Morgunblaðið - 14.06.1942, Blaðsíða 7
Suimudagur 14. júní 1942.
MORGUNBLAÐIÐ
Minning Björns Sigur-
geirssonar fra Svarfhóli
A morgun verður til grafar
borinn vestur í Miklaliolts-
hreppi Björn Sigurgeirsson bónöi
frá Svarfhóli. Hann andaðist í
sjúkrahúsi hjer í Eeykjavík 3.
júní s.l. eftir langa og erfiða legu.
Fæddur var hann 10. dag júní
1892 að Furubrekku í Staðarsveit,
og var því aðeins vant nokkurra
daga á 50 ára aldur er hann Ijest.
TJngur fluttist hann með foreldr-
um sínum að Svarfhóli og átti þar
heima alla stund síðan.
Með Birni sál. er genginn einn
hinn prýðilegasti maður úr bænda
stjett þessa lands. Maður, er svo
var trúr og transtur um aUa hluti,
er hiiiin tók að sjer eða var trúað
fyrir, að lengra varð ekki komisí.
3 honum voru sameinaðir bestu
kostir tveggja kynslóða. Festa og
trúmenska hinnar horfnu og um-
'bótíiJiugur og framsækni sanitíð-
arinnar. sanifiira gætni hins hygna
manns.
Björn var alinn upp við starf
•og reglúsemi. lí'aðir hans, Sigur-
geir bóndi, var kunnur að dugn-
aði óg reglusemi, ekki aðeins méð-
al sveitunga sinna og hjeraðsbúa,
heldur og meðal fjölda annara.
Þá er Bigurgeir tók við jörð sinni,
SvárfíÍÓtí, VÓru þar ljelegar bygg-
ingar og tún lítt ræktað. Hann
byýði úpp hús iill og ræktaði tún-
ið og .jók áð miklum mun. Gerði
engjaba>tiir. girðingar o. fl., er
jörðintii mátti að gagní verðái
Þessu starfi föður síns hj.elt Björn
dyggiíégá áfram að honum íátn7
um. Hann endurbætti hin eldri'
hús"og bygði önntir að nýju, svo
að tiú erú hps ÖlÍ á jörðinni bygð
'samkvæmt kröfum miHmans.
Jafnframt húsabótunum hjelt
hann og áfram að auka og rækta
tún og engjar. Alt ]iað er að smíði
'laut gerði Björn sjálfur, því að
svó var hann hagur á trje og
járn. að þeir sem lærðir voru í
þeim greinum, tóku honum ekki
fráhi. Hann var því mörgum
hjálparliella, ekki aðeins að því
‘er, snerti byggingar, heldur og
með því að hjálpa monnum íneð
smiði margskonár búshiutá.
Björn var maður greindur vel
og hygginn og þótti hverju máli
vel komið í höndum hans. Hann
vann ósleitilega að öllu því, er
hanp tók að sjer og var manna
höfðinglegastur í fjárframlögum,
«f leitað var til manna um fjár-
styrk til framgangs góðra mála.
Að slíkum manni sem honum er
því mikil eftirsjá, er hann hverf- j
ur af starfssviðinu fyrir aldur
fram. Sveitungar háns og vinir
mitnu því sakna hans og vand-
fylt verður rúm það, er hann skip-
aði. Sjerstaklega er hjer þungt á-
fall fyrir hina aldurhnignu móður
hans, er hann var jafnan hinn á-
gætasti sonur og fyrirvinna s.l.
16 ár. En hjer þýðir ekki um að
ræða, það sem hönd dauðans hefir
til sín heimt, verður ekki aftur
skilað. En vel væri íslenskri
bændastjett, ef hún mætti eign-
ast sem flesta slíka menn sem
Björn á Svarfhóli. Menn, er svo
voru fyrirmynd annara um sann-
an manndóm sem liann.
Jóhann Hjörleifsson.
Bjöm Sigurgeirsson.
51 eyrir
riAMH AJr ÞRIÐJU KÍDp
Mjólkursamsalan hlýtur að hafa
mikla peninga afgangs, seni hún
varðveitir einhversstaðar, þar til
henni þóknast að jafná þeim nið-
nr meðal framleiðenda.
En livað á þessi dráttur að
þýða? Því ekki að borga okkur
framleiðendum mánaðarlega, það
sem út úr injólkursöluntii fæst?
Það er óheppileg og ósánngjörn
ráðstöfun, að draga þ.essa útborg-
un, því búskapurinn er að drag-
ast saman vegna dýrtíðar ög
fólkseklu. Það á að 'borga okknr
mánaðarlega. eins háft verð fvrir
mjólkina og líægt er. Gæti þetta
ef til vill lengt lífið í einhverj-
ijtni kúnum, senl bmndur hafa nú,
meðan þessu fér Vrain. ákveðið að
lóga.
