Morgunblaðið - 27.02.1943, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.02.1943, Blaðsíða 5
Xaugardagur 27. febr. 1943. 5 JHorgtm&Iaftid ÖtKel. VH.f. Árvakur, Keykjavík. Framkv.stj.: Slgfús Jönsaon. Rítstjórar. J6n KJartansson, V'altýr Stefánsson (ábyrgBarst.). AuK.lS'slngar: Árnl Óla. Rltstjórn. auglýsingar og afgrelftalH Austurstræti 8. — Slmi 1600. Á«k.riftargjald: kr. $.00 & mánutSl tnnanlands, kr. 8.00 utanland* í lausasölu: 40 aura eintakMi. 60 aura ineö Lesbók Þorgrímur í Laugarnesi Rafradgns<má n RAFMAGNSMÁLIN eru aÖ komast í mesta öngþveiti á Alþingi. Þar virðist hver liöndin á móti annari og ekk-> ert hirt um, hvað sjerfræðing- ar leggja til málanna. Fyrir þinginu liggja tvöi frumvörp um ríkisábyrgðir fyr- ír virkjun fallvatna, þar sem! rannsókn og undirbúningur er svo langt á veg kominn, að' framkvæmdir geta hafist nú þegar. Er hjer átt við virkjun: Fljótaár og Andakílsár. —1 Þriðja frv., virkjun Göngu- skarðsár liggur einnig fyrir! þinginu, en þar er undirbún-; ingur skemra á veg kominn. Það er Siglufjarðarkaupstað- ur sem vill virkja Fljótaá, en sýslufjelögin Mýra- og Borg-, arfjarðarsýsla c/g Akraneskaup staður standa að Andakílsár- virkjuninni. Sjerfræðingar hafa Jundirbúið þessar virkjanir og telja þær báðar fjárhagslega • öruggar. Milliþinganefnd *sú í raf- orkumálum, sem situr á rök-< stólum, vill hinsvegar bregða fæti fyrir þessi mál. Þessi. nefnd — sem enginn sjerfræðingur á sæti í — vill, að ríki^ yfirtaki : stóru orkuverin (Sogsvirkjun- ina og Laxárvirkjunina), sem reist hafa verið og hagi svo framhaldsvirkjunum þannig, að alt landið fái þaðan rafmagn, að undanskildum Vestfjörðum og Austfjörðum. Meirihluti fjárhagsnefndar Nd. (en í henni eiga sæti 3 úr milliþinga-, ' nefndinni) tekur sömu afstöðu ' til rafmagnsmálanna á þingi. Allir eru nú sammála um, að rafmagnsþörfum sveitanna . alment verði ekki fullnægt nema með alþjóðarátaki. Á þetta benti IJón Þorlaksson fyrstur manna, í frv. því, er hann flutti 1D29. Alþingi hefir nú á þetta fallist og er að safna fje í sjóð í þessu skyni (Raf-t magnssjóður). Milliþinganefndin í raforku- málum vill, að ríkisvaldið stöðvi virkjanir bæjar- og sveitarfjelaga, en ríkið sjálft ' taki öll þessi mál í sínar hend- ur. Sennilega vakir það fyrir nefndinni, að þessar virkjanir • muni seinka því, áð sveitirnar fái rafmagn. En þetta er mesti misskilningur. Ekki er minsti vafi á því, að t. d. Sogsvirkj- unin beinlínis flýtir fyrir því, að Suðurlandsundirlendið fái ■ rafmagn. Sama er að segja um Laxárvirkjunina og sveitirnar þar í grend. Og fyrirhugaðar virkjanir Andakílsár og Fljðta ár verða í framtíðinni liðir í rafmagnskerfi fyrir nálæg hjer uð. Er þvl engin ástæða til, að \ stöðva þessar virkjanir eða láta ríkið grípa þar inn í, enda eru ; sjerfræðingar. þessu andvígir. ö jett eftir aldamótin voru * * tveir heldri menn nætur- gestir í Mávahlíð á Snæfellsncsi, Jón hreppstjóri í Ólafsvík og Sig urbjörn hómópati; hann bjó áður í Jötu í Hreppum, rjett hjá Skip- holti. Margt bar á gónaa í feað- stofwnnt, svaðilfarir, karlmenska og þretaratHM*. I>að var dýrlegt kvöld. Þá sagði Sigurbjörn frá því, að