Morgunblaðið - 05.06.1942, Qupperneq 5
DANA UNDIR
HERNÁMINU
sFöstudagur 5. júní 1942.
JPlorgtttdblafóð
Otgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
’ BVamkv.stj.: Sigfús Jónssón.
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiBsla:
Austurstræti 8. — Slmi 1600.
Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánuCi
, innanlands, kr. 4,50 utanlands.
| 1 lausasölu: 25 aura eintakiC,
30 aura meC Lesbók.
i' ___________________________
Svikin sönnuð
tnefndaráliti meiri hluta
stjórnarskrárnefndar neðri
‘deildar (þskj. 368) segir svo m.
„Stjómarskárnefnd hefir átt
s6 fundi um málið. Á fundi 13.
;.apríl bar formaður upp þá til-
lögu, að nefndin flytti frv. um
breyting á stjórnskipunarlög-
unum, sem fæli í sjer breyting-
:;ar, sem leiðir af sambandsslit-
um við Dani. Sú tillaga var feld
með öllum atkvæðum gegn at-
kvæði formanns (G. Sv.). — 1
sambandi við þá atkvæða-
greiðslu lýstu þeir Bergur Jóns-
son, Gísli Guðmundsson, Jör-
undur Brynjólfsson og Sveinbj.
Högnason yfir því,. að þeir
mundu engri stjórnlagabreyt-
ingu fylgja á þessu þingi . . .“.
Þessi tilvitnun úr prentuðu
þingskjali sannar svo greini-t
lega, að ekki verður um vilst
að öll skrif Tímans um, að Fram
sóknarflokkurinn hafi á síðasta
þingi verið reiðubúinn að af-
-greiða sjálfstæðismálið, er bull
og þvaður og á enga stoð, í veru
ieikanum.
En Tíminn hefir bersýnilega
orðið var óánægju meðal kjós-
enda Framsóknar yfir aðgerða-
leysi flokksins í sjálfstæðismáÞ
inu, og þessvegna reynir blaðið
með undanbrögðum og fölsun
staðreynda, að friða kjósendur.
Sannleikurinn er sá, að hið
eina sem Framsókn lagði til
þessara mála var þingsályktun-
artillagan um skipun milliþinga
nefndar í stjórnarskrármálið í
heild. Þeirri milliþinganefnd
átti ekkert tímatakmark að
setja. Hún átti að fá „að starfa“
eins lengi og henni þóknaðist,
jafnvel áratugi. Þegar svo Sjálf
stæðis- og Alþýðuflokksmenn
fluttu breytingartillögu við
þingsályktunartillögu Fram-
sókar, þess efnis, að milliþinga-
nefndin skyldi ljúka störfum
fyrir aukaþingið í sumar og
hafa þá tilbúna lýðveldisstjórn-
arskrá, snerust allir Framsókn-
; armenn gegn þessari tillögu.
Framsóknarflokkurinn vildi
fresta allri ákvörðun í sjálf-i'
stæðismálinu. Hve lengi vissi
enginn. En það sjer væntanlega
hver einasti Islendingur, að ó-
íoisvaranlegt var með öllu, að
• draga það lengur en til ársins
1943, að ganga til fulls frá
'þessu máli. Slíkt andvaraleysi
mátti skilja þannig, að íslend-
ingar væru horfnir frá sambands
slitum við Dani.
Lokaskrefið í sjálfstæðismál-
inu verður stigið á þessu ári,
KJOR
að er fátt, sem berst frjetta
af frændþjóðum vorum á
Norðurlönd-um um þessar mund-
ir. Svo gersamlega hefir verið
snúið við blaðinu, að nú er al-
gert samgöngubann einmitt við
þær þjóðirnar, sem við höfðum
áður mest skifti við. Frjettirnar
sem berast eru einkum um ýmis-
konar hörmungar í Noregi. Frá
Danmörku frjettist lítið eða ekk-
ert og má að vísu segja, að engar
frjettir sjeu betrhen illar frjettir.
En þó vitum við, að Danir hafa
ekki átt sjö dagana sæla síðan
þjóðin var hernumin fyrir rúm-
um tveimur árum. Hinsvegar hefir
verið reynt af danskra yfirvalda
hálfu, að haldi friðinn í lengstu
lög og persóna konungsins hefir
verið það einingarmerki, að þjóð-
in hefir safnast um í aðdáunar-
verðri einlægni og trúnaðar-
trausti.
