Morgunblaðið - 04.11.1942, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.1942, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4, név. 1S42. Lfðan Krlstjðns konungs LONDON í gær. Danska útvarpið sagði í kvöld frá eftirfarandi opinberri tilkynningu, sem gef in hafði verið út um líðan Krist jáns konungs N. Þar segir: „Líðan Kristjáns konungs hefir haldist svo að segja ó- breytt síðustu daga. Konungur hefir átt erfitt um svefna. Hefir það þreytt hann og tafið fyrir því, að hann styrktist að fullu. Hóstinn hefir horfið og and- ardrátturihn er svo að segja eðlilegur. Hitinn er 38 stig. — REUTER. Svíar gera ráðstafanir gegn verð- ■ ■ bólgu C aenska stjórnin hefir ákveð fií verðstö'ðvun í landinu á vörum og kaupgjaldi, en samningar standa nú yfir milli ssensku stjórnarinnar og fje- laga þeirra, sem með starfsemi sinni hafa áhrif á verðlag í landinu. Morguúblaðinu barst um þetta svóhljóðandi frjett í gær kveldi frá sænska sendiráðinu: „Allan októbermánuð hafa samningar staðið yfir milli sænsku stjórnarinnar og fje- laga þeirra innan framleiðsl- nrihar, sem með starfsemi sinni hafa áhrif á verðmyndun í laridinu. Samningar þessir voru hafnir eftir tilmælum stjórnar innar, og er árangur þeirra væntanlegur einhvern næstu daga. Byrjað var á samning- unum í þeim tilgangi að skapa möguleika til almennrar skipu- lagningár á vöruverði og vinnu iaunum og þannig koma í veg fyrir verðbólgu. Til þess að komast hjá, að verðhækkun hafi áhrif á samn ingana, ákvað sænska stjórnin síðastliðinn föstudag, að alls- herjar verðstöðvun skyldi koma á þangað til lokaákvörðun hefði verið tekin um verðlag og vinnu laun. Þessi ákvörðun stjórnarinnar var ekki tekin vegna yfirvof- andi verðhækkunar, heldur er hún aðeins gerð vegna þess, að verðlagið virðist vera nokk uð stöðugt nú og þessvegna tímabært að gera ákveðnar ráð stafanir til að koma í veg fyrir verðbóigu. Þessvegna verður verðstöðvunin ekki þung byrði fvrir sænsku framleiðsluna“. Edward G. Petersen, sonur Magnúsar Pétersen bóksala f Nor- wood vxð Winnipeg. var í sveit fjanada-mapna er árásina gerði á Dieppe í Erakklandi í águst. Segir í vestanblöðum að fregn hafi bor- ist uui að hann hafi horfið, annað- hvort faliið eða verið tekirin til fanga. Þýðingarmesta orustan í Egyptalandi stendur yfir Astralfu- meno taka Kokoda Það hefir verið tilkynnt í aðaibækistöðvum Mc Arturs, að her Ástralíumanna á Nýju-Guineu hafi í gær tek- ið hina þýðingarmiklu borg Kokoda neðst í norðurhlíðum Owen-Sfanley-f jallanna. Borg þessi var tekin eftir langa sókn og harða yfir fjöll- in, og um leið og borgin var tekin, auðnaðist hersveitum þeim, er fram sóttu, að taka flugvöll einn í námd við hana, sem er mjög þýðingarmikill hernaðariega. Bardagarnir þarna í fjöllun- um hafa nú staðið síðan í júnímánuði síðastliðnum, , og hafa veirið mjög harðir. Frjetta ritari með hersveitum Ástralíu manna þarna hefir látið svo um mælt, að þessi gagnsókn Ástralíunxanna hafi verið hið mesta þrekvirki, og sje nú fyrsta þætti baráttunnar um Nýju-Guineu lokið. Japanar koma enn liði ð land ð Guadalcanar T apöimm hefir enn tekist að ** koma liðsauka á land á Gua- dalcanar. Segir svo um það í op- inberri tilkynningu