Þorgrímwr söðlasmiður hefði glímt við 120 menn á Landakotstúni í Reykjavík, á sjálfri þjóðhátíðinni þar, og lagt þá alla að velli á einum degi. Sig- urbjörn sagði frá allra manna best. Jeg sá þennan atburð lif- andi fyrir augum mjer: grænt, nýhirt tún, sem hjet Landakots- tún, þennan Þorgrím standa þar einan sjer og bíða átekta, en gengt honum alla hina, 120 þung búna menn. Þeir ganga fram, einn af öðrum; hann tekur þá, hvern og einn, og fleygir þeim niður; þeir föllnu ganga til hlið- ar, aðra leið. Hann hefir skjót handtök og snögt viðbragðið; — mjer fanst hann standa þarna í hvítri skyrtu með axlaböndin utanyfir; vasklegur sýndist mjer hann. Lengi síðan var þessi mynd í hugarfylgsnum mínum, meðal drauma og ævintýra frá æsku. Löngu, löngu síðar kyntist jeg Þorgrími í Laugarnesi í raun og veru; sá jeg þá handtök hans við að sníða gólfdúk og veggfóður; fór þá enn sem fyr, að vasklegur sýndist mjer hann, þó að blæju draumanna væri þá burtu svift. Þorgrímur í Laugarnesi er fæddur í Skipholti í Ytrihrepp 27. febrúar 1873, og þar ólst hann upp. Faðir hans var Jón Ingimundarson frá Efstadal í Laugardal, karlmenni mikið og í- þróttamaður að eðli. Margir vask ir menn eru í þeirri ætt, svo og önnnur gerð manna, því að þeir voru systrungar Jón í Skipholti og Jón í Galtafelli, faðir Einars myndhöggvara. En móðir Þor- gríms var Þorbjörg Jónsdóttir* bónda í Skipholti, Grímssonar stúdents; hann unni svo Skip- holti, að hann vildi ekki embætti en gerðist bóndi þar; en faðir Gríms stúdents var Jón í Skip- holti, bróðir Fjalla-Eyvindar og hjálparhella oft í raunum og neyð. Þorgrímur fór í ver til Grinda- víkur 14 vetra gamall, og síðar suður á Miðnes. Hann nam söðla- smíði af Jakobi í Galtafelli, frænda sínum; var heima með föður sínum í Skipholti til þess er hann var 23 ára; þá fluttist hann til Reykjavíkur og setti söðlavinnustofu á Vesturgötu 44, fyrst, og fór að taka pilta í nám. Síðar keypti hann hús í Austur- bænum og vann þar, fyrst Banka stræti 12, síðar Bergstaðarstr. 3. En 1902 breytti hann ráði sínu, keypti Lágafell í Mosfellssveit og gerðist bóndi þar. Konungskomu vorið, 1907, pantaði móttöku- nefndin bjá honum 10 hnakka; það voru siðustu hnakkarnir, sem hann smíðaði. Það sama ár brá hann búi og fluttist út í Við- ey; fyrst lagði hann þar vatns- leiðslur fyrir Jón Þorláksson, sjötugur það sumar; þá var „Miljónaf je- lagið“ að gera Viðey að stórum stað. En það sama haust rjeð- ist hann til fjelagsins, fyrst til að Ijúka bryggjusmíði, því að hann lagði á margt gerva hönd og varð alt að verki. Síðan varð hann fastur starfsmáður fjelagsins, því að á honum mátti sannast það, sem síðar var kveðið, að „betri þóttu handtök hans heldur en nokkurs annars manns“. ur, en Pjetur var lífið og sálin í fjelaginu meðan hann lifði. Hartn hatfði heyrt að þessi Þ©r- grímur úr Hreppwnum væri glím inn og Brögððftur. Er ekki að orð lengja það, að næsta fimtudags- kvöld var glímuæfing boðuð á grasbletti, þar sem seinna vaa-ð gamli íþróttavöllurinn, og komu margir vaskir menn til þess móts Þjóðhátíð var um sumarið á Rauðarártúni, og var þar kapp- glíma. Jón Vídalín gaf fje til