Morgunblaðið - 04.11.1942, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.11.1942, Blaðsíða 4
 4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. nóv. 1942. Xaupmenn - Ksupfjelög Vegna mikilla eftirspurna, óskum við eftir, að þær verslanir, sem ætla að kaupa snyrtivörukassa (Gjafakassa til jólagjafa), komi með pantanir sínar sem fyrst, því birgðir eru mjög takmarkaðar að þessu sinni. 6 tegundir verða fyrirliggjandi. Heildverslun Árna Jónssonar Hafnarstræti 5. Sími 5805. TIL MÖLU hús á eignarlóð við Bergstaðastræti. — Upplýs- ingar gefur GUÐLAUGUR ÞORLÁKSSON, Austurstræti 7. Sími 2002. Tilganginum tæpast náð Betanía. Hinn árlegi basar Kristniboðsfjelags kvenna verður haldinn föstudaginn 6. nóv. kl. 4 e. h. Munum óskast skilað ekki síðar en á fimtudag. STJÓRNIN. Barnavinatjelagið Sumargjðt tiikynnir: Framvegis verður skrifað upp á reikninga til fje- lagsins 3.—6 hvers mánaðar kl. 4—5 í Ingólfs- stræti 9 B. Húsnæði fyrir ssumastofu vantar klæðskera nú þegar eða um áramót. Tilboð Ieggist inn á afgreiðslu blaðsins, merkt „Sauma- stofa 1943“. Almenn stjórmnálasaga síS- ustu tuttugu ára“ heitir ein af árbókum Menningarsjóðs árið 1941, og tók meistari Skúli Þórðarson að sjer að semja ritið. — Enginn vafi er á því, að all- mikill vandi er að semja slíkt rit, og reyndar óhugsandi, að hægt sje að gera öllum til hæfis, enda mun það heldur ekki hafa verið tilgangurinn, heldur hitt, að gefa lesendum sem traustastan grund- völl til að byggja ályktanir sínar á. En það hefir höfundi ekki tekist nema rjett í meðallagi vel. Því mjög um of ber á því, að Miklað sje á stóru, hlaupið yfir nauðsynleg skýringaratriði, — af- leiðingin útmáluð, þó orsökin sje ekki tilgreind. — Þar af leiðandi er nokkur hætta á því, að sú mynd, sem lesandinn skapar sjer, geti orðið ósannari og ófullkomn- ari en vera þyrfti. í formálanum kvartar höf. undan því, að bókakostur sje lít- ili hjer, til stuðnings því efni, sem ritið fjqllar um, og mun það eiga að gefa í skyn, að hann hafi les- ið og rannsakað til hlítar allar þær heimildir, sem auðið var að ná í, og að gagni máttu koma, sem efniviður í ritið. Mun því fastlega mega vænta þess, að hann láti ekki undir liöfuð leggj- ast að birta fullkomna heimilda- skrá í lok síðara bindis. Þótt ástæða sje til að gera fá- einar athugasemdir við ritið, verður þó ekki um „skipulega árás í stórum stíl“ að ræða, sem n)eðal annars stafar af takmörk- uðum aðgangi að blaðakosti. Langmestur hluti þessa bindis eru bollaleggíngar og skýringar á Sósíalisma og Kommúuisma, sem vafasamt má telja, hvort ástæða sje til eða jafnvel sæmifegt, að Menningarsjóður dreifi út meðal landsmanna, sjerstaklega þar sem vitað er, að þessar stefnur eru ekki í neinu hralti með útbreiðslu og áróðurstæki. Og einmitt vegna þess, hversu Sósíalismanuin eru gerð góð skil, Steinn Kr. Steindórsson ritar um „Almenna stjörnmáíasögu síðastu tuttugu ára“ Saltkjötsðer komið Þeir, sem eiga pantanir hjá oss, eru beðnir að tala við oss næstu daga til að ákveða hvern daginn þeim henti að fá tunnurnar sendar heim. Samband Islenskr a Samvínntifjelaga Sími 1080. Nýrevkt hangikjöt fæst nú aftttr í öíítim heístfi matvörtiversltmtím bæjaríns hefði m.jer fundist eðlilegt og sjálfsagt, að stefnuskrár og starf- semi „Kristilegra sósíalista“ hefði verið að nokkru getið, en þeir eru ekki nefndir einu orði í rit- inu. Hafa þeir þó barist einarðri og drengilegri rjettarbótabaráttu til almenningsheilla. — En þó að þeir hafi hafnað hinni andkirkju- legu og gyðinglegu efnishyggju Marxista, ætti það ekki að vera sú höfuðsök, að þeirra mætti að engu vera getið. Einkum þar sem þeir voru allmikils ráðandi um eitt skeið í Austurríki og Niður- löndum, og eru það enn þann dag í dag í Sviss, Irlandi, Portúgal og meira að segja í Bandaríkj- unum. — Annars er það dálítið spaugilegt, að þrátt fyrir ein- skæra aðdáun höf. á Lenin og starfs- og baráttuaðferðum hans, er ekki laust við, að manni finn- ist nokkur andfýla af orðum hans í garð Stalius, stórbónda í Kreml. — Ennfremur finst mjer það al- veg furðulegt, að höf. skyldi telja það sæmilegt að ganga alveg framhjá því að minnast á „Sam- vinnuhreyfinguna“. Illýtur hon- um þó að1 vera kunnugt um, hvaða spor hún hefir markað og hvílík feikna áhrif hún hefir haft á alt þjóðlíf ýmsra landa, t. d. í Bret- landi og sumstaðar á Norður- löndum. Nokkur hætta mun á því, að þeir, sem eingöngn láta sjer nægja að byggja þekkingu sína á Versalasamningnum á 'umræddu riti, fái helst þá hugmynd, að ránsmenn* og níðingar hafi mátt sín mest á þeirri samkundu. En hvað sem um Versalasamningana má segja, er óhjákvæmilegt að viðurkenna, hvílíkt risaskref í rjettlætisátt var stigið þar, með því að leysa tugi miljóna manna í Póllandi, Finnlandi, Estlandi, Lettlandi, Lithauen, Tjekkósló- vakíu og Króatíu undan erlendri yfirstjórn og þráfaldlega harð- stjórn, til fullrar og óháðrar sjálfstjórnar. — Ilafi það verið „sigur enskrar og franskrar yfir- drotnunarstefnu“, er mikið höl, að hún skuli ekki mega sín meira nú í dag en raun ber vitni. — Þetta er atriði, sem vert er að vjer Islendingar, sem viljum sjálf- stjórn og höfum sögulegan ög siðferðilegan rjett á, gefum gaum að. — En jafnframt var það ofur eðlilegt, að þeim þjóðuin, sem urðu að láta þannig lönd og þjóð- ir ganga úr greipum sjer, til fullr- ar og óháðrar sjálfstjórnar, sviði það sárt. — Einnig hefði verið á- stæða til að skýra að einhverju leyti, hversu ofur eðlileg afstaða frönsku samningamannanna var, — með minninguna um friðarskil- málana frá 1871 í huga og geysi víðlend flæmi (ekki minna en 14 hjeruð) af góðu og frjósömu frönsku landi, sundurtættu og eyði lögðu, eftir hamfarir ófriðarins, fyrir augum, svo þess var varla að vænta, að mildi og bróðurhug- ur, og jafnvel ekki einu sinni full skynsemi kæmist að. Ennfrémur má geta þess, þó vera kunni að það þyki ekki skifta miklu máli, að Þjóðverjar, innan pólsku landamæranna, voru ekki rúmlega 1 miljón manna, heldur 741 þús., eða 2.3% íbúanua, og er þessvegna viðlíka rjettmætt að ræða um þýskan þjóðernisr- minnihluta í Póllandi, eins og ef Danir byrjuðu alt í einu að heíja sókn til verndar danska þjóðern- isminnihlutanum á fslandi. —ÞS iná og geta þess tii samanburðar, að eftir að Þjóðverjar höfðu inu- limað Tjekkóslóvakíu, voru I miljón 450 þús. Pólverjar í Þýska- landi. >. * I köflunum um Fasismann og Nazismann kennir allmikiílar vöntunar á nákvæmni hjá höf. Hann segir, að Mussolini hafi farið til Frakklands og Sviss til að komast hjá herþjónustu, ea Mussolini lýsir því sjálfnr, sem einhverjum besta tíma æsku sinn- ar, er hann var við herþjónustu skyldustörf í Bersaglieri herdeild- inni í Yerona. Hann segist hafa unnað hermannalífinu og hafa ljúfar minningar frá þeim tíma. Ennfremur segir höf., að Musso- lini hafi verið gerður landrækur úr Frakklandi og Sviss. Brottvís- un hans úr Sviss er alknnn saga, en liin, um brottvísun hans úr Frakklandi, mun öllu ókunnara. En gæti ekki verið, að höf. hafi oiðið áttaviltur? Því það var úr Austurríki, sem hann var gerðnr landrækur fyrir ritgerð m landamæri Ítalíu, þar sem hana hjelt því fram, að allmikil ítölslt lönd væru innan landamæra Habsburgara-ríkisins. Og skýrir það betur afstöðu hans gagnvart heimsstyr jaldarátökunum. Slík ,,Leitis-Gróu“ sagnfræði sem. það, að Mussolini hafi þegið mútur til að taka þá afstöðu, sem hann tók, og að þlaðið Popolo d’Italia. muni hafa, verið kostað af frönsku og ensku f je, til þess að snúa hug- um fólksins gagnvart styrjaldar- aðilunum, er vitanlega alveg ó- sæmileg. Enda hafa þessu tvö auðugu stórveldi þá ekki verið sjerlega örlát á fjárframlögin, því kunnúgt er, að blaðið fór hægt af stað og áttu aðstandendur þess í stöðugum örðugleikum í upphafi vegna fjárskorts. En boðskapur- inn, sem hlaðið flutti, hreif með sjer mikinn fjölda hinna yngri manna, sem fjellust á röksemdir Mussolini, um að Austurríki væri erfðafjandinn, sem eðlilegt og sjálfsagt væri að berjast á móti. Ánnars her þeim allmikið k milli, „meistara Skúla“ og „signor Mussolini" (sbr. sjálfsæfisögu hans) um ýmislegt viðvíkjandi fasistahreyfingunni, og má þó vrf vera, að málflutniijgur „meistar- ans“ s.je í ýmsum greinum alt eins FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐff.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.