Morgunblaðið - 22.04.1942, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.04.1942, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. apríl 1942. orgtmHaðift Út«eí.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Pramkv.stj.: Slgfús Jönason. Ritstjórar: Jön Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgúaraa.). Auglýsingar: Árnl Óla. Ritatjórn, auglýsingar og aígreiBsIa: Austurstræti 8. — Simi 1600. Áakrlftargjald: kr. 4,00 6. m&nuBl fnnanlands, kr. 4,50 utanlands. 1 lausasölu: 25 aura eintakiB, 30 aura meB Lesbök. Stjórnarskrá og kosningar Stjórnarskrárbreytingin og hið pólitíska viðhorf hefir bersýnilega komið mikilli trufl- «n á taugar þeirra manna, sem skrifa Tímann þessa dagana. Er líkast því, sem þeir sjeu þjáð- ir móðnrsýki af hæstu tegund. Skjallið og hótanirnar ganga :á víxl í greinum blaðsins. Ann- -an daginn er það Sjálfstæðis- flokkurinn, sem öllu á að fórna, en hinn daginn Alþýðuflokkur- inn. Stundum eru það nafn- greindir utahþingsmenn, sem •eiga að standa að „upplausn- inni“ og þá eru á takteinum hótanir í þeirra garð. Auðvitað parf ekki að taka fram, að ut- anþingsmcnnirnir, sem Tíminn er að draga inn í deilumálin, hafa ekki komið nálægt þeim .á einn eða annan hátt. Þessi skrif Tímans hafa vit- anlega engin áhrif á gang mál- :aima. Stjórnarskrárbreyting 'verður samþykt á Alþingi, ef samkomulag næst um lausn málsins og annað, sem henni fylgir. Hótanir Framsóknar- flokksins og ráðherra hans fá jþar engu áorkað. Til eru menn utan Framsókn- •-arflokksins, sem halda, að eng- ar kosningar verði í vor, ef ekki verður samþykt stjórnarskrár- breyting. Þeir álykta svo út frá jbessari röngu forsendu þannig, að með stjórnarskrárbreytingu sje verið að draga þjóðina út í íllvígar kosningadeilur. — En þetta er hrein og klár vitleysa. Meirihluti Alþingis hefir ákveð- ið kosningar í vor. Þegar Al- þýðuflokkurinn fór út úr stjórn- ínni, heimtaði hann kosningar. Framsóknarflokkurinn hefir einnig fyrir sitt leyti samþykt, að kosningar verði „óumflýjan- Iega“ á þessu vori. Hvaða eru menn þá að bulla um, að stjórn- arskrárbreytingin komi kosning unum af stað? Kosningarnar eru ráðnar, hvað sem um stjórn- arskrána verður á þessu þingi. Hver einstakur kjósandi get- ur svo spurt sjálfan sjg að því, hvort það þurfi stjórnarskrár- breytingu til þess að flokkarnir fari að rífast í kosningunum. Við höfum nýlega haft hjer bæjarstjórnarkosningar. Varð þá nokkur maður þess var, að flokkana skorti deilumál? Þjóðin á enga sök á hringl- andaskap Alþingis með kosn- Ingafrestunina. Hún bað ekki um frestunina í fyrra, en Ijet sjer hana vel líka. Hún hefir ekki heldur beðið um kosning- ar í vor. Það eru stjórnmála- mennirnir. sem því hafa ráðið,- og þá fyrst og fremst þeir, sern grala hæst um deilur og sundr- i ung í sambandi við kosningar. Fáeln þingmál: Heilbrigðiseftirlit í skólum - Brýr í Borgarfirði - Bryggja í Hnífsdal Heilbrigðiseftirlit í skólum. Mentamálanefnd neðri deild- ar flytur frumvarp um b,reyting á fræðslulögunum, varðandi heilbrigðiseftirlit í skólum. Frumvarpið er flutt eftir til- mælum landlæknis. Er þar lagt til að skipaður verði sjerfróður læknir, er verði skólayfirlæknir landsins, „til að skipuleggja og hafa yfirumsjón með heilbrigð- iseftirliti í skólum, svo og í- þróttastarfseminni í landinu“. I greinargerð segir landlækn- ir, að mjög skobti á, að heil- brigðiseftirlitið í skólum sje við unandi. og hann telur eina ráð- ið til þess að koma þessum mál- um í sæmilegt horf sje, að feng- inn verði hæfur læknir, með sjerfræðikunnáttu, til þess að hafa yfirumsjón þessara mála. I greingerðinni segir landlækn- ir ennfremur: „Eftir atvikum mætti ætla, að allvel væri fyrir sjeð, ef ein- um völdum lækni,bæði að áhuga og kunnáttu, væri falin forsjá þessara mála beggja, hins al- menna skólaeftirlits óg íþrótta- mál/a^ma, enda gæfi hann sig allan að þeim og sinti ekki öðr- um störfum. Er með frumvarpi þessu farið