verðlauna, eigi lítið í þá daga. Þorgrímur hlóð þar öllum, Ein'ar Þorgilsson, síðar kaupmaður í Hafnarfirði, feldi alla nema Þor- grím, 3. og 4. voru Guðmundur Guðmundsson frá Eyrarbakka (kaupm. á Selfossi) og Sigfús af Fljótsdalshjeraði. Dómnefnd þótti Einar hafa tekið allfast á og dæmdi honum 4. verðlaun, en Guðmundi 2. (50 kr.), Sigfúsi 3. ' (30 kr.). En Einar Þorgilsson lýsti yfir því á glímuvellinum, að dómnefnd hefði rangt við og hefðí hann unnið hjer 2. verð- En er „Miljónaf jelagið" varð. Jaun; hirti hann ekki sínar 20 kr. miljónalaust og dýrð þess engin, Lg varð ekki ríkur af þeim. Þeg- fór Þorgrímur beint í smiðjuna ar glímumennirnir voru að klæða hjá Kirk, sem þá var að gerajsjg) Var þar einhver áhorfenda Reykjavíkurhöfn fyrir Monberg,jog sagði við Einar, að fast hefði og hamraði þar jámið meðan hann tekið á í glímunni við Þor- heitt var. En er það járn var full 'grím. Einar svaraði þessu einu: rekið, flutti hann að Laugarnesi, I Fanst þú hvað Þorgrímur tók á 1915; þar hefir hann búið síð- mjer?“ an. Þar fjekk hann hálft annaðj Þarna kemur það! Vitanlega kýrfóður á túni, er hann kom, en hefir enginn tekið eins fast á og græddi upp í tólf kúa tún. En samhliða búskapnum hefir hann stundað aðra grein iðnar sinnar: veggfóðrun, dúkalagningu og bólstrun; alt fylgdi þetta söðla- smíðinni í æsku hans. Einnig rak hann verslun um tíma í nágrenni sínu, en vai' gjarn á að lána og varð af því ríkari að reynslu en fje. Þorgrímur kvæntist 1898 Ingi- björgu Kristjánsdóttur Kúld, Þorsteinssonar, og Guðrúnar Vig fúsdóttur, Thorarensen. Þau Þorgrímur, en það er glímu- menskan, að láta ekki áhorfend- ur sjá það. Þorgrímur hefir ver- ið sá, sem altaf beitti „leiftur- sókn“: alt afl, öll kunnátta, alt harðfylgi í eitt átak á einu augnabliki! Hann var „glímukon ungur“ landsins, áðu r en það nafn var til búið. Koma hans til Reykjavíkur, glíma hans og störf í „Ármanni“ á sínum tíma hafði gagngera þýðingu fyrir glímuna og allt íþróttalíf landsins, sem síðan óx upp af henni að miklu hafa eignast mörg börn mann- leyti. vænleg, en mist smn uppkomin. I Faðir hans kendi honum glím- Þegar jeg minnist Þorgríms; una þegar á barnsaldri, með vinar míns, verður mjer enn hug fleiri ungum sveinum. En hann stæðastur glímumaðurinn á var ákaflega strangur um fagra Landakotstúni, sem lagði að velli glímu. Jón í Skipholti var ver- 120 harðsnúna menn á einum maður á Álftanesi á sínum ungu degi. Nú segir hann mjer sjálf- dögum (um 1850—1855); þar ur að Sigurbjörn hómópati hafi mun hann hafa lært -glímu; það þrefaldað töluna; þeir voru víst .er glíma Bessastaðamanna, sem ekki nema 40 eða svo; þar að þar var í landi á þeirri tíð. Alt auki var hver dæmdur frá, sem er þetta meira frásagnarefni en fengið hafði þrjár byltur, svo að hjer verði rakið. Þorgrímur þurfti ekki að fella Þorgrímur er mikill glímumað þá alla sjálfur. En þeir voru víða að eðli; vöðvarnir enn eins og komnir að. Þetta var 2. ágúst fjaðrað stál, hver hreyfing þar 1898. jeftir, skjót og hrein, eldfjör sál- Þegar Þorgrímur var nýsestur*' ar og líkama, athyglin síkvik og að á Vesturgötu, vorið 1897, var vakandi. Hann er