Morgunblaðið - 05.09.1942, Side 2

Morgunblaðið - 05.09.1942, Side 2
2 MOKGUJSI BLAÐIÐ Laugardagur 5. sept. 1942. Þjóðverjar úthverfum Orusturnar um borgina geysilega harðar Rússar hafa einnig hörf- að í Kákasus Stokkhólmi í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÞJÓÐVERJAR segjast í dag hafa komist að út- hverfum Stalingradborgar að vestan. Suð- vestur af borginni hafa Rússar enn orðið aö láta undan síga, í sjöunda skipti á fjórum dögum. Hersveitir von Bocks, sem munu vera um miljón manna, sækja hægt fram og fórna miklu fyrir hvern spöl, sem þeim verður ágengt. Þjóðverjar gera geysiharðar loftárásir á borgina, og senda fram stórhópa flugvjela, stundum 150 í einu. Blaðið Rauða Stjarnan hefir hvatt rússneska herinn til þess að hopa hvergi og skorar á hann að gera Stalingrad að Verdun Rússlands. komnir að Stalingrað Rommel hefir hörfað vestur á bóginn Gildra, sem Bandamenn gengu ekki í Kairo í gærkveldi. Einkaskeyti til Morguublaðeins frá Reuter. ; 3 HERSVEITIR Bandamanna hafa í allan dag haldið uppi stöðugum árásum á her Rohim- els og hafa allar deildir hersins tekið þátt i bardögum. Rommel hefir ekki ráðist til gagnáhlaupa neinsstaðar. Bardagar hafa allir færst vestur á bóginit. Raphl Walling, frjettaritari Reuters, sem er með áttunda herimiji skýrir frá því, að Bandamenn hafi varast að ganga; í gildru, sem Rommel hafði ætlast til að þeir gengju í. Gíildra þessi er nefnd „Caul- dron“-gildran. Hafði Rommel sent fram mikinn hóp skriðdreka sem áttu að verða beita fyrir Banda- menn svo þeir sæktu fram austur fyrir aðal jarðduflasvæðin. Það hefði verið freistandi fyrir Montgomery hershöfðingja að sækja fram gegn skriðdrekum Rommels, en hann vissi, að Rom- mel hafði komið fyrir mikið af 88 millimetra byssum fyrir austan Couldron, sem hefðu leikið lið Bandamanna grátt, ef það hefði »engið í gildruna. Norsk háskóla- hátíð i London Arshátíð norska háskólans var haldin í London 2. september, og voru þá innritaS ir nokkrir stúdentar er fleatSr, einnig stúlkurnar, voru í ein- kennisbúningum, og eins var um prófessor þann, sem fram- kvæmdi innritunina. Japanír ráð- ast enn á Salomons- eyfar WASHINGTON í gær. ýjum lendingartilraunum Japana á Salomonaeyj- um hefir verið mætt með hörku af Bandaríkjahersveitum, sem nú hafa búið þar um sig, til- ikynnir flotastjórnin í dag. Í! tikynningunni segir, að í nokkrunt nýjum tilraunum, ihafi Japönum tekist að setja smásveitir á land á ýmsum stöðum í suðausturhluta íáal- ómonseyja, og hafa nú verið ibyrjaðar árásir á þessa flokka. Flugvjelar, sem þækistöðvar hafa á landi á eynni Guadal- canal hafa ráðist á óvinaskip. Nokkur þeirra hafa orðið fyrir spréngjum, en ekki er enn full- kunnugt um tjón. Um morgun- inn 2. dept. rjeðst sprengju- flugvjel á stórt japanskt olíu- skip og kveikti í því. Um leið og landgöngutilraun irnar voru gerðar, hófu Japanir loftárásir á eyna Guadalcanal, og mistu í þeim 4 orustuflug- vjelar og 4 af 18 sprengjuflug- vjelum. Skemdir á stöðvum Bandaríkja,manna voru litlar. Þrátt fyrir þessar árásir, segir í tilkynningunni flota- málaráðuneytisins, erum við stöðugt að styrkja aðstöðu okk- ar á eyjunum. Mac Arthur hershöfðingi hefir tilkynt, að sprengjuflug- vjelum hafi tekist að hitta stöðvar Japana við Salamua á Nýju-Guineu. Þar var engin mótspyrna veitt. — Flugvjelar Bandamanna hafa einnig ráð- ist á samgönguleiðir Japana á Kokoda-svæðinu. Gagnkvæmar loftárásir Breta og Þjóðverja Breskar flugvjelar gerðu loft- árásir á Norðvestur-Þýska- landi í fyrrinótt. Árásirnar voru í fremur smáum stíl, að því er breska flugmálaráðuneytið tilkynn ir. Tvær flugvjelar komu ekki aftur. Það hefir verið tilkynnt, að snemma í gærmorgun hafi tvær þýskar flugvjelar varpað sprengj- um á stað á suðausturströnd Eng- lands. Nokkrar skemdir urðu og fáeinir menn særðust. f gærkveldi rjeðust fjórar þýsk- ar flugvjelar á stað á suðvestur- strönd Englands. Vörpnðu þær sprengjum. Ein þessara flugvjela var skotin niður af jörðu. Reuter. Willkie ier á konungsfund Wendell Willkie gekk í gær á fund Farouks Egyptalands-konungur í Cairo. Bar hann konungi persónu- legan boðskap frá Roosevelt forseta. Hinn mikli þungi sóknar Þjóðverja hefir neytt Timo- chenko marskalk til þess að tefla fram varaliði við Kach- lainsk og Kalach. Álit manna í Stokkhólmi er, að illa