Morgunblaðið - 30.08.1942, Blaðsíða 2
2
MOEGUiN BLAÐIÐ
Sunnudagur 30. ágúst 1942.
m
■
■
ÞJÓÐVERJAR STOÐV-
Finna iAÐIR VIÐ STALINGRAD
ÞAÐ HEFIR jafnan verið snar þátt-
ur í eðli lslendinga, að hafa samúð
með þeim, sem minnimáttar eru, og
drengskaparhugmyndin hefir varð-
veitst óspillt með þjóðinni fram á
þenna dag. i'ví er það, að samúð
Islendinga er svo til óskift með
norsku þjóðinni í raunum hinna síð-
ustu tíma.
*
VIÐ ÍSLENDINÖAR höfum sjálíir
orðið að búa við kúgun og þján-
ingar um margar aldir, og þess
vegna kunnum við vel að meta frelsi
og sjálfstæði, sem fengist hefir eft-
ir þrautseiga baráttu bestu manna
þjóðarinnar. Við skiljum því vel
baráttu nágrannaþjóðanna fyrir
frelsi sínu og rjetti til þess að skipa
málum sínum sjálfar, án íhlutunar
annara.
Sjaldan eða aldrei hafa erlendir
atburðir vakið jafnmikla athygli og
árás Rúsa á Finna 30. nóvember
1939 og samúðaraldan risið eins hátt
og þá. Nú, þegar svo lengi er um
liðið, og menn geta skoðað hlutina
í rjettu ljósi, hleypidómalaust og
skynsamlega, má hugleiða ,,hernað-
arlega nauðsyn" hinnar rússnesku
árásar, ef svo má að orði kveða, en
rjettmæt var hún að sjálfsögðu
aldrei, Ofbeldi í hvaða formi sem
er, er ávalt andstyggilegt, undir
hvaða yfirskyni, sem það er framið.
-¥■
VÖRN FINNA var viðbrugðið og
vafalaust með rjettu. Nú berjast
Rússar einnig fyrir tilveru sinni, við
hlið annars Norðurálfuríkis, Nor-
egs. Það má því með sanni segja.
að það sje ömurleg kaldhæðni ör-
laganna, að þessar þjóðir, sem jafn-
an hafa verið vinveittar hvorri ann-
ari, skuli nú berjast fyrir svo ólík-
um markmiðum. Að vísu er það svo,
að norska stjórnin í London hefir
ekki sagt Finnum stríð á hendur, en
hinsvegar er það ómótmælanlegt, að
Finnar hafa valið sjer það hlut-
skifti, að berjast með þeim, sem nú
hafa hneppt bræðraþjóðina norsku í
hlekki.
★
FREG-NIR FRÁ FINNLANDI eru
fáar og erfitt að gera sjer grein
fyrir, hvað raunverulega er að ger-
ast bak við tjöldin þar í landi. Vel
má vera að Finnar sjeu ekki að
öllu leyti sjálfráðir gerða sinna nú.
Vitað er, að Þjóðverjar ráða par
mjög miklu og ekki er ólíklegt, að
þeir hafi herlið í landinu.
Þá er afstaða Finna að nokkru
leyti skiljanleg, þegar þess er gætt,
að Rússar hafa jafnan verið taldir
erfðafjendumir. Finnar urðu að
lúta valdboði rússnesku einræðis-
herra um margar aldir, og enn hefir
tæpast fennt í sporin eftir borgara-
styrjöldina eftir síðustu heimsstvrj-
öldina, hvað þá eftir Rússlandsstyrj
öldina í hitteðfyrra.
¥
ÝMISLEGT bendir þó til, að Þjóð-
verjar fari ekki öllu smu fram í
Finnlandi, og að Finnar hafi að
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
Lottárðsir i
Niiroberg og
Soarbriicken
T fyrrinótt fóru öflugir hópar
*• breskra, flugvjela til áfása
á hernaðarlega mikilvæga
staði í Þýskalandi og herteknu
löndunum.
Aðal árásinni var beint gegn
Niirnberg, mestu iðnaðarborg í
Bayern. Urðu bresku flugvjel-
arnar að fljúga um 1800 km.
leið, fram og aftur, en engu
að síður segja Bretar, að árásin
hafi borið mikinn árangur. —
Miklir eldar komu upp og sáust
þeir bera við himin, löngu eft-
ir, að bresku flugvjelarnar
sneru heim á leið.
Núrnberg er mikilvæg járn-
brautarmiðstöð og þar eru einn
ig mikilvægar verksmiðjur, er
smíða dieselvjelar fyrir kaf-
báta, alúminíumverksmiðjur og
skriðdrekaverksmiðjur. Loft-
varnir borgarinnar eru mjög
öflugar, en samt tókst bresku
flugvjelunum að finna staði þá
sem ákveðið var að ráðast á.