99
O
ít
FRAMH. AF ANNARI SlÐC
borg í vaxandi mæli nú undan-
farið.
Hafa frjálsir Frakkar í Löndoii
fengíð af þessu áreiðanlegar fregu
ir, ni. a. um jiað. að Þjóðverjar
hafi tefeið fasta 99 Parísarbúa á
laugardag 1 þessu skýni.
; $tarfa Gestapo menn aðallega
í verkamannabverfimum í úthverf
um Parísar. Nákvæma frásiign ax
atburðum þessxim hafa menn feng
ið í skýrslu sem sendimenn Vichy-
stjórnarinnar í París hafa sent
stjórn sinni. 'Er eintak af skýrslu
þessari komið í hendur frjálsra
Frakka. í skýrslu þessari er m.
a. sagt frá þyí, að nú sjeu það
dáglegir viðburðir, að þýskir her-
menn verði fyrir árásum frá hendi
Ffakka.
Síðastliðnaiv sex vikur hafa
komið út 8 þúsund flugrit og
fregnmiðar frá leynilegum stöðv-
nm frjálsra Frakka í landinu.
Á hátíðisdegi Bandamanna í
dag mun blað frjálsra Frakka,
„La Marseillaise“ hefja göngu
síha. Verður það vikublað, er
tulkar mál og tilfinningar frjálsra
Frakka og lýsir frelsisbaráttu
þeirra. Blað þetta verður ekki
háð neinmn stjórnmálaflokki, en
verður sameiginlegt málgagn allra
er unna frelsi Frakklands.
Dagbók
■•»«•••••••• ••••••••••••
Næturlæknir er í nótt Kristján
Hannesson, Mímisveg 6. Sími 3836
Helgidagslæknir er í dag Jó-
hannes Björnsson, Sólvallagötu 2.
Sími 5989.
70 ára er á morgun Jón Jóns
son, Laugaveg 76C.
Sjálfstæðismenn! Listi ykkar í
Eeykjavík er D.-Iisti.
Hjónaband. Gefin verða saman
í fyrramálið (mánudag) að Garða
stræti 39, ungfrú Milly Sigurðs-
son, kjördóttir Ásgeirs heit. Sig-
urðssonar aðalræðismanns og
Stein Abildsöe, liðsforingi í norska
flughernum.
Stofnfundur verður í dag kl. 4
e. h. að fjelagi stýrimanna, er
hafa próf fyrir 75 tonna skip.
Fundurinn verður í Verbúð I við
bátabryggjuna.
Sjálfstæðismenn! Listi ykkar í
Reykjavík er D.-Iisti.
ÚtvarDÍð í dag.
10,00 ' Morguntónleikar (plötnr):
a) Fiðlukonsert í a-moll eftir
Baeh. b) Píanókonsert nr. 5
eftir Beethoven.
12.10 Hádegisútvarp.
14.00 Messa í Fríkirkjunni (síra
Jón Auðuns)., Sálmar: 556, 25,
132, 339, Hærra, minn guð, til
þín.
15.30 Miðdegistónleikar (þlötur):
Norðurlandalög.
19.25 TTljóinplÖtur: Tilbrigðaverk
éftir Britten.
20.00 Frjettir,,
20.20' Einleifeur á píanó (Fritz
Weisshappej.) : Lög eftir Grieg
og Siheljus. ,, ' ■,
20.30 Eriiidi: TTm Álþingisríimirn-
ar i Vilhj, Þ. Gíslason).
20.50 lÉjómplotur:: Ljettýlög, , f
21.OÓ Erindi: tTm Harald Sigurðs-
i sop píanóleikara (Þórður Krist-
leiisson söngkennari).
21.25 Ílþþlestúr ■ „Söngur lífsins“,
óbundin Ijóð (Grjetar Fells rit-
höfundur).
21,135 Illjómplötur: „Eldfuglinn“,
tónverk eftir Stravinsky,
21.50 Frjpttir.
22.0 Danslög til 23.00.
Sjálfstæðismenn! Listi ykkar í
Eeykjavík er D.-Iisti.
Útvarpið á morgun.
12.10 Hádegisútvarp.
15.30 Miðdegisútvarp.
19.25 llljóniplötur: Blómalög.
20.00 Frjettir.
20.30 Erindi: Um stofnun sjúkra-
samlaga (Jón Blöndal hagfr.).
20.55 ITljómplötur: Ljett lög.
21.00 Sumarþættir (Steinþór Sig-
urðsson magister).
21.20 Utvarpshljómsveitin: Hug-
leiðingar um ýms þjóðlög. —
Einsöngur (Maríus Sölvason):
a) Pjetur Sigurðsson; 1. Vór.
