Morgunblaðið - 22.11.1942, Blaðsíða 7
, Suimudagur 22. nóv. 1942.
7
Minningarorð um
Jðhannes V. H. Sveins-
son kaipann
öörðtujQ; á Akraaesi. llaun Ijest
10. þ. m. og verður til moldar
boriiin á morgun. Hann var sonur
Öjónanna Sveins Sveinssonar trje-
^miðs og Sigríðar Jóhannesdóttur
(fædd Hansen). ITann fór ungur
fra foreldrnm 'sínum til móður-
bróðui- síns Hendriks Hanseii í
Hafnarfirði. sem þá bjó með móð-
ni| sinni l\ristín 11 Hansen. fljá
þeim ólst Jóhannes upp.
6. mars 1886 kvæntist hann
ífuðlaugu Björnsdóttur frá Breiða-
bðlsstöðum á Alftanesi, hinni ágæt
ustn koiiu hvað gáfur, dugnað og
aðra mannkosti snertir. Þau áttu 5
hörn og eru 4 á Hfi: Björn rnjólk-
urbústjóri í Ameríku, Svéinn,
Kristín og Ólafur, öll í Reykjavík.
i Hin fyrstu búskaparár sín stund
aði Jóhannes sjómensku og land-
búnað jöfnum höndum, mun hug-
ur hans þó hafa aðallega hneigst
að sjómensku. Var hann skipstjóri
j mörg ár á þilskipaöldinvii og
lánaðist það með ágæfvim. Þótt’i
mörgum unglingum gott hjá hon-
um að vera. Eftir að hann hætti
sjómensku rak hann verslwn, fvrst
vestur á Snæfellsnesi. en síðustu
árin hjer í Reyk.javík.
Jóhannes Sveinsson hafði góða
greind og sjerstaklega haga
bö'nd; haun smíðaði sjálfnr íbúð-
arhvis og báta, enda þótt ólærð-
ur væri, og liefir efhaust tekið
hagleikann að erfðum frá föður
sínum og föðtu'bróður sínum,
Jakobi Sveinssyni trjesmið, sem
márgir bæjarbúar kanuast við.
Jóhanites var mjög gestrisinu,
greiðvikinn og góður við þá. sem
áttu bágt og mun það ótalið sem
hann gaf hjálparþurfa fólki án
þess í hámælum væri haft, því
hann var lítið fyrir að láta á sjer
hera og fáskiftinn um atmara
hagi, og tnunu samferðamenn
hans minnast hanns með hlýjum
huga.
Mínar bestu kveðjur fylgja
honum með þökk fyrir góðvild
alla :i liðnum árunv. G. S.
Pregn hefir borist um það frá
Noregi, að Hallgrímur Björnsson
hafi lokið fullnaðarprófi í efna-
verkfræði við Verkfræðingaháskól
ann í Þrándheimi með ágætum
vitnisburði. Hallgrímur erí sonur
Björns Jónssonar bónda í Tjarn-
argarðshorni í Svarfaðardal. Ilann
útskrifaðist frá MentaskÖIanum á
Akureyri 1937.
L|6ta kosníngasagan
FRAJMH. AP ÞRIÐJTT BlÐU.
tveir fymefndir kjósendur áttu
heima. Með því að frambjóð-
endur höfðu sameiginlega bíla,
krafðist fymefndur umboðs-i
maður þess, að ef bíll yrði send-
ur eftir öðrum kjósandanum,
þá tæki hann einnig hinn kjós-
andann.
Fer svo bíllinn og kemur
brátt aftur á kjörstaðinn, en er
þá aðeins með þann kjósand-
ann, sem talinn var tilheyra
Framsókn; hinn var ekki með.
Umboðsmaður frambjóð-
anda Sjálfstæðisflokksins fekk
nú í skyndi bíl og sendi af stað
til þess að sækja hinn kjósand-
ann. Bílstjórinn kemur á bæinn
og skýrir frá erindi sínu. Kjós-
andinn, sem var öldruð kona,
býr sig strax til ferðar, en á
meðan gengur bílstjórinn út að
bílnum og bíður þar. En bíl-
stjórinn var ekki fyrr genginn
út, er ungur heimilismaður,
æstur áhangandi frambjóðanda
Framsóknar rýkur upp, lokar
húsinu, og segir með þjósti, að
hjeðan fari enginn út og enginn
fái inngöngu! Geta skal þess,
að húsbóndi var ekki heima;
yar bundinn á kjörstað.
