Morgunblaðið - 23.01.1943, Blaðsíða 6
0
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 23. jan. 1943.
ógild og ólög-
mæt prestkosn-
ing í Hólma-
prestakalli
Prestskosningar í Hólmapresta
kalli í Reyðarfirði fór
fram fyrir nokkru, og voru at-
kvæði talin í skrifstofu biskups
þann 16. jan. s.1. Varð kosning
ógild og ólögmæt, og verður
prestakallið auglýst Iaust til um-
sóknar að nýju.
Umsækjandi var aðeins einn,
sjera Eiríkur Helgason, prestur
að Bjarnarnesi.
• Á kjörskrá voru 726 kjósend-
ur, en aðeins 131 greiddu at-
kvæði. Af þeim hlaut umsækj-
andi 53, en 78 seðlar voru auðir.
Cfgild varð kosningin vegna
þes$, hve fáir neyttu atkvæðis-
rjettar síns, en ólögmæt vegna
hins, að umsækjandi hlaut
minna en helming greiddra at-
kva?ða. Verður því, prestakallið
augjlýst laust til umsóknar að
nýju. *
Afmælis fjelags
Hafnarstúdenta minst
á Akureyri
AKUREYRI í gær.
Stúdentaf jelag Akureyrar
mintist í gærkveldi, fimtu
daginn 21. þ. m., 50 ára afmæl-
is Fjelags ísl. stúdenta í Kaup-
maitnahöfn með fundi að Hótel
Gullfoss.
Eormaður fjelagsíns, dr.
Kristinn Guðmundsson, menta-
.skólakennari, stjórnaði fundin-
um. — Ræður fluttu auk hans,
Steingrímur Jónsson, fyrv. bæj-
arfógeti, en hann er einn af
stofnendum fjelagsins í Kaup-
mannahöfn, Sigurður Eggerz,
bæjarfógeti, Guðm. Eggerz,
bæjarfógetafulltrúi, Sigurður
Guðmundsson, skólameistari og
Gunnar Hallgrímsson, tannlækn
ir. Þ'á flutti Steindór Steindórs-
son, jmentaskólakennari, gömul
kvæijii eftir Jón Helgason, próf-
essoij, en kvæði þessi hafði próf-
essoijínn upphaflega flutt á
íunálum fjjela'gsíns í Höfn. Að
gömlum Hafnarsið var puns-
bolla drukkin undir ræðuhöld-
um. ^pans var Stiginn að lokn-
um fundi/ Samkoma þessi var
hin i.næjujegasta og fór vel
fram'll
4 ?i- ------
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU
ár, éij- éfegjrin ;>'Svíi kæmi, skal
söngéjskáéti stúdent við háskól-
ann hjafa forgangsrjett að her-
berg|l|u.
Ennfremur var frá því skýrt,
að óúhfður ”stúdent, er þar var
viðstatídur^ legði fram 1000 kr.
til stqfnunar finnsks herbergis.
Þar eð Færeyingar eiga eitt her-
bergi jí gamla Garði og norskt,
danskt og sænskt herbergi hafa
verið stofnuð, má vænta þess, að
vinir Finna á íslandi leggi í þetta
herbergi, svo að Norðurlönd eigi
hvert sitt herbergi á Garði.
„A tiverfanda hveli“
sýnd ð sunnudaginn
Boffsgestlr á frum-
sýnintfannl
Sýningar á hinni miklu
kvikmynd „Á hverfanda
hveli“ (Gone with the wind)
hefjast á sunnudaginn í Gamla
Bíó. Vegna þess hve myndin
er löng verður aðeins hægt að
hafa tvær sýningar á dag, kl.
4 og klukkan 8.
Eigendur Gamla Bíó hafa
ákveðið að bjóða gestum á
frumsýninguna, sem verður
klukkan 4.
Vegna þess hve myndin er
löng og ekki hefir þótt fært að
sýna han,a 1 tveimur köflum,
eins og stundum áður hefir
tíðkast um langar kvikmyndir
verður verð aðgöngumiða selt
tvöföldu verði, enda stendur
myndin yfir í tæplega 4 klulóku
stundir.
Rafmagnsleysið
FRAMH. AF ÞRIÐJU 8ÍÐU.