vel meðahuað- það einn dag, að t.veir menn ó- ur á hæð og grannvaxinn og leyn kunnugir gengu inn í verkstofu ir á sjer, hver afreksmaður hann hans. Það voru þeir Pjetur Jóns- var að karlmensku. Hann er sí- son blikksmiður og Helgi Zoega, glaður og hugreifur, en í þessnm sem þá var hjá Geir Zoega kankvísa andlitssvip bregður frænda sínum. Erindið var skrít- stundum fyrir einhverjum drátt- ið, sagði Pjetur, að fá hann til um í kjálkunum, sem benda til f>- að ganga í glímufjelagið „Ár- bilandi hörku. Hann er ástsæll mann“, sem þá hafði dottað um maður, og eigi síður af konum, tíma. Nú'átti að ýta við því aft- endamunu þær eiga meirhýruna í tillitinu, og ekki mun hann hafa kunnað miður hin mjúku tök. Það hefir lengi verið sjálfsagt, að mesta raun, sem afreksmenn komust í, var úti á skipi útlendra þjóða; þar var ætíð þeirra stóra skmd. Enginn skal halda ad þessa sögu skorti í æfi Þorg*ró)s í Laugarnesi. Það var eitt s«»i í Viðey, að hann var við umskiptta á kjöttunnum úr dönsku skipi, um haustnótt í hrajíviðfi, og var þó áður búinn að vinna erfitt dagsverk. En er öruggan mann þótti vanta til að slcrifa upp tunn urnar, móti stýrimanni,fór Þor- grímur í hreggúlpu sína og sett- ist við. Nú fjell ein tunnan úr lykkjunni og aftur niður í lest- ina, en Þorgrímur sá að stýri- maður gerði mark fyrir henni eigi að síður; Þorgrímur sagðist ekki skrifa aðrar tunnur en þær, sem færu upp úr lestinni. Stýri- maður svaraði hvergi vel og þótt ist engrar kenslu þurfa af ísleml ingum. Skipstjóri kom þar að, dólgur mikill og allferlegur, og lagði ilt til. Þeir voru báðir danskir. Þorgrímur ljet sein hann sæi ekki skipstjóra nje heyrði; gekk hinn þá nær og tók hendi við honum, til þess að gera honum skiljanlegri rjetta mannasiði. Ekki munu Danirnir hafa vitað glögt, hvað þá varð, en skipstjóri kom niður úr háa- lofti í klaufina milli vindunnar og lestarkarmsins, og lá þar held ur þröngt, en Þorgrímur tók aft- ur til pappíranna. Skipstjóri mjakaðist burtu og sást ekki meir, en stýrimaður sat hljóður og kyr við verk sitt, það sem eftir var nætur. Þá kom Svein- björn Egilsson til Þorgrims, klappaði á öxl honum og sagði: Mikið helv... varstu vænn! Morgunblaðið hefir ekki rúm fyrir meira af því, sem segja þarf um Þorgrím í Laugarnesi; alt hitt verður að bíða. Helgi Hjörvar Amerískar flug- vjelar iarast Washington í gær. í_f JER var tilkynnt í dag, * * að saknað væri flutninga flugvjelar, sem í voru 26 menn. Hefir ekki til hennar spurst, síðan 18. janúar og lík eins flugmannsins hefir rekið á land á ströndum Brasilíu í björgunarbát úr gúmmíi. — 1 bát þessum voru einnig nokkr- ar eigur annara manna af á- höfn vjelarinnar. Áhöfn flug- vjelarinnar var sex menn. Þar að auki voru í henni 7 liðsfor- ingjar úr her Bandaríkjanna og 13 meðlimir breska flug- hersins. Þá hafa borist fregnir um það, að hin fræga flugvjel „Yankee Clipper“, sem flogið hefir milli Bandaríkjanna og Portúgal, hafi farist í lendingu á ánnni Tagus við Lissabon i gærmorgun. Fórust 5 manns, 16 var bjargað, sumum meidd- um, en 19 er enn saknað, og er verið að leita þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.