Morgunblaðið - 09.10.1942, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.1942, Blaðsíða 8
JHovBtntl&tfóft Föstudagur 9. okt. 19421. V I dag er síðasU söludagur, UAPPDKÆTTID. Gráa siíkisíœðan EFTIR MIGNON G. EBERHART 23. dagttr - Fylgíst með frá foyrjtm — Annað mikilvægara átti sjer einnig stað þennan daginn. Einhver, ósjeður og óþektur — fór til flugvjelarinnar, og skrúfaði stykki úr henni. Flugvjelin hefði aldrei getað flogið án þessa stykkis. Unglingsþjónninn Roy Wilson svaf mest allan daginn, eins og Averill og Eden. ★ Það var ekki íyrr en eftir kvöldverð að Eden átti tal við Jim. — og enn síðar hið óvænta itmtal hennar við Averill. Það var ]>ögult \ið kvöldborð- ið þetta kvöld. Creda var þrátt fyrir glæsileg- an og ;unglegan klæðnað sinn, mjög þreytuleg. — Rauðmálaðar varir hennar voru óvenju þöglar og djúpar rákir voru fyrir neðan brún augu hennar. Eftir því aem Eden fjekk best sjeð, talaði bún aldrei orð yið Paee. En það var óvanalegt að Creda væri þög- ul og vakti því athygli vina henn- ar. Eftir kvöldverðinn fengu þau kaffi og Ijett vín, inni í Mtilli eu vistlegri st-ofu, sem var hituð upp af arineldi. Það var klukkan 10 um lcvöld a, að Eden gekk út í garðinn. fnni sagði Sloane hinum gestun um sögusngnir og munnmæli land- areignarinnar. Eden gekk niðursokkin í hugs- anir sínar drykklanga stund. Þeg- ar hún áttaði sig. var hún komin •í töluverða fjarlægð frá húsinu Hún iPeri sjer við og virti það fyrir ']er. Gegnum lim trjánna sá húr: glögt ljósin í stofunum, jafnvel skugga fólksins, sem b reyfr' sig þar fyrir inrtan. Húu leit upp í himinhvolfið. Nóttin. var. stjörnubjört og svo heiðskír, að heimi fanst hún sjá tinda fjallanna glanipa í fjarska, silfraða af ijóma stjarnanua. Lágur ómur af siaghörpuleik barst út til hennar. Einhver var að leika lög eftir Debussy — hús- ráðandiuu að ölluin líkindum, bugsaði Eden. Dyrnar að garðinum o]inuðust og jokuðust. Hún heyrði fótatak bak við sig. Það var Jim. Hann nam staðar við hlið henn- ar og — eins og kvöidið góða — - by.uð henni sígarettu. — Þökk, sagði Eden. Hún tók eina og beygði sig niður — einnig eins og í garðinum í St. Louis — um leið (>g hann kveikti í henni. — Við skulum ganga ofurlítinn' spöl, sagði hann. — Stígurinn er hjerna skamt frá. Þau gengu út úr garðinum. Aðeins skóhljóð þeirra og ómur slaghörpunnar rauf kyrð næturinnar. Þau gengu lengi hlið við hlið þögul. Húsið var nú í töluverðri fjarlægð að baki þeirra, en fram- undan þeim í mikilli fjarlægð gnæfðu geysihá fjöllin. Omurinn af lögum Debussys smálækkaði,! eftir því sem fjarlægð þeirra frá húsinu jókst. Loks sagði Eden: — Hefurðu fundið uppdpætt-. iua ? Það var engu líkara en haun hefði búist við þessari spurningu. Hann hristi höfuðið. — Nei, þeir eru ekki lijerua, sagði hann. — Hvernig veistu það? Jim hjelt áfram, eins og hann hefði ekki lieyrt spuruingu henn- ar: — Jeg er ekki í neinum