Menn munu minnast þess, að
þegar Þjóðverjar buðu norður-
landaþjóðunum griðasamninga,
vorið 1939, höfnuðu Finnar, Norð
menn og Svíar því' boði með þeim
forsendum að Kellogg-sáttmálinn
gamli væri raunverulegur griða-
samningur við Þýskaland, sem
aðrar þjóðir. En Danir töldu sjer
rjettara að undirrita samninginn.
Þeir voru næsti granni Þjóðverja
og vegna legu 'landsins þótti þeim
hætta á, að Þjóðverjar mundu
fremur ráðast inn í landið, ef
ekki væri sjersamningurinn gerð-
ur. Þetta hlífði þó enganveginn
Dönum við þeim atburðum er
biðu þeirra 9. apríl 1940 og munu
ýmsir heldur ekki hafa búist við
því. Undanfarnir mánuðir og ár
höfðu þegar sýnt haldgæði ýmsra
annara samningar, sem Þjóðverj-
ar höfðu gert.
Danir áttu þúsund ára gamlan
sjálfstæðisferil að baki sjer og
höfðu getað fagnað fullkomnum
friði í landi sínu þrjá aldarfjórð-
unga. Samkvæmt þeim „samning-
um“, sem þeir neyddust til að
gera við Þjóðverja 9. apríl, skyldi
landið halda, sjálfstæði sínu og
konungur og stjórn halda áfram
að starfa á líkum grundvelli og áð
ur. Þjóðverjar skyldu ekki skiftá
sjer af dönskum innanlandsmái-
um, ekki nota danskan her eða
fiota til sinna þarfa, og hverfa
á burt frá Danmörku þegar að
stríðinu loknu og viðurkenna full-
veldi og sjálfstæði Danmerkur
eftir stríðið. *
★
Vitanlega hafði hernámið þær
afleiðingar, að Bandamenn urðu
að telja Danmörku óvinaland, þar
sem Þjóðverjar höfðu byrjað þar
hernaðarframkvæmdir. Og vitan-
Jega var hin mikla útflutnings-
verslun Dana til Bretlands úr sög-
unni og kaupskipafloti Dana varð
að hætta frjálsum siglingum um
heimshöfin. Það er þáttur út af
fyrir sig, hvílíkt efnahagslegt tjón
Danir hafa beðið við hernámið,
en hans verður ekki hægt að geta
nema lítillega í þessari grein.
sem, eins og kunnugt er, veitti
stjórninni forustu til dauðadags
á núlíðandi vori. En það er víst,
að þessi stjórn hefir ekki átt sjö
dagana sæla, því að það leið ekki
á löngu áður en Þjóðverjar fóru
áð gera kröfur til ýmsra manna-
breytinga. Þannig vildu þeir ekki
líða, að P. Munch, utanríkisráð-
herra, gegndi stöðu sinni áfram.
í hans stað var tekinn Erik Sca-
venius, fyrv. sendiherra (og. utan-
ríkisráðherra í fvrstu stjórn
Zahle), en þó að hann sje ekki
talinn nazisti, þá virðist hann
þeirrar skoðunar, að framtíð Dan-
merkur sje undir því komin, að
landið hafi sem nánasta og inni'-
legasta sambúð við Þjóðverja. Og
samkvæmt þessu hefir hann
breytt, og þykir reka erindi
þýskra áhrifa ósleitilega meðal
þjóðar sinnar.
Ýmsa aðra menn gátu Þ.jóð-
verjar ekki þolað í opinberum
málum, og má nefna þeirra á
meðai Hedtoft Hansen, sem varð
f orseti danska verkamannasaim
bandsins eftir Stauning, og Ohrist-
mas Möller, fyrrum formann
hægri flokksins, einn hinn eftir-
tektarverðasta stjórnmálamann
Dana á síðari árum. Þessir menu
voru gerðir áhrifalausir í stjórn-
málum, þ. e. a. s. á yfirborðinu.
Christmas Möller er nú fyrir
nokkru kominn til Englands —
tókst að strjúka úr landi á æfin-
týralegan hátt, ásamt fjölskyldu
sinni og hefir nú byrjað að starfa
meðal frjálsra Dana í London.
