Morgunblaðið - 08.07.1942, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.07.1942, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. júlí 1942. MORGUNBLAÐIÐ Kosningarnar: Framsókn fær ekki stöðvunarvald Otalið í fimm kjördæmum Igær fór fram talning atkvæða í 10 kjördæmum, en úrslit voru ekki komin úr tveim þeirra, er blaðið fór í prentun í gærkvöldi. í þeim 20 kjördæmum, sem lokið er nú talningu í, er atkvæðamagn og þingfulltrúatala flokkanna þannig: Sjálfstæðisflokkur 19.235 atkvæði 9 þingmenn Framsóknarflokkur 10.390 atkvæði 12 þingmenn Kommúnistar . 7.873 atkvæði 2 þingmenn Alþýðuflokkur 7.462 atkvæði 5 þingmenn ð Bandarikjamenn líta með alúð, velvild og r skilningi á Islandsmál Avarp Thor Thors sendiherra Igær var liðið ár síðan fyrsta herdeild Banda- ríkjamanna kom til fslands. í tilefni að .þessu fór fram útvarpsathöfn í Boston. Þar flutti Thor Thors eftirfarandi ávarp. „f dag, fyrir ári síðan komu amerískir hermenn til fslands til að taka að sjer vernd landsins. Enginn íslendingur var þá í vafa um, að þýðingarmikill atburður væri að ske. Hið liðna ár hefir sýnt, að hjer var um sögulegan merkisviðburð að ræða. Komandi ár mun sýna glögglega hversu þýðingarmikill atburð- urinn var fyrir örlög og velfarnað landsins, ef til vill um álla framtíð. Eldsvoði i Háskólanum Eldur kom upp í háskólanum í gærdag á fjórða tímanum. Urðu nokkrar skemdir í gangi á efstu hæð. Brann þar kork á gang inum og málning á veggjum, rúð- ur sprungu í gluggum. Eldurinn kviknaði úr frá bensíni, en verið var að gera ganga hreina með því. TJndanfarna daga hafa tVeir menn unnið að hreingerningum í háskólanum. í gær voru þeir að vinna á efstu hæðinni, þar sem Mentaskólinn hafði húsnæði í vet- ur. Gangar eru korklagðir og var korkið þvegið með bensíni. Um kl. 3 höfðu þeir fjelagar nær lokið við að þvo ganginn og fóru inn í kenslustofu til að drekka kaffi. kveiktu, þeir sjer þar í sígarettum. Er þeir komu út í ganginn aftur, var hann eitt eldhaf. Þeir fjelagar hlupu niður til að leita að slökkvitæki og kalla á slökkviliðið. Þeir lokuðu gang- inum á eftir sjer. Ekki fundu þeir nein slökkvitæki, en er þeir komu upp aftur, var eldurinn að mestu kafnaður vegna þess að revkur hafði myndast svo mikill í gang- inum og slökt eldinn. Hafði brunnið það, sem brunnið gat í ganginum, en það var kork ið á ganginum og málningin á veggjiinum. Stór gluggi er á norð ur hlið hússins. Þar sprungu flestar rúður. Síld úti fyrir Norðurlandi Siglufjörður í gær. T dag klukkan 15.30 kom m,s. * Gunnhjörn til Siglufjarðar með fullfermi síldar. Síldina fjekk hann á Eyja- firði í morgun. Mörg skip voru þá á Eyjafirði, og höfðu sum þeirra fengið síld, þó ekki væru þau búin að fullferma, þegar Gunnbjörn lagði af stað til Siglu- fjarðar. Veðrið er nú stilt og skip öll að fara út til veiða. Verkamenn i bsjar- vinnunni Verkamenn er vinna í bæjar- vinnunni hafa sent bæjarráði bjef, þar sem þeir fara fram á, að fyrir vinnu frá kl. 7 að morgni til kl. 6 að kvöldi fái þeir greitt 12 klst. kaup og sje reiknað eft- irvinnukaup tvær klukkustund- irnar. Mál