Borgin er einnig ein mikil-
vægasta borg Nazistahreyfing-
arinnar, og þar hafa flokks-
þingin verið haldin undanfarin
ár, svo sém kunnugt er.
Skæð árás var einnig gerð á
Saarbrúeken, sem er í Saarhjer
aði, einu mesta kolasvæði Þýska
lands. Mikil árás var gerð á þá
borg í lok fyrra mánaðar.
í gærdag voru gerðar harð-
ar árásir á hafnarmannvirki í
Osténde í Belgíu og varð þái
mikið tjón af. I fyrrinótt kvikn
uðu miklir eldar í borginni. —
Bretar mistu samtals þrjátíu
sprengjuflugvjelar í árásum
þessum.
Þýskar flugvjelar komu til
árása á borgir í norðaustur og
austur Englandi og varð af
nokkurt manntjón og eigna.
í björtu í gær gerðu þýskar
flugvjelar árásir á staði í suð-
vesturhluta Englands og á borg
í Austur-Anglíu. Nokkrir menn
biðu bana og nokkurt eigna-
tjón varo. Tvær hinna þýsku
flugvjela voru skotnar niður.
Herstjórn Bandaríkjamanna
í Bretlandi tilkynnir, að Fljúg-
andi virki, sem svo eru nefnd,
hafi í gær farið til árása á her-
stöðvar Þjóðverja við Courtrai í
Belgíu. — Allar flugvjelarnar
komu heildar heim aftur.
Aframhaldandi sóknj
Zhukovs við Rzev
Þjóðverjum verður lítið
ágengt í Kákasíu
FREGNUM frá Rússlandi ber saman um, að Rúss-
ar haldi öllum stöðvum sínum við Stalingrad
og á sumum stöðum hafa þeir byrjað gagn-
áhlaup. Á miðvígstöðvunum eru hersveitir Zhukovs enn í
sókn og hafa enn tekið nokkur bygð svæði.
Undangengin dægur hefir Þjóðverjum ekkert orðið
ágengt við Stalingrad, og Rússar hafa hvarvetna haldið
stöðvum sínum, þrátt fyrir áköf áhlaup Þjóðverja. Norð-
vestur af borginni, þar sem ástandið var einna ískyggileg-
ast fyrir skehimstu, hafa Rússar byrjað gagnáhlaup og
orðið nokkuð ágengt. Sums staðar hafa Þjóðverjar orðið
að hörfa undan um 2 km. veg.
Talið er, að Þjóðverjar hafi linast í sókninni vegna hinna
hörðu bardaga undanfarna viku. Fyrir norðan og sunnan Stalin-
grad reyna Þjóðverjar að komast fram hjá borginni og stefna
þeir til Volgu, en Rússar veita hvarvetna öflugt viðnám. Er ber-
legt, að fyrsta tilraun Þjóðverja til þess að taka Stalingrad með
áhlaupi hefir mistekist, enda tala Þjóðverjar í fregnum sínum
um geysiöflugar víggirðingar borgarinnar. Þó segja Rússar, að
Þjóðverjar eigi enn fleiri hermönnum og meiri hergögnum á að
skipa á þessum slóðum. ______
apanar i undan
haldi I Cliekiang
Hjúskapur. í gær voru gefin
saman í hjónaband af sr. Oarðari
Svavarssyni ungfrú Ása Jónsdótt-
ir og Ásgeir. Guðmundsson. Heim-
ili þeirra er á Sogabletti 16.
HÆGARI SÓKN ÞJOÐ-
VERJA í KÁKASÍU.
í Kákasíu er sókn Þjóðverja
miklu hægari en vdrið hefir.
Suður af Krasnodar geisar
skriðdrekaorusta. Rússar nota
þar þá aðferð að hleypa skrið-
drekum Þjóðverja gegnum víg-
línu sína og freista ^síðan að
tortíma fótgönguliðinu, sem fer
á eftir. Þá kemur röðin að skrið
dlrekunum, sem Rússar reyna
að granda, einum og einum í
í einu. Sókn Þjóðverja í áttina
til flotahafnanna Tuapse og
Novorossisk virðist stöðvuð, að
minsta kosti í bili, og þeim verð
ur lítið ágengt í sókninni áleið-
is til Grozny-olíuhjeraðsins.
Við Rzev verður Rússum all-
mikið ágengt. Þar hefir hersveit-
um Zhukovs tekist að ná á sitt
vald flugvelli og mörgum bygð-
um svæðum. Þjóðverjar revna að
koma sjer upp ramgeru virkja-
beiti með steinsteyptum vígjum,
gaddavírsgirðingum og sprengju-
beltum, en árangursiítið. 1 Rzev
er nú barist hús úr húsi og eru
bardagar mjög harðir.
