Morgunblaðið - 30.08.1942, Page 5

Morgunblaðið - 30.08.1942, Page 5
Sunnudagur 30. ágúst 1942. 5 jPorgtmMa&ift Útsef.: H.f. Árvalmr, RayJtíavlk. rnmliT.itj.: Slgfða Jðnaaea. Kltatjörar: Valtýr Stef&naaoa (*t)rr*8ara».). Jön Kjartanaaos, Anglýslng-ar: Árnl Óla. Kltatjörn, auglýatngar or afrreiValat Austurstrætl 8. — Slaal ÍMI. Innanlanda, kr. 4,50 utanlandB. f lauaaaölu: 85 aura atntaklS, 80 aura meO Leabök. Aakrlftargjald: kr. 4,00 * májinSl Kjördagurinn Næstu kosningar eru ráð- gerðar rjett fyrir vetur- aiætur. Sennilega verða þær sunnudaginn 18. október. — (Þessa ættu allir landsmenn að minnast, því undantekningar- lítið er þetta mjög hentugur ’ ikosningatími og gengur áreið- anlega næst því, sem lögtekið er annars, að kosningar fari fram nálægt mánaðamótum júní og júli. Fyrst tvennar kosn ingar þurfa að fara fram á sama ári, getur hentugri tími eigi komið til greina. Sláturtíð og aðrar mestu haustannir til sveita eru venjulega úti um miðjan október og fyr á hausti en þá er mjög óhentugt að hafa kosningar. Um þetta mál urðu nokkrar deilur á Alþingi 1915. Ný stjórnarlög gengu í gildi 19. júní 1915 og samkv. jþeim voru sett ný kosningalög. Hinn almenni kjördagur var í þeim lögum ákveðinn fyrsti vetrardagur. Nefndirjar, sem íjölluðu um málið, skipuðu þess ir menn: I efri deild: Karl ’Finnbogason, Magnús Pjeturs- son og.Eiríkur Briem, en í neðri deild: Hannes Hafstein, Einar 'Jónsson á Geldingalæk, Jón Magnússon, Guðm. Eggerz, Skúli Thoroddsen, Þorleifur Jónsson í Hólum og Guðmund- ur Hannesson. Tillaga kom rfram um að breyta kjördegin- um ©g hafa hann 9. sept., en ihitt var samþykt með miklum imeiri hluta atkvæða. Samkvæmt þessum kosninga- ílögum frá 1915 fóru almennar :alþingiskosningar fram fyrst 1916, aftur 1919 og síðast 1923 altaf 1. vetrardag. Veð- nr var hagstætt í öll skiftin og engar kvartanir komu um ó- 'hentugan kosningadag. Árið 1926 fór svo fram auka land- kjör. Kosinn einn maður. Var þá hríðarveður um Norður- og Austurland og kjörsókn mjög Ijeleg að vonum. Var þá hætt ■ við fyrsta vetrardag sem kjör- dag og kosið að vori 1927. — Hefir sú regla gilt síðan, enda aldrei kosið tvisvar á sama ári ;fyr en nú. Einn af þingmönnum Fram- sóknarflokksins hefir haldið því fram, að minna hafi gert til þó kosningar færu fram fyrsta vetrardag 1915—1926, heldur en nú, af því að þá hafi aðeins karlmenn hatt kosningarjett. Þetta er bygt á vanþekkingu, því árið 1915 fengu konur at- kvæðisrjett til jafns við karla. Alt tal um skilningsleysi eða skort á velvilja í garð sveita- fólksins í sambandi við valið á kjördegi nú í haust, er bygt á álíka mikilli vanþekk- ingu eins og þetta með atkvæð iisrjettinn. Reykjauíkurbrjef 29 ^ Stvriöldin. A f þeim ópinberu fregnum sem berast um hinar mikilvæg- ustu viðureignir í styrjöldinni er ekki hægt að sjá, að neinir þeir viðburðir hafi gerst síðustu viku, sem valdi mjög miklu til eða frá. Það kreppir að iðnaðarborg Rússa, Stalingrad, og verður mikill við- burður, þegar hún fellur í hendur Þjóðverja. Borgin er að mestu í rústum, svo um hergagnafram- leiðslu er þar ekki að ræða, að því er talið er. En virkjakerfið umhverfis borgina er óunnið. Taldi Göbbels fyrir nokkriun dögum að Þjóðverjar næðu Stal- ingrad á sitt vald í þeirri viku sem nú er að enda. En á föstudags- kvöld var breytt um tón í þýsku frjettunum, virkjakerfi borgarinn- ar talið seinunnið. Hvort sem þetta