þetta verður lagt fyrir bæjarráð á föstudag. í gær var einnig talið í Suður- Múlasýslu og Barðastrandasýslu, en úrslit voru ekki komin þaðan, er blaðið fór í prentun. Úrslit í öðrum kjördæmum í gær urðu þessi: SNÆFELLSNESSÝSLA Þar var Bjarni Bjamason kos inn (F) með 644 atkv.; Gunn- ar Thoroddsen (S) hlaut 578 atkv., Ólafur Friðriksson (A) 158, Guðmundur Vigfússon (K) 60, Alexander Guðmunds- son (U) 23. — Auðir og ógild- ir 37. — Á kjörskrá voru 1838. Hjer tapaði Sjálfstæðisflokk- urinn þingsæti til Framsóknar- flokksins. 1937 voru úrslitin þessi: Thor Thors (S) 752, Þórir Steinþórs- son (F) 433, Kristján Guð- mundsson (A) 222, Eiríkur Al- bertsson (B) 65. DALASÝSLA. Þar var kosinn Þorsteinn Þorsteinsson (S) með 357 atkv.; Pálmi Einarsson (F) hlaut 307 atkv., Jóhannes úr Kötlum (K) 33, Gunnar Stefánsson Á kjörskrá voru 866. 1937 voru úrslitin þessi: Þorsteinn Briem (B) 402, Hilm- ’ar Stefánsson (F) 321, Alex- ander Guðmundsson (A) 16, Jón Sívertsen (U) 2. VESTUR-ÍSAFJARÐAR- SÝSLA. Þar var kosinn Ásgeir Ás- geirsson (A) með 460 atkv.• Halldór Kristjánsson (F) hlaut 345 atkv., Bárður Jakobsson (S) 197; landlisti (K) 10. — Auðir seðlar 6, ógildir 4. — Á kjörskrá voru 1292. 1937 voru úrslitin þessi: Ásg. Ásgeirsson (U) 497, Gunnar Thoroddsen (S) 411, Jón Ey- þórsson (F) 255. STRANDASÝSLA. Þar var kosinn Hermann Jónasson (F) með 524 atkv.; Pjetur Guðmundsson (S) hlaut 210 atkv., Björn Kristjánsson (K) 58. Á kjörskrá voru 1124. 1937 voru úrslitin þessi: Her- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Síöustu triettlr hl. 2,30 i nótt, Úrslit í Barða- strandarsýslu: Gísli Jónsson 610 Steingr. Steinþórss. 533 Helgi Hannesson 126 Albert Guðm.son 83 Valur vann seinni leikinn á Akureyri Akureyri, þriðjudag. alur vann seinni leik sinn á Akureyri með 4 mörkum gegn 2, á mánudagskvöld. Akureyringar voru í sókn fyrri' hálfleik og skoruðu 3 mörk (eitt ógilt, rangstaða). Hálfleikurinn endaði því með 2 gegn 0 fyrir .Akureyringa. Eftir leikhlje mátti ekki inilli en er á leið, setti úr vítaspyrnu ög fljótt á eftir. Náði Valur nú góðum samleik og hraða og skoraði tvö mörk til viðbótar (Magnús og Eliert), er stutt var til leiksloka. Dómari var Guðjón Einarsson. Vöilurinn var nú þur. Stjörnarskrárnefnd sest á rðkstúla Stjórnarskrárnefnd er nú í þann veginn að setjast á rökstóla á ný, en hún á að und- irbúa lýðveldisstjórnarskrána, sem lögð verður nú fyrir þingið í sum- ar. Þessir eiga sæti í stjórnarskrár- nefnd: Gísli Sveinsson, Bjarni Benediktsson, Hermann Jónasson, Jónas Jónsson og Stefán Jóh. Stefánsson. Ekki mun enn ráðið hvenær þingið verður kvatt sam an. Sennilega verður það kring um mánaðamótin næstu. Xslendingar rnuna glöggt hvernig þetta bar að. Islensku ríkisstjórninni var skýrt frá því, að flytja yrði breska herinn burt af íslandi, þar sem hans væri þörf annarsstaðar. Bretar lögðu áherslu á, hve nauðsynlegt væri, að vernda Island vel. Um sama leyti varð kunnugt, að Banda- ríkin vildu taka að sjer vernd íandsins, með því skilyrði þó, að það væri samkvæmt ósk ríkis- stjórnar íslands. Islendingar