horfi fyrir Rússum. — Frjettaritari Dagens Nyheter lætur þá skoðun í ljósi, að Stal- ingrad sje ,,raunverulega töp- uð“, nema Thimochenko takist einu sinni enn að komast úr úlfakreppunni. Þjóðverjar halda því fram, að þeir sjeu komnir austur að Volgu þeggja megin við Staiin- grad, en þær frjettir hafa ekki verið staðfestar. Orusturnar við Stalingrad í gær hafa verið kallaðar þæij hörðustu, sem um getur í hern- aðarsögunni. I Kákasus sækja Þjóðverjar fram, og hafa Rússar verið neyddir til þess að hörfa á ein- um stað íyrir norðvestan Novor ossisk. I tilefni af þeim frjettum, að Rússar flytji liðsauka frá Bat- um til Novorossisk, hefir Berl- ínarfrjettaritari Dagens Nyhet er látið svo ummælt, ,,að Rússar sjeu auðsjáanlega staðráðnir í því að gera Novorossisk að ann ari Seþastopol". í Norður-Kákasus hafa Þjóð- verjar unnið á í sókn smni til Grosny olíulindanna, þar eð þeir hafa komist yfir Terek- fljót nærri Modzok. FLOTI RÚSSA ATHAFNASAMUR. ússar tilkyntu í gærkvöldi, að herskipum þeirra hefði tekist að sökkva fjórum þýsk- um skipum á Eystrasalti, og! ennfremur aðstoðuðu herskip þeirra á Svartahafi landherinn í vörn Novorossisk. Þá segjast Rússar stöðugt sækja á við Reshev, og sje bar- ist þar af mikilli hörku. Ssnskt blað bannað vegna rðgs um Berg- grav biskup Igrein í sænska blaðinu „Göteborgs Stiftstidning“ ræðst sænski presturinn Ivar Rhedin, sem er nasisti, með sví- virðingum á Berggrav biskup. Rhedin kallar hann uppreisn armann, hlyntan kommúnist- um, samsærismann, sem hafi aðeins gert Norðmönnum ilt. Sænski pfesturinn beinir á- rásum sínum einnig að norsku flóttamönnunum og Hákoni konungi og hann gagnrýnir Noregssöfunina í Svíþjóð. I tilkynningu frá Stokkhólmi segir, að sænska blaðið „Nya Dagligt Allehande“ hafi skýrt frá því í fyrradag, að útgáfa „Göteborgs Stiftstidning“ hafi verið stöðvuð um stundarsakir, vegna þess að það birti grein Rhedins. En blaðið bætir því við, að ekki sjeu l,íkur til, að Rhedin verði látinn sæta ábyrgð fyrir grein sína. Sænski biskupinn Aulen seg- ir um grein Rhedins, að það sje reginhneyksli, að slík grein skuli vera birt í blaði, sem hefir saman við kirkjuna að sælda. Biskupinn segir ennfremur, að sleggjudómar Rhedins um Berggrav biskup sjeu auðvitað staðleysa ein. Næturvörður er í nótt í Lyfja- búðinni Iðunni. í stað þess, að senda fram vjela- hersveitir sínar ljet Montgomerry hershöfðingi sjer nægja að halda uppi stórskótahríð á stöðvar Rommels. NÝTT VOPN. Rommel hafði nýtt vopn í sókn sinni. Var það 125 millimetra fall- byssa, sem er á vagni er gengur fyrir loftskrúfu. Er vagninn fram leiddur í Renault-verksmiðju franskri. ÁRANGURSRÍKUR LOFT- HERNADUR BANDA- MANNA. Það hefir verið opinberlega til- kynt í Kairo, að meðalstórum sprengjuflugvjelum Bandamanna hafi orðið vel ágengt í loftárásum, sem gerðar voru á herstöðvar Möndulveldanna í Egyptalandi. Mikill grúi vjelknúina hern- aðartækja voru eyðilögð og miklir eldar komu upp. Áhöfn einnar flugvjelarinnar sagðist hafa sjeð sjö stórelda og urðu miklar sprengingar í eldhafinu. í einni sprengingunni kastaðist brak 2000 metra í loft upp. Flugvjelarnar hristust af sprengingunum, sem urðu á árásarsvæðinu, en flugvjel- arnar gerðu árásir sínar úr 2000 metra hæð. Um kvöldið var haldin veisla þar sem 250 gamlir og ungir stúdentar voru viðstaddir. Var þar Churchill forsætisráðherra sent eftirfarandi skeyti: „Fyrverandi stúdentar vi5 norska háskólann og aðra norska skóla, halda í dag í þriðja sinn hátíðlegt afmæli háskólans 1 Osló á breskri grund. Vjer gerum það fullir þakklætis fyrir það algera frelsi, sem vjer njótum í hinu göfuga landi yðar. Vjer hyllum yður sem framúrskarandi leið- toga í stríði Stóra-Bretlancte móti vorum sameiginlegu fjand mönnum, í fullu trausti þess, áð þjer munuð byrja baráttuna fyrir því að frelsa Noreg og önnur hemumin og líðandi lönd, þegar, er ástæðumar leyfa það“. í veislunni talaði Noel Baker meðal annara, og lagði áherslu á þýðingarmikla þátttöku Nor- egs, bæði í vörn Norðmanna heimafyrir og starfi verslunar- flotans síðan. Sjúklingar á Vífilsstöðum biðja Morgunblaðið að færa þeim, Jóni Norðfjörð og Hermanni Cruðmunds syni, sínar bestu þakkir fyrir skemtunina á þriðjudaginn, enn- fremur Swing-kvartettinum fyrir skemtuniná sama dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.