Morgunblaðið - 14.06.1942, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.06.1942, Blaðsíða 3
MÖRGUNBLAÐIÐ Simnudagttr 14. Júní 1942. 3 Bygging Iíeykjavík barnaspítala í mjög aðkallandi Frá Oslo um siðastiið- in áramót Börnin hornreka á spífölunum Kvenf jelagiS „Hringurinn“ byrjar í dag merki- lega starfsemi. Fjelagið beitir sjer fyrir fjársöfnun til þess að koma upp barnaspítala hjer í höfuð- staðnum.----Verða í dag seld merki á götunum, samkoma í Hljómskálagarðinum kl. 2 og þar flutt- ar rseður o. fl., einnig veitingar seldar í tjaldbúo. -- I tilefni af þessu nytsairsa starfi *,Hringsins“ ritar Kristbjöm Tryggvason læknir eftirfarandi: síðasta mannsaldri hefir verið mikill gróandi l í þjóðlífi okkar íslendinga. Atvinnuhættir ' allir hafa tekið stórfeldum stakkaskiftum og afkoma allrar alþýðu manna breytst stórlega til batnaðar. Þjóðin hefir breytst úr kotungum í stórhuga þjóð, sem þorir að leggja á nýjar brautir og bjóða örlögunum byrginn. Mannvirki, voldug á okkar mælikvarða, hafa risið upp, veg-- ir verið lagðir og brýr byggðar, símakerfi tengir saman fjarlæg- ustu byggðir, og við höfum komið okkur upp álitlegum skipastól. — 1 stuttu máli, við erum þjóðhagslega sjeð að verða sjálfstæð þjóð. Okkur er það líka metnaðar- mál að verða sjálfstæð þjóð um alt, en til þess þurfum við að setja á stofn svipaðar stofnanir og aðrar þjóðir hafa, þó eðli- lega verði í því smærri stíl, sem við erum færri að höfðatölu og fátækari að fje. ★ Á síðustu hálfri öld hefir Reykjavík vaxið úr þorpi með ca, 4000 íbúum upp í vísi að borg, að vísu smáan á heims- mælikvarða, en líklega stærstu höfuðhprg veraldarinnar að til- tölu, því þriðji hluti lands- manna er hjer samankominn. Um leið og Reykjavík er stærsti bær landsins, er hún líka að öllu leyti miðstöð þess, allar merkustu stofnanir og bygging- ar hafa risið upp hjer, og svo mun einnig verða i framtíðinni. Eítt af því, sem reist hefir verið á þessum árum, að heita má frá grunni, eru heilbrigðis- stofnanir landsins. Spítalar hafa verið byggðir og rannsóknar- stofur. Nú eru til handlækninga deildir og lyílækninga, fæðinga- aeild, húð- og kynsjúkdóma- deild og röntgendeild. Spítalar fyrir berklaveika, geðveika og holdsveika. Jm þetta er ajt gott að segja, en, rnikið vantar samt á, að spít- alamálin okkar sj<-u komin í viðunandi horf. Stór hluti þjóð- arinnar er enn illa afskiptur. Er þá ekki átt við fólkið í dreyf- býlinu, sem hlýtur aö eiga erfið- an aðgang að spítöium vegna tregra sairgangna, heldur er þessi stóri hópur bömin — vaxt- arbroddur þjóðarinnar. Hjer í Reykjavík eru ca. 40.000 ibúar, og er á að giska 14 hluti börn. í spítölum hjer í bæ munu vera um hálft þriðja hundrað sjúkrarúm og af þeim eru ekki yfir tveir tugir, sem ætl uo eru bðrnum, eða með öðrum J orðum, að fjórða hluta íbúanna er ætlaður þrettándi hluti rúm- anna. Ef nú legudagar barnanna væru færri en fullorðinna, væri ekkert við þessu ósamræmi að segja, en því fer fjarri að mál- um sje þann veg faríð. Sjúkra- dagar barnanna eru mun fleiri, en fullorðna fólksins. FRAMH. Á SJÖTTU 8ÍÐO Ársþing I.S.1. Arsþing íþróttasambands Is- lands hefir staðið yfir hjer í bænum undanfarna daga. í sambandinu eru nú skráðir 16551 fjelagar og voru þó 11 fjelög strykuð út á s. 1. ári, vegna vanskila. Meðal álykt- ana, sem þingið gerði voru: „Ársþing Íþróttasambands ís- lands 1942, skorar á Þingvalla- nefnd að láta byggja leikvang á Þingvöllum fyrir árið 1950, svo að hægt verði að halda þar allsherjar-íþróttamót o g þjóð- hátíð 1950, til minningar um fullveldi íslands“. „Ársþing JJþróttasamband ís- lands 1942, skorar á Bæjar-1 stjórn Reykjavíkur og skipu- lágsnefnd fíkisins, ’ að láta nú þegar ganga frá að velja heppi- legan stað fyrir væntanlegan leikváng í höfuðstaðhuitt, þar sem núverandi Iþróttavöllur ef óviðunandi“, I stjórn voru kosnir: Forseti Ben. G. Waage, endurkosinn. Énnfremur Einar Pálsson, verk- fræðingur (í stað Sigurjóns Péturssonar, gjaldkera, sem bíiðst undan endurkosningu) og Frímann Helgáson, formaður Vals. En fyrir eru í sambands- ,Stjórn: Erlingur Pálsson og Þörarinn Magnússon. Varastjórnin var endurkosin og