Morgunblaðið - 16.04.1942, Síða 9
Fimtudagur 16. april 1942.
_
Arni Krlitfánsioii
Hinn 9. febr. Ijest á Akureyri
Árni Kristjánsson frá Lóni,
tæplega níræðnr að aldri.
Ilann var fæddur 25. ág. 1852
að Ærlækjarseli í Öxarflrði. Paðir
hans var Kristján hreppstjóri
Árnason uinboðsmanns, Þórðarson
ar, Pálssonar frá Kjarna í Eyja-
firði; móðir Kristjáns var Jó-
hanna, dóttir Skíða-öunnars, er
bjó í Reykjadal og margt manna
er frá komið á Austurlandi. —
Móðir Árna var Sígurveig iQuð-
mundsdóttir, Árnasonar bónda í
Ærlækjarseli, og konu hans Ólaf-
ar Sveinsdót.tur Guðmundssonar
bónda á Hallbjarnarstöðum á
Tjörnesi, sem varð kynsæll maður.
Árni ólst upp hjá foreldrum
sínum í Ærlækjarseli og var hjá
þeim þar til vorið 1870 að hann
varð skrifari hjá Lárusi háyfir-
dómara Sveinbjörnsson, er þá var
sýslumaður Þingeyinga og bjó á
Húsavík. Var Árni þar í 2 ár. Á
þeim árum fæddist Guðmundur
Sveinbjörnsson skrifstofustjóri, <og
var Árni skírnarvottur hans.
Vorið 1872 kvæntist Árni Önnu
dóttur síra Hjörleifs Guttormsson
ar, sem síðast var prestur að Völl-
um í Svarfaðardal, og fóru þau
þá að búa á þriðjungnum af Ær-
lækjarseli. Þaðan fluttust þau
1875 að Lóni í Kelduhverfi og
bjuggu þar til 1907 að þau fóru
að Þórunnarseli og bjuggu þar á
móti Guðmundi syni sínum fram
til ársins 1919 að þau fluttust til
Akuréyrar og voru þar til ævi-
loka. Anna dó 4. mars 1921.
Það mun hafa verið ætlan for-
eldra Árna, að láta liann ganga
mentaveg og verða prest. Þess
vegna var honum komið 16 ára
gömlum til síra iGunnars Gunnars-
sonar, sem þá var aðstoðarprest-
ur á Sauðanesi og var hann þar
við nám í 12 vikur. Lengri varð
skólagangan eigi, en mentunar
aflaði hann sjer sjálfur, og varð
„óefað sá rit- og reikningsfærasti
maður óskólagenginn í Norður-
Þingeyjarsýslu", eins og segir í
grein um hann í „Óðni“. Hann
þurfti líka á því að halda, því
að mörg trúnaðarstörf voru hon-
um falin um ævina. Árið 1879 var
hann kosinn í hreppsnefnd og
árinu eftir hreppstjóri í Keldu-
neshreppi og gegngdi.því starfi á
meðan hann var í Kelduhverfi.
Þá var hann og kosinn sýslu-
ívefndarmaður og gengdi því
starfi jafn lengi. Amtsráðsmaður
var hann frá 1893 og þar til það
starf var lagt niður. Hann sat og
löngum í sáttanefnd og sóknar-
nefnd. Ennfremur átti hann sæti
í yfirskattanefnd, og skipaður í
Landsdóm, þegar hann var stofn-
aður. Endurskoðandi sveita og
sýslureikninga var hann langa
lengi. Hann var einn af stofnend-
um Kaupfjelags Þingeyinga fyrir
60 árum, og ennfremur Kaupfje-
lags Norður-Þingeyinga. Var hann
endurskoðandi þess fjelags frá
stofnun þess, þar til hann varð
sölu- og framkvæmdastjóri þess
1909 og hjelt því starfi um 10
ára skeið. Rækti hann öll þessi
störf af dugnaði og samviskusemi.
Seinustu 22 árin, eða frá því að
frá Lóni
hann fluttist til Akureyrar og
fram til dauðadags, var hann bók-
haldari við verslun Kristjáns son-
ar síns.
Árni var sannkallaður sveitar-
höfðingi og sýndist öllum að hlíta
ráðúm hans í hvívetna. Hann var
glæsimenni í framgöngu, kurteis
jafnt við háa og lága, og framúr-
skarandi dagfarsgóður á heimili.
Höfðingi var hann heim að sækja,
og manna ræðnastur og glaðvær-
astur við gesti sína. Hverjum
manni var hann hjálpsamari og
leysti hvers manns vandræði.
