Morgunblaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1942, Blaðsíða 5
Fimtudagur 24. des. 1942. 1 JENS BENEDiKTSSON: Sr. Thormodsæier og gjöf hans Haustið 1940 var jeg á- samt öðrum stúdentum við það að fiytj a. bóka- safn Háskólans í húsakynni þess í hinni nýju Háskólabyggingu. Þetta var skemtilegt starf,' því altaf er gaman að komast í tynni við bækur, þótt ekki vinn- ist tími til þess að lesa þær. Og ásamt öllum bókunum, sem við fluttum, komst jeg einnig í kynni við norska prestinn Sophus Thor modsæter. Það var þó ekki svo að skilja, að jeg ræddi við hann, sem heldur ekki var von, þar sem hann var þá löngu iátinn. En . jeg kynntist bókasafni hans, sem hann hafði gefið Háskóla ís- lands, og mjer fanst jeg fá dá- góða hugmynd um gamla mann- inn af bókunum, því jeg tel engan vafa á því, að talsvert megi kynnast mönnum, eingöngu af því að athuga bækur þær, er þeir safna og lesa. Sjera Sofus Langberg Thor- modsæter var fæddur í Oslo 16. janúar árið 1856. Hann gekk mentaveginn, og varð stúdent áriðl876 og kandidat í guðfræði árið 1884. Fyrst eftir að hann ótskrif aðist, stundaði hann kenslustörf, meðal annars við Bergens Kathedralskole og líka í Oslo. Síðan var Thormodsæter um skeið þjónandi prestur að Vang á Valdres, síðar stifts- kapelán í Hamri. Eftir að hafa verið prestur allmörg ár, Ijet Thormodsæter af embætti, og tók að stunda ritstörf. Gerðist hann bókmenntaráðunautur útgáfuf je- lagsins Steenske forlag í Oslo, sem gaf út að tilhlutun hans tímaritið For Kirke og Kultur. Var Thormodsæter jafnan rit- dómari, og skrifaði mikið um bækur í ýms blöð og tímarit. Árið 1923 gaf sjera Thormod- sæter Háskóla íslands bókasafn sitt og mun mikið af því hafa verið sent hingað það ár, en sumt ekki fyr en eftir andlát hans, en hann dó í september- mánuði árið 1931. Eins og kunn- ugt er, átti Háskólinn við þröng- an húsakost að búa, og var bóka- kössunum komið fyrir til geymslu hingað og þangað úti um bæ, uns Háskólabókasafnið nýja var fullgert. Þegar safnið var flutt þangað, hafði það lítt eða ekki -verið athugað. Mjer fjell í skaut það ánægju- lega verk, að gera bráða- birgðaflokkun á bókum Thor- modsæters. Hafði hann látið gera stimpil, og lagt svo fyrir, að með honum skyldu allar bækurn- ar stimplaðar. Á stimplinum stóð: „Til Islands Universitet fra Pastor Thormodsæter“, (Til Háskóla íslands frá sjera Thor- modsæter) og varð jeg til þess að stimpla bækurnar. Safn Thormodsæters var um 5000 bindi, og er það talsvert. í því kerinir margra grasa, sem að líkindum lætur. Auðvitað er mest af bókum úr fagi gamla mannsins, guðfræðinni . Getur þar að líta biblíur og nýjatesta- menti á mörgum tungumálum, til Háskóla íslands mikið safn sálmabóka, sem einnig er á mörgum tungumál- um, feiknin öll eru þar af prje- dikunum, alskonar skýringarrit og önnur vísindarit í guðfræði, mikið af tímaritum um trúboð og önnur áhugamál kristinna manna. Þá er nokkuð úr kirkju- sögu, og einnig allmikið af öðru sögulegu efni, aðallega úr sögu Noregs. Einnig mikið af venju- legum leiðsögubókum fei-ða- manna, enda mun Thormodsæter hafa ferðast allmikið á efri ár- um. Bera með sjer reikningar og annað, sem skilið hefir verið eftir í ferðabókunum, að Thor- modsæter hefir komist alt suður til Algiers og fengið sjer þar rauðvínstár í veitingahúsi. Til Rússlands hefir Thormodsæter og farið, og látið taka af sjer mynd í St. Pjetursborg með rússneskum vinum sínum. Þá eru í safninu allar minn- isbækur Thormodsæters frá mörgum árum, handbækur hans frá presfsárunum, og ótal margt fleira, sem mjer vanst ekki tími til