fram á, að ráðherra verði heimilað að skipa málun- um á þá leið. Ekki er kunnugt um neinn lækni, er við því væri búinn og sjálfsagður teldist að taka þessi mál að sjer, og hlýtur því að verða nokkur bið á fram- kvæmdum, þó að heimildin yrði fyrir hendi. Hitt hefir verið und irbúið, að íslenskur læknir, til þess valinn af heilbrigðisstjórn- inni, eigi með mjög góðum kjör- um kost á að leggja stund á þessi fræði (physical culture) bæði verklega og fræðilega við úrvalsskóla í Bandaríkjunum. Aftur eru engin líkindi til, að nokkur læknir leggi upp á eigin spýtur út á slíka braut, enda hæpið að eiga að sitja uppi með þann mann til þvílíkra starfa, er sjálfur kynni að velja sig ’til þeirra“. Fræðslumálastjóri og íþrótta fulltrúinn mæla með þessu frum varpi og eru brjef þeirra birt sem fylgiskjöl með frumvarp- inu. Brýr í Borgarfirði. D jarni Asgeirsson flytur svo- hljóðandi þingsályktunartil- lögu í Sþ.: „Alþingi ályktar að láta á ár- inu 1942 gera brýr: a. A Hvítá í Borgarfirði, hjá Bjarnastöðúm í Hvítársíðu, og b. Á Urriðaá í Mýrasýslu, þar sem þjóðvegurinn um Álftanes- hreppinn Iiggur að ánni“. 1 greinargerð segir: Þörfin fyrir brú á Hvítá milli Hvítársíðu og Hálsasveitar verður æ brýnni með hverju ári. Vetrar- samgöngur hjeraðsins eru meiri og nauðsynlegri en fyrr, eftir að mjólkurframleiðslan hefir aukist þar í sambandi við hið myndar- lega mjólkurbú í Borgarnesi og vegna nauðsynjar á breyttum biin- aðarháttum, eftir að mæðiveikin tók að eyða sauðf járbústofni bænda. Brú á Hvítá á þessum stað, eða nærri honum, er eini vegurinn til að tryggja mjólkur- flutninga og mjólkursölu úr efri hluta JHvítársíðu að vetrinum. Vegur er nú kominn um Kevk- holtsdal, og er nú verið að leggja hann þaðan yfir Hálsasveit, og er áformað, að hann liggi að Ilvítá mjög nærri brúarstæði því, sem hjer er nefnt, eða gegnt Bjarna- stöðum. Má telja, að ef brú þessi yrði bygð, þá yrði vetrarvegurinn ba;ði hagkvæmur og öruggur til Borgarness og samgöngur allar Kfartan Gannlaugsson kaapmaður Kjartan Gunnlaugsson kaupmað ur verður borinn til grafar í dag. Hann andaðist þ. 12. apríl eftir nokkra vikna þunga legu. Kjartan heitinn fæddist hjer í Reykjavík þ. 16. júní 1884. Hann ól hjer allan aldur sinn að heita mátti, nema er hann fór utan í verslunarerindum. Hann var Reyk víkingur í húð og hár, og undi sjer hvergi betur en hjer. Foreklrar Kjartans voru Gunn- laugur Stefánsson prentari og Ingveldur Kjartansdóttir, er síðar giftist Guðmundi Guðmundssyni bæjarfógetaskrifara. Snemma bar á dugnaði hjá Kjartani og áhuga fvrir því að ryðja sjer braut í lífinu. Sökum efnaskorts gat hann ækki aflað sjer skólamentunar fram yfir barnaskólanámið. En hann ljet það lítt á sig fá. Hugur hans hneigðist til verslunar. Gekk hann ótrauður að því að læra það sem helst þurfti til þess. Lærði hann tungumál t. d., tilsagnarlaust að kalla. Svo að þegar hann rúm- lega tvítugur gerðist meðstofn- andi firmans Helgi Magnússon & Co., hafði hann aflað sjer þeirrar mentunar í ensku- og þýsku, auk Norðurlandamál a. að hann gat skrifað viðskiftabrjef á þeim tung . um, og talað málin svo að gagni ^ i kom. Er þetta sagt hjer til að j benda á hve ötull Kjartan var og fylginn sjer. j Árið 1907 stofnuðu þeir fjelag- ar firma sitt Helgi Magnússon & , Co. Ilafði Kjartan alla verslunar- stjórn á hendi, en Helgi hefir Kjartan Gunnlaugsson. stjórnað hiním verklegu fram- kvæmdum. Auk þeirra fjélaga voru stofnendur firmans Kn. Zim- sen síðar borgarstjóri. Fyrirtækið Helgi Magnússon & Co. varð brátt umsvifamikið, sem kunnugt er. Hefir það aðallega verslað með pípur og' aðrir járn- vörur, miðstöðvar og eldavjelar og haft viðskifti um land alt. Sem verslunarstjóri þessa fyrir- tækis reyndist Kjartan frá upp- hafi, þó ungur væri, hinn fyrir- hyggjusamasti og traustasti mað- ur. Alt sem hann hafði umsjón með var í hinni stökustn reglu. Orðheldinn var hann með afbrigð- um. Ef Kjartan lofaði einhverju í