Morgunblaðið - 22.11.1942, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 22. nóv. 1942.
Mtlhdiii hje'r að ofan sýnir hinn fóta-
lamd bresha fttígmann, Hodgkinson, er
flýgúr órústtfflwgvjelum. Rann er mík-
ill vinnr fíadtrs flugmanns, sem sagt
er frá í eftirfarandi grein, og hefir
gvrf%fad.Hr ár alum.inium, eins og hann■
T) ADER flugkapteinn missti
báða fætur í ófriðnum og
fekk í þeirra stað gerfifætur úr
aluminium. Hann er einn af
frægustu orustuflugmönnum
Breta, og hefir staðið sig mjög
vel í bardögum. Bera orustu-
flugmenn Þjóðverja mikla virð-
ingu fyrir hreysti hans, segir
ameríska tímaritið ,Newsweek‘
og bætir við eftirfarandi sögu
um Bader flugkappa, sem nú
er fangi Þjóðverja.
Bader var skotinn niður yfir
hinum hernumdu löndum í
Vestur-Evrópu, og kastaði sjer
úr flugvjei sinni í fallhlíf. —
Þegar hann kom niður, eyði-
lagðist annar gerfifótur hans,
en þýskir hermenn tóku hann
hqndum. Var hann færður til
herbúða næstu þýsku flug-
sveitar, og var honum þar vel
tekið, því að þýsku flugmenn-
irnir könnuðust við hann af
frægðarorði því, sem af honum
fór.
Var nú Bader í góðu yíirlæti
um skeið í herbúðunum með
hinum þýsku flugmönnum, og
fór vel á'með þeim. En hvoru-
tveggja fannst það slæmt, að
Bader vantaði annan fótinn, en
hinsvegar átti hann varafót
heima í Englandi.
Segir nú sagan, að Bader og
þýsku flugmennirnir hafi fund-
ið ráð til þess að ná í varafót-
inn. — Allt gekk ráðabruggið
eins og í sögu. Bresk orustuflug
vjel kom með fótinn, hitti þýsku
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.'
BANDAMENN NALGAST
BIZERTA OG TUNIS
Gríðarlegír íoftbardagar
yfir Timis
London í gær. Einkaskeytí til Morgunbi. frá REUTER.
HERIR bandamanna sækja hægt en sigandi a8
tveimur aðalborgum Túnis, Bizerta og Tún-
is. í frjettum þaðan syðra í gær var taiað um
bardaga á stöðvum, sem eru um 100 km. frá Bizerta og
um 70 km. frá Túnis. Bandamenn sækja að borgunum ur
mörgum áttum til að gera vamir möndulveldanna örðugri.
Mynda sóknarherirnir háifhringi að hvorri borg fyrir sig.
Herstjórnartilkynningin frá aðalstöðvum banda-
manna í Norður-Afríku í gærkveldi var stuttorð. Her-
stjómartilkynningin var á þessa leið: „Framvarðasveitir
bandamanna halda áfram að hafa samband við óvinina í
Túnis. Það er nú fullvíst orðið, að 11 af 30 meðalstórum
skriðdrekum óvinanna voru eyðilagðir í orrustum, sem
áttu sjer stað þann 18. nóvember“.
Frjettaritarar skýra frá gríðarlegum loftorustum yf-
ir Tunis. I einni fregn frá aðalstöðvum bandamanna seg-
ir: „Þrátt fyrir ákafar loftárásir möndulveldafhigvjeia
og gríðarlegar Joftorustur milli orustuflugmanna Þjóð-
verja og orustuflugmanna bandamanna, halda hersveitir
Breta stöðugt í áttina til Bizerta.
SKRIÐDREKAR LOFTLEIÐIS
Þjóðverjar og ítalir halda áfram að senda liðsauka til Tunis,
Hafa Þjóðverjar sent skriðdreka tii Bizerta loftleiðis.
Vetrarsókn Rússa
að hefjast?