að athuga til nokkurrar hlýt- ar. — En það sem jeg leitaði mest að, var ástæðan fyrir því, að sjera Thormodsæter skyldi velja Háskóla Islands til þess að vera eigandi bókasafns síns og helm- ings eigna sinna, sem hann gaf Háskólanum eftir sinn dag. Jeg fann aldrei neina beina ástæðu fyrir þessu. Bækur á íslensku eru sárafáar í safninu. Að því er jeg man best, er þar ein gömul sálmabók íslensk, stuttir út- drættir úr nokkrum fornsagn- anna á norrænu, og vera má, að fslenzkt nýjatestamenti leynist innan um öll þau feikn, sem þar eru af þeirri bók, jeg man það ekki með vissu. En Heims- kringla Snorra Sturlusonar er þar í þrem eintökum minst, og auðsjáanlega vandlega les- in, og mjer flaug í hug, hvort það væri Snorri, sem beindi huga Thormodsæters til íslands. Og hafi svo verið, hefir Thor- modsæter auðsjáanlega ekki blandast hugur um þjóðerni Snorra, þótt ýmsir Norðmenn fyr og síðar hafi verið gjarnir á að eigna sjer hann. Margar af bókunum eru ærið fornar, en þó engar mjög gaml- ar, þótt margar sjeu nú vafa- laust orðnar all-dýrmætar sök- um aldurs. Flestar eru þær frá 19. öldinni, en allmargar frá 18. og jafnvel 17. öld. Ekki man jeg gjörla, hvort nokkuð er éldra, en svo mun þó vera um nokkrar bækur. Ýmsar mjög skemtilegar útgáfur eru þarna, t. d. mjög falleg og vönduð út- gáfa af úrvalsbrjefum Lúthers, gefin út í Jena árið 1732, með skrautprentuðum upphafsstöfum og ýmsu flúri. Hefst hún á huggunarbrjefum, og eru þau tvö brjef Lúthers til Melanch- Sr. Thormodsæter. tons, sem birtist í Jólalesbók það- an tekin. Þessi brjef eru eins og þau bera með sjer, rituð árið 1530, en þá átti siðabótin mjög erfitt uppdráttar, svo sem kunnugt er, og mest af völdum Karls keis- ara V. Er í brjefinu öðru getið Trúvarnar þeirra, er Melanch- ton samdi. En brjefin lýsa vel hinu óbifanlega Guðstrausti Lúthers. Leyndardómurinn er enn ó- ráðinn, sá, hversvegna Thormod- sæter gaf hingað bókasafn sitt og fjármuni. Jeg er því nær viss um það, að hans er að leita í safninu sjálfu, og að einhver verður til þess að finna hann þar. Thormodsæter mælti svo fyrir, að rentunum af fjárhæð þeirri, er Háskólinn fær af eign- um hans eftir dauða eins ætt- ingja hans, sem á rentunum lifir, skuli varið til þess að .kaupa bækur um sögu Noregs, fornminjar og menningu. Mætti máske áætla af því, að Thor- modsæter hefði ekki fundist kynnin nóg milli landanna, og hafi hann með þessum ráðstöf- unum viljað auka þar á. Hinn helming eigna sinna gaf Thormodsæter vísindafjelaginu í Osló, og skyldi sá hlutinn einn- ig lagður í sjóð, en ekki er mjer kunnugt um til hvers honum skuli varið. Það er einkennilegt að fara yfir safn sjera Thormodsæters. Það er eins og andi gamía mannsins vaki enn hjá þessum bókum. Þarna eru skýringarnar, sem hann hetfir ritað upp, er hann var að nema guðfræði við háskólann, þarna eru fyrstu námsbækurnar hans í ýmsum tungumálum frá þeim dögum, er hann var busi við mentaskóla. Og glömpum slær af gullnum kjölum helgirita þeirra, sem hann hefur notað, er hann gegndi þjónustustarfi sínu fyrir altari drottins. Og mjer finst altaf, þegar jeg sje kili hinna þriggja eintaka af Heimskringlu Snorra, sem svo vel eru lesin, að þar sjeu ráðningar gátunnar hversvegna þetta safn sje hing- að komið. Og frá hinum mörgu rauðu ferðamannahandbókum er eins og slái æfintýrablæ fjar- lægra landa, þótt þær að lokum lentu í landi, þar sem eigand- inn hafði aldrei fæti stigið, og aldrei sjeð nema ^f til vill í draumsjónum sínum á hljóðum kvöldum við lestur Heimskringlu Snorra. Jens Benediktsson. Endurminningar írá Vestur-Islensku