Morgunblaðið - 08.07.1942, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.07.1942, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. júlí 1942. MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur loft- skeytamanna Aðalfundur íslenskra loft- skeytamanna, haldinn 26. júní 1942, tók til umræðu ný- byggingamál og endurnýjun fiskiflotans. Lýsti fundurinn yf- ir vantrausti sínu á aðgerðum Alþingis í þessum málum, þar sem ekki hafa enn verið trygð- ir fjárhagslegir möguleikar á endurnýjun fiskiflotans. Telur fundurinn aðgerðir Alþingís vera veigalitlar og ná alt of skamt. Þá samþykti sami fundur eft- . irfarandi tillögu: Aðalfundur F. 1. L., haldirm 26. júní 1942, mótmælir ein- dregið, að fyrirhugaður Sjó- mannaskóli íslands verði bygð- ur eftir, eða í líkingu við, þá uppdrætti Sigurðar Guðmunds- sonar, er hlutu hæstu verðlaun í hugmyndakeppni um Sjómanna skólann, og sem síðan hafa ver- ið birtir í Lesbók Morgunblaðs- ins (7. júní 1942). Álíturifundurinn að hvorki sé ihægt að sætta sig við útlit bygg ingarinar eins og hún er á dpp- drættinum, eða þá afstöðu sem henni er valin á hinni fyrirhug- Uðu lóð. Ennfremur vill fundurinn mælast til þess, að 10—20 ut- anbæjarnemendum verði trygð heimavist í skólanum, en ráð er gert fýrir heimavistarhúsi er síðar yrði hægt að byggja á lóð- ihni. Fundurinn mótmælir einnig þeirri ákvörðun atvinnumála- ^áðherra, að taka ekki til greina ítrekaðar samþyktir og áskor- anir byggingarnefndar sjó- mannaskólans, um að húsa- meistara ríkisins yrði falið að gera uppdrátt að skólabygging unni, eftir að sýnt var að enginn þeirra uppdrátta, sem borist höfðu, var af nefndarinnar hálfu talinn hæfur til 1. verð- launa. 1 stjórn fjelagsins voru þessir kosnir: Friðrik Halldórsson, Geir Ól- ‘afsson, Jón Eiríksson, Haukur Jóhannesson og Halldór Jóns- son. Stjórnin skiftir með sjer verk- ura. ★ Útaf samþykt loftskeyta'- manna um uppdrætti Sjómanna skólans, vill blaðið taka þetta fram: Upptökin að því, að Guðjón Samúelsson húsameistari ríkis- ins gerði ekki uppdrætti að Sjómannaskólanum eru frá hon- um sjálfum. Hann neitaði að taka þátt í samkepni húsameistaranna, og vildi engan uppdrátt gera, nema honum yrði falið að gera upp- drætti án þess að nokkur sam- kepni færi fram, og skyldi upp- dráttum hans fylgt, hvernig sem þeir reyndust. Þetta er hans þáttur í því máli. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli í kvöld klukkan 9, ef veður leyfir; í tilefni af 20 ára afmæli sínu. Aðalfunúur Sambands fslenskra karlakóra Aðalfundur Sambands íslenskra karlakóra var haldinn í húsi Verslunarmannafj elags Reykj avík ur mánudaginn 29. júní s. 1. I stjórn voru kosnir: Formaður Agúst Bjarnason og meðstjórnendur í Reykjavík Frið- rik Evfjörð og Kári Sigurðsson. Fyrir Sunnlendingaf jórðung sjerá Garðar Þorsteinsson, Vestfirðinga- f jórðung sjera Páll Sigurðsson, Norðlendingaf jórðung Þormóður Evjólfsson konsúll og Austfirð- ingafjórðung Jón Yigfússon. Söngmálaráð var endúrkosið, en það skipa söngstjórarnir Jón Hall- dórsson, formaður, Ingimundur Árnason og sjera Garðar Þorsteins son. Tala sambandskóra er 19 og ríkir mikill áhugi fyrir starfsemi Sambandsins. t Minning Jóns Guðmundssonar skósm. Akranesi Jón Guðmundsson var fæddur 5. des. 1859; á Akranesi. Hann lærði skósmíði hjá Sigurði Kristjánssyni skósmið í Reykjavík. Jón var samtíða Birni Krist- jánssyni bankastjóra. Tókst með þeim mikil vinátta. Eftir dauða Bjþrns hjeldu synir hans áfram vináttunni við Jón og reyndust jieir honum frábærlega vel alla tíð. Jón var kvæntur Gróu Jóns- dóttur. Var hún ættuð frá Hópi í Grindavík. Voru þau í hjóna- bandi í rúm 50 ár. Jón ól næstum því allan aldur sinn á Akranesi og stundaði þar atvinnu sína. Fyrir 7 árum fluttist hann til Reykjavíkur og bjó í 3 ár á Lambastöðum hjá Þórði Bjarna- syni og Hansínu, stjúpdóttur sinni. Síðustu 4 ár ævi sinnar dvald- ist hann í Sandgerði hjá Axel, svni sínum. Jón andaðist 24. þ. m. og var borinn til grafár í gær. Kistuna báru í kirkju synir Björns Krist- jánssonar, sem voru bestu- vinir hans. Barnabörn hins látna báru kistuna úr kirkju. Jón var sjálfstæðismaður í þess orðs bestu merkingu, og