Morgunblaðið - 17.11.1942, Side 4

Morgunblaðið - 17.11.1942, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. nóv. 1942. Unglingar óskast • (11 að bera blaðlð (11 kaupenda ® við Óðinsgötu og Bergslaðastrœti m Mimiiiiig Guðbrands biskups að Hélum Talið við afgreiðsluna ■ dag ilml 1600 -• Utvegum flestar fáanlegar vörur frá Bandaríkjunum. Látið viðskiptasambönd vor í New York gefa yður tilboð. Jóh. Karlsion & €o. Sími 1707. P.B. 434. Skrifstofustúlka > ► óskast til Keflavíkur. Þarf að kunna bókfærslu og eitthvað vön að skrifa á ritvjel. Regiubundinn vinnu- tími. Mjög gott herbergi. Hátt kaup. — Umsóknir sendist blaðinu merktar „Reglubundin vinna“. Atvinna Ungur maður, handlaginn, getur komist að við ljett- an iðnað. Tilboð ásamt kaupkröfum sendist blaðinu, merkt „Iðnaður", fyrir fimtudagskvöld. t 1 * Nokkrir múrars | geta fengið góða ákvæðisvinnu við hleðslu og % | púsningu. — Uppl. í síma 1792. | JORÐ TIL SOLU Jörðin Ytra Marland, Skefilsstaðahreppi í Skagaf jarð- arsýslu er til söhi og laus til ábúðar í fardögum 1943. Tún jarðarinnar gefur af sjer 200 hesta í meðalíagi, girt og mest allt sljett. Afgirtur nátthagi rjett við túnið, ennfremur stór og góð hagagirðing. — Jörðinni fylgja hús yfir 190 fjár, 7—8 hross og 4 nautgripi. Hlöður við öll peningshús. Góð bæarhús. Rekaland ágætt. Silungsveiði «g örskammt á bestu fiskimið. Nánari upplýsingar gefur HALLGRÍMUH JÓNSSON, Hringbraut 134. — Reykjavík. Pósthólf 855. Margskonar burstavðrur höfum vjer ávalt fyrirliggjandi. Heildverslun Jðh. Karlssonar & Go. Sími 1707 — tvær línur. Biskup íslands hafði látið boð út ganga til presta lands- j ins, að minnast skyldi fjögra alda afmælis Guðbrands Hólabiskups' Þorlákssonar á allra heilagra messu í ár, þann 1. nóvember. Skyldu minningarguðsþjónustur fara fram í sem flestum kirkjum landsins og þó sjerstök hátíð verða að sjálfum Hólum í Hjalta- dal. Annaðist prófastur Skagafjarð- ar undirbúning hátíðarinnar að Hólum. Var gert ráð fyrir því, að vígslubiskup Hólastiftis sr. Priðrik Eafnar flytti prjedikun dagsins, en hann gat ekki kom- ist sökum ófærðar. Kirkjumálaráð herra, dr. Magnús Jónsson, ætlaði sjer að vera viðstaddur, en hann gat heldur ekki komist. Þrátt fyr- ir nokkur snjóalög varð komist á bílum að Hólum, en það er ein-! att allmjög undir hælinn lagt, því að þótt ótrúlegt sje, er staðnr- inn ekki enn kominn í bílvega , samband hjeraðsins, svo að heit- ið geti. Mættir voru auk prófasts, sr. Guðbrands Björnssonar, dóm- kirkjupresturinn sr. Björn Björns- son á Vatnsleysu, sr. Helgi Kon- ráðsson á Sauðárkróki, sr. Uall- dór Kolbeins á Mælifelli og sr. Lárus Arnórsson á Miklabæ. Við- staddir voru einnig sýslumaður Skagfirðinga Sigurður Sigurðsson, hjeraðslæknirinn Bragi Ólafsson í Hofsós, alþingismennirnir Jón Sigurðsson á Reynistað og Sig- urður Þórðarson kaupfjelagsstjóri, og svo að sjáifsögðu skólastjór- inn á Hóluin Kristján Karlsson og • kennarar skólans, einnig hokkrir af sýslunefiidarmönnum og safnaðarfulltrúum hjeraðsins, en þeim hafði öllum verið boðið að koma. Upp úr hádeginu var gengið í kirkju. Sóknarpresturinn þjónaði fyrir altari, en prófastur flutti prjedikun, sr. Helgi Konráðsson rakti síðan lífssögu herra Guð brands og helstu þættina í menn- ingarstarfi hans. Eyþór Stefánsson