Morgunblaðið - 16.04.1942, Side 11
Fimtudagur 16. apríl 1942.
MORGUNBLAÐIÐ
11
Sigríður
Helgadódir
Haukur Oddsson
Frá því er jeg fyrst man eft-
ir mjer, vissi jeg, að jeg átti föð-
ursystur í Birtingaholti, sem gat
ekki talað, og mjer fanst, að
hún myndi eiga ósköp bágt.
Hún hafði verið framúrskar-
andi efnilegt barn að öllu leyti,
en svo veiktist hún á öðru ári
af heilabólgu, sem svifti hana
bæði heyrn og máli. Mjér varð
oft, hugsað til hennar og þótti
hún hafa orðið útundan i líf-
inu.
Þegar jeg var 11 ára, fjekk
jeg að fara að Birtingaholti og
sá hana þá í fyrsta sinni. Jeg
skildi lítið af því, sem hún var
að reyna að segja, en frá henni
lagði svo hreina og bjarta ást-
úð, að hún gagntók mig alveg.
Sigga, frænka mín, var alt öðru
vísi en jeg hafði haldið. Hún
var glöð og hló, en í augunum
og svipnum brá þó jafnframt
fyrir sársauka, eins og eitthvað
hefði brostið hið innra með
henni. Hún laðaði okkur syst-
kinin að sjer þegar í stað, og
jeg veit, að ekkert haggaði síð-
an trygð hennar. Það var gott
að vera hjá henni, eins og sól
skini á okkur frá bláum himni.
Við skildum líka það, sem okk-
ur var mest um vert. Enginn
gat sagt skýrar en hún: Mjer
þykir vænt um ykkur. Mjer
þykir gaman að hafa ykkur
hjerna hjá mjer.
Síðan eru liðnir áratugii’, og
margt hefir breytst, en mynd
hennar er enn hin sama í huga
mjer.
Æfi hennar varð ærið fábrot-
in að ytra hætti. Hún ól allan
aldur sinn að kalla á sama stað.
Hún var fædd í Birtingaholti
11. sept. 1870, og þar andaðist
hún 13. febr. Mentun fjekk hún
svo góða, sem kostur var, hjá
ágætum foreldrum og í glæsi-
legum systkinaflokki, og mót-
aðist við það skapgerð hennar
með líkum hætti og hinna barn-
anna. Viljaþróttur hennar var
svo mikill og athyglin næm, að
hún fylgdist undravel með því,
sem fram fór í kringum hana.
Hún naut í þrjú ár kenslu í
Daufdumbraskóla, fyrst hjá
sjera Ólafi Helgasyni í Gaul-
verjabæ og síðar hjá sjera Gísla
Skúlasyni á Stóra-Hrauni. Sótt-
ist henni námið hið besta.
Fingramálið, sem hún lærði,
notaði hún mjög lítið, en komst
aðdáanlega vel upp á það að
sjá, hvað talað var við hana, og
talaði nokkuð sjálf á ófull-
komnu máli. Sjera Valdimar
Briem fermdi hana, en systir
hennar á líkum aldri túlkaði
svör hennar. Hún var gáfuð
kona og prýðilega verki farin.
Vinnan var aðalskemtun henn-
ar um æfina, og var hún sívinn-
andi af óþreytandi kappi og
vandvirkni. Birtingaholtsheim-
ilið naut allra starfa hennar.
Langmesta yndi hennar var
það, hve öll böm, sem með
henni voru, hændust að henni
og elskuðu hana. Þau læi'ðu svo
fljótt að tala við hana og skilja
hana, og það ljetti henni lífið
mikið. Börn Águsts bróður
hennar ólust upp með henni og
í Birtingarliolli
Kveðju-
orð
Frænka mín góð, jeg kem að
að kveðja þig,
jeg kem og vildi þakka fyrir
mig.
Hjá ykkur átti sál mín sumar-
land,
sem seinni tímar aldrei vinna
grand.
svo börn yngsta sonar hans.
Hún tók ástfóstri við þau, og
öll elskuðu þau hana eins og
eldri systur eða góða móður;
svo reyndist hún þeim hverja
stund. Hún var hvers manns
hugljúfi, sem kyntist henni, því
að hún var sjálf öllum góð.
Þess vegna var innra líf henn
ar auðugt og hún mikil gæfu-
kona þrátt fyrir þann harm,
sem hún bar í hljóði. Hún kvart
aði aldrei yfir hlutskifti sínu,
heldur ljet það verða sjer hvöt
til þess að leita hærra og hærra.