ameríska flota málaráðuneytisins, • að „nóttina milli 2. og 3- nóvember hafi Jap- önum tekist að koma liðsauka á land fyrir austan stöðvar Banda- ríkjamanna á norðurströnd Gua- dalcanar“. Nánari fregnir liafa borist uin skipatjóö Japana í orustunrii, sem háð var við Salomonseyjar 26. október. Er nú vitað, að Japanar mistu stórt beitisbip í viðbót við tjón það, sem áður var stýrt frá. Þá ségir svo í tilkvnningu flotamálaráðuneytisins í gær: Eftir að athuguð haí'a verið öli gögn. sem nú liggja t'vrir uni sjó- orustuna, sein háð var 26. flktóber. þá verða þessar brevtingar á til- kvnningunni, sem flotamálaráðn- neytið gaf út: „Ein þung sprengja hitti í mark á stóru beitiskipj, i stað orustuskipi". „Þrjú tundur- skevti hæfðu stórt beitiskip í stað tvö tundurskeyti" og loks baitist við: „Fjórar stórar sprengjur hæfðu stórt beitiskip af Mogatni- eerð“. Átök milli vjelaher- sveila heffasl-ák ný t® Attundi herinn vinnur á Kairo í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ORUSTURNAR í Egyptalandi eru nú að kom- ast á nýtt stig. Hingað til hefir fótgöngu- lið borið hita og þunga orustanna, en nu eru hafin átök milli yjelahersveita, líkt og áður var í eyði- merkurhernaðinum. Þýðingarmesta orustan, sem getur haft úrslitaáhrif í sókn bandamanna, stendur nú yfir. Fótgönguliði bandamanna hefir tekist að brjótast í gegnum varnarlínur Þjóðverja og Itala í hæðóttu land- svæði, sem nefnist Tel E1 Aqqaqir (sem sagt er að þýQí: „hæðir hinna göldróttu“). Skriðdrekar bandamanna sóttu fram eftir slóð þeirri er fótgönguliðið braut, og á mánudagsmorgun hófust méstu átök milli vjelahersveita, sem enn hafa átt sjer stað í þessari sókn. Frjettaritairi Reuters segir, að Rommel tefli fram öllu sem hann hefir vfir að ráða á þessum slóðum, skriðdrekum og byss- um til að vinna á skriðdrekum, til að reyna að stemma stigu fyrir framsókn Bandamanna og loka slóð þeirri, sem Banda- menn hafa nú í gegnum víglínu möndulherjanna. En honum hefir ekki tekist það enn. ORUSTAN HEFST. R. F. Roland, frjettaritari Reuters, sem er með 8. hernum í Egyptalandi segir í skeyti í gær, „að þýðingarmesta vjela- hersveitaorusta eyðumerkur- hernaðarins hafi byrjað í birt- ingu á mánudagsmorgun í um- hverfi Tel E1 Aqqaqir, er þar eru nokkur hundruð metra há- ar malarhæðir, og þaðan er hægt að ráðá yfir svæðinu suð- ur af Sidi Abd E1 Rahman. Orustan sem stóð allan dag- inn og hófst með framsókn fót gönguliðs Bandamanna mun hafa óhemju þýðingu á úrslit sóknarinnar. Eigast þarna við miklar vjelahersveitir af beggja aðilja hálfu. INNIKRÓAÐA LIÐ ROMMELS. Orusturnar á ströndinni, þar sem hersveitir möndulveldanna eru að nokkru leyti innikróaðar og þar sem Ástralíumenn hafa hrundiö öllum gagnáhlaupum ítala og Þjóðverja hafa ekki eins mikla þýðingu nú og áður, ef vjelahersveitaorusturnar ganga Bandamönnum í vil. Gangi hin nýja sókn vel mun aðstaða Bandamanna á strönd inni batna að sjálfu sjer. Flugher og íloti Bandamanna aðstoðar landherinn í þessari nýju sókn af öllum mætti. AÐSTOÐ. FLUGLIÐSINS. Orustuflugvjelar Banda- manna biöu í dögun á mánu- dagsmorgun eftir stórum hóp steypiflugvjela, sem 20 Messer- chmitt 109 voru í fylgd með til varnar. Flugfloti þessi