heimiii lA yrst af öllu vil jeg flytja yð- ur, sem á mig hlýðið, kveðj- ur og þakkir frá Yestur-fslend- ingum, frá okkur, sem hjer erum stödd og einnig frá Islendingum þeim, sem eru heima í heimkynn- •nm sínum vestan hafs. Það er okkur ánægja að hafa komið til íslands, að hafa sjeð landið og kynst fólkinu. Nú sjá- um við með eigin augum það, sem við höfum áður gert okkur hug- myndir um, lesið um og heyrt frá sagt. Þegar við vorum hörn, vorum við látin læra íslensku. Yið geng- um í íslenskan sunnudagaskóla, sóttum íslenskar messur. í kirkj- unni sungum við sömu sálmana og þið og lásum sömu hænirnar. Við höfum reynt að varðveita ís- lenskar venjur, t. d. hvað matar- æði snertir, og engan mat hefi jeg sjeð eða bragðað hjer, sem ekki hefir verið á borðum á heimili mínu vestra, og er þetta algengt ,meðal Vestur-íslendinga. Afi minn og amma, fþreldrar móður minnar fluttust lijeðan um 1878 og eru enn á lífi. Þau kendu okkur margt um ísland, og er mjer ógleymanlegur sá áhugi, sem þau sýna, þegar þau ræða um það sem var „heima á íslandi“, eða stundum bara „heima“. Við slíkar umræður og minningar er eins og birti yfir andlitum þeirra. Þegar maður hefir alist upp við slíkt, þá getið þjer gert yður í hugar- Vestur-íslensk hjúkrunarkona, sem hjer er stödd, flutti erindi nýlega á samkomu Þjóðræknisfjelagsins, um bernskuheimili sitt, og fer hjer á eftir aðalefni þess. lund, Iivernig mjer er innan- brjósts, þegar jeg er sjálf komin hingað. Jeg hefði alls ekki viljað verða af þessari ferð. Afi og amma eru nú komin á níræðisald- ur og ætla sjer að lifa þangað til jeg kem heim aftur. Fyrir utan það, sem jeg öðlað- ist heima, voru það bækur eftir ýmsa rithöfunda, sem hjálpuðu mjer til þess að mynda mjer skoð- anir mínar á íslandi og íslend- ingum. Russell, amerískur rithöf- undur sagði um ísland: „Hinir fornu og herskáu víkingar kusu að mæta hættum í ókunnu og fjarlægu landi. Frá þessum karl- mannlega ættstofni eru nútíma íslendingar komnir“. Svíinn Lindroth segir: „Þeir hafa varðveitt hinn dýrmæta menningararf sinn, hafa. barist við hin ósigrandi náttúruöfl. ís- lendingar eru gefnir fyrir það að búa að sínu. Frelsið meta þeir mest af öllu. Þeir e*ru stiltir menn og sjálfstæðir í hugsun". Það eru ekki margar þjóðir sem varðveita menningu ættjarð- ar sinnar eins og Vestur-íslend ingar. Þeir kenna börnum sínum og barnabörnum að hugsa til Is- lands á sama hátt og þeir sjálfir gera. Þegar við vorum lítil, lærðum við ensku og íslensku nokkuð jöfn- um höndum. Jeg man altaf eftir kenslu afa míns og ömmu og for- eldra minna. Og mjer finst nú, að jeg hafi aldrei tekið nógu vel eft- ir leiðrjettingum afa míns. í íslendingabygðum eru haldn- ir sunnudagaskólar, til þess að búa börnin undir fermingu. Þar er einnig kent að lesa íslensku. Nú er fermt bæði á íslensku og ensku, því margir íslendingar hafa giftst fólki af öðrum þjóð- um. Þegar jeg var fermd, var al- íslensk ferming. Var það önnur fermingarathöfnin, sem síra Har- aldur Sigimar, sem við tók af síra Páli Sigurðssvni, fram- kvæmdi. Áður ,en við fórum í skóla, lás- um við bróðir minn og jeg ís- lensku hjá gamalli konu í þorp- inu, þar sem við áttum heima. Komum við henni þá oft til þess að segja okkur sögur, til dæmis um Mjallhvít og Grýlu. Þessar sögur heyrðum við líka hjá afa og ömmu. Margar íslenskar siðvenjur hafa verið í heiðri hafðar. t. d. aS halda heilagt aðfangadagskvöld jóla. En það er ekki gert í ensku- mælandi löndum. Við söknum þess líka, þegar við erum ekki heima. FRAMH. Á SJÖTTU SIÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.