Morgunblaðið - 15.01.1943, Side 5

Morgunblaðið - 15.01.1943, Side 5
^ostudagur 15. janúar 1943. r JKhtgtm&Iafód ^&tgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. ’Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. •‘Hltstjórar: J6n Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgtJar*.). Auglýsingar: Árni Óla. Hitstjórn, auglýsingar og afgreiCsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. A*krif targ jald: kr. 6.00 á mánuOl t. imianlands. kr. 8.00 utairlanda ! í lausasölu: 40 aura eintaklB. 50 aura meS Lesöök. O Fá bænöur aö eignast jarðirnar afíur? Sundrungaröflin ALÞINGI sat í fullar sex vik- ur við að reyna að koma á samstarfi milli flokka, um 3ausn vandamálanna. Sjálfstæð- 3sflokkurinn, sem er fjölmenn- asti flokkur þingsins leit svo á, að eina úrræðið til farsæls ár^ angurs væri, að allir flokkar ,tækju höndum saman, bæði innan þings og utan. Sjáffstæðisfiokkurinn er enn þeirrar skoðunar, að þessa leið hefði átt að fara — og hana ætti að fara. En allar tilraunir tji slíks samstarfs strönduðu á andstöðu annara flokka, og þá fyrst og fremst á Sósíalista- flokknum og Framsóknar- fíokknum. Og það einkennilega Var> nð það var ekki vegna mál- ®fnalegs ágreinings, sehi. sam- rfarfig strandaði, heldur vegna hins, að þessir flokkar vildu ®kki samvinnu. Óþarft er að rifja það upp aJer, hvað kom upp úr þessu ðngþveiti. En þingið fekk rík- isstjórn, án tilnefningar af þess **fu. Þessi ríkisstjórn hefir nndanfarnar vikur verið að sL'nia við þau viðfang^efni, sem Alþingi átti að leysa, en gat ehki vegna sundrungar. Enn verður ekki sagt neitt um það, L'/ort ríkisstjórninni tekst að ^eysa vandamálin. Það er óreynt ^eð öllu. En meðan Alþingi isetur flokkadrætti og sundrung •',1tja í fyrirrúmi, er það vissu- ‘eka skylda þess, að leyfa •stjórninni að hafa starfsfrið. En sundrungaröfjin í þinginu Sefa ekki á sjer setið. Þetta emur greinilega í ljós í sam- andi við stjórnarfrumvarpið ^Viðskiftaráðið), sem nú er til ^eðferðar í þinginu. Stjórnin efir ákveðið í huga með þess- aiíl lögum, sem hún biður um. Óg hún vill að sjálfsögðu, að Óskiftaráðið starfi í samræmi Vlð það. En sundrungaröflin ^e&ja: Við viljum ráða mönnum 1 Viðskiftaráðið, til þess að flfrildið og togstreitan geti ver- 3ð þar, eins og í þingsölunum! Lessi vinnubrögð þingflokka lru óþolandi og drepandi fyrir fingræðið og lýðræðið í land- inu. Ef. Alþingi vill ekki að nú- verandi ríkisstjórn fari með ramkvæmdavaldið, á það að ganga hreint til verks og segja stjórninni að fara. En Alþingi verður áður að sýna einhvern it á því að það viti sjálft hvað bað er, sem það raunverylega '— Þingið er nú eins og sfjórnlaust skip í brimróti, án ^okkurs manns innanborðs, er k'etur stjórnáð. Meðan þetta ástand ríkir ^ti bingið að láta sem minst á ®jer bera. Aundanförnum árum hefir átt sjer stað mikil tog- streyta milli stjórnmálaflokk- anna um þann þátt landbúnað- armálanna, hvort jarðirnar væru betur komnar í sjálfsábúð bænd- anna eða eign ríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn hefir bar ist fyrir því, að bændur gætu átt jarðirnkr, en lent í marg- víslegum árekstrum við hina flokkana þar að lútandi. Afstað Alþýðuflokksins og Kommúnista hefir altaf veijið ótvíræð með ríkiseign jarðanna. Framsóknarflokkurinn hneigð ist æ meira að hinni sócialist- isku stefnu í stjórnarsamstarfi sínu með Alþýðuflokknum, svo að vart mátti á milli sjá, hverjir lengra vildu ganga. Þessi socialistisku stefnuhvörf Framsóknar ljetu einna fyrst bóla á sjer svo um munaði í hinni margumtöluðu Reykholts- samþykkt, 7. ágúst 1932, þegar fulltrúaráð framsóknarfjelagsins í Borgarfirði samþykkti að krefj ast þess af flokki sínum, að farið yrði að vinna að því, „að land alt veröi ríkiseign Þá vakti það mikla athygli, er Eysteinn Jónsson, þáverandi fjár málaráðherra Framsóknarfl., lýsti því yfir í útvarpsumræðum frá Alþingi árið 1934, ,,að það hefði verið eitt af kosningamál- um Framsóknarmanna---------að gera allar jarðir að ríkiseign. Þessi