Þegar bílstjóra fanst biðin
orðin löng eftir gömlu konunni,
gekk hann að bænum aftur. En
þá eru allar hurðir læstar. —
Tekst honum þó að ná tali af
gömlu konunni (um glugga), er
segir honum hvernig komið sje;
hún sje lokuð inni og varnað
útgöngu!
Fer þá bílstjóri á kjörstað-
inn og segir þar sína sögu. —
Kjörstjórn ákvað strax að
fresta kjörfundi til næsta dags.
Næsta morgun kom gamla kon-
an á kjörfund og greiddi at-
kvæði. Var svo kjörfundi slitið.
★
Áður en ritstjóri Tímans
byrjar annan „þáttinn“ í hrein
gerningarstarfinu, gæti hann
kynt sjer þær hegningarlaga-
greinar, sem þessi verknaður
kosningasmala Framsóknar
heyrir undir.
Námsstyrkirnir
FRAMH. AP ÞRIÐJU SÍÐU
útvegun námsstyrkja íslenskum
stúdentum til handa við amer-
íska háskóla“.
Dr. Douglass var ekki aðeins
upphafsmaður þess, að The Am
erican University í Washington
veitti islenskum stúdentum
námsstyrki til handa, heldur
stakk hann upp á við stjórnir
annara háskóla að þeir gerðu
slíkt hið sama „sem þrep á
þeirri leið að styrkja menning-
arsambönd milli íslands og
Bandaríkjanna“, eins og hann
orðar það.
Dr. Douglass ljet í ljós, að
hann vonaðist til að námsstyrk-
irnir styrktu ekki aðeins menn-
ingarlega og andlega samvinnu
milli æsku Islands og Banda-
ríkjanna, heldur yrði það og
hvöt amerískum stúdentum að
heimsækja og stunda nám á
íslandi að ófriðnum loknum.
MORGUNBLAÐIÐ
-----1—----------------1____
Ðagbók
{xj Helgafell 594211247 IV-~V.
2 R.
I.O. O.F. 3 =12411238 =
Næturlæknir er í nótt Kristján
Hannesson, Mimisvegi 6. -— Sími
3836.
NæturvörSur er í Lyfjabúðinni
fðunni.
Laugarnesprestakall. Messað í
Laugarnesskóla í dag ki. 2. Sr.
Garðar Svavarsson. Barnaguðs-
þjónusta í Laugaruesskóla kl. 10
árd.
Hlutavelta Frjálslynda safnað-
arrns er í dag í Varðarhúsinu.
Mikill undirbiiningur hefir verið
til að gera hlntaveltuna sem allra
best úr garði, enda hafa safnast
á hana ágætir munir. Var að litlu
leyti tæpt á því hjer í blaðinu í
gær, hvaða munir væru í happ-
drættinu og í gær bættist við ferð
til Akureyrar á 1. farrými með
Bimskip og silfurarmbandsúr. Það
má telja líklegt, að fjöldi manns
sæki hlutaveltuna í dag.
Hjúskapur. í gær voru gefin
saman í hjónaband nngfrú Guð-
rún S. Öfjörð frá Votmúla, Norð-
urkoti í Flóa og Erling Ingimund-
arson járnsm. Heimili þeirra
verður Þverholt 20.
Hjúskapur. í gær voru gefin
saman í hjónaband af síra Árna
Sigurðssyni ungfrú Edith Olsen
og Ágúst Brynjólfsson forstjóri.
Hjúskapur. í gær voru gefin
saman í hjónaband af síra Garð-
: ari Svavarssyni ungfrú Kristíu
Ingimundardóttir og Arnór Val-
gard .Tónssou bifreiðarstjóri. —
Heimili ungu hjónanna verður á
Shellveg 2.
Hjúskapur. í dag verða gefin
saman í hjónaband á Þingeyri
Guðmundur Jónsson frá Iiækjar-
tungu og Ásdís Bjarnadóttir frá
Kirkjubóli. Heimili ungu hjón-
auna verður að Kirkjubóli.
Jólamerki bamauppeldissjóðs
Thórvaldsensfjelagsins eru komin
á markaðinn. Eru þau eins og
venjulega falleg og vel til þeirra
vandað. Styrkið gott málefni með
því að kaupa merkin.
Maðurinn, sem rannsóknarlög-
reglan auglýsti eftir í fyrradag,
er nú kominn fram. Hafði hann
dvalið uppi í Skíðaskála þenuan
tíma.
Þingeyingafjelag yerðnr stofn-
að næstkomandi þriðjudagskvöld.
Þingeyingar, sem ætla að láta
skrá sig í það. eru beðnir að
mæta. í Kaupþingssalnum kl. 8.30
stundvíslega.