kirkjuorganleikari Sauðárkróks annaðist sönginn, auk þess sem bann las upp kvæði Matthíasar Heimiviðbnrðir í myndnm Loftárásin á Os!o. - Bardagar um rússneskt þorp Þann 25. september síðastl. gerðu breskar „Mosquito“-flug- vjelar loftárás á Oslo meðan flokksþing quislinga stóð sem hæst. Þessi mynd var tekin úr flugvjel eftir árásina. A mynd- inni sjest, A: sprengja hefir hitt í mark, B: staðnr, þar sem nasistaflagg var dregið að hún. C: háskólinn, þar sem Quis- ling leitaði skjóls í kjallaranum. Hermennirnir eru rússneskir og eru í þann veginn að ná á sitt vald þorpi, sem Þjóðverjar höfðu áður á sínu valdi. um Guðbrand biskup í lok mess- unnar. Sá var einn galli á þessari stund í kirltjunni, að þar var aTt of kalt. Ekkert upphitunartæki. er í kirkjunni og hefi jeg heyrt sagt, að fornminjavörður vilji .ekki láta setja þar miðstöðvar- j ofna af því að þeir spilli svip kirkjunnar og eigi þar ekki lieima. Þegar kirkjuatfaöfninni var lokið, var gengið aftur heim í skólann og sest að veitingum, en undir borðum fóru fram umræð- ur um áhugamál Hólastaðar. Var samþykt, að hjer eftir skuli hald- inn kirkjudagur að Hólum á hverju sumri í ágústmánuði. Þá var samþykt tillaga þess efnis, að dómkirkjuprestur Hóla skuli sitja heima á staðnum. Skorað var ein- dregið á hlutaðeigandi yfirvöld, að þau skili aftur munum þeim, sem Hóladómkirkja á á Þjó$- minjasafninu. Kosin var 9 manna nefnd innanhjeraðsmanna til að fá komið á ýmsum umbótum aml- legum sem efnislegum á Hólum á næsta 8 ára tímabili til fjögra alda dánarafmælis Jóns biskvtps Arasonar og sona hans. Er vert að veita því athygli, að minning® Jóns biskups Arasonar skuli vera. sýndur virðingarvottur á Gftð- brandshátíð og sannar fátt betur, hvernig sagan hefir gert upp reikninginn milli þeirra, svo »5 nú má ekki á milli sjá, hvor rík- ari átök á með þjóðinni, og þó gekk æfi Guðbrands í það að eyða> áhrifunnm af störfum hins. Það her ekki alt upp á sama dagimv. Hólar hafa nú um 60 ára skeið átt sitt endurreisnartímabil, síðan Skagfirðingar hófust handa, keyptu staðinn, stofnuðu þar bun- aðarskóla og hófu rekstur skóía- bús. Stórhuga menn stóðu að þessu og eftir því þrautseigir að gefast ekki upp í þeim hroðalega harðindakafla, seni þá dnndi yfir land og lýð. Síðan hafa risið Upp á Hólum myndarlegar byggingar, stórfeld ræktnn verið framkvæmd og jörðin prýdd og bætt á ýmsa> lund. En margt þarf að gera enn, góðan veg heim á staðinn, stór- feldari skógrækt en emi er þar og vafalaust ýmislegt fleira á verk- lega sviðinu. Eu innan húss dett- ur mjer fyrst í hug, að stórum. þyrfti að efla bókasafn skólaus. Þar ætti að vera sjerstakt safn af bókum, sem skrifaðar hafa veriS á Hólum og prentaðar þar, eða. ritaðar um Hólastað eins og Gunnlaugur Björnsson kennari á Hólum stakk upp á. En þar sem mjög erfitt er nú orðið að ná í Iíólabækur og t. d. bækur Guð- brands biskups flestar með öllu ó- fáanlegar, þá hefir mjer dottið í hug til úrbóta, að safnað vær* í bók ljósmyndum af titilblöðum Hólabóka ýmsum myndum úr þeim og sýnishornum af letri prentsmiðjunnar á ýmsum tímum. Ef slík bók yrði gefin út, myndi fleirum en Hólamönnum þykja fengur í að eignast hana. Um alt þetta var rætt undir FSAMH. L 8JÖTTTJ 8ÍÐH I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.