var í rniklu vinfengi við Björn Jóns- son ráðherra. Hann var útsölu- maður ísafoldar á Akranesi, alt þar til er Morgunblaðið hóf göngu sína. Jón myndaði sjer sterkar skoðanir um landsmálin og vjek aidrei frá því, sem hann taldi satt og rjett. Sój □g syndir kemur lesendum sínum í sól- skinsskap. — Nokkur eintök óseld í bókaverslunum. Bókaútgáfan Heimdallur Úívarpið frá Boston «AMH. AF ÞRIÐJU «ÍÐU ada til Bandaríkjanna. Það var skylda vor að vera viðbunir og sjá við hættunni. Árásin á Banda- ríkin var hafin, úr austri, af hendi vopnabræðra nasistanna, Japana. Bandaríkjamenn unna friði, vilja búa að sínu í friði fyrir öðrum, alveg á sama hátt og ís- lendingar. Ofbeldismennimir álitu, að Bandaríkjamenn myndu ekki berjast til þess að verja rjett sinn til að fá að lifa í friði, en þeim skjátlaðist. Miljónir Bandaríkja- manna hafa nú. tekið sjer vopn í hönd, og miljónir míinna vinua nú að hergagnaframleiðslu í verksmiðjum Bundaríkj.aiina. Bar áttan, sem framundan er, kann að verða langvinn og hörð. En eitt er víst. Vjer munum bera sigur af hólmi um það er lýkur. Hitler mundi svipta íslendinga og Bandaríkjamenn frelsi þeirra á einum degi ef hann gæti. En hann getur það ekki. Vjer Bandaríkjamenn vituin, að herménn vorir á íslandi eru meðal vina, og þeir íslendingar, sem dveljast vestra, vita, að þeir njótá vináttu Bandaríkjaþjóðarinnar. Jeg get fært íslensku þjóðinni og hermönnum vorúm á íslandi þánn boðskap, að þótt vjer éf til vill eigum eftir að þola marg- víslegar raunir, mun lokasigurinn falla oss í skaut". ★ Endurvarpið hjer tókst ágæt- lega, bæþi að því er snertir ræð- urnar og söng Maríu Markan. Hefir Ríkisútvarpið sent Thor Thors þakkarskeyti fyrir ávarp þans. •v •»••••••»»• - Ðagbók «■ ^aaeeðaoti Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni. Næturakstur annast Litla bíla- stöðin. Sími 1380. 50 ára er í dag Þórarinn Jóns- son, fiskimatsmaður, Aðalstr. 9. Fimtugur er í dag Jón Sigurðs- son, stýrimaður á e.s. ,,Brúar- foss“, Vífilsgötu 24. Hallgrímskirkja í Saurbæ. N. N. 5 kr. A. B. 10 kr. B. S. 10 kr. 7 jfifflmtiiiimimiiitHinniiiiiiiiiiuHuaiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiwiiimiimiHiiiiiuwminiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiuiui Höfum fyrirliggjandi I Linoleum IA. B. og G. þyktum O. V. Jéhannsaon & Co. Sími 2368. HMuiiiiiinuiHuiiuiiiiimiuiiiiiimiiiiiiiiiiiniimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitmiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiHifiniii c>a <m ■ r&ö-fto Hús til §ðlu jir Nýtt hús í Norðurmýri er til sölu. Tvær hæðir. 4 herbeirgi og eldhús lausar nú þegar. Semja ber við í.í; h SIGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstarjettarmálaflutningsmenn. ; urojoi Uppboð ■go p.bitfi.1 .'Aí verður haldið að Járngerðarstöðum í Grindavík föstu- daginn 10. júlí næstkomandi og hefst kl. 3% eftir hádegi. Selt verður: búslóð, veiðarfæri, beitningarstampar o. fh Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu 7. júlí 1942. Jóhann Gunnar Ólafsson settur. ú v-', :v- Konan mín, ÞORBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, 'andaðist í spítala 7. þ. m. Kristján Ásgeirsson, börn og tengdabörn. Jarðarför mannsins míns, OLFERTS NAABYE, ^ i ' fer fram föstudaginn 10. júlí. Athöfnin hefst 1 dómkirkjunni kl. 1 eftir hádegi. Jarðað verður í Fossvogi. Fyrir mína hönd og annara aðstandenda. Laufey Jörgensdóttir. Systir okkar, ! u > VILHELMÍNA BERNHÖFT, 1 ý verður jarðsungin frá dómkirkjunni fimtudaginn 9. júlí kl. iy2 eftir hádegi. Franciska Olsen. Daníel Bernhöft. """""TT-B"1"™,1"1"™1",""",""1",—"""^™k"1"‘^k!TTáT7,,,,Tk? Þakka auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför fóstur- föður míns, INGIMUNDAR ÞÓRÐARSONAR trjesmiðs. Helga Eiríksdóttir. Þökkum innilega hlýjan hug- og hluttekningu vegna ifráfalls BJARNA ÞORKELSSONAR. Fósturbörnin. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför BJÖRNS ÓLSEN ÁSGEIRSSONAR. Einnig þökkum við hina góðu hjúkrun og umönnun sem hann naut á Landsspítalanum í hinum erfiðu veikindum sínum. Svava Stefánsdóttir og dóttir. Sigríður Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.