Morgunblaðið - 05.06.1942, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.06.1942, Qupperneq 6
 « MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 5. júní 1942.. Kvenstúdent eða stúlka með svipaðri mentun ósk- ast til að vinna við blaðamensku. — Umsóknir sendist Morgunblaðinu sem fyrst, auð- kendar „Kvenstúdent“. •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••« Reykvíkingar Ennþá höfum við vörurnar, sem yður vantar mest. Við höfum nú tekið upp klæðskerasaumuð karlmannaföt, enskar dragtir og kápur. Ennfremur enska model-kjóla, sumarfatnað, rykfrakka o. fl. Gleymið ekki ódýra skófatnaðinum, meðan úr- valið er nóg. KOMIÐ • SKOÐIÐ • KAUPIÐ Wlndsor-Magasin Vesturgötu 2. x X t t t t t t t $ f «♦00 ýO*>*>*>*>*X,*>K**X":,*X**:"M">»X**!">*>,!M>,>*!,,!,*i,*!"H"!,*»‘>M**X,<**!,«M>0 ■>■>❖*» Sildarútwegur logarans Sviða frá Hafnarfirði er til sölu. Þar í talið tvær síldarnætur með nýjum línum, tveir snurpinótabátar með 16 hestafla mótorvjelum, vjelaspilum, handspilum, síldardekk, háfar, síldargaflar og fleira. Alt yfirleitt lítið notað nema önnur síldarnótin. Upplýsingar á skrifstofu fjelagsins eða hjá Kristjáni Bergssyni, Reykjavík. Auglýsing un> hámarksverð Dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum hefir, sam- kvæmt heimild í lögum frá 29. maí 1942, ákveðið að setja eftirfarandi hámarksverð: Hrísgrjón i heildsölu kr. 110.00 pr. 100 kg., í smásölu 1.75 pr. kg. Hrísmjöl í heildsölu kr. 130.00 pr. 100 kg., í smásölu 1.60 pr. kg. Álagning í heildsölu má þó aldrei vera hærri en 6^% af kostnaðarverði og í smásölu aldrei hærri en 25%. Reykjavík, 3. júní 1942. Dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Hrossasýning verður í Kjósarhreppi fimtudaginn 11. júní kl. 10 árdeg- is. Fyrir Kjalarneshrepp og Mosfellshrepp í Kollafjarðar- rjett kl. 4 síðdegis sama dag. Gunnar Bjarnason hrossa- ræktarráðunautur mætir á sýningunni. Mosfelli 4. júní 1942. Kristinn Guðmundsson. •» _ . I EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI — - ÞA HVER’ Kjör Dana undir hernáminu FEAMH. AF. FIMTTJ SlÐU únistasáttmála“, sem Hitler og öxulríkin hin Ijetu ýms skjólríki sín undirskrifa á síðastliðnu hausti. Nálega öll danska þjóðin og mikill meirihluti stjórnarinn- ar voru andvíg því að Danir færu að gerast aðili að þessum sátt- mála, bæði vegna meginhugsunar hans og svo þess, að sáttmálinn hefir raunverulega í för með sjer skuldbindingar af hálfu undir- skrifendanna. En Erik Seavenius og fylgismenn hans í stjórninni börðust fyrir sáttmálanum og að lokum hótaði þýska stjórnin Dönum vopnavaldi, ef sáttmálinn væri ekki imdirritaður. Þá mundu þeir haga sjer eins og enginn „samningur“ hefði verið undir- skrifaður 9. apríl — með öðrum orðum: Danir skyldu fá sömu útreiðina og Norðmenn. Þá var það, sem danskir stúdentar fylktu í hallargarðinum við Amalienborg og afhentu konungi eftirfarandi ávarp: „Sem fulltrúar þeirrar æsku, em bera skal framtíð Danmerkur á herðum sjer, látum við 'í ljósi hrygð okkar yfir því, að danska stjórnin hefir aðhylst andkomm- únistasamninginn. Yðar Hátign skal vita, að við viljum heldur eiga sömu kjör og norska, þjóðin en að þola mót- stöðulaust, að Danmörk sje notuð til framdráttar málefni, sem er í fylstu andstöðu við vilja okkar til þess að lifa í frjálsu lýðræðis- landi. Það er von okkar, að það traust, sem svo mikill fjöldi þjóðarinnar ber til yðar Hátignar, fái stað- festingu í því, að vísað verði á bug skilyrðislaust öllum tilraun- um til að stinga undir stól þeim loforðum, sem oss hafa verið gef- in, um að viðurkendur skuli rjett- ur vor til þess að ráða öllum okk- ar innri málefnum. .Gnð varðveiti Danmörku. Guð varðveiti konunginn“. Þungbær hafa þau verið þessi tvö ár, sem Danir hafa orðið að horfa upp á hernámsmennina, frá hinum volduga granna sínum í suðri. Það heyrðist stundum, að Dönum var legið á hálsi fyrir það, að grípa ekki til vopna 9. apríl, eins og Norðmenn gerðu. Reynslan hefir sýnt, að þeir gerðu rjett. Svo erfitt sem það var að verja Noreg, þá var þó enn erfið- ara að búast til varnar í Dan- mörku. Það sýndi dæmi Hollands síðar, og eru Hollendingar þó stærri þjóð, og voru betur víg- búnir. Danir hafa valið það hlutverk- ið, að skipa sjer sem þjettast um konung sinn, sem virðist, hafa tekið á málunum með þeirri festu og stjórnkænsku, sem fáum -er gefin. 