Morgunblaðið - 24.01.1943, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.01.1943, Blaðsíða 7
Sunnudagur 24. janúar 1943. MORGUNBLAÐIÐ 7 REYKJJAVÍKURBRJEF !•’ ■ ' FRAMH. AF FIMTU SÍÐU eru að langmestu leyti kaup- greiðslur eða styrkir, sem fara eftir dýrtíðarvísitölunni í ein- hverju formi, hljóta gjöldin að fylgja henni. Eftir því sem bæjargjöldin hækka, væri meiri ástæða til að dreifa borgunartíma þeirra yfir fleiri mánuði en nú er gert, t. d. að útsvörin yrðu greidd með jöfnum afborgunum 10 mánuði ársins, desember og einum sum- armánuði slept. Þetta kæmi sjer betur bæði fyrir gjaldendur og bæjarsjóð, í stað þess að nú eru útsvör greidd á 5—7 mánuðum ársins. Evennadeild Slysavamafjelags fslands I Reykjavík. ••Cílfcli 4) jj (.• ^mc Fundur 11 í Óddfellow (niðri) mánudaginh 25. jan., kl. hV-2 i(.U .frrui' Skem.í4atriði: 1. Krindi: Frk. Thora Friðrikson 2. Eamanvísur: Hr. Sigvaldi Indriðason. 3» Dans. Fjelagskonur, sem eiga ógreidd ársgjold eru vinsamlegast beðnar : ;ið greiða þau á fundinum. V Stjómin. FyrirstrfðsverO ! áBardinutau frá kr. 1.50 mtr. f f’t. ;• i i <• :f.*rf , , .... Tvistan frá kr. 1.75 mtr. ; . Ljereft frá kr. 1.75 mtr. Skyrtuefni frá kr. 1.85 mtr. Flónel frá kr. 2.00 mtr. Sirts frá 2.50 mtr. Fóður, tvíbreitt frá kr. 2.50 m. Kjólatau frá kr. 6.50 mtr. Handklæði frá 65 au. Kvensokkar frá kr. 2.50. Dyngfa Hjónin ð Reykjahvoli AU Helgi Finnbogason og frú Ingunn Guðbrands- dóttir, em að yerða sjötug, Helgi á morgun, 25, jan., en Ingunn að tveim mánuðum liðn^ um, 25. mars. Helgi Finnbogason er fædd- ur að Geldingalæk á Rangár- völlum hinn 25. jan. 1873, son-. ur Finboga Árnasonar frá Galta læk og Helgu Jónsdóttur frá Svínhaga. Fjögurra ára gamall fluttist hann með foreldrum sín- um að Reykjum í Mosfellssveit, þar sem hann svo ólst upp. — Hann stundaði nám við Flens- borgraskólann í tvo vetur. —- Kvæntist 21. okt. 1897 frænku sinni Ingunni Guðbrandsdóttur, dóttur Guðbrands Árnasonar og Sigríðar Ófeigsdóttur frá Fjalli á Skeiðum, er lengst af bjuggu í Miðdal í Laugardal. En Ing-1 unn er fædd að Kilhrauni á Skeiðum og fluttist til föður-, bróður sins að Reykjum nokkru eftir að faðir hennar hafði lát- ist af slysförum. — Þau hjónin voru fyrst í húsmensku í Reykja koti í Mosfellssveit (síðar nefnt Reykjahvoll), en þar bjó þá Vigdís Guðnadóttir Ijósmóðir frá Keldum. Hóf Helgi um það leyti starf hjá Jarðræktarfje-i lagi Reykjavíkur, sem aftur leiddi til þess, að hann var næstu þrjú árin hjá þeim bræðr 4um Vilhjálmi Bjarnasyni bónda á Rauðará og sjera Þórhalli Bjarnasyni í Laufási, síðar biskupi. Að þessum þrem ár-( um liðnum reistu þau hjónin svo bú í Reykjakoti, keyptu jörðina á næstu árum, og hafa búið þar síðan. Þeim hjónum hefir orðið sex barna auðið. Þrjá sonu mistu þau í bernsku, Finnbogi býr á Sólvöllum, giftur Ingibjörgu Bjarnadóttur frá Vatnshorni í Húnavatnssýslu, Sigríður er heima, en ,Oddný gift Ólafi