stefna hefir svo komið á ýmsan hátt fram í landbúnað- arlöggjöfinni á stjórnartímabili Framsóknar, — en ótvíræðast í hinu illræmda jarðránsákvæði 17. gr. jarðræktarlaganna, sem gerir jarðræktafstyrk bænda að fylglfje ríkisins með jörðinni, og lögunum um jarðakaupasjóð rik- isins, jafnhliða afnámi fyrri heimilda um sölu þjóð- og kirkju- jarða. En andstaða íslenskra bænda hefir verið ótvíræð gegn ríkis- eignarstefnunni, þó að margir hafi -neyðst til þess að selja jarðakaupasjóði ríkisins jarðir sínar á erfiðustu krepputímun- um. Og ekkert ákvæði er jafn illræmt í landbúnaðarlöggjöf okk ar meðal bænda og búaliðs og 17. gr. jarðræktarlaganna. ★ Framsóknarmenn hafa í seinni tíð orðið að láta sjer skiljast, að sú eðliskend íslenska bóndans að vilja búa að sínu, frjáls og sjálf- stæður á eigin jörð, er ríkari þáttur í lundarfari hans en svo, að hann verði sviðin til ösku á skammri stund í bruna socialis- tiskra kennisetninga. Framsókn hefir því lent á undanhaldi í baráttunni við Sjálfstæðismenn um jarðeigna málin — og þess vegna virðist spá góðu um breytingar til hins betra í þessum málum nú. Þess er skemst að minnast að allrniklar umræður urðu um jarð- eignamálin í alþingiskosningun- um á síðast liðnu ári. Frambjóðandi þTamsóknarfl. í Dalasýslu lýsti því þá vfir að hann myndi berjast fyrir því innan síns flokks, að 17. grein jarðræktarlaganna yrði afnum- in. RlkiO hefir keypt 113 jarðir að verðmæti 1,3 mil). kr. i árunum 1937-1940 Sigurður Þórðarson, þingm. Skagfirðinga, afneitaði ríkiseign arstefnunni og þóttist ekki kann- ast við, að Framsóknarflokkur- inn hefði nokkurn tíma verið henni fylgjandi. tír fleiri kjördæmum bárust svipaðar frjettir. Eysteinn Jónsson fór á stúfana í Tímanum eftir kosningarnar og kvartaði sáran undan því, að Sjálfstæðismenn hefðu verið að breiða út þá „lygasögu, að Fram- sóknarflokkurinn ætlaði sjer að taka jarðeignir bænda og gera allar jarðir að ríkiseign“. Varð ekki annað skilið en að með því vildi hann strika yfir stóru orðin frá 1934- og aðrar hliðstæðar ávirðingar Framsókn- a r í jarðeignamátunum. Þegar alt þetta er athugað virð ist blása byrlega fyrir frumvarpi því, sem Sjálfstæðismenn hafa nú borið fram á þingi og miðar að því að kippa í liðinn aftur og rjetta hlut sjálfsábúðarinnar og eignarhalds bænda á jörðun- um. Skal nokkuð nánar að því vikið . 'A' Með stofnun jarðakaupasjóðs ríkisins var að því stefnt að koma sem flestum jarðeignum undir ríkið á erfiðustu árum landbún- aðarins, meðan skuldirnar þrengdu að bændum. Svo mikil brögð hafa orðið að því að jarðirnar flyttust úr einka eign í ríkiseign, að á árunum 1937—1940 liefir jarðakaupa- sjóður ríkisins keypt 113 jarðir sem munu vera tdldar nálægt 1,3 milj. króna að verðmæti. Hjer hefir ekki verið höggvið smátt á skömmum tíma — og munar um minna. Þessi þróun hefir sennilega glatt þá, sem telja það tákn tím- anna og það, sem koma skal, að ríkið eignist allar jarðir bænda. En ríkiseignarstefna þarf ekki að sína sig í stærri stíl til þess að fordæma sjálfa sig í fram- kvæmd. Það er þegar vitað að marg- víslegir annmarkar hafa orðið á rekstri jarðakaupasjóðs. Það hefir t. d. ekki borið lítið á tilraunum Framsóknarmanna, til þess að nota hin einstóku jarðakaup i pólitiskum tilgangi, og er það alkunnugt í öllum lands- hlutum. En það, sem best af öllu tákn- ar híð sanna og óhrjálega eðli ríkiseignarstefnunnar er það, að fjöldinn allur af jörðunum, sem ríkið hefir keypt, eru í ófremdar- ástandi og húsakosti víða svo ábótavant að engu tali tekur. Enda mun jarðakaupasjóður ekki hafa varið neinu fje til húsa- bóta á jörðunum! 