2. Smalastúlkan. b) Eyþór Stef-
ánSson: Hjá vöggunni. c) S- K.
Háll: Ástarsæla.
21.50 Ástarsæla.
Sjálfstæðismenn! Listi ykkar í
Reykjavík er D.-Iisti.
inmntinmntmniniiiiuiiiiHiuiiiiiiiiiiHiiiiiuiiuMUUitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiuiiiiiiiiimmiiiiMiMiiniiiiiMiiiiiiiuiiuiniuuiaM
K
Öllum þeim mörgu vinum mínum, sem á einn og annan
| hátt sýndn mjer ástúð á sjötugsafmæli mínu, færi jeg hjartaus
| þakkir fyrir alla trygðina og góðvildina. Guð blessi yður öll.
| Friðrik Hallgrímsson.
ilSIIIIIIIIIUIIIUMIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUItlllllHllUIIIIHIIIIIimillUIIIIIHIimiHIIIIIIIIIIII
Á
Innilega þökkum við öllum hinum mörgu, sem mintust
okkar og glöddu okkur á gullbrúðkaupsdegi okkar 1. júní
s. 1., með heimsókn, símskeytum, samtölum og frábærlega
höfðinglegum gjöfum. Guð blessi ykkur!
Hraunum í Fljótum, 2. júní 1942.
Ólöf Einarsdóttir. Guðm. Davíðssoú.
i«nutHiiiinuniiiMiiuiiiiiiiiiHiiiiiHiiiiiiiitiiiiiiiuiiiniiiiinniiiiHuiiiiiniiimiiitiiiiittiititMtiiiiiiiHiiimtHiiiiiiiimiiNii«iMM
Vinir og vandamenn! Hjartans þökk ykkur öllum, sem
| glödduð mig á 85 ára afmælisdegi mínum 10. þ. mán., með
| heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum.
Gujð blessi ykkur öll. >
Kristín Friðbertsdóttir, Hávallagötu 25.
liniHIIIIHtMlllllllfltlMIIIHIIIHIIItlMIIIIMIIimiSIIIIHIIIHIIIMIIItHlllltlllllllltlllllllMUIIUItllHII
OOOOOOOOOOCK^^^OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOj i
Ný vjel í bát
óskast, 140—160 hestöfl. Þarf að vera komin eða
að koma til landsins. Tilboð með upplýsingum
sendist blaðinu, merkt „Ný vjel“.
^ooooooooooooooo^^oooooooooooooooooooo
AUGDVSINGA^
veiUa vera komnar fyrlr kl. 7
kvöldlB áCur en blaöis kemur «t.
Ekkl eru teknar auglýsingrar þar
»em afaretSalunnl er ætlah a8 visa 4
auglýaanda.
TÍlboB os umsöknlr eiga auglýs-
endur a8 sækja alflr.
Bla8i8 veitir nldrei neinar upplýs-
ingar um augrlýsendur, sem vilja f&
skrlfles svör vi8 auslýsingrum sínum.
SIGRÍÐUR,
litla dóttir okkar, andaðist 12. júní
Solveig Hjörvar. Haraldur Samúelsson.
Jarðarför systur okkar,
ODDNÝJAR HÖLLU JÓNSDÖTTÚR
frá Álftanesi á Mýrum, fer fram frá dómkirkjunni þíiðjudag-
inn 16. þ. m. Athöfnin hefst á heimili Soffíu og Ara Thorlacins,
Tjarnargötu 41, kl. 10 fyrir hádegi.
Systkinin.
Kveðjuathöfn yíir móður minni,
ÖNNU JÓNSDÓTTUR,
læknisekkju frá Vík, fer fram í fríkirkjunni mánudáginn 15.
þ. m. og hefst á heimili hennar, Smáragötu 12, kl. 10 f. h.
Jarðað verður frá Reyniskirkju í Mýrdal þriðjudaginn
16. þ. m. kl. 1 e. h.
Athöfninni í fríkirkjunni verðnr útvarpað.
Fanney Stefánsdóttir
Innilegt þakklæti vottnm við undinituð öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jaríiarför
systur okkar,
GUHRÚNAR HARALDSDÓTTUR
og litla drengsins hennar.
Guð blessi ykkur öll.
Reykjavík, 13. júuí 1942.
Valgerður Haraldsdóttir. Ingi Haraldsson.
Hermann Haraldsson. Signrður Haraldsson.
Hjartanlega þökkum við öllum, sem auðsýndu okkur samúS
og hluttekningu við fráfall og jarðarför föður okkar, tengda-
föður og afa,
GÍSLA ÞÓRÐARSONAR.
Börn, tengdaböru og barnaböm.