Við Kaluga, um 300 km. suð-
vestur af Moskvu, hafa Rússar
teflt fram mörgum fótgönguliðs-
herfylkjum, skriðdrekum og öflug-
um flugsveitum, að því, er þýsk-
ar frjettir herma. Gagnáhlaupum
þýskra hersveita, sem voru studd-
ar skriðdrekum og steypiflugvjel-
um, var hrundið.
LOFTÁRÁS í
Á HELSINKI.
í herstjórnartilkynningu Finna
ekki getið nm tjón af völdum
hennar.
Rússar tilkyntu á miðnætti í
nótt, að engar mikilvægar breyt-
ingar hefðu orðið á austurvíg-
stöðvunum í gær.
f n á ! A+f.iroe
Flogsveitlr Banda-
manoa athafnasamar
i Egyptalandi
TH nn er lítið að frjetta frá víg-
stöðvunum í Egyptalandi.
Könnunarsveitir hafa áttst við og
komið hefir til loftbardaga, en til
frekari átaka hefir ekki dregið.
Þjóðverjar gerðu loftárásir á
staði í Cairo og Alexandríu og
var ein þýsk flugvjel skotin niður.
Þá var gerð tilraun til loftárása
á Möltu, en Spitfire-flugvjelum
Breta tókst að skjóta niður eina
þýska flugvjel og aðrar urðu fyr-
ir skemdum.
Aðfaranótt föstudags gerðu
breskar flugvjelar af miðlungs-
stærð harða hríð að skipum og
mannvirkjum í Tobruk.
Bjart tunglsskin var og mátti
gjörla sjá, er sprengjur fjellu á
þrjú skip þar í höfninni. Komu
eldar upp í tveim þeirra. Þá komu
sprengjur niður á hafnargarða og
olíustöðvar ítalska flotans þar
skamt frá.
Amerískar flugvjelar gerðu á-
rás á flugvöll andstæðinganna
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
C'1 regnir frá Chungking herma,
að Kínverjar haldi áfram
sókn sinni í Chekiang-fylki.
I fyrradag náðu Kínverjar borg
inni Lishui á sitt vald, að afstöðn-
mn hörðum orustum. -Tapanar
mistu um 600 menn og hörfa nú
undan til norðvesturs, en Kínverj-
ar veita þeim eftirför.
Kínverjar eru nú komnir það
nærri ströndinni, að kleift er að
gera árásir á Japan frá stöðvum
þeim, sem síðast fjellu í hendur
þeirra.
Hertogínn af
Kent jarðsett-
tir í gær
Hertoginn af Kent var jaxð-
settnr í St. Georgs-kapeJln
í Windsor í gær, en þar hvíla marg
ir Bretakonungar og aðrir með-
limir konungsf jölskyláimnar
hreskn.
Útförin fór fram með einföld-
um hætti, eh þótti mjög virðu-
leg. — Auk ekkju hins látna
»
hertoga, Mannu Gnkk.japrinsessu,
voru konungshjónin bresku við-
stödd, María ekkjudrotning, her-
toginn af Gloucester, bróðir hins
látna, fulltrúi hertogans af Wind-
sor, Hákon Noregskonungur, Ólaf-
ur ríkiserfingi, Gteorg Grikkjakon-
ungur, Pjetur Júgóálavakonungur,
Yilhelmína Hollandsdrotning, á-
samt Bernhard prins, svo og márgt
annað stórmenni.
Á kistunni voru aðeins tveir
kransar, annar frá Marinu prins-
essu, en hinn frá konnngshjón-
unum bresku. MinningarguSsþjón-
ustur eru haldnar víðast hvar um
breska heimsveldið í tilefni af hinu
sviplega fráfalli hertogans.
Bandaríkjamenn
sökkva japönskum
tundurspilli
f? lotamálaráSuneytið í Wask
A ington tilkynnir, að einum
japönskum tundurspilli og senni
lega öðrum í viðbót, hafi verið
sökt í loftárás amerískra flug-
vjela.
Síðastliðinn fíimtudag .sáu
flugmenn, sem hafa bækistöð á
Guadal-Canaleyju á Salomons-
eyjum, japanska flotadeild, er
í voru 1 lítill tundurspillir og 3
stórir og voru þegar hafnar loft
árásir á skipin.
Einn tundurspillir varð fyrir
sprengju og sökk og sennilega
annar. Auk þess laskaðist þriðji
tundurspillirinn alvarlega.