er sagt til rjettrar leið- beiningar, ellegar til þess að gefa fögnuði Þjóðverja meiri útrás, þegar borgin vinst. Áróðurinn er rekinn með margvíslegu móti. DieDDe. Mikla eftirtekt liefir það vak- ið hve fegnir ÞjÓðverjar voru því, að íbúarnir í frönsku strandborginni Dieppe gripu ekki til vopna um daginn, er Banda- menn gerðu þar strandhögg. — Breska útvarpið hafði aðvarað í- búana, sagt þeim, að hjer væri aðeins um svipför að ræða, árás- arliðið hyrfi til baka. Þeir íbú- anna, sem gripu til vopna, yrðu því innan stundar ofurseldir grimd arlegum refsingum Nasista. íbú- arnir Ijetu sjer þetta- að kenningu verða, hreyfðu sig ekki gégn Þjóð verjum, þó þarna væri Öflugt lið, sem rjeðist á harðsvíraða jrfir- drottnara landsins. Eji þýsku stjórnarherrarnir rjeðu sjer ekki fyrir fögnuði, er frjettist um stillingu borgaranna í Dieppe. Að þeir skyldu reynast að vera menn, sem gátu stilt sig um það heilan dag að ráðast á Nas- ista og liðsmenn þeirra,* þó vopn kynnu að vera nærtæk. Fullvíst var, að hver Frakki, sem vopn bar þennan dag hefði A'erið tekinn af ]ífi næstu daga. Hið þýska setu- lið hefði sjeð fyrir því. Og þess vegna sátu Dieppe-búar á sjer þann dag, sem Bandamenn gerðu strandhöggið. Yfirmenn Nasista telja þá stilling dásamlega. Telja hana bera. vott um hlýrra hugar- þel á meðal frönsku þjóðarinnar en þeir gerðu sjer vonir um. — Dieppe-búar fá ýmiskonar forrjett indi í þakkarskyni frá hiiium, þýsku valdhöfum, fyrir, að þeir hafi sýnt, að hatur þeirra gagn- vart Nasistum er ekki það mikið, að þaðjiafi gert þá brjálaða. —- Ilefðu þeir gripið til vopna þennan dag, hefðu þeir engu get- að áorkað, öðru en því, að leiða hörmungar og dauða yfir sig og sína. Því yfirráð Þjóðverja væru hin sömu þar um slóðir, jafnt eftir sem fyrir strandhöggið. efni en þau, sem rædd eru opin- berlega. Framsóknarmenn staglast ein lægt á því, hverjir það sjeu, sem tefji störf Alþingis og framlengi fundi þess. Tala þeir um þetta mál með svo miklum ofsa, eins og líf liggi við, ef þingmenn geta ekki horfið heim hið fyrsta. En eink- um er þetta tal sett í sambandi við væntanlegar kosningar í haust. — Láta Framsóknarmenn svo„ sem framlenging þingsins sje alt að þvú sama og svift-ing kosningarjett ar sveitafólks. Eftir að þeim var sýnt fram á, að gengið yrði til kosninga, hvort sem þeim Tíma- mönnum líkaði betur eða ver, þá leggja þeir nú hið mesta kapp á að tala um kosningadaginn, hve- nær kosningar skuli vera. Um þetta mál er skrifað í Tím- ann, tvisvar eða þrisvar í viku, með þeim hætti, að lesendum gæti fundist sem greinahöfundur hefði aldrei stigið fæti ‘81111110 í íslenska sveit, vissi ekkert um rekstur land búnaðar, kynni engiii skil á því hvernig sveitarstörfum er hag- að. Tíminn staglast á því, að flýta þurfi þinginu til þess að kosning- ar geti farið frani sem fyrst, rjett eins og ritstjóri blaðsins hafi enga liugmynd um, að nú standa yfir heyannir í sveitum landsins, að á- eftir heyönnunum kemur slátur- tíð, og tími til kosninga er ekki fyrri en að hinum mest aðkallandi haustverkum, f jallaleitum og slátr un er lokið. Haust-kosninear. !