Frfetlir um aukinn
séknarmáti Rússa
London í gær. Einkaskeyti til Morgunbl. frá BEUTER.
FRJETTIR frá Rússlandi, einkum frá möndúl-
veldaheimildum benda til þess, að Rússar sjeu
að eflast að sóknarmætti, og hefir það aftur
orðið til þess, að menn eru farnir að velta fyrir sjer, hvorfe
Rússar sjeu þegar að hef ja vetrarsókn sína, sem búist hef+
ir verið við.
í fyrravetur hófu Rússar sókn sína í byrjun desember. Tals™
maður þýska hersins sagði frjettariturum í Berlín í dag, að harð-
ir bardagar hafi átt sjer stað á Kalmuchsteppu, þar sem Rússar
sóttu fram með miklu fótgönguliði og skriðdrekum.
Breskum kafbátum og flug-
vjelum hefir enn orðið vel á-
gengt að sökkva birgðaskipum
möndulveldánna, sem eru að
reyna að koma birgðum til
Norður-Afríku. — Flugvjelar
söktu einu birgðaskipi undan
ströndum Tunis í gær. Breskir
kafbátar hafa sökt birgðaskip-
um og einn kafbátsforingi
Breta tilkynnir, ’að hann hafi
sökt ítölskum tundurspilli. —
Annar kafbátsforingi skýrir frá
því, að hann hafi komið tund-
urskeyti á annan ítalskan tund
urspilli og telur hann líklegt,
að skipið hafi sokkið.
Alan Humphreys, frjettarit-
ari Reuters, sem er með 1. her
Breta, sem sækir fram til Bi-
zerta símar í gær:
— Hörð vinna allan sólar-
hringinn og fulkomið skipulag
í höfnum í Algier varð til þess,
að Anderson hershöfðingja
tókst að sækja jafn hratt fram
í Tunis og raun hefir borið
vitni.
I höfn einni var haldið áfram
að vinna dag og nótt þrátt fyrir
loftárásir þýskra og ítalskra
flugvjela.
Eftir stuttan tíma frá því her
sveitir úr 1. hernum voru komn
ar í höfn þessa, var búið að
koma á land þungum hergögn-
um svo sem fallbyssum og
skriðdrekum ásamt birgðum öll
um. Nokkrum klukkstundum
síðar voru hersveitirnar tölu-
vert nær Tunis.
Flugvjelar, sem reyna að
gera árás á höfn þessa fá nú
svo heitir móttökur, að í stað
þess, að koma af sjó utan, reyna
þær að læðast, frá landi, þó það
sje miklu lengra flug fyrir þær.
Rommel kominn
til El flgeila
Hersveitir rommels
eru komnar til EI Ageila
við botn Sirtuflóa, en margir
eru þeirrar skoðunar að hann
reyni að standa þar fyrir Bret-
um. Er þar gott til varnar og
er aðstöðu Rommels á þessum
slóðum líkt við aðstöðu Breta
hjá E1 Alamein í Egyptlandi.
Bretum hefir aldrei tekist áð
komast lengra en til E1 Ageila.
Þar sneri Rommel við í fyrra og
hrakti Breta til baka alla leið
inn í Egyptaland að lokum. —
Næstu daga mun koma í ljós
hvort Rommel tekst að verjast,
eða hvort Bretar hrekja hann
enn lengra yfir eyðimörkina í
áttina til Tripoli.
I Á það er bent að aðstaða
Rommels sje mjog verri nú en í
fyrra. Hann hefir mist rúmlega
75 þúsund manna af liði sínu og
jlangsamlega meirihluta vjela-
|hergagna sinna og farartækja.
Bretar voru í fyrradag komn-
ir til Jedabya, sem er um 60 km
frá E1 Ageila.
Frjettaritarar segja, að öxui-
ríkin hafi eyðilagt mikið áður
en þeir fóru frá Benghasi.