Pjeturssyni bónda á ökrum i Mosfellssveit. Þá ólu þau hjónin upp bróðurdóttur Ingunnar, Ingveldi Árnadóttur og er hún gift Vígmundi Pálssyni bónda að Efra-Hvoli í Mosfellssveit. Laugaveg 25. H. H. AUQAÐ hvflint Tyilh með gleraugnm frá I I Llf Háskólafyrirlesturinn FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU skrifa allmikla bók um þetta efni og vona að geta komið henni út í sumar, svo að það voru mjer | hæg heimatökin að sjóða saman þetta erindi, sem jeg ætla að flytja í dag. Jeg veit ekki hve margir Reykvíkingar kæra sig um að hlusta á fróðleik/ af þessu tagi, en jeg vildi óska þess, að einhverjir þeirra, — sem betur fer sárafáu manna— sem hafa verið að halda fyrirlestra um síld arrannsóknir mínar, á bak við mig, hefðu tíma til þess að koma, og hlýða á. það sem jeg hefi að segja.' fitíííerl Claessen Elnar Asmnndsson Éw*«tarj*tUnnilaflntnlngim«nn. ■krifatofa í Oddfellowhiiin* (Inngangm um anaturAyr), ■fani 1171. Hallgiímsprestakall. Ferming- arbörn Jakobs Jónssonar og síra Sigurbjörns Einarssonar eru beð in að koma til viðtals i Austur- bæjarskólann næstk. þriðjudag, kl. 5 e. hád. Dúqbóh □ Edda 59431267 — 1. Atkv. I. O. O. F. 3 == 1241258 = Fl. Næturlæknir er í nótt Bjami Jónsson, Reynimel 58. Sími 2472. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki. Sími 1330. Guðsþjónusta verður haldin \ Kapellu Háskólans í dag kl. 5 síðd. Sjera Sigurður Einai'sson dósent messar. Allir velkomnir. Bjami Markússon, Hverfisgötu 24, Hafnarfirði á sjötugs afmæli mánudaginn 25. þessa mánaðar. Hann er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og hefir búið þar allan sinn búskap. Sjómensku hetfir hann stundað um fimtíu ára skeið. Hann var hinn mesti dugnaðar- og atorkumaður og virtur af öllum þeim, er þektu hann. Á þessum merkisdegi hans munu margir vinir hans og kunn ingjar hugsa til hans með hlýj- um hug og óska honum allra heílla á ókomnum árum. Kunnugur. 55 ára er í dag Magnús Guð- mundsson, skipasmiður, Báru- götu 15. j'i' Silfurbrúðkaup eiga í dag Berg rún Árnadóttir og Jóhann Helga son, Ósi í Borgarfirði Eystra. Fermingarböra, sem ferma á á þessu ári, vór eða haust, gjöri svo vel að koma til viðtals í Dóm kirkjuna sem hjer segir: til sjera Bjarna Jónssonar næstkomandi miðvikudag kl. 5 síðdegis, til sjera Friðriks Hallgrjmssonar fimtudag kl. 5 síðdegis. Háskólahljómleikar. Þeir Ámi Kristjánsson og Björn Ólafsson halda fimtu Háskólahljómleika sína (ekki 3. eins og misprent- aðist í blaðinu j gær) kl. 5 síðd. í dag í Hátíðasal Háskólans. — Sepnilega munu nokkrir aðgöngu miðar fást við innganginn. Útvarpið í dag. 10.00 Morguntónleikar (plötur): a( Fiðlusónata í d-moll eftir Bach. b) Píanósónata Op. 31, eftir Beethoven. 14.00 Messa í Hallgrímssókn (sr. Sigurbjörn Einarsson). 15.30 Miðdegistónleikar ; (plotur) a) Kirsten Flagstad syngur. b) Valsar eftir Johan Strauss. 18.45 Bamatími (Kennaraskóla- nemendur). 