★
Hvaða afstöðu tóku nú stjórn-
arerindrekar Dana erlendis gagn-
vart. hernáminu. Sendiherrann í
Noregi var þegar kvaddur heim
ásamt sendisveit sinni —- því að
samkvæt nýskipuninni í Noregi
skyldu Þjóðverjar rækja utanrík-
ismálaþjónustuna fyrir Norð-
menn. En það voru fæstir sendi-
herrar Dana, sem hægt- var að
kveðja heim eða kærðu sig um að
hverfa heim. -Þeir voru raunveru-
lega sviftir öllu sambandi við
stjórnina í Kaupmannahöfn og
urðu því að starfa upp á eigm
spýtur, eftir því sem þeir töldu
þjóðinni hollast, á hverjum stað.
Þess varð skamt að bíða, að í
odda skærist • milli sendiþjónust-
unnar erlendis og stjórnarmnar
heima. , Sendiherrarnir vissu, að
utanríkismálaráðuneytið þurfti að
gera fleira en því gott þótti, og
því fór svo að sendiherrarnir urðu
að ganga í berhögg við bein fyrir
mæli stjórnar sinnar. Kunnast
dæmi þessa er það, sem gerðist
í Washington sumarið 1940. Sendi-
herra Dana þar, Henrik Kauff-
mann, gaf þegar tveimur dögum
eftir hernámið út yfirlýsingu um
afstöðu sína. Segir bann þar, að
Danmörk hafi orðið að beygja sig
fvrir ofbeldi og að hann muni
starfa áfrám fyrir hagsmunum
konungs síns og þjóðar, en kváðust
ekki viðurkenna neinn nýjan
sendiherra, sem skipaður væri af
danskri stjórn er ekki hefði
frjálsar hendur. Sendiherrarnir í
London og París gáfu ekki út
neinar yfirlýsingar þá, en störfuðu
áfram eins og áður, og voru ekki
kvaddir heim.
TJm þessar mundir fóru Banda-
ríkjamenn að tryggja sjer flota-
stöðvar víðsyegar, við Atlantshaf,
m. a. á breskum eyjum vestur við
Ameríku. Þeir töldu sjer ómiss-
andi að koma upp flotastöðvum
á Grænlandi og nú gerði stjórnin
samning við Kauffmann sendi-
herra, um að Danir leyfðu þessar
stöðvar og að Bandaríkin tækju
að sjer að halda uppi verslun á
iGrænlandi og sjá landsbúum fyrir
nauðsynjum. Þýska stjórnin and-
mælti vitanlega þessu, og ljet
dönsku stjórnina mótmæla og
svifta Kauffmann embætti. En
hinsv-egar hafði danska stjórnin
vitanlega enga möguleika til þess
að fvlgja þessari embættissvift-
ingu eftir, svo að Kauffmann sit-
ur enn og starfar í Washington.
sem sendiherra konungs síns og
hinnar frjálsu Danmerkur.
Líkt fór síðar uln danska sendi-
herrann í London. Hann hefði
enga aðstöðu getað haft til þess
að reka þau erindi í Englandi,
sem ekki liefðu samrýmst enskum
hagsmunum. Og á síðastliðnum
vetri skar loks úr um afstöðu hans
og sendifulltrúans. Þeir gengu op-
inberlega í flokk hinna frjálsu
Dana, sem sendimenn og fulltrúar
konungs síns. Eigi skal út í það
farið, hvernig þessu háttar gagn-
vart áðurgildandi lögum og venj-
um, en ástandið lýsir því, að þó
að Danmörk sje talið óvinaland
Bandamanna, vegna þess að land-
ið er hernumið af -Þjóðverjum, þá
er þjóðin ekki talin óvinaþjóð.
Yfirleitt hefir farið svo um sendi-
herra Dana erlendis, að þeir hafa
leitast við að vinna í samræmi
við afstöðu þess lands, sem þeir
dvelja í, og starf þeirra er eink-
um fólgið í því, að gæta hags-
muna og hjálpa samborgurum sín-
um í því landi sem þeir dvelja.
★
Það væri vægt til orða tekið að
segja, að óhug hafi slegið á
dönsku þjóðina við hernámið. Hiin
var sem st'eini lostin. En lyndis-
einkunn hennar lýsti sjer brátt í
framkomu hennar gagnvart hinum
óboðnu gestum. Jafnframt alvör-
unni bar talsvert á öðru í hug þjóð
arinnar. Dönsk kímni er að jafn-
aði góðlátleg, en hún getur líka
verið beisk, og á því fengu Þjóð-
verjar að kenna. í dönskum blöð-
um mátti sjá margt neyðarlegt,
sem þó ekki var beinlínis hægt
að hafa á, og prentfrelsið var
svo miklu rýmra í Danmörku en
t. d. Noregi, að Danir gátu sagt
meiningu sína, í þeim blöðum, sem
ekki beygðu sig þegar undir okið.
