Morgunblaðið - 22.04.1942, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.04.1942, Blaðsíða 7
Miðvikudaffur 22. anrfl 1942. MORGUNBLAÐIÐ 7 CJOOOOOOOOOOOOOOOOO I ÚR DAGLEGA | | LÍFINU | 00-0000 BanniS viS skipa- og veíurfrejnuni. í Sjómannablaðinu Víkingur birtist nýlega eftirtektarverð grein eftir Halldór Jónsson viðvíkjandi ýmsu er að siglingum lýtur og að sjómönnum snýr. Birtast hjer nokkrir kaflar henn- ar„ ,sem varpa ljósi yfir þá erfiðleika og það hugrastríð, sem sjómenn standa í á þessum tímum. Þarna er iíka minst á hinar „kýldu kveðjur“, sem sjómenn fá hjá yfirvöldunum, er þeír köma að landi. Hefir áður verið að því vikið hjer í blaðinu. Höfundurinn kemst þannig að orði « grein sinni: Skömmu eftir hernám Breta hjer, Voru sett ákvæði um bann við því að gefa nokkrar upplýsingar um veður. Þessum reglum er mjög nákvæmlega framfylgt gagnvart sjómönnum, og jafnvel svo, að x sjávarháska voru inienn hleraðir og gert tiltal fyrir að 'giapraðist út úr þeim, einhver tilvitn- um um veðurlag. Auk fjölda fjár- sekta, er sjómenn hafa orðið fyrir, af því að tala í ógáti af sjer, um veður- aðstæður. En á sama tima gekk hver veltal- andinn fram úr öðrum lausbeislaður í sjálfu ríkisútvarpinu, og langrausaði -oft um hið forboðna efni. ★ Þegar þeir komu heim. •| Og hver skyldi trúa þvi, að ennþá "viðgangist fyrir utan margvíslega itímatöf frá því að komast heim til sín, vegna ýmissa ráðstafana af hernaðar- á&tæðum, eftir að komið er að landi, að sjómennirnir skuli í hvert sinn er þeir sleppa lifandi til baka, vera tekn- ir undir ótakmarkaða rannsókn á föggum þeirra, áður en þeim er slept í Iand, eins og á ferðinni væru stór- þjófar. Og verða oft fyrir stóróþæg- indum fyi’ir það, sem þeir hafa keypt til þess að gleðja heimili sín, sem lifa jafnvel undir ennþá þyngra fargi en þeir sjálfir, meðan ástvinurinn er að heiman. Þó er heimverutími hans mið- aður við einn sólarhring, og exm í flest um tilfellum þessar köldu heimkomu- kveðjur föðurlandsins þar innifaldar. ★ Athugaleysi. Hjer skal aðeins því bætt við, að sjálfsagt er, að allir leggist á eitt með það, að láta hvex-gi nokkurn undan- drátt vera í því, að bannið við skipa- frjettum sje stranglega haldið. Enda lxljóta allir að vera á einu máli með það. Misfellur, er á þessu hafa verið, hljóta fyrst og fremst að stafa af at- hugaleysi. ★ Svör: 1. Ormurinn langi er talinn að hafa verið meira en helmingi lengri en sfejp Columbusar er var 28 metrar, en skip Ólafs Tryggvasonar um 60 m. 2. Þrjá daga og þrjár nætur var Jónas í hvalnum. 3. Paul Kreuger var forseti Búa í Búastríðinu. 4. Newton sá epli falla til jarðar og fekk af þeirri sýn sinni fyrstu hug- snyndina um þyngdarlögmálið. 5. Frelsishátíð Bandaríkjanna er 4. júlí, til minningar um frelsisskrána 4. júlí 1776. * Spurningar: 1. Hvernig eru gleraugu nærsýnna manna glípuð? 2. Hvaða íglensk kirkja hefir tvo turna? 