Hógværð hennar var altaf hin
sama. Að því skapi sem henni
veittist erfiðara að njóta fulls
samfjelags við aðra, því heitar
brann hjarta hennar af kær-
leika til þeirra. Kærleiki henn-
ar var svo mátfugur og trú á
Guð, að böl hennar snerist í
blessun. Hún var ekki eitt af
olnbogabörnum þessíjrar jarð-
ar, heldur í flokki þeirra, sem
sagt var um: „Sælir eru“.
Mestallar eigur sínar gaf hún
cftir sinn dag í sjóð til styrkt-
ar málleysingjum og nokkura
fjárhæð til þess að rækta skóg
í brekkunni fyrir ofan bæinn í
Birtingaholti. Hún horfði fram
á viðskilnaðinn við þetta líf
sömu róseminni og traustinu
og faðir hennar hafði gjört, þeg
ar hún var ung. Móðir hennar
hafði beðið hann að skila
kveðju til barnanna þeirra, sem
á undan voru komin, og þá
hafði hann sagt alveg rólega og
hiklaust, eins og hann væri að
fara til næsta bæjar: „Jeg skal
minnast þess, Guðrún mín“.
Þannig hugsaði hún um það síð-
ast, óttalaus og glöð, hversu
gott myndi verða að fá að koma
heim til pabba og mömmu og
allra systkinanna, sem á undan
væru farin; það myndi verða
líkt og á jólum, og þá myndi
hún geta farið að tala og heyra
til annara og ef til vill geta
sungið líka. Blessandi hefir hún
skilið við Birtingaholt og alla
þar, einkum mágkonu sína og
bróður, sem stendur einn þar
eftir, er þau voru 14 áður syst-
kinin.
Mikið fjölmenni safnaðist
saman að Hrepphólakirkju til
jarðarfarar Sigríðar 23. febr.
og voru flutt þar kveðjuljóð
þau er hjer fara á eftir.
Ásmundur Guðmundsson.
Birtingaholt var bjart og hlýtt
í senn.
Þar bjuggu góðir, sannir, vitrir
menn,
og konurnar með kærleikseld
i sál
með kærleik leystu sjerhvert
vandamál.
Þar var svo gott að gleðjast
eins og barn
og gleyma því, að til er
nokkurt hjarn.
Við lifðum þar við ljóðahreim
og blóm,
sem litu aldrei nokkurn
skapadóm.
Og þú varst ein í þessum fríða
hóp,
sem þetta giaða höfðingssetur
skóp.
Þar íslensk menning átti
æðstu völd,
og allir báru hreinan, fægðan
skjöld.
í augum þínum bjó hið blíða
mál,
sem birti þína fögru, hreinu
sál.
Við þurftum engin orð —
jeg skildi þig,
og enginn hefur heitar blessað
mig.
Þú várst svo góð, þú varst svo
blíð og heit,
að vissi’ eg engan betri í
minni sveit.
Þú vildir allra þæta mein og
böl
og barst í hljóði þína eigin
kvöl.
Því bágt á sá, sem hvorki á
heyrn nje mál,
en hefur fengið stóra, ríka
sál,
sem. vildi fegin faðma alt
á jörð
og flytja Guði lof og þakkar-
gjörð.
Jeg kveð þig ei svo hlýtt, sem
hæfir þjer,
en hjartans bænir þigðu samt
frá mjer
og þakkir fyrir blíðubrosin
þin.
Guð blessi þig um eilífð,
frænka mín.
Guðrún J. Erlings.
frá Hrísey
F. 20. jan. 1912. D. 11. ág. 1941.
O Ú fregn barst hingað fyrir
all-löngu frá Danmörku, að
Haukur Oddsson frá Hrísey væri
látinn á heilsuhælinu í Sölleröd
við Kaupmannahöfn. Þótt lang-
vinn veikindi hafi búið ættingja
hans og vini undir það, sem nú
er fram komið, er þetta mikil
harmafregn, því að ættingjar eiga
að sjá á bak glæsilegum æsku-
manni og ástvini, og vinir hans
og skólasystkini hafa mist góðan
dreng úr hópnum.’
Haukur heitinn var fæddur 20.
janúar 1912 í Hrísey í Eyjafirði.
Faðir hans var Oddur Sigurðsson
skipstjóri frá Látrum í Þing-
eyjarsýslu, sonur Sigurðar Stefáns
sonar bónda þar. Móðir hans, sem
enn er á lífi, er Sigrún Jörunds-
dóttir, dóttir Jörundar Jónssonar
í Hrísey, sem mikill ættbogi er
kominn frá og margir kannast við.