Hann var fjölhæfur að gáfum,
og honum ljek alt í höndum, því
að hverjum úianni var hann verk-
lagnari. Hann vaj- afburða sjó-
maður og skytta, vefari og sláttu-
maður, og smiður góður. Skrifari
var hann með afbrigðum, og gaf
fjölda barna forskriftabækur.
Kennir enn áhrifa hans á skrift
inargra þar norður frá.
Ilann var bókhneigður og las
feikna mikið um dagana. Var
hann mjög hlyntur mentun al-
þýðu, og er það eitt dæmi „þess,
að þegar er hann var orðinn for-
ráðamaður sveitar sinnar, rjeði
hann þangað Guðmund Hjaltason
til að hafa á hendi barnafræðslu
og var iGuðmundur kennari þar í
mörg ár. Voru Keldhverfingar því
á undan mörgum öðrum í þeim
efnum.
Árni var maður fríður sýnum
og höfðinglegur fram á elliár. Var
hann alla ævi heilsuhraustur og
kendi sjer vart meins fyr en nokkr
um dögum áður en hann dó. Og
óskertum gáfum og minni hjelt
hann til síðustu stundar. Má alveg
sjá það á mynd þeirri, er hjer
birtist, og tekin var af honum
skömmu áður en liann dó.
Tveir synir hans eru á lífi,
Guðmundur póstur og Kristján
kaupmaður, báðir á Akureyri.
Það er gott að ganga til hvílu
eftir langan og viðburðaríkan
starfsdag, og skilja eftir orðstír,
sem aldrei deyr. Svo er um Árna
frá Lóni.
Frændi.
Agúst Th. Blöodal
Asíðastliðnum vetri andaðist
Ágúst Th. Rlöndal, sýslu-
skrifari á Seyðisfirði, nálega sjö-
tugur að aldri.
Sýsluskrifarastarfið er fjöl-
breytt og mikilsvarðandi starf í
þjóðfjelagi voru. Þarf góða hæfi-
leika tli þess að leysa það veru-
lega vel af hendi. Annarsvegar að
inna af hendi vandasöm verk
fvrir yfirinenn sína og hinsvegar
að greiða fyrir málefnum sýslubúa
á sem hagkvæmastan hátt.
Ágúst var einn af þessum gömlu
góðu sýsluskrifurum, sem lagði
alla sína krafta fram, til þess að
leysa vel af hendi starf sitt. Endi
mun honum hafa tekist það, þótt
strangar kröfur væru gerðar. —
Ágúst gekk í Latínuskólann, en
hætti námi og gjörðist sýsluskrif-
ari hjá föður sínum, Blöndal sýslu
manni á Kornsá. Hann varð síðan
sýsluskrifari nálega alla æfi, fyrst
í Húnavatnssýslu, þa.r næst í
Strandasýslu og síðan á Seyðis-
firði; fyrst hjá Jóliannesi Jó;
hannessyni' bæjarfógeta, mági sín-
um, nokkur ár, en síðar, nálega
20 ár, hjá Ara Arnalds bæjarfó-
geta. — Ágúst Iiafði framúrskar-
andi fagra rithönd. Einhverju
sinni var deilt um það í Stjórn-
arráðinu, hver sýsluskrifaranna á
landinu hefði fegursta rithönd.
Deilan, (þótt ekki væri hún al-
varleg), var leyst með þriggja
manna nefnd. í nefndinni voru
Eggert Briem, Indriði Einarsson
og Klemens Jónsson. Úrskurður
Nokkur minningarorð
um Jóhann Þórðarson
Fyrir nokkrum dögum síðan
barst frá útlöndum andláts-
fregn Jóhanns Þórðarsonar.
Hann var sonur hjónanna
Jóhönnu Eiríksdóttur og Þórð-
ar Jóhannssonar, sem allan
sinn búskap hafa verið á Lauga
veg 92 hjer í bæ. Átti Jóhann
þar heima allan sinn aldur, að
undanskildum 2 árum, sem hann
hefir dvalið í Kaupmannahöfn.
Jóhann var fæddur 3. júlí 1919
og var hann því 22 ára, er hann
ljest 20. febrúar s. 1.
Hann er dáinn hann ,,Jói“,
en svo var hann jafnan kallaður
meðal ættingja og vina. Þessi
prúði og myndarlegi piltur, sem
með hógværð og snyrtimensku
sinni, vann traust allra, sem
hann umgekst.