20.20 Kvöldvaka Vestfirðingafje- lagsins: a) „Þið landnemar“ (kórplata). b) Ávarp for- manns, Guðlaugs Rósinkranz yfirkennara. c) Ámi Friðriks- son magister talav um Vest- firði. d) Bjarni Andrjesson syngur lög eftir Vestfirðinga. e) 21.00 Sögukáfli eftií* Guð- mund G. Hagalín (dr. Símon Jóh. Ágústsson les). f) Kvæða lestur: Jakob Thorarensen (talplata). Guðmundur Ingi (Ólafur Þ. Kristjánsson les). Steinn Steinarr. g) Ungfrú Sigrún Magnúsdóttir syngur. h) Gils Guðmundsson kennari flytur vestfirskan frásagnai*- þátt. í) Lög eftir Sigurð Þórð- arson (Útvarpshljómsveitin). Útvarpið á morgun: 20.30 Erindi: Þættir úr sögu Skagafjarðar, IV (Brynleifur Tobíasson mentaskólakennari). 21.00 Um daginn og veginn (Vilhj. Þ. Gíslason). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Brúð kaupsferð um Norðurlönd eft- ir Emil-Juel Fredriksen. t :: Hjartans þakklæti færi jeg öllum skyldum og vanda- ;; | lausum sem á einn eða annan hátt glöddu mig með gjöfum ! í * og heimsóknum nú um jólin. — Guð blessi ykkur öll. ;; | i: X Knstín Bjamadóttir, Bókhlöðustíg 6 B. ! \ :: Hjartans þakklæti færi jeg öllum vinum og kunningj- um sem glöddu mig á 80 ára afmælinu með blómum, skeytum og gjöfum. En sjerstaklega þakka jeg börnum, tengdaböm- um og barnabömum fyrir þær rausnarlegu gjafir sem þau færðu mjer og gerðu mjer daginn ógleymanlegan. Guð launi ykkur öllum, þegar hann sjer best henta. Jóhanna Kjæmested. 20-30 toiina vjelalaus bátur Vil kaupa 20—30 tonna vjelalausan bát. Tilboð merkt: „Vjelalaus bátur“, sendist Morgun- blaðinu fyrir 5. febrúar næstkomandi. Vegna jarðarfarar Guðnýjar Vigfúsdóttur, fer bifreið til Kefla- víkur frá B.s. Geysi, þriðjudaginn 26. þ. mán., kl. 10.15. — Farmiðar sjeu pantaðir á stöðinni eða í verslun Jóns Mathíesen, Hafnarfirði fyrir kl. 9 á mánudagskvöld. Jarðarför, KRISTÍNAR INGIMUNDARDÓTTUR, fer fram frá dómkirkjurtni, mánudaginn 25. jan. og hefst með húskveðju kL 2 e. h. hjer á heimilinu. i FJi. Elli og hjúkrunarheimilisins Grund. Gfsli Sigurbjömsson. Jarðarför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og önunu, GUÐNYAR helgu VIGFÚSDÓTTUR, fer fram þriðjudaginn 26. þ. mán., og hefst með húskveðjn kl. 1 e. hád. að heimili mínu, Suðurgötu 6, Keflavík. Fyrir mína hönd, barna minna, tengdabarna, bama- bama og annara vandamanna. Þorsteinn Ámason. Jarðarför dóttur minnar og systur okkar, SALBJARGAR BJARNADÓTTUR, Njálsgötu 71, sem andaðist 15. þ. mán., fer fram frá Fri- kirkjunni, þriðjudaginn 26. þ. m. og hefst kL 1.30 með bæn frá Elliheimilinu Gmnd. Ingibjörg Jakobsdóttir og systkini. Lnnilegt þakklæti vottum við öllum, fjær og nær, er sýndu okkur samúð og hluttekningu í veikindum og við frá- fall dóttur okkar, SIGRÍÐAR í. TRYGGVADÓTTUR frá Kirkjubæ við ísafjörð, er andaðist 16. f. mán. Fyrir okkar hönd og fjarstaddra vandamanna. Kristjana Sigurðárdóttir. Tryggvi Á. Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.