Morgunblaðið - 16.04.1942, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 16. aorfl 1942.
Frú Martha G. Þorvaldsson
Nokkur minningarorð
Frú Martha Guðrún Þorvalds-
son, læknisekkja frá Hest-
eyri andaðist á Landspítalanum
þann 24. febrúar s. 1. Hún var
jarðsungin frá dómkirkjunni
þann 5. þ. m.
Frú Marta sáluga var fædd
á Patreksfirði þann 2. des. 1875
Foreldrar hennar voru merkis
hjónin Sigurður Baehmann
kaupmaður á Patreksfirði og
fyrri kona hans Marja Guð-
björg Eiríksdóttir. Frú Martha
var elst af 6 börnum þessara
hjóna, en móður sína mistu þau
20/9 1883.. Þá var elsta dóttir-
in 8 ára, en yngsta dóttirin að
eins hálfs mánaðar gömul. Af
þessum börnum lifa nú 3 systur,
frú Ingileif kona Ólafs Böðv-
arssonar, kaupmanns í Hafnar-
firði, frú Sigríður Snæbjörnsson
ekkja Jóns Snæbjörnssonar,
símstjóra á Patreksfirði og frú
Marja kona Hallgríms Jónas-
sonar, kaupmans í Reykjavík.
Af systkinunum voru dáin á
undan Mörthu, Málfríður kona
Lárusar sál. Lárussonar, gjald-
kera við Rafveitu Reykjavíkur
og Jón Bachmann, sem andaðist
á besta skeiði aldurs. Sigurður
kaupmaður Bachmann kvæntist
í annað sinn 1885 Jóhönnu
Eggertsdóttur. Sonur þeirra er
Eggert Bachmann, bankastarfs-
maður hjá Landsbankanum í
Reykjavík. Frú Jóhanna sál.
Bachmann reyndist stóra stjúp-
barna hópnum ágæt móðir,
enda var Bachmanns heimilið
á Patreksfirði mesta myndar-
heimili, þar sem jöfnum hönd-
um var lögð rækt við að göfga
og glæða hið góða í hugsun og
breytni æskulýðsins, sem og að
\eita barnahópnum þá fræðslu,
er þá voru frekast tök tíl. Þar
var t. d. haldinn héimiliskennari
ár eftir ár, sem þó var fremur
fátítt í þá daga.
Frú Martha sáluga Þorvalds-
n bar alla sína tíð, bæði í
hugsun og starfi, glöggan blæ
þess uppeldis, er hún fjekk í
æsku. Hún mun hafa verið nokk
uð innan við tvítugt, er hún fór
utan til þess að afla sjer frekari
mentunar, en eftir heimkomuna
fjekst hún við kenslustörf í
nokkur ár, og ávann sjer við
það starf mjög trausta vináttu
þeirra, er hún best kyntist.
Árið 1902 giftist frú Martha
Jóni sáluga Þorvaldssyni, lækni
á Hesteyri. Þar var svo hennar
aðaldagsverk unnið. Hún var
þar læknisfrú í 31 ár, eða til
ársins 1933. Þar eignaðist hún
með góðum manni ágætt heimili
sem í einu og öllu sýndi mentun
og grandvarleikþesara merku
hjóna. Á Hesteyri var Martha
sáluga mjög ýinsæl en þó af
engum vinsælli en þeim, sem að
einhverju leyti áttu um sárt að
binda.
Þau hjónin Jón læknir og
Martha eignuðust ekki börn, en
þau ólu upp 2 fósturböm, —
Högna Björnsson lækni í Dan-
mörku, systurson Jóns og Huldu
Jónsdóttur, systurdóttur frú
Mörthu, nú konu Högna læknis.
Árið 1933 ljet Jón sálugi
Þorvaldsson af embæcti Hann
var þá tæpra 66 ára gamall og
hafði þjónað þessu afskekta og
erfiða læknishjeraði í 32 ár Um
vorið fluttu þau hjónin alfarin
frá Hesteyri til Reykjavíkur.