viðskiftum, þá stóð það alt heima, eins og stafur á bók. Hann var maSur hreinskilinn og hreinskift,- inn, en ætlaðist líka til þess, að liann mætti samskonar viðmóti og drenglyndi hjá öðrurn. Hann hafði sjálfur brotist áfram og snemma lært að sjá fvrir sjer upp á eigin spýtur. En hann vildi líka, að aðrir gerðu slíkt hið sama, fetuðu veginn til sjálfsbjargar, ekki síst þeir, sem höfðu til þess meiri og betri aðstoð en hann sjálfur hafði haft. Kjartan var stjórnsamur og röggsamur í starfi sínu, reiknings- glöggur mjög og fljótur að átta sig jafnt á aðalatriðiun hvers máis sem honum við kom, sem og því smærra. Ilann var hinn besti fjelagi í samstarfi. En til áhrifa í* fjelags- málum eða stjórnmálum sóttist liann aldrei, Ijet sjer nægja að vera í fjelagsskap kaupmanna og verslunarmanna, og hafði þar á liendi gjahlkerastörf um skeið. í vinahóp var Kjartan jafnan hrókur • alls fagnaðar og leituðu þeir mjög eftir því, sem þektu hann best, að njóta glaðværðar hans og gestrisni. Sem heimilisföður er honum við brugðið, hve ant hann ljet sjer um alt, er að heimili og f jölskyldu laut. Hann giftist 22 ára gamall eft- irlifandi konu sinni, frú Margrjeti f. Berndsen frá .Hólanesi. Þau eignuðust sex börn, og eru þau þessi: Fritz kaupmaður, Ilalldór stórkaupmaður (Elding Trading Co.), Ingvar verslunarmaður og Hannes framkvæmdastj. Elding Trading Co. í New York, Ingi- björg, gift Ilávarði Valdimarssyni kaupmanni og Ásta, gift Erlendi Þorsteinssyni alþm. um efri liluta Borgarfjarðarhjer- aðs stórum bættar. Ilin gamla brú hjá Barnafossi er þegar orð- in mjög hættuleg yfirferðar og engir akfærir vegir að henni, enda er hún ekki á heppilegum stað til að bæta úr samgönguþörf þeirri, er hjer um ræðir. Þjóðvegurinn um Álftaneshrepp er nú kominn að Urriðaá, sem •rennur í gegnum miðjan hrepp- inn, og verður á næsta sumri hald- ið áfram hinum megin árinnax*. Áin er oft ill yfirferðar og ófær að vetrinum, og altaf alófær með ökutæki þar, sem vegurinn ligg- ur að henni. Það má því telja mjög litla samgöngubót að veg- inum fyrir sveitina, á meðan áin er óbrúuð og vegurinn þannig sundurslitinn með öllu. En þó að mikill hluti þeirra manna, er veg- arins eiga að njóta, verði enn að bíða mörg ár, þar til þeir hafa íull not af þessari samgöngubót, má samt segja, að fyrir þá alla yrði brúargerð ]>essi hin mikils- verðasta umbót, því að þá kæmi vegur þessi þegar að miklum not- um og sívaxandi. Skapaðist þá m. a. aðstaða fyrir ýmsa bændur til að hagnýta mjólkurmarkaðinn, sem ]>eir eru nú útilokaðir frá, en hafa brýna þörf fyrir vegna mæði- veikiplágunnar, sem liefir herjað sveit þessa nú undanfarið ekki minna en annars staðar í hjerað- inu. Brygg’jan í Hnífsdal. Sigurður Kristjánsson flytur svohljóðandi þingsályktunar- tillögu í Sþ.; „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta á komandi sumri lengja bryggjuna í Hnífs- dal um ca. 20 metra og skuld- binda ríkissjóð til að bera helming kostnaðarins“. I greinargerð segir: Á fundi hreppsnefndar Eyrar- hrepps 5. febr. s.l. var samþykt einróma eftirfarandi ályktun: „Hreppsnefndin samþykkir að beita. sjer fyrir því, að bryggjan í Hnífsdal verði lengd á komandi sumri, um ea. 20 metra, og skorar á ríkisstjórn og Alþingi að veita ríflegan styrk til framkvæmdanna, og telur sanngjarnt, að ríkissjóð- ur greiði allan aukinn kostnað vegna dýrtíðarinnar auk venjulegs framlags“. Viðbótin, sem fyrirhuguð er við bryggjuna nú á sumri komanda, kostar samkv. áætlun vitamála- stjóra kr. 120000.00. Iljer er ekki farið fram á, að ríkissjóður beri verðhækkun þá, sem styrjöldin veldnr, heldur aðeins helming kostnaðarins. Sumarfagnað heldur Verslunar- mannafjelag Reykjavíkur kl. 9*4 í kvöid á fjelagsheimilinu, fyrir meðlimi og gesti þeirra. — Til skemtunar verður: Formaður fje- lagsins, Egill Guttormsson flytnr erindi, Sif Þórs sýnir listdans. Auk þess syngur kvintett

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.