vilja vera einir 1 sínu landi og það hafa þeir allt af viljað. En samt skildist þeim, að þessi styrjöld er barátta um heimsyfirráðin og að engin þjóð, sem lifir í landi, sem er á hem- aðarslóðum getur lifað einangr- uð í skjóli hlutleysis. Það var bersýnilegt, að Is- land var nú, meir en nokkru sinni fyrr,. á krossgötum milli meginlandanna og að átök hernaðarþjóðanna hlutu fyrr eða síðar að berast til Islands, ef það væri ekki nægilega var- íð. ★ Þá voru Bandaríkin voldug- asta lýðræðisríki veraldarinnar, ekki farin í stríðið. Ríkisstjórn íslands ályktaði þá rjettilega, að vegna þess það væri 1 sam- ræmi við mikilvægr íslands fyr- ir Bandaríkin, að þau tækju að sjer að vernda það. Samkomu- lag varð með stærsta lýðveldinu og minnsta lýðræðisríkinu. Það samkomulag tengdi saman hagsmuni þeirra og markaði af- stöðu þeirra innbyrðis. ísland samþykkti, að Banda- ríkin tækju að sjer vernd þess. Bandaríkin gerðu þetta, fyrst og fremst til þess að vernda sig sjálf, til þess að vernda Vestur- hvel jarðar og til þess að vernda sjóleiðina til Bretlands og ann- arra Bandamanna í Evrópu. — Bandaríkin samþykktu þannig að nota aðstöðu sína á fslandi til þess að þau gætu sjálf verið örugg. Islenska stjórnin setti viss skilyrði viðvíkjandi afnotum landsins. Það kemur þar berlega í ljós að samningurinn af hálfu íslendinga var undirbúinn með skynsemi og festu. Það er mjer hin mesta ánægja, að jeg gat framh. á sjöttu síðu Vjer hy llum elsta lýðrsðlsrlkl helmsins Ræða aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna 0 V gær var útvarpað frá útvarps- * stöðinni í Boston dagskrá, sem beint var til íslands og end- urvarpað hjer, í tilefni af því, að eitt ár var liðið frá því að amer- ískir hermenn komu til landsins. Dagskráin hófst með því að María Markan söng þjóðsönginn. Þá flutti Thor Thors, sendiherra Íslands í Washington, ávarp til íslensku þjóðarinnar og mælti á íslenska tungu. Er ávarp hans birt á öðrum stað í blaðinu. Síðan flutti varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, Adolph Berle, ræðu. Dagskránni lauk með því að María Markan söng þjóðsöng Bandaríkjamanna. „VJER HYLLUM Hjer fer á eftir ágrip af ræðu Adolph Berle, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. „Fyrir einu ári síðan stigu amer ískir hermenn á land á íslandi, að boði íslendinga sjálfra, og sam- kvæmt samkomulagi, er þeir gerðu með sjer, forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra íslands. Vjer Bandaríkjamenn hyllum í dag elstu lýðræðisþjóð heimsins, og vjer getum minst þess, með hverj- um hætti Bandaríkin tóku að sjer hervernd Íslands, en sú aðferð mun nær eins dæmi í samskiftum þjóðanna. Það er arfleifð beggja þessara þjóða, að unna frelsi og sjálf- stæði. Vjer getum minst þess, hvernig fór fyrir mörgum öðrum, svo sem Norðmönnum. Og nú er frelsið, sem vjer unnum, í hættu. ísland var á leið ofbeldismann- anna, sem hugðu á innrás í Banda- ríkin. Þeir ætluðu að leggja leið sína um ísland, Grænland og Kan (A) 13.1 sjá um stund, Valur mark annað til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.