Bæði voru þau þá glöð og hraust
og hlökkuðu til þess að geta not
ið efri áranna í návist vina og
ættingja, enda var hjer um
mikla breytingu að ræða, þar
scm flutt var frá Hesteyrarhjer-
aði til Reykjavíkur. Þetta fór
nú mjög á annan veg en til var
hugsað. Jón læknir dó þ. 3. júlí
1933, örfáum dögum eftir að
þau hjónin komu suður. Yið
andlát Jóns brast sá meginþátt-
ur í lífi Mörthu sálugu, að hún
fjekk þess ekki bætur. Hún var
velkomin til fósturbarna sinna,
en hún var þar samt ekki nema
tíma og tíma í senn. Hún varð
smátt og smátt meira einangruð
á heimili sínu Laugavegi 43, en
hún hafði nokkru sinni áður
verið á æfinni, einkum eftir að
fósturbörnin fluttu til Danmerk
ur. Nokkra trygga vini og syst-
ur átti hún, þar sein hún var á-
valt velkomin, en þeirra naut
ekki sem skyldi, af því að hús
hennar var afskekt. Heilsan fór
þá einnig að bila og var hún
síðustu árin, sem svipur hjá
sjón.
Frú Martha sáluga var fríð
sýnum og virðuleg í viðmóti, en
jeg hygg, að enginn hafi haft
náin kynni af henni svo, að
hann hafi ekki sannfærst um,
að hún var góð kona, sem átti
skilið virðingu og vináttu.
Blessuð sj(e mining he*nnar.
8/3 1942.
Sigurjón Jónsson,
ÁGÚST th. blöndal.
FRAMH. AF BLS. 9.
mannvænleg og vel gefin, Guð-
mund í Stórholti, Dalasýslu, Krist-
ínu símstöðvarstjóra, Norðfirði,
Arndísi, gift á Blönduósi, Theó-
dór. bankastjóri á Seyðisfirði,
Láru, gift á Seyðisfirði og
Jósefínu, gift á Norðfirði.
Ágúst var greindur maður og
hnyttinn í tilsvörum, svo að við-
ræðnmaður varð oft orðlaus. Eink-
um eru í mynnum ýms tilsvör hans
við þá menn, sem honurn fanst
koma þjösnaleg^, fram. Drengur
hinn besti var Ágúst og minnast
samferðamenn hans með söknuði.
Samferðamaður.
Minningarorð um
frú Björgu Jósefínu Sigurðardóttur
Fædd 13. desember 1865.
Dáin 26. mars 1942.
Frú Björg Jósefína andaðist
26. mars og verður lögð til
hvílu 4. apríl. Hún var fædd á
Auðólfsstöðum í Langadal,
Bjuggu foreldrar hennar þar,
góðu búi. Sigurður faðir hennar
var frá Gröf í Víðidal, var hann
þjóðhagasmiður. Systkini Sig-
urðar voru: Eggert í Helgu-
hvammi, bókamaður mikill og
orðlagður gáfumaður, og Þor-
björg á Marðarnúpi móðir Guð-
mundar Björnssonar, landlækn- 1
is og þeirra systkina. hannes fór til Ameríku en hún
Móðir Jósefínu var Guðrún varð eftir. En di’engurinn ólst
Jónsdóttir prests að Undirfelli upp á Eyjólfsstöðum hjá föður
í Vatnsdal, Eiríkssonar prests bróður sínum Jónasi Guðmunds-
að Staðarbakka, Bjarnasonar syni.
bónda í Djúpadal í Skagafirði. ! Jósefína giftist 20. júní 1894
Kona sjera Jóns á Undirfelli. Eyþóri Benediktssyni, ættuðum
var Björg Benediktsdóttir frá úr Vatnsdal. Var Eyþór glæsi-
Víðimýri, Halldórssonar klaust- menni og hið mesta prúðmenni.
urshaldara á Reynistað, Bjarna Þau reistu fyrst bú á Þingeyr-
sonar sýslumans á Þingeyrum, um . En þar flæddi fjeð, svo að
Halldórssonar. mikið tjón varð af. Eftir
Kona Benedikts á Víðimýri, tveggja ára búsliap flytja þau
var Katrín dóttir Jóns biskups að Tindum, en þar verða þau
Teitssonar og Margrjetar dótt- líka fyrir óhöppum á skepnum.