átti að ráðast á. fremstu víglínu Bandamanna. r' FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Leynilrjettastarf- semi Ðana Washington, 3. nóv. I Danmörku eykur leynifrjetta * starfsemi mjög mótþróa Dana gegn Nazistum, að því er frjálsir Danir skýra frá. í stað vjelritaðra brjefa, sem fóru að gera vart 'við sig strax eftir hernámið, eru nú kbmiri regluleg dagblöð, sem starfa Jevni- le'ga. „Frít Danmark“, sem hefir kom ið leynilega út síðan í apríl, er nú orðið 4 síður. Örinúr levniblöð ern „Land ,og FoIk,‘ og „De frie Danske“. „Ðe frie D’anske" birtir lista yfir þá metm, ‘sem hafa sam- vinnri við Nazista, í dálki, sem nefnist „Svikarar". Sömuleiðis birtast Dönum daglega ýmsir bæklingar og annað andnazistiskt efni. „Frit Danmark“ skýrir þannig frá ætl un sinni: Við viljum vera málsvarar hinn ar gömln raddar á þessum tímuni kúgunar, ofbeldis og yfirgangs. Við mumun tala dönsku — aðeins dönsku. Við vitum að einungis með sigri bandamanna og gerevð- ingu Nazistmans fá hugtökin frelsi, rjettlæti, heiðarleiki og sannleiki notið sín. Við megum helditr ekki búast við að fá nokk- uð ókeypis. Við getum ekki látið bandamenn okkar eina halda á- frarn baráttunni gegri miskurinar- lausum og siðlausum inótstöðu- manni án þess að gera neitt sjálf- ir. 58 ára er í dag frú Jóhanna Rokstad. Bjarltíálandi við Laug- arnesveg. Sókn Þjúðverja suður af Nalchik heldur álram Slðustu árásum Þjóð- verja I Stalinorad Stokkhóbni í gær. Einka skeyti til Morgunblaésiris frá Reuter. Sókn Þjöðverja suður af Nal- chik í Kákasus hefir ekki verið stöðvuð og halda þeir í átt- ina til bæjarins Alagir. Síðristu áhlauprim Þjóðverjá í Stalingrad hefir verið hrundið ög tókst Þjóð verjum ekki að vinna svo mikið sem eitt hús hvað þá meira. Hjer í Stokkhóltíii ern heriiáð- arsjerfræðingár að velta því fyrii s.jer. íivað Þjóðverjar geti ætlást fyrir með sókitinui til Alágir ímðr nr áf Nalchik. . Einásta líkíéga skýringin er sú, að Þ.jóðverjar æMi s.jer að sæk.ja þaðan að borgrimi Ordzhonikidze. Jár'nbraut er ibMU þésöara tveggja borga, senv ligg- ur um fjalllendi þar seiu auðvelt er til varnar. Ordzhonikidze er þýðingarinikii iðnaðarborg. en þar er iii'Iugt setu- lið og ólíklegt að Þjóðvcr.jmii tak- ist. að komast til borgarinnar áður en fer að snjóa og allar meiri háttar liernaðaraðgerðir verða ó mögulegar. Margir eru þeira skoðunar hjer. að Þjóðverjar sjeu að dreifa liði sínu til vetrardvalar eftir að þeir hafa s.jeð að sóku þeirra til Örozny heíir mistekist og ýnn- fremur sje ætlun þeirra að ná á sitt valct stöðvmn, sem auðyelt verðnr að hefja sókn frá næsta Kosningar I Banda- rfkjunum I gær Kosningar f'óru fl'am í öllum ríkjnni Bandaríkjanna í gærdag. Kosnir voru þingmenn til fnlltrúadeildarinnar og í sumum ríkjum voru einnig kosnir þing- menn til öldungadeildarinnar og loks fóru um Jeið fram ríkisstjóra- kosningar á stöku stað. Urslita- talna er ekki að vænta fyr en Reuter. seint í dag. Kvennadeild Slysavarnaf jelags- ins heldur ’sína árlegu hlutaveltu næstkomandi sumrudag og efu þeir. sem ætla að gefa irmni á hlutaveltuna, beðnir að koina þeim á skrifstofu Slysavarnafjelagsins sem fvrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.