■> eir Tímamenn þykjast vera *• vel að sjer í sögu landsins. Þeir ættit þá að muna hverjir beittu sjer fyrir því, að hafa kosn- ingar til. Alþingis 1. vetrardag. Þau lög voru sett 1915. Og það voru bændur og þingmenn sveita- kjördæma, sem fengu því fram- gengt. Af því þeir vissu, að þetta var sveitafólki hentugur tími. — Þessi tilhögun hjelst hjer á landi á 2. áratug, og þótti góð. Þangað til haustið 1926, er hjer fór fram aukalandkjör,. og Framsóknar- mönnum fanst fulltrúi þeirra, við þær kösningar fá helst til lítið fylgi. Þá var óhagstætt veður á Norð-Austurlandi á kjördegi. En fráleitt hefir það veður tafið fleiri kjósendur frá kjörsókn en hindr- aðir yrðu frá því að sækja kjör- fund nú, ef kosið yrði meðan hey- annir standa yfir fjallskil eða fjár rekstrar í haust. Einn af þingmönnum Framsókn- arflokksins fór svo villur vegar í sögunni, að hann hjelt því fram, að alt öðru máli liefði verið að gegna, þá er bændur hefðu viljað haustkosningar, næstu árin eftir 1915, því þá hefði kvenþjóðin ekki haft kosningarjett.(!) En það var, eins og allir vita, einmitt árið 1915, sem kvenþjóðin íslenska fjekk sín pólitísku rjettindi. Frá Alþingi. A alþingi háfa undanfarið ver- ið haldnir margir lokaðir fundir. Fara, að sjálfsögðu ekki sögur af því hvaða mál þar eru til umræðu. En eftir þeim fund- arhöldum að dæma, hafa þin menn nú einhver önnur viðfangs- hafa verið á kjördæmaskipuninni, hafa allar verið bornar fram af Framsóknarmönnum. En formað- ur flokksins, Jónas Jónsson,- hefir í stefnuskrár riti sínn „Komandi ár“, haldið þiú fram, að breytingin á kjördæmaskipuninni ætti að vera margfalt róttækari, en hjer kem- ur til greina. Hann vildi steypa kjördæmunum saman og hafa hlut faliskosningar í þeim öllum. Framsóknarmenn vildu fyrir nokkrum árum fjölga þingmönn- um í Reykjavík. Þá voru kjós- endur hjer í Reykjavík 14000. Þá vildu þeir hafa hjer 8 þingmenn. Þá berðu þeir sjer vonir um að fá hjer áttung kjósenda. Nú eru hjer 25000 kjósendur. En eft.ir því sem þeim hefir fjölgað hefir hlut- fallstala Framsóknarflokksins lækkað. Og nú er það á Tímamáli fráleitt að 25000 kjósendur fái þá þingmannatölu, sem 14 þúsund áttu að fá, samkvæmt tillögu Framsóknarmanna. Framsóknarflokkurinn liafði hug á því fvrir nokkrum árum, að koma á hlutfallskosningu í tví- menningskjördæmum. Sýndi hann hug sinn í verki, með því að koma þeirri kosningartilhögun á til Búnaðarþings. Og þingmann fyrir Siglufjörð vildu þeir Fram- sóknarmenn fá, meðan þeir töldu sjer trú um að fylgi þeirra gæti farið i’axandi þar. Þannig hefir þá afstaða þeirra Framsóknarmanna verið til þeirra breytinga á kosningafyrirkomu- laginu, sem nú nýlega hafa verið samþyktar. Framsókn dýrtíðar- málin. Þegar kosningar eru fyrir dyr- um taka Tímamenn æfinlega upþ einhver fjarstæðukend mál og hamra á þeim, í þeirri von að þau geti enst sem áróðursmál fram yfir kosningar, þó þeir sjái sjálfir áróðursmennirnir að máliii eru þeim haldlaus er til lengdar lætur. I dýrtíðarmálunum æt-last þeir til að kjósendur leggi, lilustir við þeim áróðri þeirra, að Sjálfstæðís- flokkurinn eigi sök á því, að dýr- tíðin kefir aukist í landinu, verð- lag hækkað og gildi peninga þrot- ið að sarna skapi. Öllum hefði það verið til gagns, ef hægt liefði verið að komast hjá verðbólgunni. En hver er hlutur Framsóknarflokksins í því máli. Fyrst heimtar hann lögþvingun- arleiðina í fyrra haust. Þar sem bundið yrði A'erð á búnaðarafurð- um, þó öllum væri ljóst, að ekki var hægt að hindra hækkun á framleiðslukostnaði, vegna fólks- eklunnar og kinnar miklu eftir- spurnar eftir vinnuafli. Þegar Alþýðuflokkurinn svíkur „frjálsu leiðina“ í kaupgjaldsmál- um, er reynd Gerðardómsleiðin, En