vafa um það. Haun leit um öxl, og síð- an í kringum sig. Enginn lifandi maður var nálægt þeim. Hann sagði lágt: — Þú vissir auðvitáð, Eden, að það var ekki slys nje vjelarbilun, sem olli því, að við lentum hjer? — Já, svaraði Eden. -—- Verst er, hjelt hann áfram, — að hitt fólkið rendi einnig grnn í það. Það levndi sjer ekki. Samræðurnar úndir borðum í morgun sýndu mjer það ofur vel. Jeg viidi óska —. — Oska — ? sagði hún, þegar hann hikaði. — Jeg viidi óska, að þan fengju ekki fulla vissu fyrir því. Það gæti komið mjer í vandræði. 9. kafli. — Hverskyns vandræði? sagði Eden. — Jeg veit eiginlega ekki —, sagði Jim hugsandi. —• Paee var ótrúlega ofsafenginn í morgun. Manstu ekki ? Eden kinkaði kolli. — Jim, hver er P. H. Sloane? — Ó, þjer fanst eitthvað dular- fult við hann líka? Hann er leyni- lögreglumaður — eða rjettara sagt var það. Óvenju glöggur meira að segja. Hún hrökk við. — Leynilöwregl umaðurí — Já, sagði Jim. — Ef hann getnr ekki hjálpað mjer til að komast að, hver var valdur að flugslysinu, getur það enginn. Jeg vissi, að hann hefir búið hjerna, síðan hann iagði leynilögreglu- störfin á hilluna. Það reyndist of- ur auðveit að láta flugvjelina viil- ast og lenda hjer. í lienni voru allir, sem eitthvað eru við riðnir Blaine-flugvjelasmiðjuna — og slysið, svo að það ætti að vera möguleiki til að finna hinn seka. — Og enginn hinna þekkir P. II. Sloane? — Jeg geri ekki ráð fvrir því. Jeg kyntist honum fyrir mörgum árum. Hann sagði skil- ið við leynilögreglustörfin vegna einhverrar miskiíðar við vfirboð- ara sína. —■ Þú hefir þá skýrt honum frá slysinu? — Ekki ítarlega. Jeg talaði aðeins fá orð við hann, þegar jeg fór heim að bænum á undau vkkur í gær, en jeg mun gefa honum ítariegri skýrsiu í kvöld. j ■N í * Vinna, HÚSNÆÐI — VINNA Karl og kona geta fengið at- vinnu við Viðeyjarbúið. Mega hafa börn með sjer. Upplýsingar í Tóbakshúsinu, Austurstræti 17, sími 3700. Tek að mjer HREINGERNINGAR Hringið í síma 5395. REYKHÚS Harðfisksölunnar, Þvorholt 11, tekur lax, kjöt, fisk og aðrar vörur til reykingar. HREINGERNINGAR Pantið í tíma. Guðni og Þrá- inn. Sími 5571. UNG STÚLKA óskar eftir atvinnu, helst til að stoðar á skrifstofu. — Tilboð merkt „Ung“, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir laugardagskvöld. RÖSK og LIPUR STÚLKA óskast við afgreiðslu. Upplýs- ingar Vesturgötu 45. HERBERGI óskast. Húshjálp getur komið ti! greina. Uppl. í síma 3776. ÓSKA EFTIR HERBERGI gegn húshjálp. Tilboð sendist blaðinu merkt: „Húshjálp“. ROSKIN KONA óskar eftir herbergi gegn bjálp við húsverk, tvisvar í viku, eðá ráðskonustöðu hjá reglusönum manni. Vön húshaldi. Þarf að hafa sjerherbergi. Sími 1397. Skrifstofa lögmanns, þar .sem fólk kýs fvrir kjördag, er ; Mentaskólanum. Opin kl. 10—12, kl. 1—5 og kl.. 8% —9%- Það var í Skotlandi. Skoti nokkur, Bobby að nafni, mætti nábúa sínum reykjandi pípu. ííann hafði grun