UjT Finns biskups Jónssonar. Á Tindum eru þau aðeins eitt ár
En kona Halldórs klausturs- þá flytja.þau að Hamri á ÁsUm.
haldara var Ragnheiður Eiaars- Þar búa þau í 32 ár. J'örðin var
dóttir frá Söndum, Nikulásson lítil og rýr, en þeim tókst þó
ar sýslumanns, Einarssunar að koma aftur á fót sæmilegu
biskups, Þorsteinssonar. Kona búi, svo að ávalt voru þau veit-
Bjarna sýslumanns Halldórs- andi. Eyþór fór vel með allar
sonar, var Hólmfríður dóttir skepnur. Hann var einstakur
Páls lögmanns Vídalíns. | hirðumaður svo að alt var sópað
En Undirfellssysturnar voru og fágað utanhúss. Hagur var
Katrín gift sjera Jóni Norðmann hann og búmaður í besta lagi
á Barði í Fljótum, Herdís gift og hinn ágætasti heimilisfaðir.
Þorsteini Þorleifssyni í Kjör- j Það má fullyrða að heimilið
vogi, Björg gift Sæmundi bónda á Hamri hafi verið með allra
í Haganesi, Margrjet gift Þor- fremstu heimilum í Svínavatns-
láki bónda í Vesturhópshólum hreppi og þótt víðar væri leitað
og Guðrún móðir Jósefínu. sökum háttprýði og myndar-
Var Guðrún annáluð höfðings skapar í hvívetna. Var það
og gáfukona, enda munu þær mjög rómað fyrir gestrisni og
Undirfellssystur hafa notið allr- oft gestkvæmt. Innan bæjar
ar þeirrar mentunar, sem bestur ríkir húsfreyja, sem hlotið hefir
var kostur á og þá tíðkaðist. Var miklar gáfur að vöggugjöf og
hún svo vel að sjer um allar kven einnig dugnað og hagleik til alls
legar listir, að rómað var. Kendi 1 er hún leggur hönd á. Hún á
hún mörgum heimasætum að leikandi lund og ríkan skilning
baldera og skattera, enda hafði
hún það fyrir atvinnu að sauma
og kenna eftir að hún varð
ekkja og fluttist til Blönduóss.
Á Auðólfsstöðum á Jósefína
fyrstu minningarnar. En þegar
hún var barn að aldri fluttust
foreldrar hennar út að Hofi á
Skagaströnd. Var lagt mjög að
föður hennar að byggja kirkj-
una þar, af því að til þess þótti
enginn honum færari.
Þegar Jósefína var 13 ára fer
hún til Margrjetar móðursystur
sinnar í Vesturhópshólum, móð-
ur Jóns Þorlákssonar, borgar-
stjóra og þeirra systkina. En 15
ára gömul flytst hún að Eyjólfs-
stöðum í Vatnsdal. Á Eyjólfs-
stöðum er hún fram undir
tvítugs aldur. Þar kynnast þau
Jóhannes Nordal og hún. Þar
fæðist þeim sonur, sem nú er
jjóðkunnur, Sigurður Nordal
prófessor.
Á þeim árum var mikið harð-
æri og því ekki efnilegt að hefja
búskap. Það varð því úr að Jó-
er varpar birtu og yl yfir heim-
ilið og setur sinn hugþekka
blæ á alt er hún fjallar um.
Því þykir öllum þar gott að
koma og gott að dveljast. Sem
dæmi má geta þess, að hjá þeim
dvöldust sömu hjú svo tugum
ára skifti.