'Og þjóðin vonar í dag og alla dágá, að hinum aldna kon- ungi megi auðnast að sjá ríki sitt aftúr, frjálst og óháð sem forðum og dafnandi á ný við friðsamleg störf hinna atorku- sömustu þegna sinna. Utsvörin FKAMH. AF ÞRIÐJU 8lÐU það, að stríðsgróðaskattinum yrði varið á þenna hátt. En hann hafði um það nokkur orð, að Alþingi hefði með hinni nýju löggjöf frek- lega gengið á rjett bæjarins, er ekki væri hægt að leggja útsvör á þá, sem fyr, er hæstar hefðu tekjurnar. Þó það væri ekki svo að skilja, að þeir gjalendur slyppu við útgjöld. En þau væru látin renna í ríkissjóð og bærjnn fengi af þeim sinn mæjda skamt. Borgarstjóri sagði þá m. a.: Fulltrúi Alþýðuflokksins J. A. P. er mjer sammála um það, sem skiftir hjer máli, hvernig fjenu skuli varið. Deila má í það óendanlega um það, hvort bærinn beinlínis tapi eða ekki á þessu nýja fyrirkomu- lagi. En um eitt getum við verið ásáttir, að löggjöf sem þessi er Rvík hagstæð vegna þess, að hún á að koma í veg fyrir, að menn flýi úr bænum með atvinnu- fyrirtæki sín, meðan gróðatími er, til þess að losna hjer undan út- svörum. Með þessu móti gengur sami skattur jafnt yfir alla hvar sem þeir eru á landinu. Að öðru leyti' er löggjöf þessi eðlileg, sem miðar að því, að rík- issjóður safni fje á gróðaárum, til þess að vera þess megnugur að ljetta undir með atvinnuvegum, er harðnar í ári, í stað þess að vejta þá byrðunum á herðar almenn- ings, eins og við hefir viljað brenna. Tillaga lá fyrir fundinum frá bæjarráði, um að verja stríðsgróða skattinum á þann hátt, sem að of- an greinir; og var hún samþykt á fundinum í einu hljóði. Skotín í Skeríafírði FIAMH. AF ÞRIÐJU «lÐU stingi. Mistök verða ekki þoluð, og alt mun verða gert til að af- stýra þeim. Líf íslendinga og Ameríkumanna eru aJveg jafn kær yfirvöldunum, er vinna að því að verja bæði Jöndin. Að síðustu sagði sendiherr-, ann, að hann þakkaði íslensk- um blaðamönnum fyrir, með hve miklum skilningi athuga- semdir þeírra hefðu verið, þeg- ar litli drengurinn (Jón Hin- rik P.enedliktsson) hefði verið skotinn. „Þjð hafið gagnrýnt okkur“, sagði hann, ,,en það hefir verið sanngjarnt og þið hafið ekki efast um góðan vilja okkar. Með því hafið þið gert ykkur sjálfum og landi ykkar sóma, og hafið látið okkur verða ennþá ákveðnari, ef það er hægt, að uppræta þá galla, sem geta verið á stjórnarfari okkar, og að samvinna við ís- land nálgist meira þá hug- sjón, sem okkur hefir dreymt um . Næturlæknir er í nótt Axel Blöndal,. Eiríksgötu 31. — Sími 3951. . ; Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki. Mínníng Sólveigar Bjarnadóttnr U tför þesarar góðu konu fer fram í dag. Hún var fædd 14. ág. 1887 í Vík í Innri-Akra- neshreppi af góðu bergi brotin í báðar ættir. Foreldrar voru hjón- in Bjarni Gíslason og Guðrún Sig- urðardóttir og kom saman ætt hennar við ætt Jóns Sigurðssonar forseta, þótt ekki kunni jeg gjörla að greina. Þau bjuggu og að Sól- mundarhöfða í sama hreppi. Þar ólst Sólveig upp, en fluttist 15 ára að Gerðum í Garði til merkishjón- anna Finnboga Lárussonar og Bjargar Bjarnadóttur. Þar giftist. hún 9. des. 1905 ungum efnis- manni, Þórði Einarssyni frá Ný- lendu í Garði. Hann hafði alist upp við sjómensku, þar á meðal á enskum togurum og nam að tala ensku. Hann lærði og í Flens- borgarskóla og hefir aðallega unnið við verslun og á skrifstof- um og önnur skyld störf. Árið eft- if að þau giftust fluttu þau tií Hafnarfjarðar og bjuggu þar til 1930, en síðan lengst af í Reykja- vík. Þau eignuðust 12 börn, öll einkar mannvænleg, þau er upp' komust, en tvö dóu á 1. ári. Son- ur, Jón Rósant loftskeytamaður,. kvæntur, dó 32 ára 1938 og dótt- ir gift í Englandi dó þar 23 ára 1939. Átta börnin eru á lífi, 3 gift, en hið yngsta fermt í vor. Eðlilega safnaðist þeim ekki auður, en hafa vel komið fram börnum sínum og verið ágætlega gestrisin, oft mannkvæmt hjá þeim í Hafnarfirði, einhum af Sunnanmönnum. Friít Sólveig var ágæt móðir, trúkona einlæg og innrætti börn- um sínum það hugarfar. Hún var skapfestukona að öllu lundarfari', fríð sýnum og frábærlega hög á kvenlegar hannyrðir. Frá 1930— 40 var hún mjög heilsubiluð, en virtist þá fá góðan og fljótan bata, þangað til nýtt mein varð henni að aldurtila. Hýn andaðist 28. f. m. eftir allþunga legu og hefir nú með vissu hlotið trú- menskulaun góðrar konu og móð- ur. Kristinn Daníelsson. Portógalar gcra varúðar ráðstaf- anír Lissabon í gær. Igær var birt í Lögbirtingi Portúgala heimild til handa portúgölsku stjórninni til þess, að flytja nýlendumálaráðuneyt- ið til sjerhverrar af nýlendum Portúgala, „ef hagsmunir ríkis- ins“ krefjast þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.