einnig endurskoðendur. Fólk, sem bíður til þess að komast að og fá afgreiðslu í matvör itbúð á Torvegaten. Atvinnumála- rðfiherrann var i 6 fundum norðanlands Magnús Jónsson atvinnu- málaráðherra, sem verið 4 ferðalagi um Norðurland und- anfarrið var kominn til Búðar- dals í gær. Þar mætir hann á almennum fundi í dag, sem Framsóknarmenn hafa boðað til. Ráðherrann kemur heim seint í kvöld. Atv.i nnumáiaráðhe rra rfn var alls búinn að mæta á 6 fundum: Á Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Hofsós, Siglufirði og Akurevri. Voru alt flokks- fundir, nema á Siglufirði var almennur fundur. Ráðherrann Ijet mjög vel yfir fundunum, er tiðindamaður blaðsins átti sím- tal við hann í gær. Sagði hann, að Sjálfstæðismenn væru mjög áhugasamir og einhuga í kosn- ingabaráttunni. Allur móður- inn í stjórnarskrármálinu væri rokinn úr Framsóknarmönnum. Það er þeim mátulegt tp rjettaritafi New York Post í 1 MoSkva sendir blaði sínu ffegnir af því, að andúðar gæti meðál þýskra stríðsfanga í Rúss- landi, gegh Nazistum. Ifánh hafði haft tal af fanga eirihöi ér 'tekinn var á Staraya R.ússa svæðinu. Hafði fangi þessi haft þann starfa að gera við vjel- byssur. Þegar Þjóðverjinn var að því spurður, hvort honum væri það ljóst, að byssur þessar vrðu not- aðar gegn Nazistum, sagði hann, að það væri þeim ekki nema mátulegt. Ilarin kvaðst hata Naz- ista fyrir að hafa komið þýsku þjóðinni út i stríð. Islandsmótið: Víkingur og Fram í kvöld ¥ kvöld kl. 8,30 verður þriðji * kappleikur Islandsmótsins háður. Eigast þar við Fram og Víkingur. Fram er eina fjelagið, sém maður hefir ekki enn feng- ið að sjá á þessu móti, en í síð- asta leik sínum, í afmælismóti I. S. í. unnu þeir íslandsmeist- arana. Má því búast við fjör- ugum leik og prúðmannlegum, en svo eru leikir Fram og Vík-I ings jafnan. Um úrslitin skal engu spáð, en Fram mun að sjálfsögðu reyna að hefna greypilega fyrir 0 : 5 ósigurinn um daginn, en Víkingur reyna að sigra enn glæsilegar nú. Hvað stigum viðvíkur, hafa Valur og K. R. sín tvö hvort, en önnur fjelögin ekkert ennþá. Og ekki getur hjá því farið, að þeim fjelögum, sém eiga stig í sjóði, fjölgi í kvöld. Allir út á völl. J. Bn. Vorboðinn í Hafnarfirði f 7orboði“, fjelag sjálfstæð- »♦ * iskvenna í Hafnarfirði bjelt fund á föstudagskvöld. Á fundinum töluðu Bjarni Bjarni Snæbjörnsson alþingis- maður og frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins Þorleifúr Jóns- son. Ennfremur María Maack, frú Jónína Guðmundsdóttir frá Reykjavík og frú Jakobína Mathiesen form. Vorboðans. Var mikill áhugi á meðal fje-: ’íagskvenna fyrir kosningabar- áttunni. Flokkslegum þroska og dugn aði Sjálfstæðiskvenna í Hafnar- firði hefir löngum verið við- brugðið í undanförnum alþing- iskosningum og munu þær ekki fivað síst nú ætla að fylkja sjer fast um stelnumál Sjálfstæðis- flokksins í þessum kosningum. Frjettaritari. Eldur I „Fagranesinu" I Slippnum Oíðdegis í gær kom upp eldur « „Fagranesinu“, sem var uppi í SIipp, til hreinsunar og viðgeröar. Eldurinn var á 1. farrými skipsins, bæði ofan þilfars og- neðan. Fi'aman við farþegarýmið er járnskilrúm; hafði eldurinn kömist fram með olíugeymun- um, beggja megin vjelar og var því um tíma hætta á, að geym- arnir gætu sprungið. Var eldurinn allmagnaður, er slökkviliðið kom á vettvang, en því tókst brátt að slökkva eld- inn. Skemdir urðu allmiklar. —- Brann alt innan í reykherbettg- inu uppi, húsmunir allir og klæðningar. Einnig brann tals- vert niðri og miklar skemdir urðu af vatni. Óvíst er um upptök eídsitts. Auk s'lökkviliðs bæjarins að- stoðaði slökkviliðið frá breská setuliðinu við að slökkva eldinn. 51 eyrir fyrir Olafur Bjarnason í Brautar- holti skrifar blaðinu ' um mjólkurverðið: — í huií eru okkúr bæmíum reikuaðir 55 aurar fyrir mjólk- urlítrann við mjólkurstöðína. Frá því verði dragsst 4 aui-ar í flutn- ingskostnað og vinsluafföll. Svo jeg fæ 51 eyri fyrir lítrann. Þetta útborgaða verð er harla lágt, þegar tekið er tillit til þess, að mjólkin er seld í Reykjavík í lansu máli á 92 aura lítrinn, og nær öll mjólkin seld sem drykkj- armjólk. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.