Að einu gerðu Danir mikið: að
senda einskonar „keðjubrjef“ til
kunningja sinna. Hver sá, sem
brjefið fjekk, átti að afskrifa svo
og svo mörg eintök af því og-
senda sínum kunningjum. Yarð
úr þessu mikill flaumur brjefa
um landið. Sum voru brjefin í
Ijóðum en önnur í óbundnu máli.
Fræg urðu einkum ýms brjef, sem
eignuð voru danska skáldinu, síra
Kai Munk í Vedersö, og var þar
margt neyðarlegt. Að spellvirkj-
um á hersímum og þessháttar
kva.ð allmikið, en til alvarlegra
óeirða kom sjaldan.
Allir sameinuðust fyrst og
fremst um það, að glæða þjóð-
ernismeðvitundina og það er vafa
samt, hvort Danir hafa um langan
aldur verið eins vel vakandi
þjóðernislega eins og einmitt sið-
an vorið 1940. Eitt er vert að
nefna sjerstaklega. Hinn svo-
nefndi „allsang“ (þ. e. sama og
þjóðkór og „takið undir“ hjá okk
ur) var þá að berast til Danmerk-
ur frá Svíþjóð, þar sem Sven
Lilja hafði átt upptökin að hon-
tmi. Sumarið 1940 og síðan halda
allir bæir í Danmörku „alsangs-
mót“ á sumrin; þar er söngurinn
aðalatriðið, en einnig eru ræðnr
haldnar, og að lokum send kveðja
til konungs.
Talsvert hefir kveðið að því,
að danskir menn liafi verið fang-
elsaðir fvrir bersögli. Sagnfræð-
ingurinn dr. Wilhelm la Coxir
hefir verið Þjóðverjum óþægnr
ljár í þúfu og orðið að þola fang-
elsi og ofsóknir fyrir. I smáritnm
sem hann hefir gefið út, hefir
hann lýst með berum orðum van-
efndum Þjóðverja á- samningum
þeim, sem þeir buðu sjálfir og
settu í byrjun hernámsins. Og
la Cour hefir ferðast, um landið
og haldið fyrirlestra fyrir hús-
fylli. Svo er og um fleiri. Yfir-
Ieitt eru Danir vel vakandi og
síf'elt á verði gagnvart ágengni
hernámsþjóðarinnar. Og þeir þrír
menn í stjórninni, sem draga
leynt og Ijóst tauin Þjóðverja,
eiga ekki öfundsverða daga og
liafa ekki farið varhluta af quisl-
ingsnafninu, þó aðstaða þeirra sje
að vísu önnur en hans.
ílvað líður nazistunum í Dan-
mörku, munu menn spyrja. Flokk-
ur þeirra, sem til var löngu fyrir
hernámið, mun síst hafa eflst við
breytingu þá, sem varð með her-
náminu. Skæðasta vopnið gegn
þessum flokki og Fritz Clausen,
foringja hans, hefir verið háð og
spott. Hinn danski foringi munt
vera allskrítinn maður í háttum
sínum og þjóðin var fljót að finna,
hvar hann var veikastur fyrir.
Það hendir þráfaldlega að Clau-
sen, og lið hans snýr sjer til
yfirvaldanna til þess að biðja um
„vernd“ gegn brellum ungra
manna, sem hafa gaman af að
gera honum skráveifur.
★
Eitt af mestu hitamálunum, sem
orðið hefir í Danmörku, var krafa
Þjóðverja um að Danir undirrif-
uðu hinn svonefnda „andkomm-
FRAMH. Á SJÖTTXJ SÍÐIT
þrátt fyrir andstöðu Framsókn-
arflokksins. Hann hefir á úr-
:?]itastundinni svikið íslenska
málstaðinn.
Stjórnin bætti þegar við sig
fulltrúum úr þeim flokkum, sem
ekki áttu þar sæti áður, þ. e. að
þjóðstjórn var mynduð undir
framhaldandi forsæti Staunings,
frjálsrar og sjálfstæðrar Danmerk
ur, hvað sem öðru liði. Banda-
ríkin ákváðu þá að viðurkenna
Kauffmann áfram, sem fulltrúa