3. Hve mikill hluti af íbúum jarð- ar er í Kina? 4. HvaSa mál talaði Jesús Kristur og lærisveinar hans? 5. Hvar var Frímúrarareglan stofn- uS? lóhannes Einarsson vatnsmaður í Hafnarfirði Q á atburður varð hjer í Hafn- ^ arfirði föstudagsmorguninu 10. þ. m. á níunda tímanum, er vatnsmaðurinn Jóhannes Einars- son var að vinnu sinni á bæjar- brvggjunni. að liann fjell af henní niður á togara, er hanti var að afgreiða, og beið þegar bana af. Jóhannes var fæddur í Hafnar- firði 5. des. 1879 og var þar síð- an allan sinn aldur. Foreldrar hans voru þau Jens- ína Arnadóttir verslunarmanns í Hafnarfirði Jónssonar prests í Am arbæli Mathiesens, og Einar Jó- hannesson Hansen, nafnkendur formaður og mikill sjósóknari. Hann var bæklaður af gigt á efri árum, en stundaði sjó engu að síður og reri þá oft ei'nn. Varð hann þá að velta sjer upp í bát- inn. — Jóhannes Hansen var danskur, sjósóknari mikill, reri oft einn á báti, var fyrst í Hafn- arfirði, en síðar újá í Leiru. Eru til sagnir um einkennilega háttu hans, dirfsku og þrek í sjóferð- um. Kona hans og móðir Einars var Kristín Jónsdóttir frá Hraun- prýði í Hafnarfirði. Jóhannes Einarsson var því af tápmiklu fólki kominn í báðar ættir. Hann stundaði sjómensku frá blautu barnsbeini. Var hann hvorttveggja, sjómaður með ágæt- um og fiskimaður með afbrigðum. Skipstjórar á skútu-öldinni sóttu því mjög eftir að fá hann í skip- rúm. Hann hætti sjpmensku 1915 og vánn áð ýmsum störfum í landi, þar til hann gerðist starfs- maður Hafriarfjarðarbæjar árið 1925, og hafði síðan afhendingu vatns í skip við bryggjurnar. Hann kvæntist Steinunni Pálma- dóttur úr Reykjavík. Voru þau einkar samhent og farnaðist vel. Lifir hún mann sinn. Þau eign- uðust fjögur börn. Lifa tveir synir og dóttir, en eitt barna þeirra Ijest í æsku. Jóhannes var áhugamaður um ýmiskonar fjelagsmál. Hann var alla ævi eindreginn Sjálfstæðis- maður. — Hann starfaði og mikið í Góðtemplarareglunni. G'ekk hann í stúkuna „Morgunstjörnuna" 12 ára gamall, og hafði enginn nú- lifandi fjelagi starfað þar jafn- lengi. Einlægur trúmaður var hann og starfaði mikið í K. F. IJ. M. Hafði sá fjelagsskapur mikil áhrif á hann. Sýndi framkoma hans öll, að hann lifði samkvæmt trú sinni. Hann var mjög skyldurækinn, hafði gleði af starfi sínu og stundaði það með svo milcilli al- úð sem best verður á kosið. Hann var einatt jafn tilkippilegur að sinna. afgreiðslum, hvort sem var á nóttu eða degi, og hvort sem vjelbátur þurfti eina tunnu eða stórslcip margar smálestir af vatni Einatt var alúðin söm og greið- viknin í smáu og stóru. Samvisku- semi, skyldurækni og trúmenska einkendu störf hans, og þó að hann fjelli svo skyndilega frá, þá mun óhætt að fullyrða, að liann hafi verið flestum fremur reiðu- búinn, er hann hóf hinstu ferð sína. Jóhannes Einarsson. Dagbóh I. 0. O. F. (Síðasta spilakvöld). Pjetur Benediktsson sendiherra íslands í London, sem dvalið hef- ir hjer í bænum í nokkrar vikur, er nú kominn aftur til London. Næturlæknir í nótt Úlfar Þórðarson, Sólvallagötu 18. Sími 4411. Nætnrvörður er í Ingólfs Apó- teki. Næturakstur annast B. S. R. — Sími 1720. Guðsþjónusta í dómkirkjunni sumardaginn fyrsta kl. 6 síðdegis. S. A. Gíslason cand. theol. prje- dikar. Frjálslyndi söfnuðurinn. Sumar- komu guðsþjónusta og ferming í fríkirkjunni í Rvík á morgun kl. 2 e. h. Sr. Jón Auðuns. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Sum- arkomu guðsþjónusta á morgun kl. 5. Sr. Jón Auðuns. 70 ára er í dag ekkjan Ilalldóra Guðmundsdóttir, Iloltsgötxi 20. Benedikt Guðmundsson hús- gagnasmiður, Freyjugötu 48, er fimtugur í dag. Símalínan milli Ilafnarfjarðar og Rvíkur slitnaði í gærmorgun, og var samband ekki komið á í gærkvöldi, en búist við að lag- færing fáist á þessu í dag. íþróttasýningar á sumardaginn fyrsta. Það er íþróttakennarafje- lag íslands, sem sjer um íþrótta- sýningarnar á *skemtununum á niorgun. Er þetta einskonar fram- hald af skólasýningunum, sem haldnar voru á dögunum, en þá voru margir, sem ekki höfðu tæki- færi til að sjá þessar leikfimisýn- ingar. Athygli skal vakin á því, að sýning revýunnar Halló Ameríka hefst kl. 8.30 á föstudag. — Að- göngumigasala er I dag kl. 4, en verður ekki á morgun vegna sum- ardagsins fyrsta. Barnadagsblaðið verður selt frá kl. 9! f. h. til kl. 7 e. h. í dag. — Blaðið verður afgreitt til sölu- barna í barnaskólum bæjarins, Grænuborg og á afgreiðslu Morg- unblaðsins. Gjafir til Barnavinafjelagsins Sumargjöf: Frá Magnúsi Andrjes- syni vitgerðarmanni 1500 kr. Frá Ástu 100 kr. Kærar þakkir. Tsak Jónsson. Útvarpið í dag: (Síðasti vetrardagur). 12.15 Hádegisútvarp. 12.55 Enskukensla, 3. fl. 18.30 íslenskukensla, 1. fl. 19.00 Þýskukensla, 2. fl. 19.25 Þingfrjettir. 20.00 Frjettir. 20.20 Kvöldvaka stiulentaráðs Ilá- skólans. | Linoleum $ í öllum þyktum. | Gólfpappa og t Gólfdúkalím Ý X það besta fáanlega hjer, <£ fáið b.ier í j; Veggfóðursverslun * Victors Helgasonar T Hverfisgötu 37. Sími 5949. T * Samkvæmiskjólaefni tekln app i g«v — c löxtdal Vefnaðarvoruverslnn — Ausfnrsfræfl lO Maðurinn minn, faðir okkar og sonur GUÐMUNDUR ÁGÚST SIGURDSSON frá Kluftum, andaðist að Vifilsstöðnm 21. þ. m. Sigríður Ámadóttir og börn. Helga Eiríksdóttir. Jarðarför konunnar minnar, móður okkar og tengdamóður KRISTÍNAR EYÓLFSDÓTTUR, Hlíðarenda í Fljótshlíð, fer fram föstndaginn 24. apríl og hefst frá heimili hinnar látnu kl. 12 á hádegi Helgi Erlendsson. Ingvar Þórðarson. Ingibjörg S. Helgad. Gunnar Helgas. Gnðjón Helgas. Jarðarför mannsins míns, föður okkar og sonar KJARTANS GUNNLAUGSSONAR kaupmanns fer fram í dag, miðvikud. 22. þ. m. og hefst með húskveðjn aS heimili hans, Laufásveg 7, kl. iy2 síðdegia, Margrjet Gunnlaugsson og börn. Ingveldur Kjartansdóttir. Jarðarför mannsins míns Þ. MAGNÚSAR ÞORLÁKSSONAR fer fram föstudaginn 24. þ. m. Athöfnin hefst með húskveðjn að heimili okkar Blikastöðum kl. 1 e. h. Jarðað verðnr að Lágafellí. Fyrir hond aðstandenda Kristín Jósafatsdóttir. Þökkum hjartanlega auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför GUÐRÚNAR GUÐNADÓTTUR * frá Sandi í Kjós. - Aðstandendur. Innilegar þakkir til allra, er auðsýndu hluttekningn við jarðarför móðnr og tengdamóður okkar JÓHÖNNU JÓNASDÓTTUR. Hólmfríður Jóhannsdóttir. Jón J. Jóhannsson. Jónas Guðmundsson. Loftur Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.