Þegar Haukur kom í Gagnfræða-
skólann á Akureyri haustið 1928,
bar strax á miklum gáfum og
dugnaði hjá honum, og var hanu
alla sína skólatíð ýmist efstur í
bekk, eða með þeim efstu. Hann
tók þar gagnfræðapróf vorið 1930.
Um haustið fór hann suður til
Reykjavíkur og settist í stærð-
fræðideild Mentaskólans. Las 5.
bekk utan skóla sumarið 1931, og
tók stúdentspróf vorið eftir. Það
haust sigldi hann til Kaupmanna-
hafnar, innritaðist í Tekniska
háskólann og hóf nám í verk-
fræði.
Jafnframt námi sínu tók hann
mikinn þátt í fjelagslífi stúdenta
í Höfn, og var um skeið í stjórn
fjelags þeirra. Hann var frjáls-
lyndur í skoðunum og umburðar-
lyndur.
Sumarið 1935 kendi hann fyrst
þess krankleika, sem leiddi hann
til bana: berkla í lungum. Tveir
bræður hans voru þá þegar dánir
af völdum sama sjúkdóms. Hann
lá fyrst á sjúkrahúsi í Kaup-
mannahöfn, en 'dvaldi síðan á
heilsuhælinu í Sölleröd. þar hrest-
ist hann það mikið, að haun fór
þaðan um tíma, en var samt kom-
inn þangað aftur, er dauðann bar
að höndum, hinn 11. ágúst síðast-
liðinn.
í jauúar 1938 kvæntist hann
danskri konu, Ketty Clausen að
nafni, sem lifir mann sinn. Þann
tíma, sem hann dvaldi á heimili
sínu, naut hann hinnar ástríkustu
umönnunar konu sinnar, og vafa-
laust urðu honum seinustu stund-
irnar, sem hann lifði, á margan
hátt bjartari og hlýrri fyrir að-
hlvnningu hennar.
Haukur var óvenjumiklum gáf-
um gæddur og mannkostum, enda
mjög vinsæll. Jeg ætla að hverjum
manni hafi þótt vænt um hann
sökum göfugmensku hans, sem
kyntist honum að nokkru ráði.
Hann A7ar kátur í vinahóp en al-
vörugefinn undir niðri, en glað-
værð hans var kesknislaus og al-
vara án þykkju. Hann A-ar því
geðprúður og dagfarsgóður með
afbrigðum. Sjúkdóm sinn bar hann
tneð æðrulausri karlmeusku, eins
og hans var von og vísa, og skap
stilling hans breyttist- aldrei.
Hann lætur ekki eftir sig neinar
reistar hallir nje unnin stórvirkij
ekki er samt ólíklegt, að það
hefði getað orðið, hefði honum enst
aldur og heilsa til. En hann lætur
ættingjum sínum og vinum eftir
kærar minningar um göfugmennf
og góðan dreng. B. E.
Sólveig
Björnsdóttir
FRAMH. AF BLS. 9.
og var síðar kennari yfir 20 ár
í fínum hannyrðum við þann
skóla.. Erlendis dvaldi hún og
við nám nokkrum sinnum.
Sólveig Björnsdóttir unni
heimili sínu, átthögum, landi og
þjóð af heilum hug og vildi
sóma þess í hvívetna. Hve mikið
samband Var á milli þessarar
djúpu tilfinningar og listhneigð-
ar hennar, brestur mig vit til að
dæma um. En vinkona hennar
hefir sagt mjer, að Sólveigar
kærasta hugðarefni hafi verið
að fegra ísl. kvenbúninginn og
gjöra hann sem hentugastan tií
að sýna tign og fegurð ísl. kon-
unnar
Baldýringin og annar gamall
saumur, vóru henni fagrar minj-
ar um aldagamlan ísl. hagleik
og menningu. Með honum hafðj
konan skreytt híbýli sín og
klæði. Hannyrðirnar höfðu ver-
ið ísl. konunni í fábreytni lífs-
ins og andstreymi, „helgra
kvelda jólaeldur“.
Með Sólveigu Björnsdóttur
er gengin göfug kona og hennar
Ijúft að minnast.
Bjarni Thorarensen segir í
hinu ágæta kæði um Rannveigu
Filippusdóttir:
Nú hvílir þú vinkona mín og
frændkona „við sundin blá“,
við hlið móður þinnar og systra,
á þeim stað, sem þjer var kær-
astur allra.
Heimilisræktin og átthaga-
trygðin voru ef til vill sterkustu
þættirnir i sálarlífi þínu. Bjðj-
um Guð að þesar dygðh megt
blómgast í hugum ísl. kvennti
og karla í framtíðinni.
St. H.