Við skiljum ekki þann skapa-
dóm, þegar menn á besta ald-
ursskeiði hverfa svo fljótt sjón-
um vorum, og við spyrjum
sjálfa oss, hvers vegna þurfti1
einmitt hann að falla svo fljótt,
en það stoðar ekki að spyrja,
því eina svarið verður þetta, er
hann, sem öllu ræður, gaf: „Nú
skilur þú ekki það, sem fram
við þig kemur, en seinna munt
þú skilja það“. j
Jóhann heitinn sigldi til Hafn
ar, eins og fyr segir, fyrir 2 ár-
um, og hugðist hann að full-
numa sig í garðrækt, svo sem i
hugur hans hneigðist til. Þetta'
nám varð ekki langt, því nokkru
eftir að hann kom til Hafnar,
fekk hann meinsemd í annan
fótinn, með þeim a|lei$ingum
að fótinn varð að taka af hon-
um um mitt læri. Þetta virtist
þó ætla að ganga vonum fram-!
ar, og eftir að hann var laus af I
sjúkrahúsinu, hugðist hann
með óbilandi kjarki og vilja-
festu að taka fyrir annað nám,
sem skapaði honum heppilegri
lífsskilyrði. Þessi von náði ekki
að rætast.
Hver dauðaorsökin hefir ver-
ið er ekki kunnugt, en trúlegt
er að meinsemdin hafi tekið sig
upp, og hefir hann nú, fjarri
ættingjum og vinum, orðið að
lúta valdi dauðans. Við beygj-
um höfuð vor, með innilegri
þlutjtekningu til systkiiiía ættt^
ingja og vina hins látna og biðj-
um huggunar og blessunar for-
eldrunum, sem þráðu svo mjög
að hafa nánara samband við
soninn elskulega, í hans erfiðu
raun.
Nú hefir hann kvatt þennan
heim. Við horfum yfir hafið,
það hyllir undir land. Sann-
færð um það, að hann í gulln-
um geislum, þess lands, hefir
fundið, meðal horfinna vina,
þau blóm, sem hann þráði og
leitaði að hjer á vorri jörð.
M. S.
þeirra ldjóðaði svo: Fegurst rit-
hönd Ágústs, en læsilegust rithönd
Benedikts frá Auðnum.
Ágúst var fríður yfirlitum, snar
leg aúgu, liðugur í hreyfingum,
enda leikfimismaður á yngri ár-
um. Hann hafði jafnan góða skap-
gerð, gat verið nokkuð ör, og var
hreinn og beinn, hver sem í hlut
átti. Hann var hrókur alls fagn-
aðar, söngelskur og söngmaður
góóður á yngri árum.
Ágúst var kvæntur Ólafíu Theó-
dórsdóttur fré Borðeyri, mestu
ágætiskonu, sem andaðist fáum
árum á undan honum. Var heimili
þeirra friðsamlegt, prýðileg um-
gengni. Gestrisnin ríkti þar, þótt
erfiðar ástæður væru, því sýslu-
skrifarastarfið var illa launað
framan af, alt til 1920. — Þau
lijón eignuðust mörg. börn, öll
FRAMII. Á BLS. 10.
Sólveig Björnsdóttir
frá Grafarholti
Hún ljest eftir langa og erf-
iða sjúkdómslegu 2. jan. s. 1.
: Sólveig var fædd í Reykjavík
18. nóvember 1886.
Foreldrar hennar voru þau
merkishjónin Björn Bjarnarson,
hreppstjóri í Grafarholti og
kona hans Kristrún Eyjólfs^
dóttir, bónda og hómópata
Þorsteinssonar að Stuðlum í
Reyðarfirði og síðari konu hans
Guðrúnar Jónsdóttur Pálssonar
gullsmiðs, Sveinssonar prests í
Goðdölum.
En foreldrar Björns eldra í
Grafarholti voru Björn Eyvinds-
son bóndi í Vatnshorni í Skorra-
dal og Sólveig Björnsdóttir.
prests á Þingvöllum. Var Sól-
veig heitin eftir föðurömmu
sinni.
Barn að aldri fluttist hún með
foreldrum sínum að Reykjakoti
í Mosfellssveit og þaðan að
Gröf í sömu sveit. Eftir aldamót
in bygði faðir hennar Grafar-
bæinn á nýjum stað nær alfara
vegi og vatnsbóli og nefndi
hann þá Grafarholt. En við
þann stað var Sólveig af kunn-
ingjum kend æ síðan.
Við þennan stað tók hún
miklu ástfóstri. Þar lifði hún
fegursta skeið æfinnar í hópi
ungra systkina, glaðra fjelagra
og vina. — Og lífið var henni
örlátt. Hún var kona fríð sýnum
vel á sig komin, hög svo af bar,
vinföst og trygg í lund.
Ung stundaði hún nám í
Kvennaskólanum í Reykjavík,
FRAMII. Á BLS. 11,