Morgunblaðið - 05.09.1942, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. sept. 1942.
r
Qvgmtbh&tb
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar:
Jón Kjartansson.
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 5.00 á mánuði
innanlands, kr. 6,00 utanlands.
í lausasölu: 30 aura eintakið.
40 aura með Lesbók.
Raforkusjóður
'C' rumvarp það, sem Sjálf-
stæðismenn fluttu snemma
á þinginu, um raforkusjóð hef-
ir náð fullnaðarsamþykki Al-
þingis og er orðið að lögum. -—-
Samkvæmt lögúnum skal raf-
orkusjóður stofnaður með 10
miljóna króna frámlagi úr ríkis
sjóði og 500 þús. kr. á ári eftir
1942. Tilgangur raforkusjóðs
er, að stuðla að því, ,,að gerð-
ar verði rafveitur og reist verði
raforkuver og raforkustöðvar
í sveitum, kauptúnum og hinum
smærri kaupstöðum", eins og
■segir í 1. grein laganna, en í
imeðferð málsins á þingi komu
hinir smærri kaupstaðir inn í
lögin.
Þessi löggjöf mun marka
merkilegt tímamót í rafmagns-
málum sveitanna. Það eru 13
ár liðin síðan Jón Þorláksson
flutti þetta mál fyrst á Alþingi.
Oft og mörgum sinnum hafa
Sjálfstæðismenn reynt að þoka
málinu áfram á þingi, en altaf
hafa illviljuð öíl staðið í vegi
og hindrað framgang þess. —
En nú er takmarkinu loíís náð.
Myndariegur sjóður verður til
taks, til þess að styrkja raforku
veitur um sveitir landslns. —
Verður því hægt að hefjast
handa um framkvæmdir strax
og ástæður leyfa.
1 hinum nýju lögum eru eng
in fyrirmæli um það, hvernig
haga skuli styrkveitingum til,
þessara framkvæmda. Verður
sett um það sjerstÖk löggjöf,
enda nauðsynlegt að sjerfræð-
ingar komi þar til ráða. Ríður
á, að þannig verði gengið frá
þeirri löggjöf, að útilokuð
verði öll togstreyta milli hyer-
-aða og landshluta. — Kæmist
hún að, væri það vísasti vegur-
inn til þess að stöðva allar
framkvæmdir. Undirbúning-
ur aliur og framkvæmdir á
• sviði rafmagnsmálanna verð-
ur að vera í höndum hæfustu
sjerfræðinga. Þeirra ráða og
tillagna verður að hlíta um
framkvæmdir á hverjum tíma.
Verði þessi sjónarmið ein
látin ráða, verður ekki langt
að bíða þess, að raforkuveitur
teygi arma sína út um blóm-
legar sveitir landsins og færi
býlunum birtu og yl.
Með raforkusjóði er lagður
grundvöllur að einu stærsta
framfara og viðreisnai'máli
sveitanna. Hlutverk hans verð
ur að nema burt fjarlægðirnar
svo að takmarkinu verði náð,
sem Jón Þorláksson setti, að
bændur, sem búa fjær orku-
veri geti fengið raforku með
sama verði og þeir, sem nærri
eru. — Þetta var hugsjón Jóns
Þorláhssonar. Hún er nú að
komast í framkvæmd.
BÆN DAHOFÐINGINN
BJARNI í ÁSGARÐI
Eftir Þorstein Þorsteinsson sýsluroann
C karð hefir nú orðið fyrir
skildi í Dölum vestur. Verður
þar til grafar borinn næsta mánu-
dag bændahöfðinginn Bjarni Jens-
son frá Asgarði. Hann var einn af
nafnkendustu bændum þessa lands
Bárust víða um hjeruð frásagnir
af höfðingsskap hans og frábærri
gestrisni. Ileima í Dölum var hann
hjeraðshöfðinginn, er hjeraðsbúar
leituðu trausts til, þegar vanda
bar að höndum.
Lungnabólga — eða afleiðingar
hennar — varð honum að bana.