Skemtifund heldur Þjóðræknis-
t'jelagið í Oddfellowhúsinu annað
kvöld. Er þess að vænta, að Reyk-
víkingar, bæði þeir, sem hafa dval
ið vestan hafs og aðrir, sem hlynt-
ir eru þessu málefni, noti sjer
þetta ágæta tækifæri. Skemtiat-
riðin eru fjiilbreytt, ineðal annars
tiilai' vestur-íslensk hjúkrunar-
kona og* sýnd verður kvikmynd
frá íslendingabygðum í Kanada.
Einnig leikur ungnr 11 ára fiðlu-
snillingur (nemandi Björns Olafs-
sonar) einleik á fiðlu.
Anglía hjelt skemtifund í fyrra,
kvöld að Hótel Borg og var hvert
sæti skipað að vanda. Björn Guð-
finnsson magister flutti erindi um
Ara fróða. Var erindið afar fóro-
legt eins og vænta ínátti af höf-
undi þess, Þáð er ekki ómerkilegt
I an dkynnin garstarf. sem Anglía
heldijr uppi með því að fá góða
fyrirlesara. til að tala á fundum
fjelagsins, þar sem fjöldi iitlend-
inga eru viðstaddir. Að erindinu
loknu var dansað.
.W.'ÁÍ
Maðurinn minn, faðir og tengdaiaðir
VALTÝR BR. MÝRDAL
andaðist á heímili sinu Grettisgötu 28 þanu 21. þ. mán
Ámína Guðjónsdóttir.
Guðjón V. Mýrdal. Júlíana Valtýsdóttir.
Þuríður Jónsdóttir. Lai-s Jacobsson.
Med Sorg maa vi meddele, at Pirmaets dygtige og tro-
faste Formand
HANS P. JENSEN
döde Fredag den 20 Novbr. som Fölge af et Ulykkestilfælde.
Begravelsen vil senere blive bekendtgjort.
HÖJGAARD & SCHULTZ A/S.
Það tilkynnist ættingjum og vinum, að jarðarför kon-
unnar minnar
KRISTÍNAR HAFSTEIN,
Nönnugötu 3 fer fram frá dómkirkjimm fimtudaginn 26. þ. m.
kl. 1 e. hád.
Byjólfur Kráksson.
Hjartkæra konan mín
ÞQRA BJARNADÓTTIR
verður jarðsungin frá Aðventistakjrkjunní miðvikudaginn 25.
þ. mán. Athöfnin befst með húskveðju frá heimili hennar
Hverfisgötu 91 kl. 10 f. h. Jarðoð verður í Fossvogi.
Kransar afbeðnir.
Fyrir mína hönd, barna, fóstursonar, tengdabama og
bamabama
Eyjólfur Vilhelmsson.
Konan mín
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
verður jarðsungin frá dómkirkjunní næstkomandi þriðjudag,
hinn 24. þ. m. Kveðjuathöfn fer fram að heimili okkar Langa-
vegi 34 kl. 1 e. h. Jarðað verðui’ í kirkjugarðinum við Suð-
urgötu.
Fyrir mína hönd, baraa, tengdabama og annara að-
standenda
Guðsteiim Eyjólfsson.
Jarðarför föður okkar
JÓHANNS ÞORBJÖRNSSONAR
fer fram miðvikudaginn 25. nóvember, og hefst með húskveðju
frá heimili hins látna, Freyjugötu 43, kl. I1//
Kirkjuathöfninni verður útvarpað.
Sigurður Jóhannsson. Júlíus Jóhannsson.
Gísli Ág. Jóhannsson.
MlmilD^ar^iiflsþféniisfa
veg'na skipshafnarinnar á vjelbátnnm „Gandi" frá Norðfirði,
fer fram á þriðjudag 24. nóv. kl. 11 f. hád. í dómkirkjunni.
Athöfninni verðnr útvarpað.
Þakka innilega öllum þeim mörgu nær og fjær, sem á
ýmsar hátt sýndu mjer saanúð og vinarþel við fráfall og
jarðarför konunnar minnar
SIGRÍDAR PÁLSDÓTTUR.
Sjerstakar þakkir færi jeg vinum mínum í góðtemplararegl-,
unni fyrir þá virðingu og hluttekningu, er þeir vottuðu mjer.
Kristinn Stefánsson.
Innilegar þakkir votta jeg öllum þeim á Flateyri í
Gmndarfirði og víðar, er sýndu vináttu og hluttekningu við
fráfall fósturmóður minnar
MIKKELÍNU MARÍU JÓNSDÓTTUR.
Lára Friðriksdóttir.