illa skorinn
á höfði, Iíann fjekk og taugaá-
fall. Sigurður svaf í gærdag og er
líðan hans mjög eftir vonum.
Rosendahl fótbrothnaði, kjálka-
brotnaði og slasaðist á höfði. Hann
var sá eini, sem -strax á fyrsta
degi fjekk nokkra rænu.
Agnar Kofoed Hansen lögreglu-
stjóri, sem er, eins og kunnugt er,
tengdasonur Axels Kristjánsson-
ar, héfir stöðugt verið'í sambandi
við sjúkrahúsið og lækna þar. í
stuttu viðtali við Morgunblaðið í
gær ljet lögreglustjóri í ljós á-
nægju sína með þá sjerstaklega
góðu aðbúð og hjúkrun alla, sem
hinir særðu menn hafa hlotið á
sjúkrahúsinu.
Læknar sjúkrahússins eru lir
flugliðinu breska og hafa þeir
allir mikla reynslu við lækningu á
særðum mönnum og hafa sjer-
staklega góð tæki og aðbúnað,
hvað snertir lækningu og meðferð
manna, sem fengið hafa taugaáfall
og slasast mikið. Sagði lögreglu-
stjóri að það þyrfti ekki læknis-
fróðan mann til að sjá að alt
væri gert, sem hugsanlegt væri,
til að hjúkra hinum særðu mönn-
um hið besta.
Skattamálin
koma úr nefnd
Fjárhagsnefnd neðri deildar
hefir skilað áliti um tekju-
og eignaskattsfrumvarpið. Nefnd-
arálitið er sameiginlegt og þær
breytingartillögur sem nefndin í
heild flytur, eru fáar og allar
smávægilegar.
í nefndarálitinu er tekið fram,
að þeir Jón Pálmason og Þorst.
Briem telji „óvarlega ráðið að
afnema úr lögunum. heimild til
frádráttar á tekjuskatti og út-
svari ög að heppilegra liefði verið
að hækka skattinn með breytingu
á skattstiga“. En með því að sam-
ið hafi verið um þetta atriði milli
stjórnarinnar, telji þeir ekki þýða
að flytja tillögu til breytinga.
Haraldur Guðimuidsson hefir
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU
Átta ára drengur
slasast
að slys vildi til í gærmorg-
un um klukkan 11,30, að 8
ára gamall drengur, Árni Krist-
jánsson, Ármannssonar jVlenta-
skólakennara, varð fyrir vöru-
flutninga-„trillu“ og slasaðist
nokkuð, þó ekki stórhættulega.
Slysið bar að með þeim hætti,
að ekið var ameríkskri
dráttarbifvjel upp Hofsvalla-
götu. Aftan í bifvjelinni var
dráttar vagn og losnaði hann
aftan úr og rann upp á gang-
stjett, en þar var Árni litli fyr-
ir.
En þegar þau tilmæli til al-
mennings voru auglýst, að taka
út á nýju seðlana sem fyrst, til
þess að komvörubirgðir dreifð-
ust sem mest út á heimilin, bar
ekki mikið á því, að eftir þess-
um tilmælum væri farið.
Sannleikurinn er sá, að ákaf-
lega margar fjölskyldur hjer í
bænum hafa svo lítið og óhent-
ugt geymslupláss, að það getur
ekki geymt nema mjög lítið af
mjöliy jafnvel ekki meira en
kemst fyrir í brjefpokum í eld-
hússkápnum. En slík geymsla
hrekkur skamt, til þess að heim-
ilið birgt sig af mjölmat, og
er óhentug það sem hún nær.
Þess er líka að gæta, að hin
malaða kornvara, sem til lands-
ins flyst, þolir illa geymslu,
nema takmarkaðan tíma, fáa
mánuði. Og það er tæpa§t rjett
af okkur kaupmönnum, að örfa
fólk til þess, að kaupa kornvör-
ur til langrar geymslu, ekkl síst:
þegar við vitum, að þær geta’
legið undir skemdum á heimil-
unum í hinum óhentugu geymsl
um. Þegar svo, eftir langan
tíma, að fólk ætlar að notá vöru
þessa, og hún er ékki léhgúí'-ó-
skemd, getur það komið fyrir
að einhverjum detti í hugy að
Við höfum selt óvandaða eða
jafnvel skemda vöru.
Alt öðru máli ér að gegna
með þá matvöru, sem beinlínis
er til þess útbúin að geymast ó-
skemd. Eins og a. d. niðursoðn-
ar vörur, niðursoðið grænmeti,
þurkaðir og niðursoðnir ávext-
ir. Þetta geymist alt von úr viti,
í hvaða geymslurúmi að kalla
má sem er. Þetta vita og finna
húsmæðurnar. Og það er eftir-
spurninni eftir þessum vörum,
sem nú þarf að fullnægja, ef
heimilin eiga að vera birg með
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.