Hann lá skamma hríð. Hann and-
aðist að heimili sínu þann 21. f. m.
Bjarni í Ásgarði var fullra 77
ára, er hann ljest. Hann var fædd-
ur að Pálsseli í Laxárdal 14. maí
1865. Var faðir hans bændahöfð-
inginn Jens hreppstjóri og denne-
brogsmaður á Hóli Jónsson Magn-
ússonar rímnaskálds á Laugum,
en hann var, að því er ýmsir telja,
sonur Magmisar Pálssonar lög-
manns Vídalíns. Móðir Bjarna var
Jóhanna Jónasdóttir, komin af
góðu bændafólki. Ársgamall flutt-
ist Bjarni með foreldrum sínum
að Hóli í Hvaiíimssveit, og var þar
heimili hans þangað til hann byrj-
aði sjálfur búskap í Ásgarði, að
undanskildum þeim árum, sem
hann dvaldi á Olafsdalsskólanum.
Faðir hans gerðist brátt stórbóndi
og hafði umsvifamikiun búska,p
og hjelt sonum sínum mjög að
vinnu. í barnæsku misti Bjarni
móður sína, en eignaðist stjúpu.
Áttu þau stjúpmæðgin lítt skap
saman, en hann þegar í æsku mik-
ill fyrir sjer; mun sá uppeldis-
agi, sem hann var þá beittur, hafa
haft nokkur áhrif á skapgerð hans
í sumum greinum. Bjarni naut al-
mennrar barnafræðslu í uppvexti,
en fór á búnaðarskólann í Olafs-
dal og dvaldi þar tvö ár. Var
hann þá á tvítugsaldri. Sagði hann
það oft, að dvöl sín þar og kensla
Torfa hefði orðið sjer að ómetan-
legu gagni. Bar hann þaðan í frá
hina mestu virðingu fyrir Torfa
og vinarhug til hans. Er Torfi
læknir sonur hans heitinn í höfuð
Torfa í Ólafsdal. Torfi í Ólafsdal
bar og hið mesta traust til Bjarna
og fól honum á sumrin, þótt ung-
ur væri, verkstjórn á jörð sinni
Belgsdal.
Hálfþrítugur (1890) byrjaði
Bjarni búskap í Ásgarði, á nokkr-
um hluta jarðarinnar, en þar kom
brátt, að hann tók jörð þá alla og
hefir síðan búið þar stórbúi. Bætt
jörðina afarmikið, sljettað alt tvin-1
ið, sem var geysistórt, en karga-
þýft, og girt það afar vandaðri
girðingu. Húsaði hann jörðina með
miklum hlöðum og gripahúsum og
stói’U íbúðarhiísi, — en áður hafði
hann reist minna íbúðarhús.
Árið 1891 kvæntist Bjarni Sal-
björgu Ásgeirsdóttur frá Kýrunn-
arstöðum, hinni ágætustu konu.
Áttu þau hjón saman 17 börn,
10 þeirra náðu fullorðinsaldri; af
þeim 10 eru nú 7 á lífi. Salbjörg
andaðist 1931. Tveimur árum síð-
ar kvæntist Bjarni eftirlifandi
ekkju sinni, Guðrúnu Jóhannsdótt-
ur, mestu myndar- og greindar-
konu.
Þau hjón Bjarni og Salbjörg
ólu upp, auk sinna eigin barna,
nokkur börn. þeim vandalaus, en
án allrar meðgjafar. Einnig voru
þar gamalmenni, þeim hjónum
kunnug en óskyld, er þau tóku
endurgjaldslaust. Var því jafnan
margt heimilisfólk í Ásgarði, og
flestar nætur voru fleiri eða færri
næturgestir þar.