um það, að sonúr nágrannans hefði sent honum tóbak frá Ameríku. Hann tók pípuna sína upp úr vasanum. — Hefurðu eldspýtur, Sandy? spurði hann sakleysislega. Nágranuinn rjetti honum að- eins eina eldspýtu. —- Svei mjer, ef jeg held ekki, sagði Bobb.v, —- að jeg haf’i gieymt tóbakinu mína heima. — Jæja þá, sagði Sandy eftir nokkra þögn, —• þá held jeg þii getir iátáð mig fá eidspýtuna mína aftur. ★ Kíminn maður spurði lækni nokurn, alvarlegur á svip: — HversVegna deyja menn, þegar þeir eru hengdir? — Vegna þess, sagði læknir- inn, — að andardrátturinn stöðv- ast, blóðrásin stöðvast, og heii- inn fyllist blóði —. — Vitleysa, sagði hinn. — Þeir deyja vegna þess, að kaðallinn er ekki nógit langur til þess að fæt- urnir snerti jörðina ! ★ Gamali negri veiktist skyndi lega. Fyrst ljet hann sækja lækni af sínum eigin kynþætti, síðan, ]iegar ]iað bar engan árangur, hvítan lækni. ITann byrjaði á því að þreifa á slagæðinni, og skoðaði síðan tungu hans. — Tók hinn lœknirinn. hitann? spurði hann. — Jeg veit það ekki, sagði negrinn aumingjalega. — Enn sem komið er sakna jeg einskis nema úrsins míns! I fúli tðpuðust 3 hestar 1. Ljósjarpur 3 vetra. Mark: blaðstýft fr. hægra biti aftan, spjaid bundið í tagl. Brennimárk KB Ilöfn- um. 2. Móalóttur 5 vetra. Mark: Blaðstýft og fjöður framan hægra, grönn sýling vinstra. 3. Bleikur, stjörnóttur, full- orðinn. Mark óvíst. Þeir er kynni að geta gefið • upplýsingar uni þá, eru vin- samlégast beðnir að láta vita á síinstöðina Hafnir eða síma 4651 Reykjavík. K. R.-ingar! Þar eð afar erfitt er að fá innjieimtu- mann, eru þeir fje- lagsmenn, sem enn hafa ekki greitt árstillag, beðnir að greiða það næstu daga á skrif- stofu Sameinaða í Tryggvagötu — opið daglega frá kl. 1—7 e„ hád. Um leið og greitt er, eru ^fhent fjelagsskírteini, en þau- er nauðsynlegt að hafa á skemtii fundum fjelagsins. Stjórn K. R., CAFÉ ANKER selur daglega miðdegisverð. —- Smurt brauð með hóflegu verðL Vöflur, Kartöflukökur, Kókó, Te o. fl. Laila Jörgensen, Vesfe- urgötu 10. GUÐSPEKIFJELAGAR 1. fundur Septímu í kvöld kL 8IJ. Deildarforseti flytur er- indi: Gríman — Gestir.. SópxU-fundiZ TAPAST HEFIR nýtt, ljóst selskinnsveski meíf. peningum á miðvikudaginn I Gamla Bíó eða annars staðar. Skilist á Kárastíg 10, gegit. fundarlaunum. NOTUÐ MONARCH ritvjel til sölu. Heildverslur. Magnúsar Kjaran. 10 manna Body mjög- vaudað með gúmmí- sætum, til sölu. IIppl. í síma 1733 kl. 12—1 í dag. LÍTIÐ KVENREIÐHJÓL Skíðasleði og Dúkkuvagn tii sölu. Þórsgötu 7, III hæð, sírni. 2149. SÓFI OG ARMSTÓLL til sölu. Sími 4726. FERMINGARKJÓLL úr tyll til sölu á Hringbraut 50. Sími 4802. ÞVOTTAPOTTUR til sölu á Framnesveg ?3. PELS TIL SÖLU á Guðrúnargötu 8 (uppi). NOTUÐ HÚSGÖGN keypt ávalt hæsta verði. Sótfe:: heim. Staðgreiðsla. Fomverslunin Grettisgötu 45. Sími 5691. Es D'listino er listi Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.