Bretar hafa sótt fram rúm-
lega 800 km. á 21 degi og er
sókn þeirra miklu hraðari nú,
en hún hefir nokkru sinni verið
fyr á þessum slóðum, þrátt fyr-
ir slæmt veður undanfarna daga
en á dögunum brá til rigninga
og gerðust allir vegir ófærir.
Stórárás
á Torino
BRESKI flugherinn gerði
stærstu loftárásina, sem
hann hefir gert til þessa á ít-
alska borg, í fyrrinótt. Var það
iðnaðarborgin Torino, sem fyr-
ir árásinni varð.
Ein sprengjuflugvjelasveitin
hafði meðferðis 52 sprengjur,
sem hver var tvær smálestir að
þyngd og var þessu hlassi varp-
að niður á tæpum klukkuttíma.
Auk þess var varpað niður þús-
undum eldsprengja.
Flugmennirnir áttu erfitt
með að átta sig á hve tjón varð
mikið. því borgin var brátt hul-
in reykhafi frá eldum, sem
kviknuðu víðsvegar í borginni.
Sumir flugmannanna fóru nokk
urar ferðir yfir borgina, áður
en þeir gátu fundið mark það,
sem þeim fyrirfram hafði verið
sagt að varpa sprengjum sínum
á. Eldur og reykur gaus upp
6000 metra í loft upp.
í breskum fregnum er sagt
að í Torino ,,úi og grúi“ af
góðum skotmörkum, því borgin
er mikii iðnaðarborg.
Þetta er 10 loftárásin, sem
breskar ílugvjelar gera á ít-
alskar borgir síðan bandamenn
gerðu innrás í Norður-Afríku.
í þessari árás mistu Bretar 3
sprengjuflugvjelar. Flugvjela-
tjón þeirra var meira nú en áð-
ur, því loftvarnir höfðu verið
auknar mjög og auk þess voru
næturorustuflugvjelar Þjóð-
verja sendar á vettvang.
Málverkasýning 11 ösku Ida r
Björussoíiav, Safnabúsiuu, verðnr
opiu tiJ kl. 10 í kvöld. Þetta er
síðasti dagur svningarinnar.
Talsmaðurinn sagði, að Þjóð-
verjar ættu þarna í varnarbar-
áttu. Þá skýrði hann frá, að
Rússar hafi haldið áfram hörð-
um áhlaupum fyrir norðan Dott
fljót, og í austur Kákasus, en
talsmaðurinn hjelt því fram, að
áhlaupum á þessum slóðtim
hafi verið hrundið.
RtíSSAR REYNA AÐ
KOMAST VESTUR
YFIR DON
Italska frjettástofan hefir
það eftir heimild frá Budapest,
að Rússar hafi gert tilraun til
að brúa Don og komast Vestur
yfir fljótið á stað einum, þar
sem Ungverjar voru til varii-
ar.
í ungversku frjettinni segír,
að Rússar hafi gert áhlaup með
miklu skriðdrekaliði. En því e:r
haldið fram að öllum áhlaupum
hafi verið hrundið.
Landgöngulið úr rússneska
flotanum hefir ráðist til land-
göngu á austurströnd Svarta-
hafs, en ekki hafa borist glögg
ar fregnir af hvernig sú árás
hafi gengið.
Þýskir hermenn, er berjast
hjá Leningrad hafa nú fengið
vetrarklæðnaði sína, en sagt er
að vetrarföt þessi sjeu hvergi
nærri nægjanlega h!ý.
Hertzog látinn
Lundúnafregnir herma, að
Hertzog hershöfðingi, fjrr-
verandi forsætisráðherra Suður
Afríku, og mikill áhrifamaður í
stjórnmálum þar um langt,
skeið, sje nú látinn.
Hertzog kom við stjórnmál
Suður-Afríkuríkjanna um
margra ára skeið, og var for-
sætisráðherra um nokkur ár.
Hann var fylgjandi því, að S.-
Afríka yrði hlutlaus í styrjöld-
inni.