Á Hamri dvelst hún fegurstu
ár ævinnar. Þeim fæðast 7 böm
Eru þau öll fædd á Hamri, nema
Jón, sem fæddur er á Þing-
eyrum. Eitt þeirra miístu þau
strax. Börn þeirra, þau er upp
komust eru: Jón veðurfræðing-
ur, Benedikt húsgagnameistari,
Guðrún gift Þórði Kristleifssyni
kennara, á Laugarvatni, Mar-
grjet gift Eyjólfi Jónssyni trje-
smíðameistara, Björg gift Agli
Forchhammer yfirkennara og
Jónína ógift úti í Kaupmanna-
höfn.
Á Hamri tóku þau til fóst-
urs Guðmundu Ágústdóttur, þá
ársgamla. Ólst hún upp hjá
þeim til 17 ára aldurs. Hún er
rú gift og búsett hjer í bæ.
Jeg sje í anda hina ungu konu
er var búin gáfum og glæsileík
framar flestum konum, sem jeg
hefi kynst. Jeg sje hana flytja
inn á þröngt sveitaheimili, þar
sem bíða hennar ótæmandi störf
en takmarkað svið. Hún er
gædd gáfum og atgerfi, er skipa
henni fremsta sess hvar sem er.
En atvikin haga þvi svo, að hún
hlýtur hlutskifti einyrkjakon-
unar. í þessu umhverfi sómir
hún sjer vel. En mjer finst, sem
hún hefði engu síður sómt sjer
í ríkmannlegu stórbrotnu um-
hverfi. — Og mjer virðist sem
engin staða hefði verið svo glæsi
leg, að hún hefði ekki setið
hana með virðuleik þeirrar fyr-
irmensku og göfgi er henni var
í blóð borin.
En frú Jósefína var gædd
óvenjulegu þreki og mikilli skap
festu. Hún átti víðsýni og skiln-
ing er kom henni að miklu liði
í lífsbaráttunni. Það mun nokk-
uð algengt að þeir sem hlotið
hafa mikið andans atgervi,
i heimti vítt svið og geri hærrí
I ,
( kröfur en svo að lífið fái þeim
í fullnægt. Engar slíkar kröfur
gerði frú Jósefína, og því varð
líf hennar óneitanleg blessun
öllum, á leið hennar urðu. Hún
, skildi lífið og var ánægð með
; hlutskifti sitt. Þrár hennar bund
' ust að því að standa í skilum við
alla og í skilum við lífið sjálft.
Fún lagði alúð við heimili. sitt
I og kostaði kapps um að ala
börn sín vel upp. Hún bað víst
| aldrei um frægð nje frama þeim
j til handa. Ilenni fanst það öllu
varða að þau yrðu drengir
góðir. Hún lifði það að sjá þær
! óskir uppfyltar. En það mun
hafa orðið bjart um hana, er
; elsti sonur hennar fór sigurför
| um heim bókmentanna og það
jmun líka hafa orðið bjart um,
jer næst elsti sonurinn ruddi sjer
I braut til menta. og lauk námi
þrátt fyrir erfiðar ástæður.
Hún hafði mikið barnalán, og
því varð hún auðug, að lífið
færði henni mikla blessun.
Þau hjónin brugðu búi 1930
og fluttu til Reykjavíkur, fyrst
til Jóns, en síðustu árin dvöld-
ust þau hjá Benedikt. Frú
Jósefína var ung i útsjón en þó
enn yngri í anda. Af miklum
skilningi fylgdist hún með hin-
um öru breytingum nútímans
cg hún skildi ungu kynslóðina
si því að hún var sjálf einlagt
u.ng. Jeg kom til hennar skömmu
fyrir andlát hennar. Hugði jeg
þá síst, að dauðinn biði við dyrn
ar. Það var bjart yfir henni. I
augum hennar ljómaði sama
lífsf jörið og áður fyr. Jeg horfði
aftur og aftur inn í gáfulegu,
góðu augun hennar er ávalt
vöktu eftirtekt mína og aðdá-
un. — Og jeg hugsaði: þessi
augu geta ekki verið feig. Það
ei fyrst nú, er jeg sit við skrif-
borið, að jeg greini vit í þesari
hugsun. En nú finn jeg að augu
hennar endurspegluðu ódauð-
leikann. — Og að jeg hafði
rjett fyrir mjer.
EHnborg Lárusdóttir.