Mörg störf voru Bjarna falin
um æfina, og verður hjer ekki
talið nema fátt þeirra. Hann varð
hreppstjóri við lát " föður síns
1910. Sýslunefndarmaður hafði
hann verið óslitið 37 ár. Hrepps-
nefndarmaður í 50 ár, en neitaði
að taka við kosningu á síðastliðnu
vori. 1905 tók hann sem gjaldkeri
við Sparisjóði Dalasýslu og gegndi
því starfi tjl dauðadags. Var hann
aðal framkvæmdamaður sjóðsins
allan þann tíma. Ljet hann sjer
mjög ant um viðgang hans. Það
þykir mikið sagt, að maður gæti
annara eigna sem síns eigin fjár,
en slíkt var vanmælt um Bjarna
í Ásgarði og sparisjóðinn, því að
hann stundaði miklu meir hag
sjóðsins en sitt eigið gagn. Aðeins
í eitt skifti þennan tíma var feld
niður nokkur hundruð króna
skuld (gömul) hjá eignalausum
manni. Vildi Bjarni þá ákafur1
greiða sjóðnum skuld þessa úr
sjálfs sín vasa, og var þó engri
vanrækslu hans um að kenna, að
skuld sú tapaðist.
Bjarni var formaður Kaupfje-
lags Hvammsfjarðar yfir tuttugu
ár. Hann var formaður fasteigna-
matsnefndar Dalasýslu frá upp-
hafi. Lengst af var hann fremsti
maður í búnaðarf jelagi sveitar
sinnar. Hann var einn af stofn-
endum Búnaðarsambands Dala-
og Snæfellsness og var fulltrúi á
öllum fundum þess.
Árið 1930 var hann sæmdur
riddarakrossi fálkaorðunnar, og
þótti þar fara að verðleikum.
Bjarni í Ásgarði var með hærri
mönnum, karlmannlegur, en fríður
og höfðinglegur sýnum. Var hann
jafnan auðkendur í flokki. Nokk-
uð þótti hann fasmikill og orð-
hvass fyrr á árum; en öllum nauð-
leitarmönnum reyndist hann hinn
besti drengur. Þekki jeg engan,
er komst til jafns við hann um
alla hjálpsemi. Gestrisnin var frá-
bær. Öllum gestum leið vel í Ás-
garði og ekkert til þess sparað frá
hendi húsbændanna. Sjálfur lán-
aði hann peninga mörgum mann-
inum, sem í kröggum var, en ekki
hafði næga tryggingu að setja
fyrir láni úr sparisjóðnum. Var
það og almenningsálit um Dali, að
gjalda bæri Bjarna í Ásgarði lán|
hans skilvíslega og framar öðrum
lánardrotnum, hitt, væri ódreng-
skapur. Fjölmargir leituðu og til
Bjarna um annan greiða, t. d.
matvæli eða mannalán. Altítt var
Bjarni Jensson.
það, meðal annars, að hann flutti
og sótti hjeraðslækninn i Búðar-
dal, er hann var fenginn í vest-
ursýsluna, venjulegast í Ásgarð,
en stundum alla leið vestur í
Saurbæ. Aldrei var tekinn eyrir
fyrir þessar ferðir, eða fyrir
greiða til ferðamanna, þar til nú
fyrir þreftiur eða fjórum árum, að
áætlunarbilar höfðu þar viðkomu-
stað til þess að fá keyptan mat
eða kaffi handa farþegum, en
lengi var það að .,Ásgarðsbónd-
inn“ átti erfitt með að fella sig
við það að taka fje fyrir veittan
mat eða drykk.
Margir voru þeir, sem banyæn
mein höfðu tekið og bjuggust við
dauða sínum, er fólu Bjarna í Ás-
garði að hafa forsjá fyrir fjöl-
skyldu sinni, eða liönd í bagga
um fjárgæslu hennar að þeim látn
um, og revndist hann því fólki
sem öðru, er hans leitaði, hinn
mesti bjargvættur.
Bjarni í Ásgar’ði hafði mörg
störf og umsvífamikil, og tíma-
frekur varð honum hinn geysi-
mikli gestagangur. Var því sjald-
an stund til bóklesturs, en minni
hafði hann óvenjulega gott. Var
hann fróður um ýms þjóðleg efni,
t. d. ættir manna, um menidna
sjálfa og hagi þeirra. Furðaði
ýmsa, er að Ásgarði komu iir f jar-
lægum hjeruðum, hversu bóndinn
þar var fróður um samhjeraðs-
menn þeirra. Reikningsmaður var
hann ágætur og vandaði mjög frá-
gang allra skýrslu- og álitsgerða,
er hann sendi frá sjer.
Hjer er ekkert rúm til þess að
lýsa Bjarna í Ásgarði rækilega.
Hann var stórbrotinn hjeraðshöfð-
ingi, þjóðlegur í háttuin, gestris-
inn og gjafmildur, vildi liðsinna
öllum, er leituðu hans, og gerði
það líka, ýmist með fjárframlög-
um eða hollum ráðum. Vinum sín-
um var hann einlægur og manna
trygglyndastur. Má með sanni
segja um Dalasýslu, að þar varð
hjeraðsbrestur, er Bjarni fjell í
valinn. Verður sæti hans seint
fylt, og vinsælli mann vissi jeg
ekki. Mun það ekki leika á tveiua
tungum, að þótt Bjarni hirti ekkr
altaf um að gæta hinna nákvæm-
ustu hirðsiða, þá var hann sóml
íslensku bændastjettinni. Hann
líktist um margt hinum ágætustu
fornmönnum vorum. Vildi hann
alt gera til vegs og viðreisnar
hjeraði sínu. Þótti mönnum það
miklu varða um framgang mála
í hjeraði að hafa til þeirra brau*-
argengi Bjarna í Ásgarði.
Er sem hjeraðið sjálft verði
svipminna fyrir sjónum vorum nú,
þegar Bjarni í Ásgarði er horf-
inn þaðan.
Iþróttamót að
Laugum
þróttamót „Þingevings“ sam-
*■ bands íþrótta og ungmenna-
fjelaga í Þingeyjarsýslu var hald-
ið að Laugum sunnudaginn 23.
ágúst. Iveppendur voru frá ung-
mennafjelögunum Mývetningur í
Mývatnssveit, Efling í Reykjadal,
Gaman og alvara í Kinfi, Geisli
í Aðaldal og Íþróttaf jelaginu
Völsungur í HúsaVík. Veður var
gott að öðl’u leyti-en því, að norð-
an kaldi mun hafa háð keppend-
um að einhverju leyti í stökkun-
um. þar sem atrennan var á móti
vindinum.
Úrslit í einstökum íþróttagrein-
um voru þessi:
100 m. hlaup. 1. Ari Kristins-
son, Völs. 11,9 sek. 2. Stefán Bene-
diktsson V. 12.0 selt. 3. Arnviður
Ævarr Björnsson V. 12,1 sek.
Hástökk. 1. Ari Kristinsson V.
l, 55 m. 2. Jón Kristinsson V. 1,50
m. 3. Adam Jakobsson G. 1,45 m.
Kúluvarp. 1. Adam Jakobsson
!Gl 11,05 m. 2. Lúðvík Jónassoa
V. 11,01 m. 3. Valdimar Vigfús-
son V. 9,67 m.
Langstökk. 1. Ari Kristinsson
V. 5,86 m. 2. Jón Kristinsson V.
5,52 m. 3. Adam Jakobsson G.
5,37 m.
Spjótkast. 1. Adam Jakobsson
B. 43,13 m. 2. Illugi Jónsson M.
42,08 m. 3. Stefán Benediktsson
V. 41,38 m.
800 m. hlaup. 1. Þorkell Aðal-
steinsson V. 2,24,2 mín. 2. Reynir
Kjartansson G. 2,25,4 mín. 3. Ey-
steinn Sigurjónsson V. 2,26,8 mín.
Þrístökk. 1. Ari Kristinsson V.
11,98 m. 2. Arnór Benediktsson
GA 11,94 m. 3. Stefán Benediktsa.
V. 11,02 m.
Boðhlaup 4x100 (fram og afturV
vann sveit Völsunga á 52,4 sek.
Síðan keptu Mývetningar og Völs-
ungar í knattspyrnu og vann Mý-
vetningur með 4 mörkum gegn 2.
S. P. B.