ástæða fyrir því að ekkii væri
meiri sjáanlegur árangur væri,
vatnleysið í Elliðaánum. Myndi
ekki rakna verulega úr með raf
magnið á morgnana fyr en vatn
ið ykist aftur í Elliðaánum.
NÝJU VJELARNAR
I SOGSSTÖÐINA
AÐ KOMA.
Þá skýrði rafmagnsstjóri
mjer frá því, að þegar væru
komin hingað tæki sem nota á
við aukningu Sogsstöðvarinnar.
Til landsins eru komnir tveir
transformatorar. Annar þeirra
á að vera í Sogsstöðina, En hinn
í Elliðaárstöðina.
Borist hefir skeyti, frá Amerw
íku um, að þeir hlútar túrbínj
anna, sem steypa á, verði tiL
búnar í mars óg að annað, sem
pantað hefir verið verði tilbúið
á næstunni. Er reiknað með að
tæki öll verði komin hingað í
júnímánuði, en talið er að þrír
mánuðir fari í að koma tækj-
unum upp.
Clapper
FRAMH AF ANNARl SÍÐU
í heild, eins og nú stendur, er
aðalvandamál bandamanna að
bæta samgöngur sínar og að
sigrast á kafbátahernaði Hitl-
ers. Hitlérs hefir ekki tekist að
brjótast' f #£gnum austurhluta
hrings bandámanna og því mun
hann eðlilega setja sig í varnar-
stöðu, en um leið reyna að hrjá
flutningaleiðir bandamanna á
sjó. Það qr eipa von hans, og er
varnarbragð, því að Hitler get-
ur ekki unnið stríðið, án þess að
sigra Rússa.
Ilversu mjög sem kafbátar
Þjóðverja hafa sig í frammi,
mun það tíkki breyta heildar-
myndinni. Rússar unnu sigra
sína að mestu leyti af egin ramm
leik, en ekki með utanaðkom-
andi hjálp. Við höfum sent mikl
ar birgðir til Rússlands ef tillit
er tekið til fjarlægðarinnar.
Glímunámskeið
í Reykjavík
Glímufjelagið Ármann, sem
um mörg undanfarin ár
hefir eitt haldið uppi kenslu í
íslenskri glímu hjer í Reykja-
vík hefir, áHveðið að efna til
námskeiðs í glímu fyrir byrj-
endur.
Það hefir verið mjög áberandi
hvað Reykvíkingar hafa verið
áhugalitlir við að æfa glímu,
enda þótt hingað hafi sótt flestir
bestu glímumenn landsins og sest
hjer að. Nú er t. d. varla nema
2—3 menn úr Reykjavík af ca.
30—40 sem æfa glímu hjá Ár-
manni. Að vísu hafa fáar til-
raunir verið gerðar til þess að
fá byrjendur í glímuna, en þó
hefir sú reynsla fengist að ekki
sje heppilegt að taka nýja menn
í flokk með æfðum mönnum, held
ur sje rjett að stofna sjerstaka
deild fyrir þá sem eru að byrja.
Það er vitað að fjöldi ungra
manna hjer í bænum langar til
að læra þjóðar-íþrótt okkar og
gefst þeim nú ágætt tækifæri til
þess.
Jón Þorsteinsson, íþróttakenn-
ari, sem undanfarin ár hefir
kent Ármenningum glímu, verð-
ur aðalkennari námskeiðsins, en
honum til aðstoðar verða þeir
Ingimundur Guðmundsson og
Gunnlaugur J. Briem.
Æfingar hef jast í dag og verða
eftirleiðis á miðvikudögum og
laugardögum kl. 8—9 í húsi Jóns:
Þorsteinssonar við Lindargötu.
LofthernaDurinn
Breska flugmálaráðuneytið
tilkynti í gær, að bresk-
ar flugvjelar hafi gert loftárás-i
ir á Ruhrhjerað í fyrrinótt. —
Fjórar komu ekki aftur.
Þá fóru breskar sprengju- og
orustuflugvjelar til árásá á
Holland og Frakkland í gær.
Voru þær mjög margar. Skotn-
ar voru niður 7 þýskar orustu-
flugvjelar. 6 orustuflugvjélar
og 4 sprengjuflugvjelar banda-
manna komu ekki aftur. Þýsk-
ar flugvjelar gerðu árásir á
ýmsa staði í norðvestur Eng-
landi. Nokkurt tjón varð.