1 Þegar nú þess er gætt, að flestir bændur hafa orðið að selja jarðirnar nauðugir, vegna fjár- hagsörðugleika, þá virðist sann- arlega vera kominn tími til þess nú að snúa við. Það ber því að fagna því, að þrír Sjálfstæðismenn, Jón Pálma son, Gísli Sveinsson og Gunnar Thoroddsen, flytja nú á Alþingi frumvarp til laga um sölu á jarð- eignum ríkisins. Þeir gera m.a. þá grein fyrir frumvarpinu, að „þar eð hagur bænda hefir nú um skeið tals- vert rýmkast, þar sem ekki eru verstar ástæðurnar vecjna fjár- pesta, þá er mörgum þeim, sem selt hafa jörðina sína til ríkisms, áhugamál að fá hana aftur með svipuðum kjörum. Flutnings- mönnum þessa máls virðist rjett- mætt að vera við þessum óskum, og ber ]xið til fyrst og fremst, að þeir telja heppilegra, að jarð- ir sjeu yfirleitt í sjálfsábúð. Hef- ir reynslan sýnt ótvírætt, að sjálfseignarjarðir eru betur sett- ar en leigujarðir. Auk þessa virð- ist rjettmætt, að bændur, sem af ósjálfráðum áétæðum lentu í kröggum og neyddust til að selja jarðir sínar, sjeu ekki látnir gjcdda þessa, og því sje þeim gef- inn kostur á að fá jarðirnar afir- ur með svipuðu verði. Þess vegna er fasteignamat lagt til grund- valla.r í frumvarpi þessu. Hjer er drepið á aðalkjarna málsins. Bændur eiga að geta fengið jarðir sínar aftur með svipuðit verði og þeir neyddust til að selja þær! önnur atriði frumv. sner-a meira fyrirkomulag og frara- kvæmd. Það er þó verulegt atriði að ef bóndi kauppir jörð aftur, er sala bönnuð næstu 10 árin nema milli nánustu ættingja og fyrir sama verð, en aðalreglan sje þó sú, að jarðirnar sjeu gerðar að ættaróðulum samkvæmt lögura nr. 8 frá 1. febr. 1936, um erfða- ábúð og óðalsrjett. Þess er að vænta, að þetta má! fái góðar undirtektir þingsins eg s'kjóta afgreiðslu. Sjálfstæðis- flokkurinn leggur að sjálfsögðu kapp á að fá málið afgreitt, og eftir þeirri afstöðu Framsóknar, sem fram kom á síðast liðnu ári, ætti málinu að vera trvggður framgangur. Umræðurnar um ViðskJtaráðið FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU Björn Ólafsson: Stjórniii mun ekki leita neinnar tilnefningar að- ilja utan þings um val manna I Yiðskiftaráð. Hún ætlar sjálf að skipa mennina, með það eina sjónarmið í liuga, að starfið verði leyst vel af hendi. Björn Þórðarson forsjBtisráðh.: Þingmenn ræða mikið um nauð- syn þess, að gott samstarf sje milli þings og stjórnar. Stjórnin leggur sjálf mikla áherslu á þetta. — Þingmenn segja, að hjer hefði átt að vera samvinna \»ið þingið, um val manna í \'iðskifta- ráð. En mjer skilst, að þingmönn- um finnist því aðeins gott sam- starf, að þingið velji 4 menn í ráðið, en skamti stjórninni einn. Stjórnin er ekki sammála þessu. Stjórnin lítur svo á. að hún eigi að framkvæma þessi lög og hún ber ábyrgðina gagnvart Alþingi. Hún vill ekki skifta ábyrgðinni. Hún vill ein bera ábyrgðina og mun standa eða falla á því. Magnús Jónsson: Jeg er alveg sammála stjórninni í því, að hún eigi að skipa mennina í Viðskifta- ráð. Stjórnin getur ekki sætt sig -við, að hún fái ekki að ráða því, hvaða menn eigi að vinna þau störf, sem hún vill láta vinna. Hún ber ábvrgðina og á að ráða ! framkvæmdunum. Stjórnin verður að geta skift um menn í ráðinu, ef henni líkar ekki störf þeirra, en það gæti hún ekki, ef Alþingi ætti ~að skipa mennina. Jónas Jónssen: Al])ingi reyndi í margar vikur að koma á sam- starfi. Það tókst ekki. Ríkir þar því enn óeining og sundrung. Sú ríkisstjórn, sem, nú situr, getur ekki annað gert en sagt af sjer, ef hún fær ekki starfsfrið, vegna simdrungar þingsins. En sá starfs friður væri rofinn, ef þingið heimtaði að stjórnin tæki v;ð nefnd til mikilvægra starfa, sem væri þannig samsett, að þar væri enga einingu að finna. Einar Arnórsson dómsmálará?- herra: Fyrir mjer vakir, að vegna starfsins sje best, að stjórnin skipi menn í ráðið. Hún velur þá menn, sem hún treystir til að framkvæma rjettilega þau verk, sem vinna á. Ef flokkarnir ættu að tilnefna mennina, kæmi fram togstreita sem myndi torvelda starfið eg trufla vinnufrið. Ef stjórnin ex óheppin í vali manna, verður hixn að geta skift um menn. —. Tel og rjett að benda á, að hjer er um að ræða framkvæmdaráðstöf- un, sem heyrir undir framkveemda valdið. — Ef þingið Jreystir ekki stjórninni til þessara framkvæmda, verður stjórnin að fara. — Frv. var þvínæst vísað til 2. umr. og fjárhagsnefndar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.