þegar verkalýðsfjelögin efna til smáskæruhernaðar gegn Gerð- ardómnum, þá leggur Hermann Jónasson og alt lians lið á flótta, fleygir frá sjer allri ábyrgð, heimt ar kosningar og gerist svarinn andstæðingur Gerðardómsins. Með an hann var við stjórn, ljet hann andstæðinga dómsins óátalið mannskemma þá er gengdu skyld- um sínum í dómnum. — Verkföll K j ör dæmamálið. Enn eru þeir Tmamenn að tala um kjördæmamálið. Þeir ætluðu að hindra þær rjettarbæt ur kjósendanna. Það mistökst. — Þeir ætluðu að telja kjósendum trú um, að þessi rjettarbót væli þjóðarvoði. Það mistókst líka. — Þeir reyndu að breiða yfir það, að breytingar þær, sem gerðar voru bönnuð. Hermann ljet þau blómstra sem aldrei fyrr. Og þeg- ar hann var nýstíginn úr ráðherra- stóli notaði hann útvarpið til þess að örfa smáskæruhernaðinn gegn þeim Gerðardómi er hann sjálfnr hafði talið þjóðarnauðsyn og dró Vilhjálm Þór út úr dómnum, svo sem til að sýna, að Framsókn vildi opna allar flóðgáttir fyrir dýrtíð- arölduna. Framsóknarflokkurinn á óhægt um vik, þegar hann ætlar að telja kjósendum sínum trú um, að hann. hefði getað stöðvað dýrtíðina. — Verk hans talar í því efni öðru máli. Yfirlýsingar. K egar kjördæmamálið A'ar end- * anlega afgreitt í efri deild. nú fyrir skömmu, lýstu þeir því yfir fulltrúar Alþýðu- og komm- únistaflokksíns, að þeir styðji ekki lengur núverindi ríkisstjórn. Tím- inn reynir að gera úr þessu ein- hvern úlfaþyt. Eins og yfirlýsing- ar þessar kæmu mönnum á ó- vart. Sjálfstæðisflopkurinn er jafa fjarlægur einokunar- og þjóðnýt- ingarstefnu Alþýðuflokksins, eins Og hann alltaf hefir verið. Og flokksstjórn hans, sem flokks- menn allir liafa nú a veg sama. viðbjóð á undirlægjuhætti komm- únista við erlent vald, eins og áð- ur. Samleið Sjálfstæðisflokksins við þessa flokka takmarkaðist við kjördæmamálið. Þegar það er leyst, eru Sjálfstæðismenn jafn f jarlægir þessum tveimur f okk- um og þeir hafa altaf verið. Enda. gerði Ólafur Thors forsætisráð- herra fulla grein fyrir þessu máli á þingi, er hann minti á, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði aldrei' far- ið fram á stuðning annara flokka, nje boðið hann, enda þótt hann. hefði lýst því yfir við uinræður um vantraust er fram kom á þingi skömmu eftir að núverandi stjórn tók við völdum, að best færi á því, að sem víðtækust samvinna væri um stjórn og löggjöf landsins. Framsóknarflokkurinn getirr enn borið fram vantraust á ríkis- stjórnina, eins og í vor, og fengið „háseta“ úr hinum flokkunnm. sjer til stuðnings, ef þeim býður svo við að norfa. Verði það til þess að efla samvinnu um stjórn og lög- gjöf, munu Sjálfstæðismenn ekk- ert hafa við það að athuga. Raforkusjóður. Búast má við því, að þingi verði slitið að þessu sinni þá og þegar, og mál verði fá, sem í þetta sinn nái afgreiðslu. En mifcil áhersla er á það lögð, að frunt- varp þeirra Sjálfstæðismanna Ing- ólfs Jónssonar, Sigurðar B.jarna- sonar, Gunnars Thoroddsen og Jóns Pálmasonar um raforkusjóð verði að lögum á þessu þingi. \Það er svo fyrir mælt, að stofna. skuli sjóð til þess að styrkja raf- orkuver og rafveitur í sveitum og kauptúnum, og leggi ríkissjóðnr fram 10 miljónir króna af tekjn- afgangi áranna 1941 og 1942, en. framvegis kr. 500 þúsund á ári. Samkomulag hefir náðst nm þetta mál á Alþingi, og ætti því að vera hægt að ganga frá því nu. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.