Landhermn tek-
íit víð á |
Gtiadalcanar
Hersveitir úr Bandaríkja-
hernum hafa jqú að mestu
tekið að sjer hernaðinn á eynni
Guadalcanar, í stað landgöngu-
liðs flotans, sem þar var áður.
Sagt er í tilkynningu, áem
gefin var út í Washington fyrir
nokkru, aó Japanár hafi beðið
allmikið manntjón á Guadal-
(annr að undanförnu, eða als
mist um 1000 manns í bardög-
um.
Flugvjelar Baudaríkjamanna
hafa gert loftárás á Bougain-
ville og fleiri staðj á Saloroons-
evjasvæðinu með góðum árangri1
Skoðana-
könnun
Reykvíkingar verða þessa
dagana spurðir um af-
stöðu þeirra til ýmissa þeirra
mála, sem verið hafa á dagskrá
undanfarið.
Spurningarnar eru valdar
þannig, að þær sneiði hjá því,
er stjórnmáladeilur hafa staðið
um. Reynt verður að spjnrja
þannig, að sem rjettust hlutföll
verði eftir stjórnmálaskoðunum,
aldri, kyni og öðru því, er álíta
má að hafi áhrif á skoðanir
manna.
Þeir hagfræðingarnir Klem-
ens Tryggvason, dr. Björn
Björnsson og Torfi Ásgeirsson
hafa gengið þannig frá spurn-
ingunum, að álíta má að þær
sjeu hlutlausar, þ. e. a. s. að
spurt sje þannig, að spurning-
arnar sjálfar hafi ,ekki áhrif á
svörin.
Þessi aðferð til þess að kynna
sjer álit almennings hefir ver-
ið notuð um nokkurra ára skeið
í Bandaríkjunum og víðar, að-
ferðin er vanalega kend við
Ameríkanann dr. Gallup.
Að þessu sinni hefir tímaritið
,,Helgafell“ keypt niðurstöð-
urnar.
KOL
nýkomin
góð tegund af
húsakolum.
Kolaverslun
Suðurlands
Símar: 1964 & 4017.
Reykjavík.
A U G A Ð hvíliat
meB gleraugma frá
TYLir
Tilboð óskast í
sendlferðabíl
í góðu standi, til sýnis hjá ;
Sveini Jónssyni, Bergþóru-
g götu 27, eftir kl. 6. Tilboðum g
□ sje skilað á afgreiðslu blaðs- -
ins fyrir 28. þ. m., merkt:
„Bifreið". Rjettur áskilinn
til að taka hvaða tilboði sem S
er, eða hafna þeim öllum.
=H=II==«==lBl=lBtJ==3ElE==3B
Stúlka óskast
til skrifstofustarfa
Vjelritun og enskukunnátta nauðsynleg. Hátt kaup.
Tilboð auðkent: „Skrifstofa“, sendist afgreiðslu
blaðsins fyrir 30. þ. mán.
Strætisvagn til sðlu
Strætisvagninn R. 978 Studebaker model 1936 er til sölu
og sýnis í húsi fjelagsins, Hringbraut 56. Semja ber við e£tii>
litsmenn fjelagsins milli kl. 4 og 6 síðd. næstu daga. og á öðrum
dðgum eftir samkomuluagi. Sími 1163. ;
Stræti»vagnar Reykjavíkur h.f.
i Fyrlrliggfancll:
Möndlvir sæter
j fl
Eggerl Krist}ánsson & €o. hi.
iH.F. EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS.
.r r • « -á •
■ j .... - ....
Tilkynning til viðskiftamanna
Vjer leyfum oss að benda viðskiftamönnum vorum á,, að
vörqr, sem þeir eiga liggjandi í vörugeymsluhúsum vorum, eru
þar á þeirra ábyrgð og að þeim ber sjálfum að sjá um bruna-
tryggingu á þeim, og um aðrar þær tryggingar, sem þeir telja
nauðsynlegar.
Þetta gildir jafnt um þær vörur, sem eru í vorum vörslum
hjer í Reykjavík og hjá afgreiðslumönnum vorum víðsvegar um
landið.
Reykjavík, 22. janúar 1943.
H.F. EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS.